Ísland í miðpunkti áhættuáhrifa loftslagsbreytinga

Auglýsing

Á dög­unum kom út skýrsla sér­fræð­inga á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna um stöðu mála vegna hlýn­unar jarð­ar. Hún þykir óvenju­lega skor­in­ort, og er talað um að ríki heims­ins þurfi að grípa til stór­tæk­ari aðgerða til að bregð­ast við alvar­legum áhrifum vegna hlýn­unar jarðar af manna­völd­um. Tólf ár er algjört hámark í þessu efn­um, segir í skýrsl­unni, til að hindra það að ekki verði aftur snúið af ógæfu­braut.

Aðal­at­riðið í skýrsl­unni er að hún sýnir glögg­lega alvar­lega stöðu mála víða um heim og að mik­il­vægt sé fyrir ríki heims­ins - hið opin­bera, fyr­ir­tæki og almenn­ing - að grípa taf­ar­laust til stór­tækra aðgerða.

Eitt af því sem fjallað er um í skýrsl­unni eru efna­hags­leg áhrif af þeim miklu breyt­ingum sem eru að verða á jörð­inni, vegna lofts­lags­breyt­inga. James Han­sen, einn yfir­manna NASA í Banda­ríkj­un­um, segir að ef fram­heldur sem horf­ir, og að með­al­hiti á jörð­inni muni hækka um 1 gráðu, þá verði áhrifin alvar­leg og að stór svæði í heim­inum geti orðið ólíf­væn­leg. Þetta mun ekki ger­ast hægt og bít­andi, heldur hratt og örugg­lega.

Auglýsing

Vist­kerf­is­breyt­ingar verða það mikl­ar. (Kjarn­inn hefur fjallað mikið um þessi mál, allan starfs­tíma sinn, og mun gera það áfram).

Stóra álykt­unin sem höf­undar skýrsl­unnar draga, er að tím­inn sé að renna út. Nú þurfi allir að snúa bökum saman og bjarga jörð­inni.

Sam­staða á Íslandi

Á Íslandi er nýfram­komin metn­að­ar­full stefna stjórn­valda, þegar kemur að lofts­lags­breyt­ing­um. Í hinu póli­tíska lit­rófi á Íslandi er sam­staða um mik­il­vægi aðgerða til að sporna gegn alvar­legum áhrifum vegna meng­unar og hlýn­unar (Það eru helst Sig­ríður And­er­sen inn­an­rík­is­ráð­herra og félagar hennar á vefnum Vef­þjóð­vilj­anum (and­rik­i.is), sem eru með miklar efa­semdir um alvar­leg áhrif, sé mið tekið af fjöl­mörgum greinum sem þar hafa birst um efnið á und­an­förnum árum.). Þetta er mik­il­vægt og gefur von um að Alþingi muni geta beitt sér af þunga í þágu mál­efn­is­ins.

Meðal þess sem stefnt er að eru orku­skipti bíla­flot­ans yfir í raf­magn á næsta rúma ára­tug ásamt marg­vís­legum öðrum aðgerð­um.

Fólkið ræður ferð­inni

Það sem er erf­ið­ast við þennan mikla vanda, sem ríki heims­ins glíma við, er að koma fólki í skiln­ing um að það er eng­inn að fara leysa vanda­málin ef fólkið er ekki til­búið að leggja það á sig. Fólkið sjálft hefur áhrif með því að breyta um lífstíl. Mat­ar­venj­ur, ferða­máti og sjálf­bærni í víðum skiln­ingi. Það er stórt og mikið vanda­mál og mun án efa verða það sem verður erf­ið­ast í þess­ari bar­áttu. Fátt bendir til þess að muni takast, ef maður á að vera alveg hrein­skil­inn.

Áhættu­þættir fyrir Ísland

Fjöl­margir efna­hags­legir áhættu­þættir eru í kort­unum vegna lofts­lags­breyt­inga, hvað Ísland varð­ar. 

Til dæmis blasir við að þjóðir heims­ins munu þurfa að leggj­ast mun betur yfir alla losun gróðu­húsa­loft­teg­unda, og búa til strang­ara reglu­verk.

Í ferða­þjón­ustu er vax­andi mengun vegna óþarfa ferða­laga fólks með flug­vél. Kolefn­is­spor slíkra ferða er veru­lega mikið og skað­legt. Fyrir okkur sem höfum gaman af því að ferð­ast er þetta líka mikil lífs­kjara­skerð­ing, ef það fer svo að það þarf að tak­marka þennan ferða­máta. En svona er þetta samt. Þó það sé öllum hollt að kynn­ast heim­in­um, þá blasir við að mik­ill útblástur vegna ferða­laga fólks - sem ekki telj­ast vera brýn nauð­syn - er óæski­leg­ur.

Á Íslandi er alveg ein­stök þjón­usta við þá sem ferð­ast með einka­þot­um. Þeir fá að lenda í mið­borg Reykja­vík­ur, á besta stað, og þjón­usta við þá með ein­dæmum góð. Það er veru­lega mikið umhugs­un­ar­efni hvort ekki ætti að banna strax einka­þotur á Íslandi. Með örfáum und­an­tekn­ingum (ef ein­hver nauð­syn er upp­fyllt), en helst ekki samt. Meng­unin á hvern far­þega er það mik­il.

Ferða­þjón­ustan gæti því vel fengið á sig högg, ef það verður vit­und­ar­vakn­ing um þessi mál, og fólk hvatt til að ferð­ast meira um nærum­hverfi sitt og nýta umhverf­is­vænni ferða­máta. Víða eru svona her­ferðir í gangi. Hin hreina ímynd Íslands er nefni­lega ekki svo hrein, þegar kolefn­is­sporið af flugi er tekið með í reikn­ing­inn.

Súrnun sjávar

Ein hrylli­leg­asta mynd lofts­lags­breyt­inga og meng­unar er súrnun sjáv­ar. Hún er þegar farin að grafa undan líf­ríki í sjónum og hún er líka tengd marg­vís­legum öðrum þátt­um. Á meðal þeirra sem hefur rann­sakað þessi mál á Íslandi er dr. Hrönn Egils­dótt­ir. Hún hefur látið hafa eftir sér, að mikil ógn sé af þessum áhrif­um. Íslenskur sjáv­ar­út­vegur hefur tekið rann­sóknum hennar alvar­lega, og fékk hún meðal ann­ars hvatn­ing­ar­verð­laun frá sjáv­ar­út­vegn­um. Í versta falli getur þró­unin vegna súrn­unar sjávar orðið sú, að íslensk lög­saga verður ekki efna­hags­lega gjöful fyrir hag­kerf­ið. Þó það sé lítið púsl í heild­ar­mynd slæmra áhrifa af súrnun sjáv­ar, þá er það samt veru­lega ógn­vekj­andi sviðs­mynd fyrir Ísland.

Þetta þarf að taka veru­lega alvar­lega. Lík­lega þyrfti að setja mun meiri slag­kraft í rann­sóknir á þessu sviði, eins og reyndar hefur verið kallað eft­ir, bæði frá háskólum og fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi.

Hver mun borga?

Annar óvissu­þáttur sem snýr að Íslandi er Par­ís­ar­sam­komu­lagið og hvernig Ísland ætlar að standa við skuld­bind­ingar sínar hvað varðar útblást­ur. Gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu hefur Ísland hengt sig á Evr­ópu­sam­bandið og tekur þátt í sam­eig­in­legu mark­miði aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins um að vera búið að minnka losun frá Íslandi um 40 pró­sent árið 2030 miðað við losun árs­ins 1990.

Til ein­föld­un­ar, þá er búið að búa til mark­aðs­skipu­lag með meng­un­ar­kvóta. Ef Ísland mun ekki standa sig, þá mun mik­ill kostn­aður lenda á Íslandi. Miðað við fram­reikn­aðar töl­ur, og stöðu mála eins og hún hefur þró­ast á Íslandi und­an­farin ár, þá er ljóst að ef ekki verður gripið til auk­inna mót­væg­is­að­gerða í lofts­lags­málum þá mun heild­ar­út­streymi frá Íslandi verða á bil­inu 53 til 99 pró­sent meira en árið 1990 árið 2030.

Reikn­ing­arnir vegna þess­arar stöðu - það er of mik­illar meng­unar miðað við alþjóð­legar skuld­bind­ingar - munu koma og verða sam­fé­lags­legur kostn­að­ur, upp á marga tugi millj­arða á ári, ef ekk­ert breyt­ist. Augun bein­ast óneit­an­lega að stór­iðj­unni og álf­ram­leið­end­un­um, meðal ann­ars. Munu þeir borga þessa reikn­inga beint, eða á að velta þeim yfir á skatt­greið­end­ur?

Margar spurn­ingar vakna, varð­andi þessi mál.

Vita­skuld mætti nefna ótal fleiri atriði, sem eru ógn­andi fyrir Ísland, vegna hlýn­unar jarðar og lofts­lags­breyt­inga. Það sem mestu skiptir er að taka málin alvar­lega og óhjá­kvæmi­lega þurfum við öll að líta í eigin barm og spyrja okkur hvernig við getum tek­ist á við þessa alvar­legu stöðu í gegnum dag­legt líf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari