Auglýsing

Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði og fastur penni á þessum vett­vangi, fór ítar­lega yfir stöðu efna­hags­mála í síð­ustu viku, og kom þar inn á stóran óvissu­þátt sé horft fram í tím­ann næstu mán­uði.

Hann snýr að kjara­við­ræðum og hvernig það muni ganga að semja um kaup og kjör þeirra sem eru með lausa samn­inga. Þrátt fyrir að stoðir íslenska hag­kerf­is­ins séu sterkar þessi miss­erin þá getur verð­bólgu­draug­ur­inn vaknað og farið á stjá með lát­um, eins og sagan er til vitnis um.

Atvinnu­leysi er með lægsta móti (3 pró­sent), hag­vaxt­ar­horfur ágætar (3,6 pró­sent á þessu ári, ef spár ganga eft­ir) og skuldir heim­ila, fyr­ir­tækja og hin opin­bera hafa lækkað hratt að und­an­förnu.

Auglýsing

Spennan

En það er helst að spennustigið í hag­kerf­inu valdi áhyggj­um, eins og erlend láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæki hafa bent á í grein­ingum sínum að und­an­förnu. Þau eru ekki óskeikul - heldur betur ekki - en það verður samt að taka ábend­ingum og grein­ingum þeirra alvar­lega.

Helstu hætt­urnar eru að þeirra mati yfir­spennt hag­kerfi, geng­is­fall eftir kólnun í ferða­þjón­ustu og sam­dráttur sem kæmi í kjöl­far­ið. En það sem er ánægju­legt, er að stoð­irnar eru heil­brigð­ari og sterk­ari nú, en fyrir rúmum ára­tug.

Sam­drátt­ur­inn ætti ekki að ógna und­ir­stöð­un­um, ef til hans kem­ur, en fall á eigna­verði - t.d. fast­eigna­verði - ætti ekki að koma neinum á óvart. Í reynd hafa fast­eignir í fjöl­býli á Íslandi ekki hækkað síðan í apríl á þessu ári, ef frá eru taldar nýjar íbúðir á mark­aði. Fer­metra­verð þeirra er hærra en ann­arra og því hefur það áhrif á heild­ar­mynd­ina til hækk­un­ar. Algengt fast­eigna­verð er er á bil­inu 430 til 500 þús­und á fer­metr­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eftir stað­setn­ingu, en nýjar íbúðir hafa allt að 20 pró­sent hærra fer­metra­verð í sumum til­vik­um.

Eft­ir­minni­leg kennsla

Í grein Gylfa í síð­ustu viku kom hann inn á grund­vall­ar­hug­myndir um lýð­ræð­is­skipu­lag og sam­fé­lags­upp­bygg­ingu, þegar rætt var um hvernig mætti nálg­ast kjara­við­ræður og skipu­lag sam­fé­lags­ins. Vitn­aði hann til rétt­læt­is­hug­mynda John Rawls (The­ory Of Just­ice, 1971), skrifa John Stu­art Mill  um frelsið (Frelsið, 1859) og einka­eign­ar­rétt­ar­pæl­ingar Robert Nozick (Anachy, State and Utopia, 1974).

Þegar kemur að leið­inni til sátta, sem kjara­við­ræður snú­ast um, er hollt að velta þessum áhrifa­miklu höf­undum heim­spek­innar fyrir sér, og þeirra djúp­stæðu áhrifum á hugs­un­ar­hátt okkar um lífið og til­ver­una.

Það er lítið pláss í að fara ofan í það í þaula hér, en við lestur á grein Gylfa komu upp í hug­ann stór­kost­lega skemmti­legar kennslu­stundir í heim­speki­námi mínu við Háskóla Íslands.

Þor­steinn Gylfa­son heit­inn, pró­fess­or, var þá að kenna stjórn­mála­heim­speki og það var oft hrein upp­lifun að hlusta á hann flytja fyr­ir­lestra sína og síðan skapa umræður um flóknar og ein­faldar myndir heim­spek­inn­ar.

Eitt það minni­stæð­asta var þegar hann ræddi um Rawls.

Eins og alltaf hjá Þor­steini þá kom hann þre­földum skammti til skila í tvöl­földum tíma (tvisvar 45 mín­út­ur, með stuttu hléi).

Í fyrsta lagi óað­finna­legri þekk­ingu á við­fangs­efn­inu.

Í öðru lagi lif­andi og oft leiftr­andi lýs­ingum á hinum helstu álita­málum í kenn­ing­unum sem voru til umræðu (handa­hreyf­ing­ar, hávær grófur hlát­ur, mann­lýs­ingar á höf­undum og fjöl­skyldu­að­stæðum þeirra. Eft­ir­minni­leg var hlið­ar­saga hans um John Stu­art Mill og hversu ótrú­legt undra­barn hann var, flug­læs á mörg tungu­mál þriggja ára).

Í þriðja lagi hafði hann ein­stakt lag á því að koma hug­mynda­upp­sprett­unni í kringum verk höf­undana líka til skila. Þar kom tón­list oft við sögu, bók­mennta­verk ann­arra höf­unda og síðan póli­tískur og efna­hags­legur grunnur átaka sem lágu und­ir.

Í upp­hafs­stöð­unni

Í Rétt­læt­is­kenn­ingu Rawls er þetta grund­vall­ar­spurn­ing­in. Hvernig er hægt að búa til rétt­látt sam­fé­lag og í hvaða aðstæðum - ímynd­uðum - getum við séð það fyrir okk­ur?

Hug­mynda- og stétta­bar­átta í Banda­ríkj­unum var í algeym­ingi þegar bókin kemur út. For­rétt­inda­stéttir og fólkið á gólf­inu, fjar­lægðir valds frá fólki. Þetta voru miklir tímar, svo ekki sé meira sagt.

Í verki Rawls tekst hann á við það hvernig megi ímynda sér rétt­látt sam­fé­lag. Þar er upp­hafs­staðan (Orig­inal Position) grund­völl­ur­inn en þeir sem í henni eru vita ekki hver sam­fé­lags­staða þeirra verður þar sem þeir eru undir fávís­is­feld­inum (veil of ign­or­ance).

Til ein­föld­unar sagt þá veldur hann því að þeir sem undir feld­inum eru, geta ekki látið for­rétt­inda­stöðu sína - eða aðrar vöggu­gjafir - trufla hug­ar­heim­inn. Í þessum aðstæðum skap­ast hug­myndin um rétt­læti og hvernig megi hugsa sér sér­hags­muna­lausa rök­ræðu um sam­fé­lag­ið.

Mátun við sam­tím­ann

Styrk­ur­inn í kenn­ingu Rawls liggur ekki síst í því að hún á tíma­laust erindi. Spurn­ing­arnar sem tek­ist er á við koma upp í hug­ann við ýmis til­efni.

Meðal ann­ars á það við um kjara­við­ræður og hvernig megi hugsa sér að ná sátt um launa­þróun ólíkra hópa. Gylfi setur þessar grund­vall­ar­hug­myndir heim­spek­ing­ana ekki af ástæðu­lausu í þetta sam­hengi.

Það er hollt fyrir ráða­menn og for­ystu­fólk aðila vinnu­mark­að­ar­ins, bæði verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og atvinnu­rek­enda, að koma sér fyrir í upp­hafs­stöð­unni og sveipa sig fávís­is­feld­in­um, áður en lengra er hald­ið. Ákvarð­anir um launa­hækk­anir eru flókn­ar, þar sem margt kemur til skjal­anna annað en krónur og aur­ar. Spurn­ing um hvernig megi tryggja betri lífs­kjör með kjara­samn­ingum snýst líka um kerf­is­breyt­ingar sem auka frí­tíma, þjón­ustu og létta á streitu. Ekki virð­ist van­þörf á því, eins og fjallað er um nýlegri skýrslu Gylfa fyrir stjórn­völd. Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur einnig nefnt þessi atriði sem áherslu­mál fyrir kom­andi kjara­samn­inga.

En það sem miklu máli gæti skipt fyrir far­sæla nið­ur­stöðu í kjara­samn­ingum - og þá eitt­hvað sem yrði í það minnsta nálægt þjóð­ar­sátt - er að þau sem taka þátt í við­ræð­unum til­einki sér hroka­lausa afstöðu gagn­vart stöðu fólks á gólf­inu, meg­in­þorra launa­fólks. Verka­lýðs­hreyf­ing­in, með end­ur­nýj­aða for­ystu, hefur mér fund­ist vera kalla hátt eftir því að það sé meira hlustað á fólkið á gólf­inu og virð­ing borin fyrir því.

Það getur verið snúið að horfa alveg fram­hjá því hvaða for­rétt­inda­stöðu fólk er fætt inn í. Ef það tekst að sýna sam­kennd með ólíkum aðstæðum fólks, þá er mikið unnið og far­sæl nið­ur­staða lík­legri. Jafn­vel þó það virð­ist vera stál í stál í upp­hafi.

Greinin er úr Vís­bend­ingu, sem kemur áskrif­enda 31. ágúst. Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari