Auglýsing

Icelandair og WOW Air hafa gengið í gegnum erf­ið­leika að und­an­förnu. Síð­ar­nefnda félagið á í bráða­vanda þar sem það á ein­fald­lega ekki nægi­lega mikla pen­inga til að halda rekstr­inum og vext­inum áfram.

Von­andi mun félag­inu ganga vel að fjár­magna sig svo það geti haldið áfram að flytja hingað mörg hund­ruð þús­und erlenda ferða­menn á ári. Svo ein­falt er það sjón­ar­mið, en vitað er að rekstr­ar­skil­yrði margra flug­fé­laga hafa versnað að und­an­förnu vegna vax­andi kostn­aðar og mik­illar sam­keppni í alþjóð­legu flugi. Sá lifir af sem hefur breið­asta bakið fjár­hags­lega í slíkum aðstæð­u­m. 

Á ríkið að skipta sér af?

Vöxtur ferða­þjón­ust­unnar hefur lagt grunn­inn að lífs­kjara­bata almenn­ings á Íslandi und­an­farin ár, eins og Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði og nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, fjall­aði um í góðri yfir­lits­skýrslu sinni um stöðu efna­hags­mála á Íslandi fyrir stjórn­völd.  Gylfi hefur einnig ritað ítar­legar greinar um stöðu efna­hags­mála í Vís­bend­ingu, þar sem grein­ingar hans hafa komið fram.

Auglýsing

Vöxt­ur­inn hefur verið með ólík­ind­um. Árið 2010 komu til lands­ins um 450 þús­und erlendir ferða­menn á ári en í fyrra voru þeir 2,7 millj­ón­ir. Þessum vexti hefur fylgt gíf­ur­leg gjald­eyr­is­inn­spýt­ing, en í fyrra var hún á bil­inu 550 til 600 millj­arð­ar.

Á meðan fjár­magns­höft voru fyrir hendi sam­kvæmt lög­um, þá styrkt­ist gengi krón­unnar hratt gagn­vart helstu myt­um, eins og eðli­legt er. Velta má fyrir sér nú hvort höftin og sam­ingar vegna slita­búa hafi verið of seint á ferð­inni, af þessum sök­um. Hag­kerfið fékk mögu­lega að hitna of mik­ið, vegna þessa. En það þýðir lítið að velta fyrir sér orðnum hlut­um.

Það sem eðli­legt er að velta fyrir sér, er hvernig vandi flug­fé­lag­anna teng­ist almanna­hags­munum og stöðu rík­is­sjóðs. Í drauma­heimi á ríkið ekki að þurfa að hafa afskipti af einka­fyr­ir­tækjum í vanda en raun­veru­leik­inn er ann­ar, þegar á reyn­ir, eins og vanda­mál fjár­mála­fyr­ir­tækja er gott dæmi um.

Í til­viki Íslands eru flug­fé­lögin þegar orðin það umfangs­mik­il, að Ísland hefur ekki efni á því að þau fari á haus­inn og hætti starf­semi. Það er blá­kaldur veru­leiki. Um 98 pró­sent erlendra ferða­manna koma í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl og 80 pró­sent erlendra ferða­manna hafa und­an­farin ár komið með Icelandair og WOW Air, þrátt fyrir vax­andi umfang erlendra flug­fé­laga.

Vegna þess hve gjald­eyr­is­tekjur ferða­þjón­ust­unnar eru orðnar umfangs­miklar, hlut­falls­lega, þá þolir íslenska hag­kerfið illa skyndi­leg áföll flug­fé­laga.

Reglu­verk og eft­ir­lit með flug­fé­lögum er einnig alfarið á hendi rík­is­ins, í gegnum Sam­göngu­stofu, eins og rakið var í ítar­legri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um þessi mál. Ríkið á að meta hvort flug­rekstr­ar­að­ilar stand­ast kröf­ur, meðal ann­ars fjár­hags­leg­ar. Ekki liggur fyr­ir, með nákvæmum og gagn­sæjum hætti, hvernig fjár­hags­kröf­urnar eru að öðru leyti en því, að við upp­haf rekstrar þurfa félögin að vera með trú­verðug áform og fjár­hags­styrk, sem dugar til 24 mán­aða. Þetta er óheppi­legt, því betra er að hafa þetta skýrt. Gagn­sæið í þessu eru virkasta aðhald­ið.

Til við­bótar kemur svo það að íslenska ríkið á Isa­via, sem rekur flug­velli í land­inu, á einnig 80 pró­sent af fjár­mála­kerf­inu, þar sem þyngst vegur Íslands­banki og Lands­bank­inn. Óhjá­kvæm­li­legt er að vandi flug­fé­lag­ana geti tengst útlána­á­hættu í banka­kerf­inu og þannig hags­munum rík­is­ins.

Þá hefur auk þess verið upp­lýst um að rík­is­bank­arnir hafi verið kall­aðir að borð­inu við kynn­ingu á fyr­ir­hug­aðri skulda­bréfa­út­gáfu WOW Air, með mögu­lega þátt­töku í huga.

Spurn­ingin um hvort íslenska ríkið eigi að skipta sér af vanda flug­fé­lag­ana, er auðsvar­að; ríkið verður að skipta sér af lögum sam­kvæmt og getur ekki annað en fylgst náið með vanda flug­fé­laga og gert við­bragðs­á­ætl­an­ir. Hvort það eigi að blanda sér í mál­in, ef allt stefnir í óefni, er svo hið ískalda hags­muna­mat á hverjum tíma.

Póli­tískur vilji fyrir sveiflum

Ein ástæða þess að margir eru ugg­andi núna yfir stöðu flug­fé­lag­ana er sú að það er póli­tískur vilji fyrir því á Íslandi að búa við örmynt í alþjóða­væddum heimi á 200 þús­und manna vinnu­mark­aði. Þetta þekk­ist hvergi í heim­inum (Seychelles eyjar eiga lítið sam­eig­in­legt með Íslandi. Skatta­skjól er stór iðn­aður þar, en það ku vera minnsta mynt­svæði heims­ins, litlu minna en Ísland). Það er að vera með íslensku krón­una, sem er eins og kork­tappi í ólgu­sjó fjár­magns­hreyf­inga.

Eftir því sem heim­ur­inn verður alþjóða­vædd­ari, t.d. með djúp­stæðum áhrifum raf­rænna við­skipta sem teygja sig yfir landa­mæri, þá verður það sífellt meira umhugs­un­ar­efni hvort það sé gott fyrir Ísland að vera með örmynt­ina sem hluta af dag­legum veru­leika. 

Það er vitað að gengi krón­unnar mun falla og það er vitað að ríka fólkið hagn­ast á því, enda getur það fært eignir sínar í stöðugri myntir þegar því hent­ar, og hagn­ast á öllu sam­an. Dæmin úr hrun­inu eru nær­tæk, þar sem rík­asta fólkið færði pen­ing­ana sína til útlanda áður en almenn­ingur var festur inni með lögum fjár­magns­hafta. Sumt af þessu fólki fékk svo að koma með pen­ing­inn á geng­is­af­slætti inn í kerfið aft­ur, sem er með nokkrum ólík­ind­um.

Eftir upp­gang ferða­þjón­ust­unnar hefur geng­is­á­hætta í hag­kerf­inu magn­ast upp, eins og aug­ljóst er núna. Flug­fé­lög eru orðin kerf­is­lægur áhættu­þátt­ur. Hvernig ætli það væri, ef gjald­mið­ill­inn myndi ein­fald­lega ekki hrynja, ef flug­fé­lögin lentu í vanda? Væri þá sami bráða­vandi fyrir hendi? Þyrftu að vera jafn­margir neyð­ar­fundir hjá stjórn­völd­um?

Nei, svo er ekki, þó eng­inn geri lítið úr vanda flug­fé­laga. Geng­is­á­hættan í hag­kerf­inu er óþol­andi veru­leiki venju­legs fólks sem þarf að rýna í bók­haldið með augum sjóðs­stjóra vog­un­ar­sjóða til að átta sig á straumum og stefn­um. Þess vegna er ríkið nán­ast alltaf kallað að borð­inu, þegar vanda­mál skap­ast á hinum ýmsu mörk­uðum og litið til þess að leysa vanda­mál­in. Það fel­ast í því almanna­hags­munir að losna við eða draga stór­kost­lega úr þess­ari geng­is­á­hættu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari