Auglýsing

Eitt af því sem nefnt hefur verið sem und­ir­liggj­andi áhrifa­þáttur alþjóð­lega fjár­mála­hruns­ins á árunum 2007 til og með 2009 er fram­kvæmd pen­inga­stefn­unnar hjá seðla­bönkum heims­ins eftir árás­ina á tví­bura­t­urn­anna í New York 11. sept­em­ber 2001.

Til ein­föld­unar sagt, þá brugð­ust seðla­bankar heims­ins við árásinni með því að dæla miklu magni af pen­ingum út í hag­kerfin til að reyna að örva þau og koma í veg fyrir sam­drátt í heims­bú­skapn­um.

Á árunum 2001 og fram að þreng­ing­unum 2007 - og svo fjár­málar­hrun­inu haustið 2008 - þá „flutu mark­aðir í pen­ing­um“. Svo til ókeypis lánsfé var í boði fyrir banka og fjár­festa. Í þeim aðstæðum mynd­uð­ust bólur og fífldirfska í við­skiptum varð útbreidd.

Auglýsing

Það var eins og veisl­unni ætl­aði aldrei að ljúka. „Ég heyri bara þögn­ina,“ sagði karakt­er­inn sem Jer­emy Irons leikur svo frá­bær­lega, í mynd­inni Margin Call, þegar hann var að lýsa ástand­inu sem hann sá fyrir sér á mörk­uð­um. Skömmu síðar hrundi allt, og bank­inn sem hann stýrði los­aði sig við verð­lausar eignir fyrir millj­arða Banda­ríkja­dala.



Merki­legt er að hugsa til þess að seðla­bankar heims­ins hafa í raun brugð­ist við með alveg sama hætti á und­an­förnum ára­tug og þeir gerðu eftir árás­ina 2001. Alþjóð­legu bank­arnir eru ennþá alltof stórir til að falla og eigna­verð á verða­bréfa- og fast­eigna­mörk­uðum hefur hækkað með for­dæma­lausum hætti und­an­farin ár. Eins og venju­lega er samt ein­hver sem segir að „þetta sé öðru­vísi núna“ og svo fram­veg­is.

Vextir að hækka

Stefnu­breyt­ing hefur þegar átt sér stað hjá seðla­bönk­um. Nú munu tjöldin falla og það mun koma í ljós, hvernig hag­kerfum heims­ins mun reiða af við aðstæður þar sem vaxta­stig er umtals­vert hærra.

Í Banda­ríkj­unum voru stýri­vextir 0 - 0,25 pró­sent í átta ár sam­fellt en þeir eru nú komnir upp í 2,25 pró­sent og spá bank­ans gerir ráð fyrir hækkun upp í 3,5 pró­sent árið 2020 ("T­he Federal Res­erve signaled it would raise rates to 2.5 percent in Decem­ber 2018, 3.0 percent in 2019, and 3.5 percent in 2020. The rate is crit­ical in det­erm­in­ing the U.S. economic out­look."). 

Margt bendir til þess að þetta ferli geti orðið enn hrað­ara, vegna þess að verð­bólgu­þrýst­ingur hefur verið að aukast í Banda­ríkj­unum að und­an­förnu. Don­ald Trump er ekki sáttur við það, og hefur látið nýjan seðla­banka­stjóra Banda­ríkj­anna, Jer­ome Powell, heyra það ótt og títt opin­ber­lega. Sem oft­ast nær hefur verið talið óvið­eig­andi af þjóð­ar­leið­toga, og vega að sjálf­stæði bank­ans sem er að baki 65 pró­sent af gjald­eyr­is­vara­forða heims­ins, en sú lína er löngu farin í banda­rískum stjórn­mál­um. Óvíst er hvort og hvenær það kemst jafn­vægi á þau sam­skipti.

Á meðan í Evr­ópu. Seðla­banki Evr­ópu ætlar að hætta ótrú­lega umfangs­miklum fjárinn­spýt­ing­að­gerðum sínum í des­em­ber. Í hverjum mán­uði hefur hann keypt skulda­bréf á mörk­uðum fyrir 60 millj­arða evra, vöxtum hefur verið haldið niðri og þannig unnið að örvun hag­kerf­anna í Evr­ópu. Þetta hefur veitt veik­burða bönkum skjól og óbeint hjálpað rík­is­sjóð­um, sveit­ar­fé­lög­um, fyr­ir­tækjum og almenn­ingi að takast á við krefj­andi stöðu.

Eng­inn veit hvað ger­ist

Hvað ger­ist þegar þessu tíma­bili lýk­ur? Eitt rétt svar er við því: Það veit eng­inn. 

Áhyggju­raddir vegna þess­ara tíma­móta eru komnar fram og sumir hafa lengi varað við því, að tolla­stríð og póli­tísk átök ofan í þessi óhjá­kvæmi­legu tíma­mót, væri það versta sem gæti gerst. Einn þeirra sem var­aði við­skipta­vini sína við þessu er Seth Klarman, stofn­andi og stjórn­andi Baupost Group, sem er sá sjóður sem hagn­að­ist einna mesta allra á falli íslensku bank­anna. Í bréfi sem hann skrif­aði strax í upp­hafi þess að Don­ald Trump tók við völd­um, þá var­aði hann við því að upp gæti teikn­ast hættu­leg staða fyrir alþjóð­lega fjár­mála­mark­aði vegna þess­ara áherslna sem Trump tal­aði fyrir - og hann hefur nú hrint í fram­kvæmd. Þá var hann einkum að tala um við­skipta­stríð við Kína.

Það sama má segja um Brexit og deilur Breta og Evr­ópu­sam­bands­ins um hvernig skuli staðið að útgöngu Breta úr sam­band­inu.

Mik­il­væg stefnu­mörkun

Hvaða áhrif gætu komið fram á Íslandi? Alveg eins og oft í hag­fræð­inni, þá er ekk­ert eitt aug­ljóst rétt svar. Íslenska banka­kerfið er ein­angrað við Ísland, að nær öllu leyti, og það er góður örygg­is­vent­ill að búa við, þegar breyt­ingar eins og þær sem nú eru í kort­unum eru að koma fram. Fjár­mála­kerfið er að mestu fjár­magnað af almenn­ingi á Íslandi og það er líka 80 pró­sent í eigu rík­is­ins, og á ábyrgð þess. Þessi staða er skýr og aug­ljós. 

En Ísland er lít­ill hlekkur í keðju alþjóða­vædds heims og að því leyt­inu til gætu vend­ingar í heims­bú­skapnum haft mikil áhrif á hags­muni íslenskra fyr­ir­tækja. 

Margir mark­aðir geta orðið erf­ið­ari vegna tolla og íþyngj­andi reglna, og svo gæti líka farið svo að flug­leiðir milli Íslands og umheims­ins falli niður inn á ákveðin mark­aðs­svæði, sem veikir íslenska hag­kerf­ið. Ferða­þjón­usta í heim­inum er t.d. þekkt fyrir það að vera nátengd efna­hags­sveiflum í heim­in­um. Fólk ferð­ast meira ef það hefur pen­inga til þess og tæki­færi á. Ísland á mikið undir því að ferða­þjón­ustan sé sterk, enda er sú atvinnu­greind orðin að und­ir­stöðu­at­vinnu­vegi lands­ins.

Ólíkt því sem var fyrir tíu árum þá er Ísland í sterkri stöðu, hvað varðar fjár­mála­kerf­ið. Þar er staðan nokkuð skýr og ein­föld; ríkið ber ábyrgð á fjár­mála­kerf­inu, á það að mestu leyti og seðla­bank­inn er trú­verð­ugur banki bank­anna. 

Hins vegar er spurn­ingin hvernig Ísland mun standa til fram­tíðar lit­ið, þegar kemur að alþjóð­væddum heimi. Þar bein­ast spjótin ekki síst að stjórn­mála­mönn­um. 

Stefnu­mörkun af hálfu utan­rík­is­ráð­herra og rík­is­stjórn­ar­inn­ar, í þessum aðstæðum sem uppi eru, mun skipta miklu máli. Þetta mál er ekki nægi­lega opið til umræðu hjá stjórn­mála­mönn­um, miðað við til­efn­ið. 

Það hvaða dyr tæki­færa opn­ast í tengslum við Brex­it, tolla­stríð Banda­ríkj­anna og Kína, og upp­gang á einum stað og nið­ur­sveiflu á öðrum vegna hækk­andi vaxta, er stór­mál sem skiptir miklu máli fyrir almenn­ing á Íslandi. Það er betra að vera með skýra stefnu hvað þessi mál varð­ar, því eins og sést hefur á Íhalds­flokknum breska und­an­farna mán­uði - þar sem hver höndin hefur verið upp á móti annarri og stefnan algjör­lega óljós - þá ætti glund­roði ekki að vera val­kost­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari