Sjálfsfróun á samfélagsmiðlum

Auður Jónsdóttir rithöfundur fjallar um hegðun á samfélagsmiðlum, ofursjálfið og sýndarþörfina.

Auglýsing

Vin­kona mín ákvað að tékka á Tinder en gerði eitt­hvað vit­laust svo hún valdi óvart alla menn­ina sem hún ætl­aði að eyða. Já, eyða!

Í kjöl­farið brydd­uðu fjöl­margir þeirra upp á spjalli en einn spurði blákalt: „Er eitt­hvað að þér? Svona glæsi­leg kona að vilja karlfausk eins og mig. Þú þarft að leita þér hjálp­ar!“ Með­vit­und manns­ins um að hann þætti ekki girni­legur varn­ingur kjarnar Tinder – og alla þessa sam­fé­lags­miðla. Þessi mark­aðs­torg ímynda okkar þar sem fólki gengur mis­vel að mark­aðs­setja sig. Þetta segi ég vit­andi að ýmsir vinir mínir hafa fundið ham­ingj­una á Tind­er. Svo þekki ég líka ein­hverja sem nota for­ritið til að panta sér hold eins og heimsenda pizzu. Svo sem ákveðin ham­ingja fólgin í því fyrir þá sem fíla það.

Tinder er fölskvalaus­asti sam­fé­lags­mið­ill­inn. Þar gengur fólk hreint til verks, sýnir sig í von um að ein­hver heppi­legur fíli sig og sveipar kreðsið í gegnum ásjónur ann­ars fólks, nán­ast eins og það rennir aug­unum eftir vörum í hillum stór­mark­aða. En í raun­inni snú­ast allir sam­fé­lags­miðl­arnir um hið sama: að reka fjöl­miðil um sjálfan sig.

Auglýsing

Lesið í atferli á Face­book

Þessi nýja teg­und fjöl­miðl­unar ræktar í okkur sjálf­hverf­una um leið og hún er vett­vangur skoð­ana­skipta, upp­lýs­inga, tengsla­neta, sam­skipta og sam­runa. Þegar ég hef dvalið erlendis hef ég póstað grimmt á face­book til að halda tengslum við vini og vanda­menn – og geta fylgst með og tekið þátt í sam­fé­lags­um­ræðu.

Skjáskot/FacebookÞannig hafa vel­unn­arar geta fylgst með syni mínum vaxa og dafna og ég með börnum þeirra. Ég hef verið áhorf­andi að lífi vina minna og þeir að mínu. Hér heima virð­ist það ekki þjóna sama til­gangi og áður, þó að ég taki stundum syrp­ur.

En kannski á maður til að vera of kald­rana­legur í hugs­un. Ég er hætt að geta skrollað niður Face­book án þess að spá í atferli þeirra sem pósta. Því glæsi­legri & glað­legri sem sjálf­urnar eru því sann­færð­ari verð ég um að mann­eskjan sé eitt­hvað af eft­ir­töldu: Ófull­nægð, á bömmer eftir djamm, ást­fangin af sjálfri sér, félags­lega óör­ugg í leit að við­ur­kenn­ingu, að reyna að hösla í gegnum mið­il­inn, í knýj­andi þörf fyrir vímu­efna­með­ferð, á brún skiln­að­ar, illa haldin af áráttu­hegð­un, að standa í fram­hjá­haldi eða að þróa með sér knýj­andi þörf fyrir að aðrir sjái hana upp­dress­aða við hin ýmsu úti­veru­sport á borð við fjall­göng­ur, hlaup, sjó­sund og úti­jóga. 

Ókei, jú – kannski hljómar þetta for­pok­að. 

En samt ...

Ofursjálf og sýnd­ar­þörf

Um dag­inn rabb­aði ég við mann­eskju sem starfar stundum við að velja í hlut­verk í kvik­mynd­ir. Hún sagði að oft væri ekki að marka ljós­myndir sem fólk sendi af sér því til dæmis ungar konur – sem hefðu drukkið í sig sam­fé­lags­miðla með móð­ur­mjólk­inni – væru orðnar atvinnu­mann­eskjur í að búa til ímynd af sér. Þær færu létt með að búa til ofursjálf á sam­fé­lags­miðl­un­um; sér­fræð­ingar í förð­un, pósum og fótó­sjoppi. Og væru ekki einar um það.

Til hvers þessi ímynd? spyr maður sig eftir sukk á sam­fé­lags­miðl­um. Þetta kapp­hlaup ímynda venju­legs fólks. Það er ánægju­legt að deila hinu og þessu til að vökva félags­þörf­ina, eins og fólk gerir jú á þessum miðl­um, en sú þörf getur auð­veld­lega snú­ist upp í sýnd­ar­þörf.

Hin ákjós­an­lega ásýnd: Heill­andi mann­eskja við eft­ir­sókn­ar­verða iðju og skjót að sjóða saman smell­inn frasa um það.

Kannski bær­ist í okkur lúmsk þrá að vera tef­flon-­mann­eskja sem hefur hvorki hægðir né óþægi­legar til­finn­ing­ar. Mis­mikið samt. Hún virð­ist ekki há karl­inum sem hafði sam­band við vin­konu mína á Tinder og ráð­lagði henni að leita sér hjálpar fyrst hún vildi svona karlfausk. Hann gæti reyndar verið skemmti­leg­ur. En kannski með svo­lítið við­kvæma sjálfs­mynd.

Áhugi okkar á okkur

Önnur kona hafði orð á því að sam­fé­lags­miðl­arnir hefðu gert fólk svo sjálf­hverft að nú orðið væru margir orðnir of stórir fyrir bæði fjöl­miðla og stjórn­mála­flokka. Ýmsum dygði eng­inn stjórn­mála­flokkur utan um eigin skoð­anir á sama tíma og þeir reka fjöl­miðil um sig. Stjórn­mála­flokkar spretta því upp eins og gorkúlur og við póstum fréttum af okkur í sjálfum í stað þess að rýna í dýpri grein­ingar á umheim­in­um. Áhug­inn snýst fyrst og fremst um eigin skoð­anir og eigin veru. Jú, stundum póstum við fréttum eða umfjöllun sem kveikir í okkur en aðeins á for­sendum okkar og svo lengi sem þær eru það yppum við öxlum þó að þær séu fals­fréttir eða umfjöll­unin lituð af sér­hags­mun­um. Allt þarf að þjóna hug­ar­heimi okk­ar. Við verðum alls­herjar úrskurður alls – svo lengi sem nógu margir læka.

Ókei, smá ýkjur kannski. En samt ...

Svo var ég að spjalla við þriðju kon­una sem er ein­hleyp eins og ég og veigrar sér líka við að vera á Tind­er. Mér finnst þetta ekki snú­ast um ást heldur örvænt­ingu, sagði sú við mig. Af hverju getur fólk ekki bara hvílt í sjálfu sér og leyft hlut­unum að ger­ast? velti hún fyrir sér.

Það er sann­leiks­korn í þessu þó að – eins og áður sagði – margir hafi rambað á ham­ingj­una þar.

En þetta sann­leiks­korn á ekki bara við Tinder heldur alla þessa sam­fé­lags­miðla. Þeir snú­ast um sömu mark­aðs­setn­ing­una á sjálf­inu og fá okkur til að hætta að hvíla í okk­ur. Eins og það sé ekki bara nóg að vera og njóta fyrir sig, lenda í ein­hverju skemmti­legu og eiga upp­lifun með þeim sem eru á staðn­um. Þeir bjóða upp á eirð­ar­leysi, eins og ekk­ert sé að ger­ast í alvöru nema því sé póstað á að minnsta kosti þrjá sam­fé­lags­miðla og hund­rað manns hrópi að póst­ar­inn og vinir hans séu sætir og ynd­is­legir að upp­lifa eitt­hvað stór­kost­legt. Atburð­ur­inn hættir að vera nægur í sjálfu sér, hann þarfn­ast stað­fest­ingar umheims­ins – ef hún fæst ekki blasir við örvænt­ing. Upp­lifun manns og skynjun eru bundin við við­brögð áhorf­enda. Skoð­an­ir, skynjun og hugsun standa og falla með fjölda læka. Allt verður að eins konar sjálfs­fróun á sam­fé­lags­miðlum – líka börnin manns.

Alls­herjar núvit­und sam­fé­lags­miðla

En nú ætla ég að hætta að tuða og pósta ein­hverju. Kannski mynd af mér með nýþvegið hár að sjóða pylsur handa syni mín­um. Hund­rað manns eiga lík­lega eftir að læka og hluti þeirra segir eitt­hvað fal­legt eins og: Þið eruð dásam­leg mæðgin.

Og það ylj­ar. Ég fæ stað­fest­ingu á að til­vera mín sé ein­hvers virði. Sonur minn. Pyls­urnar í pott­in­um. Ég sjálf.

Lækin og athuga­semd­irnar kæta mann fram eftir kvöldi og ég get dundað mér við að svara í stað þess að lesa bók eða horfa á heim­ild­ar­mynd um vænt­an­leg enda­lok heims­ins. Ham­ingju­söm í alls­herjar núvit­und sam­fé­lags­miðla.

Svo er auð­vitað margt und­ur­fal­legt á sam­fé­lags­miðl­un­um. Því þar erum við öll í okkar algjöru mann­leg­heit­um. Þar sam­gleðst maður líka vin­um, end­ur­heimtir gamla kunn­ingja, fylgist með lífs­bar­áttu fólks, ástum og dauða, og verður vitni að krafta­verk­um. Kannski það sé að ein­hverju leyti mik­il­vægt að hafa áhorf­anda að lífi sínu, það er jú ein ástæðan fyrir því að fólk finnur sér maka. Til að upp­lifa lífið með öðr­um. En þá vaknar spurn­ingin – sem þriðja vin­konan velti fyrir sér um dag­inn – hvort það að hafa svona mörg vitni að atburðum vatni út gildið sem býr í hinum raun­veru­legu vitn­um, nánum vinum og fjöl­skyldu, og hlut­verki þeirra í lífi manns og sjálfs­mynd? Það má enda­laust flækja hlut­ina, þeir eru jú flókn­ir, og nú myndi ég setja bros­karl ef það væri við­eig­andi í pistli. Ég ætla að hætta að tuða. Hætta að hugsa. Við erum öll frá­bær. Skoðið bara sam­fé­lags­miðl­ana!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit