Loftslagsmál

Öll umfjöllun Kjarnans um loftslagsmál á einum stað
Síðustu umfjallanir um loftslagsmál
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Fyrirhugað uppbyggingarsvæði landeldis Geo Salmo er við bergbrúnina vestan Þorlákshafnar.
Möguleg ljós- og lyktmengun af nýju landeldi við Þorlákshöfn þurfi nánari skoðun
Sveitarstjórnarfólk í Ölfusi gerir athugasemdir við að litla umfjöllun um ljósmengun og enga um kröfu sveitarfélagsins um að úrgangur verði geymdur innandyra sé að finna í umhverfismatsskýrslu um fyrirhugað landeldi Geo Salmo.
Kjarninn 9. janúar 2023
Ari Trausti Guðmundsson
Náttúra og umhverfi í forgang
Kjarninn 8. janúar 2023
Öfgafullar hitabylgjur 160 sinnum líklegri vegna loftslagsbreytinga
Meðalhitinn í Bretlandi á nýliðnu ári reyndist 10,3 gráður. Það er met. Í sumar var annað met slegið er hitinn fór yfir 40 gráður. Afleiðingarnar voru miklar og alvarlegar.
Kjarninn 5. janúar 2023
Möguleg ásýnd vegarins að göngunum á Héraði. Eyvindará liggur í fallegu gili til hægri á myndinni.
Skipulagsstofnun dregur fram kosti Miðleiðar að Fjarðarheiðargöngum
Aðalvalkostur Vegagerðarinnar um Hérað að Fjarðarheiðargöngum hefði verulega neikvæð áhrif á gróðurfar á meðan Miðleið hefði minni áhrif að mati Skipulagsstofnunar sem efast auk þess um þá niðurstöðu að Miðleið hefði neikvæð samfélagsáhrif á Egilsstöðum.
Kjarninn 5. janúar 2023
Stefán Jón Hafstein
2022: Ár raunsæis
Kjarninn 4. janúar 2023
Birta Ísey Brynjarsdóttir og Finnur Ricart Andrason
Áskorun til þingmanna: Takið þátt í Veganúar!
Kjarninn 30. desember 2022
Netverslun, fatasóun og fatasöfnun og tengslin þar á milli var til umræðu á árinu sem er að líða.
Árið sem Íslendingar hentu minna af fötum en kínverskur tískurisi hristi upp í hlutunum
Fatasóun Íslendinga hefur dregist saman síðustu fimm ár, úr 15 kílóum á íbúa að meðaltali í 11,5 kíló. Á sama tíma blómstrar netverslun. 85 prósent Íslendinga versla á netinu og vinsælasti vöruflokkurinn er föt, skór og fylgihlutir.
Kjarninn 30. desember 2022
Veikleikar og brotalamir í skipulagsmálum á Íslandi
Eftir níu ár á forstjórastóli hjá Skipulagsstofnun söðlaði Ásdís Hlökk Theodórsdóttir um á árinu, yfir í kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Í viðtali við Kjarnann ræðir hún skipulagsmál á Íslandi, gæði byggðar og álitamál um beislun vindorkunnar.
Kjarninn 30. desember 2022
Ásýnd vindmyllanna frá bænum Ekru, 1,6 kílómetra norðan við Lagarfoss.
Vindmyllur við Lagarfoss þurfa í umhverfismat
Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun voru ekki sammála um nauðsyn þess að 160 metra háar vindmyllur við Lagarfossvirkjun færu í umhverfismat. Orkusalan vill öðlast reynslu á rekstri vindmylla.
Kjarninn 29. desember 2022
Nót húðuð með koparoxíði rétt eins og Arctic Sea Farm vill gera í Arnarfirði.
Vilja nota kopar á kvíar í Arnarfirði – eitrað og jafnvel skaðlegt segir Hafró
Að mati Hafrannsóknastofnunar er það áhyggjuefni og afturför miðað við stefnu annarra landa að verið sé að hefja notkun á ásætuvörnum sem innihalda kopar í sjókvíaeldi hér á landi.
Kjarninn 28. desember 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Framtíðin er núna
Kjarninn 26. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Trú og náttúra
Kjarninn 23. desember 2022
Skjaldbakan Jónatan árið 1886 (t.v.) og í dag.
Tíu jákvæðar fréttir af dýrum
Á okkur dynja fréttir um hamfarahlýnun og eyðileggjandi áhrif þess manngerða fyrirbæris á vistkerfi jarðar. En inn á milli leynast jákvæð tíðindi sem oft hafa orðið að veruleika með vísindin að vopni.
Kjarninn 22. desember 2022
Heiða Guðný ásamt tryggum vini sínum, hundinum Fífli.
„Besta jólakveðja sem ég hef nokkru sinni fengið“
Það er þungu fargi létt af Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda í Skaftárhreppi. Jólakveðjan í ár, sú besta sem hún hefur nokkru sinni fengið, er sú að friðlýsingarferli Skaftár er hafið. Þar með verður Búlandsvirkjun, sem hún hefur barist gegn, úr sögunni.
Kjarninn 22. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Kemur að skuldadögum
Kjarninn 18. desember 2022
Tölvuteikning sem sýnir hina áformuðu verksmiðju í hrauninu við Reykjanesvirkjun. Turnar hennar yrðu 25 metrar á hæð.
Vilja flytja út íslenska orku í formi fljótandi metangass
Svissneskt fyrirtæki áformar að framleiða metangas á Reykjanesi og flytja það til Rotterdam. Ferðalagi gassins lyki ekki þar því frá Hollandi á að flytja það eftir ánni Rín til Basel í Sviss. Þar yrði það svo leitt inn í svissneska gaskerfið.
Kjarninn 17. desember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Vindurinn er samfélagsauðlind
Kjarninn 13. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Orsakir fyrir hruni vistkerfanna
Kjarninn 11. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
Kjarninn 7. desember 2022
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
Kjarninn 5. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Rauð viðvörun! Rauði liturinn táknar að hiti á viðkomandi veðurstöð hafi verið hærri í nóvember en að meðaltali síðustu tíu árin á undan.
Sex skrítnar staðreyndir um tíðarfarið í nóvember
Rafskútur í röðum – á fleygiferð. Fjöldi fólks á golfvöllum. Borðað úti á veitingastöðum. Nóvember fór sérlega blíðum höndum um Ísland þetta árið. Svo óvenju blíðum að hann fer í sögubækurnar.
Kjarninn 3. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Vill að stjórnvöld byrji á réttum enda áður en „virkjanakúrekum er gefinn laus taumurinn“
Þingmaður Samfylkingarinnar vill að stjórnvöld byrji á réttum enda í orkuskiptum. „Allt tal um að hægt sé að rigga upp 16 terawattstundum í orkuöflun, sem að sögn er nauðsynlegt vegna orkuskiptanna, er eins og hver önnur fásinna.“
Kjarninn 29. nóvember 2022
Kjötbollurnar unnu á tæknilegu rothöggi
Fyrir nokkru fékk danska ríkisstjórnin snjalla hugmynd sem hún vildi hrinda í framkvæmd. Gallinn var hins vegar sá að fáum öðrum þótti hugmyndin góð.
Kjarninn 29. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Stefán Jón Hafstein
Á öskuhaugum samtímasögunnar
Kjarninn 27. nóvember 2022
Ísinn í Síberíu geymir mörg leyndarmál fortíðar. Og veirur sem herjuðu á lífverur í fyrndinni.
Veirur frá ísöld vaktar til lífs á rannsóknarstofu
Veirur sem legið hafa í sífreranum í Síberíu í 48.500 ár hafa verið endurlífgaðar á rannsóknarstofu. Tilgangurinn er að komast að því hvað bíður okkar ef sífrerinn þiðnar.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Greta Thunberg hefur barist fyrir loftslagið í mörg ár.
Greta Thunberg leggur baráttu Sama lið
Íbúar í norðurhluta Svíþjóðar, þeir hinir sömu og stjórnarformaður breska námufyrirtækisins Beowulf sagði engu máli skipta, ætla að halda áfram baráttu sinni fyrir járngrýtisnámu með stuðningi Gretu Thunberg.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Endurvinnsla á textíl á Íslandi er alfarið í höndum Rauða krossins. Fatnaður frá Shein er ekki velkominn í verslanir Rauða krossins vegna eiturefna en er sendur til endurvinnsluaðila í Þýskalandi líkt og 95% alls textíls sem skilað er í fatasöfnunargáma.
Örlög hraðtískuflíka frá Shein: Frá Kína til Íslands til Þýskalands
Fötum frá Shein á að skila í fatasöfnunargáma Rauða krossins þó svo að Rauði krossinn vilji ekki sjá föt frá kínverska tískurisanum í verslunum sínum. Örlög fatnaðs frá Shein sem skilað er í fatagáma hér á landi ráðast hjá endurvinnsluaðila í Þýskalandi.
Kjarninn 22. nóvember 2022
Heidelberg Materials hefur fengið úthlutað 55 þúsund fermetra lóð við höfnina í Þorlákshöfn. Þar hyggst fyrirtækið reisa stóra verksmiðju með 40-50 metra háum sílóum.
Gagnrýni stofnana „vakið nokkra undrun“ hjá Heidelberg
Hver verður loftslagsávinningur þess að mylja niður íslenskt fjall, vinna efnið í verksmiðju í Þorlákshöfn og senda það með skipi á markað í Evrópu? Það fer eftir því hver er til svars: Framkvæmdaaðilar eða eftirlitsstofnanir.
Kjarninn 22. nóvember 2022
Stefán Jón Hafstein
Átta milljarðar
Kjarninn 20. nóvember 2022
Þétting byggðar getur aukið losun gróðurhúsalofttegunda
Rannsóknir doktors á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ sýna að þétting byggðar getur aukið losun gróðurhúsalofttegunda. Endurvarpsáhrif og aðrir þættir, svo sem ráðstöfunartekjur og lífsviðhorf, geta þurrkað út ávinning af þéttingu byggðar.
Kjarninn 19. nóvember 2022
Litla þorpið sem á að bjarga þýska risanum
Tesla með hestakerru, mengunarlaus verksmiðja og hljóðlát skip komu við sögu á fjölmennum fundi íbúa Þorlákshafnar. „Erum við að menga okkar land þannig að þýskt fyrirtæki geti lækkað sitt kolefnisspor?“
Kjarninn 19. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Tekjutap ríkisins vegna niðurgreiðslu enn fleiri rafbíla gæti orðið 3,8 milljarðar
Að því gefnu að rafbílasala haldi áfram að aukast á næsta ári má áætla að afnám fjöldamarka hvað niðurgreiðslur rafbíla varðar feli í sér 3,8 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð.
Kjarninn 18. nóvember 2022
Hafís dregur úr gróðurhúsaáhrifum.
Selta mikilvægari en kuldi við myndun hafíss
Hvað gerist í hafinu þegar aukið magn af ferskvatni blandast því? Hvaða áhrif gæti það haft á myndun hafíss, íssins sem er mikilvægur til að draga úr gróðurhúsaáhrifum? Vísindamenn hafa rýnt í málið.
Kjarninn 17. nóvember 2022
Anna Jonna Ármannsdóttir
Að virkja stjörnurnar
Kjarninn 16. nóvember 2022
Sólarsellur taka mikið pláss. Líftími þeirra er um 20-25 ár.
Sólblóm víkja fyrir sólarsellum – sólarorkuver eru ekki án umhverfisáhrifa
Evrópuríki vilja ekki rússneska gasið og hafa sett sér háleit markmið að draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis. Horft er til vind- og sólarorku og síðarnefndi orkugjafinn er í gríðarlegri sókn í álfunni.
Kjarninn 15. nóvember 2022
Björk Guðmundsdóttir og Katrín Jakobsdóttir ræddust við í síma í september 2019. Forsætisráðherra segist hvergi hafa gefið fyrirheit um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.
Engin fyrirheit gefin um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum
Í svari við fyrirspurn á þingi segir forsætisráðherra að hún hafi ekki gefið Björk Guðmundsdóttur nein fyrirheit um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2019.
Kjarninn 14. nóvember 2022
Flóð hafa verið tíð víða á Indlandi í ár.
Öfgar í veðri orðnar nánast daglegt brauð á Indlandi
Þrumuveður, úrhellisrigningar, aurskriður, flóð, kuldaköst, hitabylgjur, hvirfilbyljir, þurrkar, sandstormar, stórhríð. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa veðuröfgar átt sér stað á Indlandi allt að því daglega.
Kjarninn 13. nóvember 2022
Loforð um kolefnishlutleysi oft „innantóm slagorð og ýkjur“
Fyrirtæki, stofnanir og heilu borgirnar heita því að kolefnisjafna alla starfsemi sína – ná hinu eftirsótta kolefnishlutleysi. En aðferðirnar sem á að beita til að ná slíku fram eru oft í besta falli vafasamar.
Kjarninn 11. nóvember 2022
„Það verða alltaf önnur vandamál. En stærsta vandamálið, sem stigmagnar öll önnur vandamál, eru loftslagsbreytingar. Því lengur sem við bíðum með að takast á við þær, því erfiðara verður það,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna.
Stærsta vandamálið sem stigmagnar öll önnur vandamál
Krafa þróunarríkja um fjárhagslegan stuðning þróaðri ríkja verður í brennidepli á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27. „Stærsta vandamálið, sem stigmagnar öll önnur vandamál, eru loftslagsbreytingar,“ segir forseti Ungra umhverfissinna.
Kjarninn 10. nóvember 2022
Þingvellir eru einn af þremur þjóðgörðum landsins. Hinir tveir eru Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Vatnajökulsþjóðgarður.
Helmingur hlynntur gjaldtöku fyrir aðgengi – Gangi ykkur vel að „sannfæra Íslendinga að borga sig inn á Þingvelli“
Starfshópur sem rýndi í áskoranir og tækifæri friðlýstra svæða á Íslandi segir að móta þurfi stefnu um gjaldtöku. Íslendingar eru hlynntir gjaldtöku á þjónustu svæðanna og samkvæmt nýrri könnun er um helmingur landsmanna hlynntur aðgangsgjaldi.
Kjarninn 9. nóvember 2022
Guðrún Schmidt
Á rangri braut – grænþvottur valdhafa
Kjarninn 8. nóvember 2022
Fyrirhugað framkvæmdasvæði. Séð úr suðvestri. Við sjóndeildarhringinn má sjá álverið við Straumsvík.
Vilja dæla útblæstri frá iðnaði í Evrópu í berglögin við Straumsvík
Til stendur að flytja koltvíoxíð frá meginlandi Evrópu til Íslands og dæla því niður í jörðina og breyta í stein. Flutningaskipin yrðu knúin jarðefnaeldsneyti fyrst í stað.
Kjarninn 8. nóvember 2022
Hundruð skógarelda kviknuðu í Evrópu í sumar.
Evrópa hlýnar hraðast
Þótt ríki Evrópu séu betur í stakk búin en flest önnur til að takast á við loftslagsbreytingar hafa áhrif þeirra á íbúa verið mikil og alvarleg, m.a. vegna þurrka, flóða, hitabylgja og bráðnunar jökla.
Kjarninn 7. nóvember 2022
Guðmundur Guðmundsson
Sérsteypan s.f.
Kjarninn 6. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Sagði einhver 8 milljón?
Kjarninn 2. nóvember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Unnið að uppstokkun stofnana ráðuneytis Guðlaugs Þórs
Tæplega helmingur starfsfólks 13 stofnana sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið telur mikil tækifæri felast í sameiningum stofnana. Unnið er að „einföldun á stofnanafyrirkomulagi“.
Kjarninn 31. október 2022
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Of lítið gert úr umhverfisáhrifum námu í Litla-Sandfelli
Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eru ekki sammála niðurstöðu umhverfismatsskýrslu Eden Mining sem ætlar að vinna efni úr Litla-Sandfelli í Þrengslum þar til það hverfur af yfirborði jarðar.
Kjarninn 31. október 2022
Ísland stendur sig ágætlega á sviði loftslagsmála ef eingöngu er horft á á raforkuframleiðsluna þar sem sú framleiðsla er að mestu kolefnislaus. Raforkan sé hins vegar lítill hluti af heildarmyndinni.
Prófessor á sviði loftslagsmála segir Íslendinga stunda sjálfsblekkingu
Íslendingar stunda sjálfsblekkingu í loftslagsmálum með því að einblína á græna orkuframleiðslu og notast við gallað kolefnisbókhald að mati Jukka Heinonen, prófessors við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.
Kjarninn 30. október 2022
Hringrásarverslunin Hringekjan hefur tekið fatnað frá kínverska hraðtískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna sem eru í flíkunum. Skila má flíkunum í nytjagám Sorpu en það er hlutverk Rauða krossins að skilgreina hvort þær eigi heima þar.
Hætta að selja föt frá kínverska tískurisanum Shein vegna eiturefna
Hringrásarverslunin Hringekjan, þar sem básaleigjendum gefst kostur á að selja notuð föt, hefur tekið allar vörur frá tískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna í flíkunum.
Kjarninn 29. október 2022
Kínverska orkuverið á Taívansundi mun aðeins framleiða orku um helming ársins að meðaltali.
Kínverjar áforma langstærsta vindorkuver heims
Þúsundir vindtúrbína á 10 kílómetra löngu svæði í Taívanssundi. Vindorkuverið sem borgaryfirvöld í kínversku borginni Chaozhou áforma yrði það stærsta í heimi.
Kjarninn 26. október 2022
Metangas streymdi í stríðum straumum út í andrúmsloftið er sprengingarnar urðu í Nord Stream.
Óttast mengun frá efnavopnum heimsstyrjaldar í Eystrasalti
Unnið er nú að því af kappi að kanna hvort að sprengingarnar í Nord Stream-gasleiðslunni í Eystrasalti hafi rótað upp mengun fortíðar: Leifum úr efnavopnum sem dembt var í hafið eftir síðari heimsstyrjöld.
Kjarninn 25. október 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Vindurinn, rammaáætlun og orkuskipti
Kjarninn 24. október 2022
Skógar gegna svo margvíslegu hlutverki. Hér má sjá molduga á vinstra megin við veg í Indónesíu. Moldin fer út í vatnið því enginn skógur er lengur til að binda jarðveginn.
Engar líkur á að loftslagsmarkmið náist með sama áframhaldi
Árið 2021 hægði á eyðingu skóga í heiminum en ef ná á mikilvægum loftslagsmarkmiðum 145 ríkja heims, og binda endi á eyðingu skóga fyrir árið 2030, þarf að grípa til stórtækra aðgerða, segir hópur vísindamanna.
Kjarninn 24. október 2022
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Öræfaástin og eignarhaldið
Kjarninn 23. október 2022
Fatasóun dregst saman en fatnaður orðinn stærsti flokkurinn í netverslun
Dregið hefur úr fatasóun hér á landi síðustu fimm ár eftir öran vöxt fimm árin þar á undan. Á sama tíma eru föt, skór og fylgihlutur vinsælasti vöruflokkur í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 23. október 2022
Ellefu skilyrði Skipulagsstofnunar vegna Geitdalsárvirkjunar
Þar sem Geitdalsárvirkjun yrði umfangsmikil framkvæmd á ósnortnu svæði og að hluta innan miðhálendislínu þarf Arctic Hydro að gera sérstaka grein fyrir skerðingu víðerna í umhverfismati.
Kjarninn 22. október 2022
Vindtúrbína í landbúnaðarsvæði á vesturhluta Danmerkur.
Vindmylluframleiðandi ekki lengur á dagskrá vettvangsferðar Grænvangs
37 fulltrúar atvinnulífs, samtaka og sveitarfélaga ætla að taka þátt í vettvangsferð Grænvangs til Danmerkur í þeim tilgangi að fræðast um nýtingu vindorku. Hugmyndin að ferðinni kviknaði í kjölfar konunglegrar heimsóknar.
Kjarninn 21. október 2022
Nýsjálenskar kindur á beit.
Bændur mótmæla rop- og prumpskatti
Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi áforma að leggja skatt á losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði, m.a. búfénaðinum sjálfum. Bændur blása á þau rök að þetta muni gagnast þeim þegar upp verði staðið.
Kjarninn 20. október 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Að flytja Litla-Sandfell úr landi myndi auka losun, slíta vegum og fjölga slysum
Stofnanir ríkisins hafa sitt hvað út á áformaða námuvinnslu við Þrengslaveg að setja. Of lítið sé gert úr áhrifum aukinnar þungaumferðar og of mikið úr jákvæðum áhrifum á loftslag.
Kjarninn 20. október 2022
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sitjandi varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
„Hugsum okkur um áður en við notum bílinn sem úlpu“
Þingmenn úr röðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar gerðu almenningssamgöngur að umtalsefni sínu á þingi í dag. Þau sögðu skerðingu á þjónustu strætó vekja upp spurningar og að arðbærni almenningssamgangna væri öllum ljós.
Kjarninn 19. október 2022
Lífeyrissjóðir senda út upplýsingar á pappír fyrir 200 milljónir króna á ári
Í nýframlögðu frumvarpi er lagt til að lífeyrissjóðum verði gert heimilt að birta sjóðsfélögum sínum upplýsingar með rafrænum hætti. Sérstaklega þarf að óska eftir því að fá þær á pappír. Ef enginn velur það sparast um 200 milljónir króna á ári.
Kjarninn 17. október 2022
Heildarendurskoðun á lagaumhverfi sjókvíaeldis og annars eldis stendur yfir.
Svandís rakti breytingar á gjaldtöku á laxeldi í Noregi og Færeyjum fyrir ríkisstjórn
Stóru laxeldisfyrirtækin þurfa að mati stjórnvalda í Noregi að koma með meira framlag við að nýta sameiginleg hafsvæði norsku þjóðarinnar. Matvælaráðherra kynnti stöðu á endurskoðun lagaumhverfisins hér í samanburði við nágrannalönd.
Kjarninn 16. október 2022
Helgi Þór Ingason
Stundum þarf að hugsa stórt
Kjarninn 9. október 2022
Vinstri græn vilja ganga lengra: Opinberir aðilar virki vindinn á röskuðum svæðum
Ýmsar játningar voru gerðar af hálfu þingmanna Vinstri grænna á fundi um vindorkuver. Þeir greindu frá sýn sinni og flokksins á virkjun vindsins og svöruðu spurningum um hvenær íbúar sem berjast gegn vindmyllum geti andað léttar.
Kjarninn 9. október 2022
Útlit er fyrir að stormflóð verði tíðari og áhrif þeirra meiri í Danmörku á næstu áratugum.
Gjörbreytt Danmörk árið 2150
Dönsk rannsóknarstofnun telur að sjávarborð við strendur Danmerkur muni á næstu áratugum hækka mun hraðar og meira en áður hefur verið talið. Ef svo fer fram sem horfir verði margar eyjar óbyggilegar og bæir og strendur fari undir vatn.
Kjarninn 9. október 2022
Vegir á Suðurlandi uppfylla á löngum köflum ekki nútíma hönnunarviðmið.
Vikurflutningar myndu slíta vegum á við milljón fólksbíla á dag
Vegagerðin telur að sú aukning á þungaumferð sem fylgja mun áformuðu vikurnámi á Mýrdalssandi hefði mikil áhrif á niðurbrot vega og flýta þyrfti viðhaldsaðgerðum, endurbyggingu vega og framkvæmdum. Viðbótarkostnaður ríkisins myndi hlaupa á milljörðum.
Kjarninn 7. október 2022
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Allt tengist
Kjarninn 25. september 2022
Hitnandi heimur versnandi fer
Á fyrstu sex mánuðum ársins höfðu 188 hitamet verið slegin, þurrkarnir í Evrópu í sumar voru þeir verstu í 500 ár og í Pakistan hafa að minnsta kosti 1.300 manns látið lífið vegna flóða.
Kjarninn 24. september 2022
Trollnet, fiskilínu og áldósir eru dæmi um rusl sem finna má á hafsbotni við Ísland.
Manngert rusl mun safnast í miklu magni á hafsbotni við Ísland ef ekkert breytist
Myndir af hafsbotni við Ísland veita dýrmæta sýn á ástandið á hafsbotni. 92 prósent rusls sem þar finnst er plast og magnið er allt að fjórum sinnum meira en á hafsbotni við Noreg, samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.
Kjarninn 19. september 2022
Á gervitunglamynd sem tekin var nú í september sést blóminn mjög vel í Arnarfirði.
Líklegra að blóminn tengist hnattrænni hlýnun en laxeldi
Hafrannsóknarstofnun telur að þörungablómi í fjörðum á Vestfjörðum, sem ekki hefur áður sést að hausti í íslenskum firði, sé ekki tilkominn vegna sjókvíaeldis. Loftslagsbreytingar séu líklegri skýring.
Kjarninn 18. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Er fólksfjölgun fæðuvandamál?
Kjarninn 18. september 2022
Arnar Þór Ingólfsson
Land hinna umhverfisvænu bíla
Kjarninn 17. september 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Námuvinnsla skilur eftir sig spor ...
Kjarninn 13. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Lausn sem virkar
Kjarninn 11. september 2022
Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal skammt neðan við áformað miðlunarlón. Rennsli í fossunum mun skerðast með tilkomu virkjunar.
Segja „fullyrðingar“ Landverndar „ekki svaraverðar“
Stofnanir, samtök og einstaklingar vilja vita hvernig Arctic Hydro komst að þeirri niðurstöðu að áformuð Geitdalsárvirkjun yrði 9,9 MW að afli, rétt undir þeim mörkum sem kalla á ítarlega meðferð í rammaáætlun.
Kjarninn 11. september 2022
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason bað ráðuneyti um að skilgreina fyrir sig hamfarahlýnun
Í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn þingmanns Miðflokksins segir að fyrirspurninni, um skilgreiningu á hugtakinu hamfarahlýnun, hefði ef til vill átt að beina til Stofnunar Árna Magnússonar, fremur en til ráðherra.
Kjarninn 10. september 2022
Ruslaeyjan í norðurhluta Kyrrahafsins, sem staðsett er á milli Hawaii og Kaliforníu, er stærsta plasteyjan, eða plastfláki, sem flýtur um heimshöfin.
Iðnvædd sjávarútvegsríki bera ábyrgð á ruslaeyjunni í Kyrrahafi
Meirihluta af tugþúsundum tonna af plasti sem mynda „ruslaeyjuna“ á Kyrrahafinu má rekja til sjávarútvegs fimm iðnríkja. Rannsakendur segja tímabært að viðurkenna að plastmengun á hafi sé hnattrænt vandamál en ekki bundið við fátæk sjávarútvegsríki.
Kjarninn 10. september 2022
Gengið eftir járnbrautarteinum í flóðvatni í Sindh-héraði.
Úrkoman 466 prósent meiri en í meðalári
Stíflur fjallavatnanna í Pakistan eru farnar að bresta. Vötnin sem alla jafna eru lífæð fólksins á láglendinu ógna nú lífi þúsunda.
Kjarninn 7. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Matvælakreppan
Kjarninn 4. september 2022
Píramídarnir í Giza eru sannarlega mikið undur en smám saman eykst þekking okkar á því hvernig þeir voru byggðir.
Hafa leyst hluta ráðgátunnar um píramídana
Nýjar rannsóknir á Nílarfljóti sýna hvernig Egyptum tókst að byggja hina gríðarmiklu píramída í Giza fyrir þúsundum ára.
Kjarninn 3. september 2022
Brotið innan úr kerjum í álver.
Hafa hug á að flytja inn „vandræðasaman“ spilliefnaúrgang til endurvinnslu
Áhugi er á því að endurvinna kerbrot sem falla til við starfsemi álveranna hér á landi í nýrri verksmiðju á Grundartanga. Brotin, sem eru mengandi spilliefni, hafa í fleiri ár verið urðuð við Íslandsstrendur.
Kjarninn 3. september 2022
Skógareldarnir í Ástralíu eyddu að minnsta kosti 5,8 milljónum hektara lands.
Skógareldarnir í Ástralíu stækkuðu gatið á ósonlaginu
Reykur frá skógareldunum miklu sem geisuðu í Ástralíu árin 2019 og 2020 olli skyndilegri hækkun hitastigs og gerði gatið í ósonlaginu að öllum líkindum stærra. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar.
Kjarninn 2. september 2022
Regntímabil „á sterum“ – flóðin miklu forsmekkurinn af því sem koma skal
Hvers vegna hefur þriðjungur Pakistans farið á kaf í vatn? Á því eru nokkrar skýringar en þær tengjast flestar ef ekki allar loftslagsbreytingum af manna völdum.
Kjarninn 2. september 2022
Guðrún Schmidt
Að breyta framtíðarsýn í veruleika
Kjarninn 30. ágúst 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum. Námuvinnsla í fellinu og fyrirhugaður útflutningur á efni þaðan frá Þorlákshöfn hefur valdið styr á sviði bæjarmála í Ölfusi.
Útiloka að Litla-Sandfell verði flutt eftir Þrengslavegi – Námuvegir og færibönd
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi útiloka að jarðefni verði flutt með almennri umferð frá Litla-Sandfelli til Þorlákshafnar og horfa til lausna eins og sérstakra námuvega og færibanda. Slíkar lausnir eru ekki metnar í umhverfismatsskýrslu.
Kjarninn 29. ágúst 2022
Samsett mynd frá NOAA sem sýnir gervitunglamyndir af fellibyljunum sem geisuðu á Atlantshafi árið 2020. Þeir hafa aldrei verið fleiri.
Hvað varð um fellibyljina?
Það saknar þeirra enginn en margir eru farnir að velta vöngum yfir hvað orðið hafi af þeim. Af hverju þeir séu ekki komnir á stjá, farnir að ógna mönnum og öðrum dýrum með eyðingar mætti sínum, líkt og þeir eru vanir á þessum árstíma.
Kjarninn 27. ágúst 2022
Zephyr Iceland vill reisa 8-12 vindmyllur, sem yrðu líklega 250 metra háar eða hærri, á Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit.
Afhentu sveitarstjórn 1.709 undirskriftir gegn vindorkuveri
Hvalfjarðarsveit gerir fjölmargar athugasemdir við matsáætlun Zephyr Iceland á áformuðu vindorkuveri á hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar. Hún samþykkti í vikunni einróma umsögn við matsáætlun fyrirtækisins.
Kjarninn 26. ágúst 2022
Bílaeign er hvergi meiri í Bandaríkjunum miðað við íbúafjölda en í Kaliforníu
Stefnt á sölubann á nýjum bensín- og dísilbílum
Ef stjórnvöld í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum samþykkja að banna sölu á nýjum bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti þykir líklegt að fleiri ríki muni fylgja í kjölfarið.
Kjarninn 25. ágúst 2022
Tryggvi Felixson
Kjalölduveita – atlaga að perlu hálendisins?
Kjarninn 25. ágúst 2022
Allir valkostirnir frá Héraði að göngunum myndu fara um gamlan og þéttan birkiskóg. Hér er sýndur hluti norðurleiðar.
Vegaframkvæmdir á Héraði munu valda „mjög miklu og óafturkræfu raski“ á gömlum birkiskógi
Aðalvalkostur Vegagerðarinnar á veglínu á Héraði að gangamunna Fjarðarheiðarganga myndi valda mestu raski allra kosta á skógi og votlendi. Birkitrén eru allt að 100 ára gömul og blæaspir hvergi hærri á landinu.
Kjarninn 25. ágúst 2022
Einar Sveinbjörnsson
Jökulsá á Fjöllum sem hitamælir
Kjarninn 23. ágúst 2022
Dr. Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk náttúrulegra possólanefna í sementsframleiðslu
Kjarninn 21. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Ný náma í Þrengslum: 222 vörubílaferðir á dag
Til að flytja Litla-Sandfell úr landi, mulið og tilbúið í sement, þyrftu vöruflutningabílar að aka 16 ferðir á klukkustund milli námunnar og Þorlákshafnar ef áform fyrirtækisins Eden Mining verða að veruleika. Kötluvikri yrði að hluta ekið sömu leið.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Fjallið Brekkukambur í Hvalfirði er 647 metrar á hæð þar sem það er hæst. Vindmyllurnar yrðu um 250 metra háar.
„Eins og að krota inn á málverk eftir Kjarval“
Ef vindorkuver Zephyr Iceland fær að rísa á Brekkukambi, hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar, mun það blasa við úr öllum áttum – gnæfa yfir sveitir, frístundabyggðir og útivistarsvæði. Íbúar segja nóg komið af „stórkarlalegri starfsemi“ í Hvalfirði.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Magnús Rannver Rafnsson
Nýju fötin
Kjarninn 2. ágúst 2022
Carbfix fangar kolefni úr jarðgufu við Hellisheiðarvirkjun.
Hagfræðistofnun segir kolefnisföngun ábatasamari en stjórnvöld geri ráð fyrir
Reiknað er með að hægt verði að fanga 150 þúsund tonn af kolefni sem losnar frá jarðvarmavirkjunum árið 2030. Hagfræðistofnun gerir ráð fyrir að föngun á árunum 2021 til 2030 verði 950 þúsund tonn og að þjóðhagslegur ávinningur föngunar sé 6 milljarðar.
Kjarninn 1. ágúst 2022
Árni B. Helgason
Herragarðurinn – orkubú jarðarbúa
Kjarninn 31. júlí 2022
Guðrún Schmidt
Fáum við aldrei nóg?
Kjarninn 28. júlí 2022
Þolmarkadagur jarðarinnar er í dag, tveimur dögum fyrr en í fyrra
Til að standa undir auðlindanotkun jarðarbúa þyrfti 1,75 jörð samkvæmt útreikningum samtakanna Global Footprint Network. Margar leiðir eru færar til þess að minnka auðlindanotkun og seinka þannig deginum.
Kjarninn 28. júlí 2022
Kristján Godsk Rögnvaldsson
Almenningur japlar á deigkenndum pappaskeiðum á meðan þeir ofurríku fá ókeypis stæði fyrir einkaþotur í miðborginni
Kjarninn 27. júlí 2022
Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands.
Óráðlegt að gera ráð fyrir óbreyttum stuðningi hins opinbera við rafbílakaup
Formaður rafbílasambandsins segir eðlilegt að afsláttur af opinberum gjöldum verði lækkaður þegar bílarnir verða ódýrari og að fundin verði sanngjörn lausn á gjaldheimtu fyrir akstur. Hann gefur lítið fyrir ábatamat Hagfræðistofnunar á stuðningi við kaup.
Kjarninn 26. júlí 2022
Ekkert vindorkuver er risið á Íslandi þótt nokkrar tilraunamyllur hafi verið reistar.
Rammann vantar því annars yrði byrjað „að drita þessu niður út um allt“
Fjölmörg sveitarfélög hafa misserum saman verið að fá á sín borð fyrirspurnir og beiðnir um byggingu vindorkuvera. Loks hillir undir að ríkið setji ramma um nýtingu vinds sem forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir sárlega vanta.
Kjarninn 26. júlí 2022
Heidelberg fær úthlutað alls 12 lóðum undir starfsemi sína á nýju athafnasvæði í grennd við höfnina í Þorlákshöfn, sem verið er að stækka.
Þýskur sementsrisi fær 49 þúsund fermetra undir starfsemi í Þorlákshöfn
Þýski iðnrisinn HeidelbergCement ætlar sér að framleiða að minnsta kosti milljón tonn af íblöndunarefnum í sement í Þorlákshöfn á hverju ári og hefur sótt um og fengið vilyrði fyrir úthlutun tólf atvinnulóða undir starfsemi sína í bænum.
Kjarninn 25. júlí 2022
Nýr Herjólfur er tvinnskip og gengur að hluta til fyrir olíu en að mestu fyrir rafmagni. Hann brennir um 2.500 lítra af olíu á viku en til samanburðar brenndi gamli Herjólfur 55 þúsund lítra af olíu á viku.
Milljarðaábati af rafvæðingu Herjólfs og Sævars
Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er það þjóðhagslega hagkvæmt að rafvæða þær ferjur sem eru hluti af þjóðvegakerfinu. Rafvæðing Herjólfs og Hríseyjarferjunnar Sævars mun minnka losun koltvísýrings um 175 þúsund tonn á árunum 2020 til 2049.
Kjarninn 25. júlí 2022
Átta myllur eru í vindorkuverinu á Haramseyju. Þær sjást víða að.
Kæra vindorkufyrirtæki vegna dauða hafarna
Vindmyllurnar limlesta og valda dauða fjölda fugla, segja samtök íbúa á norskri eyju, íbúa sem töpuðu baráttunni við vindmyllurnar en hafa nú kært orkufyrirtækið.
Kjarninn 24. júlí 2022
„Það er stórslys í uppsiglingu“
Tugir fólks sem ýmist býr í Norðurárdal og nágrenni hans eða á þangað reglulega erindi mótmæla harðlega hugmyndum um vindorkuver í dalnum. Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir allt í biðstöðu þar til ríkið gefi tóninn fyrir nýtingu vindsins.
Kjarninn 23. júlí 2022
Líklegt er að áform um að loka kolaverum í Evrópu muni frestast vegna yfirvofandi orkuskorts.
Hvernig Hollendingum tókst að draga úr gasnotkun um þriðjung
Þótt rússneska gasið sé nú aftur farið að flæða til Evrópu er ótti um að Pútín skrúfi fyrir þegar honum dettur í hug enn til staðar. Nauðsynlegt er að draga úr gasnotkun en hvernig á að fara að því? Velgengni Hollendinga er saga til næsta bæjar.
Kjarninn 22. júlí 2022
Starfsmenn Hvals hf. og eftirlitsmenn á vettvangi við fóstrið sem skorið var úr langreyðinni.
Hæfðu hvalkú í bægsli og skáru fóstur úr kviði hennar
Langreyðarkýr sem dregin var að landi í Hvalfirði í gær hafði verið skotin í bægsli og sprengiskutullinn því ekki sprungið. Öðrum skutli var skotið í kvið hennar. Er gert var að kúnni kom í ljós að hún var kelfd.
Kjarninn 22. júlí 2022
Fólksbílar óku um 3,3 milljarða kílómetra á íslenskum vegum árið 2020.
Borgarlína, efling strætó og virkra ferðamáta fækki eknum kílómetrum um 90 milljónir
Í aðgerðaáætlun stjórnvalda eru margvíslegar aðgerðir sem miða að því að draga úr bílaumferð. Ábatinn af aðgerðunum er margvíslegur líkt og Hagfræðistofnun bendir á í nýrri skýrslu, hávaði minnkar ásamt loftmengun og slysum fækkar.
Kjarninn 20. júlí 2022
Að hámarki er hægt að fá 1.320 þúsund króna afslátt af virðisaukaskatti við kaup á nýjum rafbíl.
Stuðningur við kaup á rafmagnsbílum þjóðhagslega óhagkvæmur
Engin aðgerð í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er eins þjóðhagslega óhagkvæm og stuðningur hins opinbera við rafbílakaup einstaklinga að mati Hagfræðistofnunar. Hagkvæmustu aðgerðirnar eru skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis.
Kjarninn 19. júlí 2022
Kæling í vatnsúða í Andalúsíu.
Sex sjóðandi heitar staðreyndir um hitabylgjuna
Hann er runninn upp, dagurinn sem verður að öllum líkindum sá lang heitasti hingað til í sögu Bretlands. Hann kemur í kjölfar heitustu nætur sem sögur fara af. Banvæn hitabylgja sem geisar í Evrópu afhjúpar margt – meðal annars stéttaskiptingu.
Kjarninn 19. júlí 2022
Steinunn á grunni sumarbústaðarins sem hún er að byggja í Hvalfjarðarsveitinni.
Vindmyllurnar munu „gína yfir umhverfi mínu eins og hrammur“
1-8 vindmyllur myndu sjást frá Þingvöllum. 8 frá fossinum Glym og jafnmargar frá hringveginum um Hvalfjörðinn. Enda yrðu þær jafnvel 247 metrar á hæð. Og hátt upp í fjalli.
Kjarninn 18. júlí 2022
Sólarrafhlöður hylja þak á byggingu í New York.
Sólarrafhlöður enda langoftast í landfyllingum
Það er komið að endalokunum. Og spurning hvað taki þá við. Beint í landfyllingar með þær, segja sumir. Á öskuhaugana, segja aðrir. En hvaða gagn er eiginlega af endurnýjanlegri orku ef mengandi tækjum til að afla hennar er hent?
Kjarninn 14. júlí 2022
Starfshópinn skipa þau Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Hilmar, Björt og Kolbeinn skipuð í starfshóp um vindorku
Nýr starfshópur á að gera tillögur um nýtingu vindorku, hvort sérlög skuli gerð um slíka kosti og hvernig megi ná fram þeim markmiðum stjórnvalda að byggja þá upp á afmörkuðum svæðum.
Kjarninn 13. júlí 2022
Svín á leið til slátrunar.
Örplast greint í nauta- og svínakjöti í fyrsta sinn
Plastagnir finnast í svína- og nautakjöti, einnig í blóði lifandi svína og nautgripa sem og fóðri þeirra samkvæmt nýrri rannsókn hollenskra vísindamanna.
Kjarninn 8. júlí 2022
Margrét Tryggvadóttir
Hvalir og kolefnisförgun
Kjarninn 8. júlí 2022
Aðgerðasinnar frá Just Stop Oil hafa meðal annars límt sig fasta við málverk víðs vegar um Bretland. Þessar myndir eru frá Royal Academy í London og Glasgow Art Gallery.
Aðgerðahópurinn sem mun valda usla þar til stjórnvöld snúa baki við olíu og gasi
„Það kann að vera lím á ramma þessa málverks en það er blóð á höndum ríkisstjórnar okkar,“ sagði einn af meðlimum Just Stop Oil er hún hafði límt sig fasta við málverk eftir Vincent van Gogh. Hópurinn hefur truflað fótboltaleiki og Formúlu 1 kappakstur.
Kjarninn 6. júlí 2022
Vindmyllur er ekki hægt að setja niður hvar sem er á hafi úti.
Skipar starfshóp um nýtingu vinds á hafi
Hvar er mögulegt að hafa fljótandi vindmyllur umhverfis Ísland? Hvar eru skilyrði óhagstæð vegna fiskimiða og siglingaleiða, farfugla og náttúru? Hlutverk nýs starfshóps verður að komast að þessu.
Kjarninn 6. júlí 2022
Gámastæður á hafnarbakka í Þýskalandi.
20 prósent allrar losunar frá matvælaiðnaði er vegna flutninga
Matvæli eru flutt heimshorna á milli með skipum, flugvélum og með flutningabílum. Þetta losar samanlagt mikil ósköp af gróðurhúsalofttegundum. Losunin er langmest meðal efnameiri ríkja.
Kjarninn 5. júlí 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Lítið mat lagt á losun gróðurhúsalofttegunda í framkvæmdum hins opinbera
Í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata segir að ekki sé tekið tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda við valkostagreiningu Framkvæmdasýslunnar. Uppbygging nýs Landspítala er ekki kolefnisjöfnuð með „beinum hætti“.
Kjarninn 4. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Gunnar Guðni Tómasson
Raforkukerfið þarf sveigjanleika
Kjarninn 22. júní 2022
Veðurfréttamaður BBC fer yfir hitamet helgarinnar.
Hitabylgjan í Evrópu aðeins „forsmekkurinn að framtíðinni“
Skógareldar, vatnsskömmtun og óvenju mikið magn ósons í loftinu. Allt frá Norðursjó til Miðjarðarhafsins hefur hvert hitametið á fætur öðru fallið síðustu daga. Og sumarið er rétt að byrja.
Kjarninn 20. júní 2022
Kolbrún Haraldsdóttir
Þjórsárver – baráttan heldur áfram
Kjarninn 18. júní 2022
„Valdaójafnvægi og yfirgangur“
„Þetta er orðið óheilbrigt samband. Þetta er valdaójafnvægi og yfirgangur,“ segir Anna Björk Hjaltadóttir, formaður Gjálpar, félags atvinnuuppbyggingar við Þjórsá, um samband heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi við Landsvirkjun.
Kjarninn 17. júní 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Ramminn er skakkur
Kjarninn 16. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stendur algjörlega með breytingum á rammaáætlun
Forsætisráðherra var spurð á þingi í dag út í „sinnaskipti“ VG hvað rammaáætlun varðar. Hún segir að horfast verði í augu við það að Alþingi hafi ekki náð saman um vissa áfanga áætlunarinnar hingað til.
Kjarninn 13. júní 2022
Jökulsá austari í Skagafirði er meðal þeirra áa sem Landsvirkjun vill virkja og meirihlutinn vill færa úr verndarflokki í biðflokk.
Svona rökstyður meirihlutinn færslu virkjanakosta í rammaáætlun
Biðflokkur rammaáætlunar mun taka miklum breytingum ef Alþingi samþykkir tillögur sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar leggur til. Að auki vill meirihlutinn bíða með friðlýsingar í Skjálfandafljóti.
Kjarninn 13. júní 2022
Árni Finnsson
Afgreiðsla 3. áfanga rammaáætlunar – Fyrst klárum við Kjalölduveitu
Kjarninn 13. júní 2022
Magnús Rannver Rafnsson
Sótspor á himnum
Kjarninn 11. júní 2022
Fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði færast úr verndarflokki í biðflokk, samkvæmt tillögum umhverfis- og samgöngunefndar.
Ramminn: Kjalölduveita og Héraðsvötn verði færð úr verndarflokki í biðflokk
Kjalölduveita og fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði verða færðir úr verndarflokki í biðflokk, ef vilji meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar nær fram að ganga. Nefndarálit hafa ekki verið gerð opinber.
Kjarninn 11. júní 2022
Sif Konráðsdóttir
Víðerni án verndar
Kjarninn 10. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Orkuskipti og loftslagsmál í Kína
Kjarninn 8. júní 2022
Álfheiður Eymarsdóttir
Orku- og umhverfissilfurskeiðin
Kjarninn 8. júní 2022
Einhver fylgni er á milli efnahagslegrar velferðar fólks og stærðar hagkerfa. Þar með er þó ekki öll sagan sögð.
Efnahagslega velferð hægt að mæla með fleiru en hagvexti
Mælingar á hagvexti sýna ekki nógu vel hvaða áhrif umsvif í atvinnulífi, verslun og viðskiptum hafa á efnahagslega velferð þjóðarinnar. Í nýjasta þætti Ekon segir David Cook nýdoktor framfarastuðul geta reynst betra tól til að meta efnahagslega velferð.
Kjarninn 7. júní 2022
Mengun af völdum rykagna sem losna af dekkjum við akstur verður gæti von bráðar orðið áskorun fyrir löggjafa
Bíldekk menga meira en útblástur – samkvæmt nýrri rannsókn
Eftir því sem þyngri bílum fjölgar verður mengun frá bíldekkjum nærri tvö þúsund sinnum meiri en mengun vegna útblásturs, samkvæmt nýrri rannsókn. Mengun af þessu tagi gæti brátt orðið mikil áskorun fyrir löggjafa.
Kjarninn 4. júní 2022
Mannkynið farið yfir þolmörk sex af níu lykilkerfum jarðar
Ágangur á auðlindir jarðar er orðinn svo mikill að vísindamenn telja ljóst að mannkynið hafi þegar farið yfir þolmörk sex af níu lykilkerfum jarðar.
Kjarninn 4. júní 2022
Sif Konráðsdóttir
Aðeins fimmtungur friðlýstur
Kjarninn 2. júní 2022
Margrét Gísladóttir
Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag!
Kjarninn 1. júní 2022
Guðjón Steindórsson
Grundartangi sem grænn hringrásargarður
Kjarninn 1. júní 2022
„Þetta mun nánast eyðileggja jörðina“
Landeigendur og ábúendur á fjórða tug bæja á því svæði sem Landsnet vill leggja Blöndulínu 3 eru ósáttir og hafna því margir alfarið að línan fari um þeirra land.
Kjarninn 29. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Gunnlaugur Friðriksson og Harpa Barkardóttir
Blöndulína 3 og stóra samhengið
Kjarninn 23. maí 2022
Ef tekið væri tillit til alls umhverfiskostnaðar í tilfelli Urriðafossvirkjunar myndi kostnaður hækka um 60 prósent. Það hefði sennilega einhver áhrif á arðsemismat virkjunarinnar, ritar Ágúst Arnórsson í Vísbendingu, en útilokar ekki frekari virkjanir.
Umhverfisáhrif virkjana þurfi að meta til fjár
Hagfræðingur segir mat virkjanakosta í rammaáætlun ýmsum annmörkum háð og bendir á að niðurstöður mats á umhverfisáhrifum hafi ekki áhrif á arðsemismat virkjanakosta.
Kjarninn 23. maí 2022
Flutningsmenn tillögunnar, þeir Þorgrímur, Sigurður Páll og Ásmundur Friðriksson, vilja auðvelda neytendum að nálgast upplýsingar um umhverfisáhrif matvælanna í innkaupakörfunni.
Vilja kolefnismerkingu á kjöt og grænmeti
Flutningsmenn nýrrar þingsályktunartillögu vilja að neytendur geti tekið upplýstari ákvörðun við kaup á matvöru með tilliti til loftslagsáhrifa. Fyrirmynd tillögunnar er sótt til Skandinavíu.
Kjarninn 23. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Lambhagafossar í Hverfisfljóti. Reisa á virkjun rétt undir 10 MW í ánni og mun rennsli í fossunum skerðast.
Í landi sem er „sprúðlandi af náttúrugæðum“ þarf að einblína á fleira en orkuskipti
„Við verndum ekki og virkjum sama fossinn,“ segir forstjóri Skipulagsstofnunar. „Þegar við ákveðum að fórna náttúruperlu í þágu orkuframleiðslu, hlýtur að vera forgangsatriði að sú ákvörðun skili samfélaginu sem bestri nýtingu viðkomandi orkulindar.“
Kjarninn 14. maí 2022
Vík í Mýrdal.
Sveitarfélagið sé vísvitandi að útiloka ákveðna valkosti
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps slær nokkra valkosti á færslu hringvegarins út af borðinu með vísan til nýrra hverfa sem áformuð eru í Vík. Samtök íbúa segja stjórnina vísvitandi beita sér fyrir ákveðnum valkosti framkvæmdarinnar.
Kjarninn 14. maí 2022
Ástvaldur Lárusson
Viljum við henda verðmætum?
Kjarninn 13. maí 2022
Hið mikla landbrot sem varð í fjörunni við Vík í Mýrdal í vetur er greinilegt á þessari mynd sem tekin var 17. mars.
Landrof við Vík yfir 50 metrar eftir veturinn – „Suðvestanáttin étur úr þessari fjöru“
Mikið landbrot hefur orðið í fjörunni við Vík í Mýrdal frá áramótum og stefnir Vegagerðin á að hækka flóðvarnargarða sem liggja meðfram Víkurþorpi. Hin óstöðuga strönd er meðal þess sem varað hefur verið við verði hringvegurinn færður niður að fjörunni.
Kjarninn 13. maí 2022
Guðni Elísson
Verðum að endurskoða afstöðu okkar til hins góða og eftirsóknarverða
Guðni Elísson fjallaði um manninn sem dýr sem raskaði jafnvægi í erindi sínu á loftslagsdeginum.
Kjarninn 12. maí 2022
Elín Björk Jónasdóttir
Loftslagsbreytingar, aðlögun og samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda
Kjarninn 11. maí 2022
Vindmyllugarðar munu þekja um eitt prósent af norsku hafsvæði eftir um 20 ár, alls um 1.500 vindmyllur, samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þessi vindmyllugarður á myndinni er við strendur Belgíu.
Ætla að næstum tvöfalda raforkuframleiðslu Noregs með vindmyllum úti á sjó
Stjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins í Noregi kynnti í dag áform um stórtæka uppbyggingu vindorkuvera á hafi úti. Uppsett afl 1.500 vindmylla á að geta orðið 30 gígavött, sem er um tífalt samanlagt afl allra virkjana á Íslandi, árið 2040.
Kjarninn 11. maí 2022
Á Sprengisandsleið.
Leggja til jarðstreng um Sprengisand
Með jarðstrengi yfir Sprengisand mætti þyrma friðlýstum og verðmætum útivistarsvæðum á leið Blöndulínu 3, tengja virkjanir sunnanlands og norðan stystu leið og styrkja flutningskerfið, segja Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi.
Kjarninn 5. maí 2022
Kárahnjúkavirkjun er langstærsta virkjun á Íslandi.
87 prósent orkunnar seld til stórnotenda
Verð á kísilmálmi hækkaði um 450 prósent í fyrra miðað við árið 2020. Álverð hækkaði líka eftir að það versta í heimsfaraldrinum var yfirstaðið. Þetta er m.a. ástæða fyrir því að stóriðjan á Íslandi varð orkufrekari í fyrra.
Kjarninn 4. maí 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Orkan þarf að rata í orkuskiptin“
Orkuskipti eru lykilmarkmið stjórnvalda í loftslagsmálum en það er ekki þar með sagt að orkan sem framleidd er rati í orkuskiptin, segir orkumálastjóri. „Græna orkan er verðmæt, takmörkuð auðlind, olía okkar tíma, sem við verðum að vanda okkur með.“
Kjarninn 3. maí 2022
BJarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, á ársfundinum í síðustu viku.
Ekki réttlætanlegt að virkja meira á þessu stigi
„Ætlum við að ráðast inn á óvirkjuð svæði, bæði háhitasvæði og önnur, svo ég tali nú ekki um vindinn, þar sem aðallega Norðmenn vilja reisa vindorkuver á hverjum hóli?“ spyr Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar.
Kjarninn 3. maí 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála.
Reikna með 28 prósenta samdrætti í losun til 2030 – markmið ríkisstjórnarinnar 55 prósent
Umhverfisstofnun hefur framreiknað þróun í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands m.t.t. aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum og kemst að þeirri niðurstöðu að 55 prósenta samdráttarmarkmið ríkisstjórnarinnar sé ansi langt undan.
Kjarninn 2. maí 2022
Bílastæðafjöld við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Landvernd vill lest til Keflavíkurflugvallar
Mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað við ferðir fólks til og frá Keflavíkurflugvelli og „alvarlega ætti að skoða“ að koma á rafmagnslest á milli flugvallarins og Reykjavíkur, segir Landvernd.
Kjarninn 2. maí 2022
Heiða Guðný ásamt tryggum vini sínum, hundinum Fífli.
Lítil ást heimamanna á náttúrunni stingur mest
„Það þýðir ekki að guggna,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi í Skaftárhreppi sem berst gegn því að virkjað verði í Hverfisfljóti, einu yngsta árgljúfri heims.
Kjarninn 1. maí 2022
Guðmundur Guðmundsson
Steinsteypan og vatnið
Kjarninn 30. apríl 2022
Valkostir sem Vegagerðin kynnir í matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum hringvegar í Mýrdal. Hvíta línan er núverandi vegur og sú bleika, skipulagslína, er valkostur 1.
Fallist á matsáætlun um færslu hringvegar með ellefu skilyrðum
Mikilvægt er að forsendur færslu hringvegarins í Mýrdal séu settar fram á hlutlægan hátt og staðhæfingar studdar gögnum, segir Skipulagsstofnun sem vill nýrri gögn og nákvæmari um slysatíðni og færð á núverandi vegi.
Kjarninn 30. apríl 2022
Eiríkur Ragnarsson
Væri ekki bara best að fjárfesta í flutningskerfinu?
Kjarninn 30. apríl 2022
Silvía Sif Ólafsdóttir
Virkja fossa, geyma gögn
Kjarninn 28. apríl 2022
Grefur Bitcoin undan loftslagsávinningi?
Virði Bitcoin hefur rokið upp og hafa margir trú á tækninni á bak við dreifðstýrðan rafrænan gjaldmiðil. Gagnrýnendur hafa lengi bent á gríðarlega orkunotkun rafmyntarinnar og efast um að hún geti orðið „græn“.
Kjarninn 18. apríl 2022
Fellibylur olli gríðarlegum flóðum á Madagaskar í janúar.
Ofsaveður í Afríku meiri og verri vegna loftslagsbreytinga
Loftslagsbreytingar orsökuðu meiri rigningar og meiri eyðileggingu en vanalega í nokkrum ofsaveðrum í suðurhluta Afríku fyrr á þessu ári að mati vísindamanna.
Kjarninn 14. apríl 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur ekki verið starfrækt í fjögur og hálft ár.
Viðræður standa enn yfir um sölu kísilversins í Helguvík
Arion banki og PCC eiga enn í viðræðum um kísilverið í Helguvík, verksmiðjuna sem Arion vill selja og PCC, sem rekur kísilver á Húsavík, mögulega kaupa. Viljayfirlýsing var undirrituð í janúar og samkvæmt henni skal viðræðum lokið í sumar.
Kjarninn 9. apríl 2022
Síðustu vikur hafa einkennst af gríðarlegum rigningarveðrum í Sydney.
Yfirgáfu heimili sín í þriðja skipti á innan við mánuði
Hundruð íbúa í Sydney yfirgáfu heimili sín í dag og margir í þriðja skiptið á einum mánuði. Nú bíða þeir milli vonar og ótta um hvort árnar Hawkesbury og Nepean flæði aftur yfir bakka sína líkt og þær gerðu í mars og þar áður árið 1988.
Kjarninn 7. apríl 2022
Miklir leirflutningar af sjávarbotni þurfa að eiga sér stað áður en hægt verður að byrja að mynda landfyllinguna miklu við Kaupmannahöfn sem kallast á Lynetteholmen. Svíar hafa áhyggjur af því sem Danir ætla sér að gera við allan þennan leir.
Leirflutningurinn mikli
4. júní 2021 samþykkti danska þingið lög um það sem kallað hefur verið metnaðarfyllsta framkvæmdaáætlun í sögu Danmerkur. Þá vissu þingmenn ekki af mikilvægu bréfi sem samgönguráðherranum hafði borist en láðst að kynna þingheimi.
Kjarninn 3. apríl 2022
Snorri Zóphóníasson og Guðni A. Jóhannesson
Vernd eða virkjun Héraðsvatna – að vandlega athuguðu máli
Kjarninn 1. apríl 2022
Landsnet vill Blöndulínu 3 í lofti „alla leiðina“
102,6 kílómetrar af háspennulínum. 342 stálmöstur, hvert og eitt 17-32 metrar á hæð. 85,5 kílómetrar af nýjum vegslóðum. Blöndulína 3 mun stórbæta flutningskerfi raforku en er umdeild í þeim fimm sveitarfélögum sem hún færi um.
Kjarninn 30. mars 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
„Sporin hræða“
Þingmaður Vinstri grænna segir ljóst að náttúran megi sín oft lítils þegar almannahagsmunir eru taldir í gígavöttum.
Kjarninn 29. mars 2022
Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Ráðuneytið tekur ekki undir með Landsvirkjun
Umhverfisráðuneytið telur það rangt sem Landsvirkjun heldur fram að Kjalölduveitu hafi verið raðað „beint í verndarflokk“ rammaáætlunar án umfjöllunar. Þá telur það verndun heilla vatnasviða, sem Landsvirkjun hefur gagnrýnt, standast lög.
Kjarninn 29. mars 2022
Guðmundur Þorsteinsson
Hugsum með höfðinu
Kjarninn 28. mars 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum. Í því hefur verið starfrækt náma frá árinu 1965 en vinnslan hefur verið lítil undanfarin ár.
Setja spurningamerki við að fjarlægja fjall „í heilu lagi úr íslenskri náttúru“
Náttúrufræðistofnun telur að skoða þurfi frá ýmsum hliðum þá staðreynd að fyrirhugað sé að „fjarlægja heilt fjall úr náttúru Íslands og flytja úr landi“. Framkvæmdaaðilinn Eden Mining segir Litla-Sandfell „ósköp lítið“ og minni á „stóran hól“.
Kjarninn 28. mars 2022
Bára Huld Beck
Að tala með rassinum
Kjarninn 26. mars 2022
Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal skammt neðan við áformað miðlunarlón. Rennsli í fossunum mun skerðast með tilkomu virkjunar.
Umhverfismat virkjunar Arctic Hydro er hafið
Tvær stíflur munu rísa og tvö stöðuvötn fara undir uppistöðulón verði Geitdalsárvirkjun Arctic Hydro að veruleika á Hraunasvæði Austurlands. Íslenska ríkið setti nýlega fram kröfu um þjóðlendu á svæðinu.
Kjarninn 25. mars 2022
Varar við villandi markaðssetningu varðandi kolefnisjöfnun
Umhverfisstjórnunarfræðingur gerir athugasemdir við hvernig kolefnisjöfnun er víða markaðssett hér á landi í sérstöku minnisblaði sem hann ritaði að beiðni sérfræðingahóps.
Kjarninn 20. mars 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Spyr hvernig verja eigi móður jörð fyrir óheftri græðgi stórfyrirtækja
Andrés Ingi telur að tryggja þurfi fólki sem berst gegn „óheftri græðgi stórfyrirtækja sem vilja gjörnýta auðlindir“ möguleika til að leita til dómstóla. Hann vill að íslensk stjórnvöld viðurkenni svokallað vistmorð.
Kjarninn 19. mars 2022
Tryggvi Felixson
Velsæld, virkjanir og græn framtíð
Kjarninn 17. mars 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Hvaða bílar og eldsneyti eru best?
Kjarninn 15. mars 2022
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
„Snýst ekkert um að við þurfum meiri orku“ – heldur hvernig við forgangsröðum
Þingflokksformaður Pírata og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra voru ekki sammála um ágæti nýrrar skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum á þingi í dag.
Kjarninn 14. mars 2022
Þórunn Wolfram Pétursdóttir
Í grunninn er þetta ekki flókið heldur fáránlega einfalt
Kjarninn 14. mars 2022
Guðrún Schmidt
Um nauðsyn þess að gera róttækar breytingar á núverandi hagkerfi
Kjarninn 12. mars 2022
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Meintur orkuskortur og áhrif alþjóðamarkaða
Kjarninn 10. mars 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar.
Landvernd segir „draumóra orkugeirans“ birtast í skýrslu starfshóps um orkumál
Landvernd segir að ef skýrsla um stöðu og horfur í orkumálum, sem kynnt var í gær, verði grundvöllur ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar í orkumálum næstu ára sé „ljóst að náttúra Íslands á sér engan talsmann í ríkisstjórninni“.
Kjarninn 9. mars 2022
Vilhjálmur Egilsson, Sigríður Mogensen og Ari Trausti Guðmundsson.
Vilja „skýra framtíðarsýn“ um framtíð orkufreks iðnaðar
Starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins kallar eftir „skýrri pólitískri sýn“ á framtíð orkufreks iðnaðar á Íslandi. Samkvæmt honum gæti verið að framboð á raforku muni ekki geta mætt vaxandi eftirspurn á næstu árum.
Kjarninn 9. mars 2022
Búrfellsvirkjun
Orkuspár fara eftir framtíð stóriðjunnar
Miklu munar á þörf fyrir aukna orkuframleiðslu hérlendis á næstu árum eftir því hvort orkufrekar útflutningsgreinar halda áfram að vaxa eða ekki, en nauðsynleg aukning gæti verið þriðjungi minni ef framleiðsla þeirra héldist óbreytt.
Kjarninn 8. mars 2022
Anna Dóra Antonsdóttir
Héraðsvötn undir fallöxina
Kjarninn 7. mars 2022
Landsvirkjun hyggst reisa nýja 45 MW virkjun við Skrokköldu á Sprengisandi.
Mótmæla „harðlega“ að Skrokkalda fari í nýtingarflokk
„Þessi virkjanakostur ætti að vera í verndarflokki,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar um Skrokkölduvirkjun sem áformuð er á hálendinu. Samtökin minna á mikilvægi náttúrunnar fyrir ferðaþjónustuna.
Kjarninn 4. mars 2022
Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti.
Landsvirkjun vill virkjanir í Héraðsvötnum og Skjálfanda í biðflokk
„Óafturkræfar afleiðingar“ hljótast af verndun heilla vatnasviða í kjölfar flokkunar eins virkjanakosts í verndarflokk, segir í umsögn forstjóra Landsvirkjunar um tillögu að rammaáætlun. Raforkukerfið sé fast að því „fullselt“.
Kjarninn 1. mars 2022
„Þurfum að búa okkur undir breyttan heim“
Samkvæmt nýrri skýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar býr 3,3 miljarðar manna við aðstæður sem eru mjög viðkvæmar gagnvart loftslagsbreytingum og hátt hlutfall dýrategunda er sömuleiðis viðkvæmt.
Kjarninn 28. febrúar 2022
Vindmyllur eru sífellt að hækka. Þær nýjustu eru um 200 metra háar.
Vilja reisa 40-50 vindmyllur í nágrenni Stuðlagils
Um 40-50 vindmyllur munu rísa í landi Klaustursels í Jökuldal gangi áform Zephyr Iceland eftir. Vindorkuverið yrði í nálægð við Kárahnjúkavirkjun og þar með flutningsnet raforku en einnig í grennd við hinn geysivinsæla ferðamannastað, Stuðlagil.
Kjarninn 26. febrúar 2022
Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra er lítt raskað.
Vilja virkjanir í Skagafirði úr vernd í biðflokk
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill að Alþingi færi fjóra virkjanakosti í jökulám í Skagafirði úr verndarflokki í biðflokk er kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Virkjanirnar yrðu í óbyggðu víðerni og í ám sem eru vinsælar til flúðasiglinga.
Kjarninn 25. febrúar 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Framtíð orkuþjónustu á Íslandi
Kjarninn 20. febrúar 2022
Nýtt Íslandsmet í bensínverði og landinn flýr í rafmagn
Heimsmarkaðsverð á bensíni og olíu hefur ekki verið hærra í sjö ár. Hlutur ríkisins í hverjum seldum bensínlítra er yfir 50 prósent en hlutdeild olíufélaga í honum hefur lækkað skarpt síðustu mánuði.
Kjarninn 19. febrúar 2022
Hverfisfljót í Skaftárhreppi.
„Umhverfisáhrif virkjunarinnar eru mjög lítil“
Himinn og haf er á milli afstöðu minni- og meirihluta Skaftárhrepps er kemur að virkjun í Hverfisfljóti sem hefði í för með sér rask á Skaftáreldahrauni. Ýmsar stofnanir hafa gert athugasemdir við fyrirætlanirnar og spyrja: Hver er hin brýna nauðsyn?
Kjarninn 16. febrúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Andrés Ingi: Elsku Noregur, hættu þessu rugli!
Þingmaður Pírata segir að vegna Noregs þurfi Ísland að banna olíuleit innan íslenskrar lögsögu. „Það er vegna Noregs og annarra slíkra ríkja sem við þurfum að ganga í alþjóðlegt samband ríkja sem hafa snúið baki við olíu- og gasleit.“
Kjarninn 12. febrúar 2022
Þröstur Ólafsson
Auðlindadrep, óhóf, sóun og loftlagsvá
Kjarninn 12. febrúar 2022
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Litla-Sandfell mun hverfa
„Við efnistökuna mun ásýnd fellsins óhjákvæmilega breytast og að lokum mun fjallið hverfa,“ segir í matsáætlun Eden Mining um áformaða efnistöku úr Litla-Sandfelli í Þrengslum í Ölfusi. Stærstur hluti fjallsins yrði fluttur úr landi.
Kjarninn 12. febrúar 2022
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar er formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
Vilja að talað sé um Borgarlínu í loftslagsáætlun höfuðborgarsvæðisins
Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í samgöngu- og skipulagsráði vísuðu skýrsludrögum um loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið á ný til umsagnar – og vilja að talað sé um Borgarlínu og þéttingu byggðar í aðgerðaáætlun skýrslunnar.
Kjarninn 11. febrúar 2022
Með aukinni rafbílanotkun mun hlutfall samgangna sem gengur á endurnýjanlegum orkugjöfum hækka hér á landi.
Svíþjóð og Noregur langt á undan öðrum löndum í vistvænum samgöngum
Hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum var töluvert hærra í Svíþjóð og Noregi heldur en hér á landi, samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat.
Kjarninn 9. febrúar 2022
Eldvörp eru meðal þeirra landsvæða sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar.
Rammaáætlun verður lögð fram í fjórða sinn af fjórða ráðherranum
Sautján virkjanakostir eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun sem nú hefur verið dreift á Alþingi. Þetta er sama tillaga og fyrst var lögð fram haustið 2016 fyrir utan að tíu svæði í verndarflokki hafa verið friðlýst og eru því ósnertanleg.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar, hér fyrir miðri mynd.
Velti því fyrir sér „til hvers þessi loftslagsráðherra eiginlega er“
Þingmaður Samfylkingar gerði dreifingu loftslagsmála um Stjórnarráðið að umtalsefni á Alþingi í dag, eftir að ráðherra loftslagsmála benti honum á að loftslagsaðgerð sem þingmaðurinn spurði um heyrði undir annan ráðherra.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Qair Iceland áformar nokkur vindorkuver á Íslandi.
Umhverfismat vindorkuvers austan Baulu hafið
Fyrirtækið Qair Iceland ehf. áformar að reisa 13-17 vindmyllur í Norðurárdal, austan við fjallið Baulu. Fyrstu skref í umhverfismati orkuversins hafa verið tekin.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Heilbrigðisstarfsmaður á COVID-spítala í Ahmedabad á Indlandi fyllir bíl af úrgangi sem fellur til við meðhöndlun sjúklinga.
Tugþúsundir tonna af úrgangi eftir baráttu við heimsfaraldur ógn við umhverfið og heilsu
Hlífðarfatnaður, bóluefnaumbúðir og sprautur. Baráttan við heimsfaraldurinn hefur kostað sitt. Sóttnæmur úrgangur eftir tveggja ára baráttu við COVID-19 skiptir tugþúsundum tonna og WHO varar við umhverfis- og heilsufarsógn.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur K. Nielsen
Verndum lífríki Skerjafjarðar!
Kjarninn 6. febrúar 2022
Jóhann Páll Jóhannsson
Bensínbílastyrkir ríkisstjórnarinnar: 23 fyrirtæki fá hátt í tvo milljarða
Kjarninn 4. febrúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarsson er ráðherra orku- og umhverfismála.
Aflaukning núverandi virkjana þurfi ekki að fara í gegnum rammaáætlun
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur uppi áform um að breyta lögum þannig að tæknileg aflaukning virkjana, sem ekki feli í sér eiginlega stækkun virkjana, muni ekki lengur þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Freyr Eyjólfsson
Samræming og hringrásarhagkerfið
Kjarninn 4. febrúar 2022
Bílaleigur fengu 875 milljónir í niðurfelld vörugjöld vegna bensín- og dísilbíla í fyrra
Ívilnun sem samþykkt var árið 2020, í nafni orkuskipta og aðgerðar gegn loftslagsbreytingum, hefur tryggt bílaleigum langleiðina í milljarð króna í afslátt vegna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Ráðherra segir fátt rök­styðja heimild til hval­veiða
Sýna þarf fram á að það sé „efnahagslega réttlætanlegt“ að endurnýja veiðiheimildir til hvalveiða að mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Nú­ver­andi veiðiheim­ild­ir gilda út árið 2023.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Útvegsbændur“ virki saman skóg
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að nú sé tilvalið tækifæri fyrir tímamótasamvinnu útgerðar og bænda.
Kjarninn 2. febrúar 2022
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
„Raunverulega ekki boðlegur kostur“ að flytja kísilverið
Fulltrúar Arion banka segja það að flytja kísilverið úr Helguvík yrði „svo óskaplegt“ að það sé „raunverulega ekki efnahagslega boðlegur kostur“. Þeir segja „engar gulrætur frá ríkinu“ fylgja sölunni.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Engin leit að olíu er stunduð við Ísland í dag.
Kynna áform um bann við leit og vinnslu olíu við Ísland
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um niðurfellingu laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Markmiðið er að tryggja að ekki fari fram olíuleit eða vinnsla í íslenskri efnahagslögsögu.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Í Lakaskörðum milli Tjarnarhnúks og Hrómundartinds er að finna jarðhita og á þessum slóðum áformar Orkuveitan Þverárdalsvirkjun.
OR leggur ekki til að virkjanakostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk
Orkuveita Reykjavíkur leggur áherslu á að halda öllum virkjanakostum á Hengilssvæðinu sem eru flokkaðir í nýtingarflokk þar áfram. Þrír kostur OR eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun og einn í biðflokki.
Kjarninn 31. janúar 2022
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eigendur kísilvers greiði til baka ríkisstyrki áður en þeir fjárfesti í mengandi verksmiðju
Birgir Þórarinsson gerði hugmyndir eigenda kísilversins á Bakka um kaup á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík að umtalsefni á Alþingi í vikunni.
Kjarninn 29. janúar 2022
Hamarsvirkjun Arctic Hydro yrði í Hamarsdal í Djúpavogshreppi.
Sveitarfélög á Austurlandi vilja svör um virkjanakosti
Byggðaráð Múlaþings og bæjarstjórn Fjarðabyggðar vilja fá úr því skorið hvaða virkjanakosti í landshlutanum eigi að nýta. Lýst er yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem rammaáætlun er komin í.
Kjarninn 25. janúar 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Tryggja þurfi að „framvegis rati umframorka og ný orkuöflun til orkuskipta“
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að ríkja þurfi sátt um nýjar virkjanir og að áður en til þeirra komi þurfi að leita „allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er framleidd“.
Kjarninn 24. janúar 2022
Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Bíða tillagna stjórnvalda um hvernig stækka eigi biðflokk rammaáætlunar
Landsvirkjun vill á þessu stigi ekki taka afstöðu til þess hvaða einstaka virkjanakostir færist á milli flokka í tillögu að rammaáætlun sem lögð verður fram á Alþingi í mars. Fyrirtækið hefur áður sagt að færa ætti Kjalöldu úr vernd í biðflokk.
Kjarninn 23. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Segja Búlandsvirkjun eiga „fullt erindi í nýtingarflokk“
Að mati HS orku ætti að endurmeta þá þætti sem taldir voru neikvæðir og urðu til þess að Búlandsvirkjun í Skaftá var sett í verndarflokk þingsályktunartillögu að rammaáætlun. Tillagan verður lögð fram á Alþingi í fjórða sinn á næstunni.
Kjarninn 20. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Reikna má með því að stór hluti bíla sem komu nýir á götuna á árunum 2015-2021 verði enn í bílaflota landsmanna árið 2030.
Bara pláss fyrir 10-30 þúsund nýja jarðefnaeldsneytisbíla í flotann
Einungis um 130 þúsund fólksbílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti mega vera á götunni árið 2030, ef markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum eiga að ganga eftir. Yfir hundrað þúsund brunabílar hafa komið nýir á götuna undanfarin sex ár.
Kjarninn 14. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Stjórnendur Arion banka vona að niðurstaðan verði í „sem mestri sátt við samfélagið“
Yfirlýst stefna Arion banka er að verkefni sem hann styðji hafi jákvæð áhrif á bæði umhverfi og samfélag. Kjarninn spurði stjórnendur bankans hvort þeir teldu sölu og endurræsingu kísilversins í Helguvík samræmast hinni grænu stefnu.
Kjarninn 14. janúar 2022
Brátt eiga allar bílaauglýsingar í Frakklandi að fela í sér hvatningu um að ferðast með öðrum hætti en á bíl.
Skylda að hvetja fólk til að hjóla eða nota almenningssamgöngur í bílaauglýsingum
Franskar bílaauglýsingar munu brátt breyta um svip. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi í mars verða auglýsendur að hvetja fólk til þess að ferðast með öðrum leiðum en sínum eigin einkabíl í öllum bílaauglýsingum.
Kjarninn 13. janúar 2022
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hefur tjáð stjórnendum PCC á Bakka að áhugi bæjaryfirvalda á því að endurræsa kísilverið í Helguvík sé enginn.
„Við munum berjast til síðasta blóðdropa“
Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir allt verða reynt til að stöðva endurræsingu kísilversins í Helguvík. Hann hefur tjáð PCC á Bakka, sem vill kaupa verksmiðjuna, að áhugi bæjarins á starfseminni sé enginn.
Kjarninn 13. janúar 2022
Kísilverið á Bakka.
Eigendur kísilversins á Bakka vilja kaupa verksmiðjuna í Helguvík
PCC SE, meirihlutaeigandi PCC BakkiSilicon hf., kísilversins á Húsavík, hefur áhuga á að kaupa kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Þetta staðfestir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC á Bakka, við Kjarnann.
Kjarninn 13. janúar 2022
Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Óttast „verulegan ófrið“ verði kísilver Arion banka ræst að nýju
„Íbúar í Reykjanesbæ munu aldrei sættast á að rekstur þessarar verksmiðju fari í gang aftur og ég óttast að verulegur ófriður verði nái þetta fram að ganga,“ segir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um áform Arion banka að endurræsa kísilverið.
Kjarninn 12. janúar 2022
Hannes Friðriksson
Er Arion banki „grænn banki“?
Kjarninn 11. janúar 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík eins og hún lítur út í dag.
155 þúsund tonn af kolum þarf til framleiðslunnar árlega
Mati á umhverfisáhrifum endurbóta á kísilverinu í Helguvík er lokið. Miðað við fulla framleiðslu mun losun gróðurhúsalofttegunda frá verksmiðjunni jafngilda 11 prósentum af heildarlosun Íslands árið 2019.
Kjarninn 11. janúar 2022
Þeir valkostir sem verða til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum ásamt athugunarsvæði. Nýi valkosturinn, 4b, er gula línan.
Bætt við valkosti án jarðganga vegna fjölda athugasemda
Vegagerðin hefur bætt við nýjum valkosti áformaðrar færslu hringvegarins í Mýrdal. Sá liggur samhliða núverandi vegi og norðan við Víkurþorp og gerir því ekki ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall.
Kjarninn 10. janúar 2022
Trausti Baldursson
Árangur, byrjun eða bara tafir og ekki neitt?
Kjarninn 9. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu ræddi um kostnað heimila og fyrirtækja af geymslu einkabíla í samtali við Kjarnann fyrir skemmstu.
Bílastæðið í kjallaranum stundum „langdýrasta herbergið í húsinu“
Gríðarlegt pláss fer undir þá bíla sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári og kostnaður við geymslu þeirra er borinn af heimilum og fyrirtækjum, sagði Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur í viðtali við Kjarnann á dögunum.
Kjarninn 5. janúar 2022
Tinna Hallgrímsdóttir
Loftslagsréttlæti á nýju ári?
Kjarninn 3. janúar 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Nýir tímar í orkumálum – ný tækifæri
Kjarninn 3. janúar 2022
Danir stefna á að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í innanlandsflugi fyrir 2030. Vetnisknúnar flugvélar frá Airbus gætu leitt til þess að markmiðið náist.
Danir stefna á grænt innanlandsflug fyrir 2030
Forsætisráðherra Danmerkur vill „gera flugið grænt“. Mette Frederiksen tilkynnti í nýársávarpi sínu um markmið ríkisstjórnarinnar sem felst í að ekkert jarðefnaeldsneyti verði notað í innanlandsflugi fyrir 2030. Útfærslan liggur hins vegar ekki fyrir.
Kjarninn 3. janúar 2022
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
„Beinlínis óábyrgt“ ef Seðlabankinn tekur ekki tillit til loftslagsbreytinga
Samkvæmt varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika ætti að vera óumdeilt að loftslagsmál sé viðfangsefni Seðlabankans vegna áhrifanna sem þau gætu haft á efnahagslífið og stöðugleika fjármálakerfisins.
Kjarninn 2. janúar 2022
Hundar viðraðir skammt frá kjarnorkuveri í Belgíu.
Kjarnorkuver gætu orðið „grænar fjárfestingar“
Hvað orka er sannarlega græn hefur verið deilumál ólíkra ríkja innan ESB misserum saman. Framkvæmdastjórn sambandsins áformar skilgreiningar svo flokka megi bæði kjarnorku- og jarðgasver sem grænar fjárfestingar.
Kjarninn 1. janúar 2022
Jónas Atli Gunnarsson
Leiðarvísir að kolefnishlutleysi
Kjarninn 1. janúar 2022
Nýtt ár er hafið. Og það eru margar ástæður til bjartsýni.
Fimm fréttir sem auka bjartsýni á nýju ári
Bólusetningar og jákvæðar horfur fyrir dýrategundir sem áður voru í útrýmingarhættu ættu að auka okkur bjartsýni á árinu sem nú fer í hönd.
Kjarninn 1. janúar 2022
Stóran hval rak að landi í Þorlákshöfn í október.
Yfir hundrað hvali rak á land
Hernaðarbrölt, olíuleit og forvitnir ferðamenn eru meðal mögulegra skýringa á fjölda skráðra hvalreka við Ísland sem fór í hæstu hæðir á árinu 2021. Hlýnun jarðar og breyttar farleiðir þessara lífrænu kolefnisfangara koma einnig sterklega til greina.
Kjarninn 1. janúar 2022
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF.
Hvetur hið opinbera til að setja sér félagsleg markmið í skuldabréfaútgáfu
Stjórnarformaður IcelandSIF segir tækifæri geta legið hjá ríki og sveitarfélögum í að skilgreina skýr félagsleg markmið samhliða skuldabréfaútgáfum hjá sér, rétt eins markmið í umhverfismálum eru sett fram samhliða útgáfu grænna skuldabréfa.
Kjarninn 30. desember 2021
Kristján Guy Burgess
Grænt plan fyrir Ísland
Kjarninn 29. desember 2021
Straumsvík og Straumstjarnir eru á náttúruminjaskrá.
Breyta áformum og þyrma Straumstjörnum
Vegagerðin ákvað á síðustu metrum umhverfismats að endurskoða veghönnun við tvöföldun síðasta kafla Reykjanesbrautar. Straumstjörnum, sem eru einstakar á heimsvísu, verður ekki raskað.
Kjarninn 28. desember 2021
Árni Finnsson
Bla bla bla
Kjarninn 27. desember 2021
Ólögleg viðskipti grafa undan loftslagsávinningi
F-gös eru manngerðar gróðurhúsalofttegundir sem hafa mikinn hnatthlýnunarmátt. Evrópusambandið hefur um árabil unnið að útfösun á þessum efnum sem einna helst eru notuð sem kælimiðlar.
Kjarninn 25. desember 2021
Fiskimjölsverksmiðja SVN í Neskaupstað, eins og flestar aðrar fiskimjölsverksmiðjur landsins, keyrðu á olíu í upphafi árs 2016, þar sem það var hagkvæmara. Forstjóri SVN segir að það yrði ekki gert aftur.
Notuðu olíu þegar hún var ódýrari árið 2016
Árið 2016 notuðu flestar loðnubræðslur hérlendis olíu í stað rafmagns, þar sem hún var ódýrari á þeim tíma. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að bræðslur fyrirtækisins myndu hins vegar ekki taka slíka ákvörðun núna.
Kjarninn 23. desember 2021
Guðrún Schmidt
Hver er okkar framtíðarsýn?
Kjarninn 22. desember 2021
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ráðuneytið segir nei við frekari ívilnunum vegna tengiltvinnbíla
Þrenn hagsmunasamtök vildu að ívilnanir til að gera tengiltvinnbíla ódýrari yrðu framlengdar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið metur kostnaðinn vegna þessa á um 20 milljarða króna og segir ívilnanirnar ekki kostnaðarskilvirkar.
Kjarninn 21. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Hallast frekar að því að nýta orkuna hér en að flytja hana út
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tekur ekki vel í hugmyndir um orkuútflutning með sæstreng og segir Íslendinga frekar eiga að nýta orkuna til verðmætasköpunar hérlendis í viðtali í jólablaði Vísbendingar.
Kjarninn 18. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Við erum ekki að fara að bjarga heiminum“
Nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikilvægt að ríkar umhverfiskröfur verði gerðar til stórnotenda á íslenskri orku sem og öðrum atvinnugreinum hérlendis í ítarlegu viðtali í jólablaði Vísbendingar.
Kjarninn 17. desember 2021
Gríðarlegt magn af almennu sorpi er fargað með urðun í Álfsnesi.
Hagkvæmast að reisa margra milljarða sorpbrennslustöð í Álfsnesi
Urðun almenns sorps verður hætt í Álfsnesi árið 2023. Brennsla er talin betri kostur og hagkvæmast væri að staðsetja slíka stöð í Álfsnesi. Kostnaður við bygginguna yrði á bilinu 20-35 milljarðar.
Kjarninn 15. desember 2021
Býfluga safnar safa úr blómum í Hyde Park.
Vilja endurheimta náttúru- og dýralíf Lundúna
Gangi metnaðarfull áform borgarstjóra Lundúna eftir gæti almenningsgarðurinn Hyde Park orðið heimkynni villtra dýra á borð við bjóra og förufálka á ný.
Kjarninn 14. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Leita lausna svo nota þurfi sem „allra minnst“ af olíu á vertíðinni
Notkun olíu sem varaafl til raforkuframleiðslu gengur þvert á bæði aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem og aðgerðaráætlun orkustefnu Íslands, segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Kjarninn 14. desember 2021
Tryggvi Felixson
Ísland – rafmagnslaust eða hugsunarlaust?
Kjarninn 14. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Ég mun ekki ná að leysa loftslagsvandann fyrir þessi jól“
Formaður Viðreisnar spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á þingi í dag hvað hann ætlaði sjálfur að gera til að tryggja raforkuflutning fyrir jólin.
Kjarninn 13. desember 2021
Ingi Rafn Sigurðsson
Ríkisstjórnum gert kleift að innheimta kolefnisskatt í rauntíma
Kjarninn 13. desember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hvernig getum við tryggt réttlát orkuskipti?
Kjarninn 13. desember 2021
Guðmundur Guðmundsson
Sement framtíðarinnar
Kjarninn 11. desember 2021
Vatnsárið var gott austanlands og Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fylltist í haust. Aðra sögu er að segja af vatnsbúskapnum sunnanlands.
„Engin laus orka“ í vinnslukerfi Landsvirkjunar
Landsvirkjun getur ekki tjáð sig um orkuvinnslu annarra fyrirtækja „en ef lausa orku er að finna á raforkumarkaðnum þá er hana að finna hjá einhverjum öðrum aðila en Landsvirkjun,“ segir framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun.
Kjarninn 11. desember 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Plast er ekki bara plast
Kjarninn 11. desember 2021
Skerðing til bræðslna: Bilanir, byggðalína og brölt undan veirukreppu
Aflskortur vegna bilana og viðhalds véla í virkjunum ásamt flutningstakmörkunum á byggðalínunni valda því að ekki er hægt að fullnægja allri eftirspurn á rafmagni í augnablikinu. Við getum líka kennt veðrinu um.
Kjarninn 11. desember 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur verður á meðal penna í sérstöku jólablaði Vísbendingar í ár.
Breyttur tónn gagnvart umhverfinu
Tímaritið Vísbending mun gefa út sérstakt jólablað í næstu viku. Þema blaðsins er sjálfbærni, loftslagsmál og grænar lausnir. Nýskipaður ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála verður í viðtali auk þess sem fjöldi sérfræðinga skrifar í blaðið.
Kjarninn 10. desember 2021
BJarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Forstjóri OR: Ill meðferð á fé og landi að virkja fyrir fiskimjölsverksmiðjur
Að halda því fram að „virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar“ var jafn rangt á meðan þrengingar voru í efnahagslífinu vegna heimsfaraldurs og það er nú, segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Kjarninn 10. desember 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Hvað er svona merkilegt við þessa Dranga?
Umræða um friðlýsingu eyðijarðar norður á Ströndum „í skjóli nætur“ og áhrif þess gjörnings á Hvalárvirkjun hafa bergmálað í sölum Alþingis og í fréttum. Kyrrð og ró ríkir samtímis í óbyggðum víðernum Vestfjarða sem hafa nú að hluta verið friðuð.
Kjarninn 9. desember 2021
Verne Global rekur gagnaver á Suðurnesjum. Fyrirtækið hyggst hætta starfsemi í rafmyntariðnaði á næstu mánuðum.
Landsvirkjun takmarkar sölu á orku til rafmyntavinnslu
Orkusala Landsvirkjunar til gagnavera nemur um 100 MW um þessar mundir. Til samanburðar er uppsett afl Vatnsfellsvirkjunar 90 MW. Um helmingur af starfsemi gagnaveranna tengist greftri eftir rafmyntum.
Kjarninn 9. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Anna María Ágústsdóttir
Að eiga töfrateppi
Kjarninn 7. desember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Hægt að ná „heilmikilli orkuframleiðslu“ með virkjanakostum í nýtingarflokki
Forsætisráðherra segir hægt að ná fram „heilmikilli orkuframleiðslu“ með þeim virkjanakostum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar sem og með stækkun núverandi virkjana.
Kjarninn 7. desember 2021
Rjúkandi er ein þriggja áa sem Vesturverk áformar að nýta til virkjunarinnar.
Rannsóknarleyfi Hvalárvirkjunar útrunnið
Vesturverk sem er í meirihlutaeigu HS Orku sótti ekki um framlengingu á rannsóknarleyfi til Orkustofnunar vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar tímanlega og leyfið er því útrunnið.
Kjarninn 7. desember 2021
Sjálfboðaliði tínir upp plastflösku í fenjunum í Miami í Flórída.
Bandaríkin tróna á toppi plastfjallsins
Engin þjóð í heiminum hendir jafn miklu af plasti og Bandaríkjamenn. Þúsundir tonna enda árlega í hafinu, ám og vötnum.
Kjarninn 6. desember 2021
Hvorki íbúar í Reykjanesbæ né meirihluti bæjarstjórnar vill að kísilverið í Helguvík verði ræst að nýju.
Ekki í samræmi við viðhorf í loftslagsmálum „að fara að brenna kolum í Helguvík“
Reykjanesbær hefur ítrekað komið þeim sjónarmiðum aukins meirihluta bæjarstjórnar á framfæri við Arion banka að það sé enginn vilji fyrir endurræsingu kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Bankinn á nú engu að síður í viðræðum við áhugasama kaupendur.
Kjarninn 3. desember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Björn Gunnar Ólafsson
Tjörnin
Kjarninn 25. nóvember 2021
Vilhjálmur Bretaprins á Tusk-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi.
Vilhjálmur prins fær á baukinn – „Líttu í eigin barm“
Forréttindapési sem býr í höll og á þrjú börn ætti ekki að kenna fólksfjölgun í Afríku um hnignun vistkerfa í álfunni, segja þeir sem gagnrýna Vilhjálm prins fyrir ummæli sem hann lét falla.
Kjarninn 24. nóvember 2021
Kolbrún Baldursdóttir
Hvað getur Reykjavíkurborg gert í orkuskiptum?
Kjarninn 23. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Sorp og saur: Umhverfismál og þjóðfræði
Kjarninn 23. nóvember 2021
Nokkrar ár renna um Jadar-dalinn í Serbíu.
Óttast mengun „matarkörfunnar“ í nafni grænu byltingarinnar
Rafbílar, sólarrafhlöður og vindmyllur. Til alls þessa er nú horft sem lausnar á loftslagsvandanum. En hráefnin falla ekki af himnum ofan. Til framleiðslunnar þarf meðal annars hinn fágæta málm liþíum. Og eftir honum vill Rio Tinto grafa í Serbíu.
Kjarninn 20. nóvember 2021
Skólfustungur var tekin af kísilverksmiðjunni í ágúst 2014. Á meðal þeirra sem tóku hana voru þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Eigandinn segir mikinn kaupáhuga á kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík
Í febrúar sagði bankastjóri Arion banka að litlar vonir væru um að kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík myndi starfa aftur. Nú segir bankinn að mikill áhugi sé á henni vegna breyttra markaðsaðstæðna og að viðræður standi yfir við áhugasama kaupendur.
Kjarninn 20. nóvember 2021
Sigrún Guðmundsdóttir
Magnaða metangas, loftslagið og við
Kjarninn 15. nóvember 2021
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Í fyrsta sinn er kveðið á um að draga úr notkun kola í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar.
Raunverulegur árangur eða „bla, bla, bla“?
Markmið loftslagssamkomulagsins sem náðist á COP26 í Glasgow miðar að því að hægja á loftslagsbreytingum. Óljóst er hins vegar hvort eiginlegt markmið náist, að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum.
Kjarninn 14. nóvember 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Nú er komið nóg
Kjarninn 13. nóvember 2021
Bæjarstjórinn í Árborg lítur svo á að það þurfi að byggja upp nýjan veg, ýmist sunnan við Selfoss eða í Ölfusi, til að höndla þungaflutninga austan að og til Þorlákshöfn.
Sunnlenskir sveitarstjórar hugsi yfir auknum þungaflutningum um Suðurland
Bæjarstjórinn í Árborg segir ljóst að byggja þurfi upp nýjan veg umhverfis Selfoss til að anna stórkostlegri aukningu vöruflutninga úr austri og til Þorlákshafnar, óháð því hvort fyrirhugaðir flutningar Kötluvikurs af Mýrdalssandi verði að veruleika.
Kjarninn 12. nóvember 2021
Miklir þungaflutningar um Suðurlandið fylgja vikurnáminu sem fyrirhugað er við Hafursey. Mynd af þjóðvegi 1 í Rangárvallasýslu.
Flutningabíll æki að meðaltali á sex mínútna fresti í gegnum þéttbýlisstaði á Suðurlandi
Skipulagsstofnun áréttar, í áliti sínu vegna matsáætlunar um fyrirhugaða vikurnámu við Hafursey á Mýrdalssandi, að umhverfismatsskýrsla þurfi að fjalla um áhrif afar umfangsmikilla flutninga með vikurinn til Þorlákshafnar.
Kjarninn 11. nóvember 2021
Tryggvi Felixson og Ágústa Þóra Jónsdóttir
Umhverfisvernd í öndvegi á nýju kjörtímabili
Kjarninn 11. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Við hverju getum við búist af COP26?
Kjarninn 9. nóvember 2021
Árni Finnsson
Síðari hálfleikur hafinn í Glasgow
Kjarninn 8. nóvember 2021
Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu.
Andfætlingar okkar, kolafíklarnir
Áströlsk stjórnvöld eru víða gagnrýnd fyrir að vera loftslags-skussar sem neiti að draga úr vinnslu jarðefnaeldsneytis. Fyrrverandi forsætisráðherra segir stærsta stjórnmálaflokki landsins haldið í gíslingu af „eitruðu bandalagi“ loftlagsafneitara.
Kjarninn 7. nóvember 2021
Mun kleinuhringurinn bjarga okkur?
Flest þau umhverfisvandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir má rekja til þess efnahagskerfis sem við búum við í dag. Það er hins vegar umdeilt hvort núverandi hagkerfi geti einnig komið okkur úr vandanum eða hvort þörf sé á að breyta kerfinu.
Kjarninn 7. nóvember 2021
Árni B. Helgason
Herragarðurinn – óðal aðals eða orkubú jarðarbúa?
Kjarninn 6. nóvember 2021
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Bætt orkunýtni forsenda orkuskipta
Kjarninn 5. nóvember 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Aðgerðirnar skipti mestu – en ekki bara markmiðin
Umhverfisráðherra segir að hann sem umhverfissinni verði aldrei sáttur við hversu hægt gengur að bregðast við í loftslagsmálum en segist þó vera ánægður með margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki. Þó verði Íslendingar að ganga enn lengra.
Kjarninn 4. nóvember 2021
Rafbílar eru fyrirferðamiklir í umræðunni í kringum Cop26-ráðstefnuna í Glasgow.
Rörsýn á rafmagnsbíla á ráðstefnunni í Glasgow
Í aðalsýningarsalnum á Cop26 í Glasgow er hægt að sjá kappakstursbíl sem gengur fyrir rafmagni. Lítil áhersla er hins vegar bæði þar og í dagskrá ráðstefnunnar á virka ferðamáta og almenningssamgöngur, ýmsum til furðu.
Kjarninn 4. nóvember 2021
Á meðal nýrra fyrirheita sem sett hafa verið fram á ráðstefnunni í Glasgow er markmið Indlands um kolefnishlutleysi árið 2070. Þaðan er myndin.
1,9°?
Samanlögð fyrirheit ríkja heims um samdrátt í losun hafa í fyrsta sinn, samkvæmt vísindamönnum frá Ástralíu, meira en helmings líkur á því að hemja hlýnun jarðar við 2° fyrir lok aldar. Ef þeim verður öllum framfylgt.
Kjarninn 3. nóvember 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Sagði einhver raforka?
Kjarninn 3. nóvember 2021
Utanríkisráðherra hélt ræðu á þingi Norðurlandaráðs í dag.
Megum engan tíma missa
Loftslags- og öryggismál voru áberandi í ræðu utanríkisráðherra á þingi Norðurlandaráðs fyrr í dag.
Kjarninn 2. nóvember 2021
Kínverskur verkamaður fyrir framan vindmyllu. Í Kína og mun víðar um heiminn þarf að lyfta grettistaki í orkuskiptum ef ekki á illa að fara.
Hvað koma ríkin sem losa mest með að borðinu?
Kína, Bandaríkin, ríki Evrópusambandsins og Indland eru samanlagt ábyrg fyrir rúmum helmingi árlegrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Hvaða fyrirheit hafa þau ríki sem mest losa sett fram um að minnka losun til framtíðar?
Kjarninn 2. nóvember 2021
Oddný Harðardóttir ávarpaði þing Norðurlandaráðs í dag.
Ættum að deila bóluefni og björgum með fátækari löndum
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt ræðu á þingi Norðurlandaráðs í Kaupamannahöfn í dag. Hún sagði m.a. að vandinn vegna heimsfaraldursins hyrfi ekki fyrr en öll ríki heims hefðu fengið bóluefni sem nægðu til að bólusetja flesta íbúa jarðarinnar.
Kjarninn 2. nóvember 2021
Gríðarmiklu skóglendi er fórnað víða um heim í dag, ekki síst undir framleiðslu á pálmaolíu.
Yfir hundrað ríki heita því að hætta eyðingu skóga fyrir 2030
Yfir hundrað þjóðarleiðtogar hafa gerst aðilar að yfirlýsingu um að hætta eyðingu skóga fyrir árið 2030. Bent hefur verið á að svipuð yfirlýsing frá árinu 2014, þó hún hafi verið smærri í sniðum, hafi skilað afar litlum árangri.
Kjarninn 2. nóvember 2021
Á meðal þeirra leiða sem eru til staðar til að búa til hreina orku er fjölgun vindmylla.
Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að setja 580 milljarða króna í grænar fjárfestingar
Þréttán af fjórtán stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa skuldbundið sig til að setja níu prósent af hreinni eign íslenska lífeyrissjóðakerfisins í verkefni sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.
Kjarninn 2. nóvember 2021
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var sett í Glasgow í morgun.
Síðasta farsæla vonin til að ná markmiðum í loftslagsmálum
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í Glasgow í morgun. „COP26 er okkar síðasta, farsælasta von til að vera innan 1,5 gráðu markanna,“ segir Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar.
Kjarninn 31. október 2021
Fólk trúir að það geti haft áhrif á sitt nánasta nágrenni
Almenningur vill láta sig skipulagsmál varða, en mörgum þykja þau flókin og óaðgengileg. Fagfólk telur litla háværa hópa stundum hafa of mikil áhrif. Kjarninn ræðir samráð í skipulagsmálum við Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar.
Kjarninn 31. október 2021
Rafbílar, skógrækt, kýr sem borða þara, færri álver og fleiri vegan
Í skýrslu Íslands til COP26 eru dregnar upp fimm mismunandi sviðsmyndir um leið Íslands til kolefnishlutleysis árið 2040, sem byggja á samráði við almenning. Þar kennir ýmissa grasa.
Kjarninn 29. október 2021
Ingibjörg Svala Jónsdóttir
Ógna aðgerðir gegn loftslagsbreytingum líffræðilegri fjölbreytni landsins?
Kjarninn 28. október 2021
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún: Að skila auðu fyndist mér frekt
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra gerði athugasemd við tíst Gísla Marteins Baldurssonar fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er varðaði loftslagsmál og það neyðarástand sem hann segir ríkja í þeim málum.
Kjarninn 28. október 2021
„Sé ekki hvað Ísland ætlar að koma með nýtt að borðinu“
„Það er í raun mjög lítið hægt að segja um hvað íslensk stjórnvöld ætla að gera í loftslagsmálum eins og er,“ segir Finnur Ricart sem verður fulltrúi ungra Íslendinga á loftslagsráðstefnunni í Glasgow.
Kjarninn 27. október 2021
Aker stefnir á að geta fangað milljónum tonna af koltvísýringi á næstu árum.
Aker Carbon Capture í miklum vexti
Tekjur norska fyrirtækisins Aker Carbon Capture, sem er í samstarfi við Carbfix um föngun kolefnis, hafa 40-faldast á einu ári, samkvæmt nýbirtu uppgjöri. Þó skilar fyrirtækið enn miklu tapi.
Kjarninn 25. október 2021
Eggert Gunnarsson
Hvað nú og hvert skal haldið?
Kjarninn 24. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi
Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.
Kjarninn 18. október 2021
Stórt gat fannst á sjókví  Midt-Norsk Havbruk AS við eyjuna Dolma í lok ágúst. Í henni voru um 140 þúsund laxar. Talið er að um 39 þúsund þeirra hafi synt út.
Tugþúsundir eldislaxa sluppu og leita upp í ár á stóru svæði
Þeir eru stórskaðaðir af laxalús og leita af þeim sökum í ferskvatn til að lina sársaukann. Yfirvöld hafa gefið út fordæmalausa heimild til veiða allra sem vettlingi geta valdið eftir að um 40 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókví í Þrændalögum.
Kjarninn 15. október 2021
Strandir við sunnanverða Kaliforníu eru lokaðar vegna olíumengunar.
Akkeri gataði eldgamla olíuleiðslu
Kalifornía var eitt sinn mikið olíuríki en nú eru aðeins leifar að þeirri vinnslu stundaðar í hafinu úti fyrir ströndinni. Leiðslurnar eru áratuga gamlar og ítrekað verið bent á að þær séu tifandi tímasprengjur. Og nú er ein þeirra sprungin.
Kjarninn 5. október 2021
Námugröftur í Amazon verður sífellt umfangsmeiri.
Herjað á Amazon með námuvinnslu og mannréttindabrotum
Gervitunglamyndir staðfesta umfangsmikla ólöglega starfsemi í friðlöndum Amazon-frumskógarins. Heimamenn vilja fá viðurkenningu á náttúruverndarhlutverki sínu sem þeir sinna við erfiðar og oft og tíðum hættulegar aðstæður.
Kjarninn 4. október 2021
Ekkert bensín! Margar bensínstöðvar í Bretlandi hafa orðið að tilkynna viðskiptavinum að þar sé ekkert meira eldsneyti að fá. Í bili.
Gasskortur. Kolaskortur. Olíuskortur?
Þær óvenjulegu aðstæður hafa skapast í Evrópu, Kína og víðar að orkuþörf er umfram það sem í boði er. Keppst er um kaup á gasi og kolum – og olía á bensínstöðvum í Bretlandi hefur þurrkast upp. En hér er ekki allt sem sýnist.
Kjarninn 29. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Langur loforðalisti – Umhverfisstefna VG
Kjarninn 24. september 2021
Ívilnanir vegna innflutnings rafmagns- og tengiltvinnbíla rúmir fimm milljarðar í fyrra
Rúmir 2,2 milljarðar virðisaukaskatts voru felldir niður vegna innflutnings 2.632 tengiltvinnbíla í fyrra. Tvívegis hefur efnahags- og viðskiptanefnd frestað áformum um að fella niður eða minnka ívilnanir vegna tengiltvinnbíla sem eru umdeildar.
Kjarninn 24. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
„Við skulum ekki halda að vandamálið leysist af sjálfu sér án róttækra, tafarlausra breytinga“
Á Íslandi er losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa sú mesta í Evrópu. Kjarninn ræddi við umhverfisstjórnunarfræðing og formann Ungra umhverfissinna um loftslagsmál í aðdraganda kosninga.
Kjarninn 23. september 2021
Steinar Frímannsson
Kassi með innihaldi – Umhverfisstefna Pírata
Kjarninn 22. september 2021
Mótmæla fyrirhuguðum sérkjörum sjávarútvegsins vegna loftslagsaðgerða
Í ályktun miðstjórnar ASÍ er því mótmælt að til standi að veita sjávarútvegsfyrirtækjum skattalegar ívilnanir og styrki til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á sama tíma og almenningur þurfi að mæta íþyngjandi aðgerðum á borð við kolefnisgjald.
Kjarninn 22. september 2021
Mara litla í lækisskoðun. Hún var orðin vannærð en er nú hægt og bítandi að ná vopnum sínum með aðstoð lækna og hjúkrunarfræðinga.
Á þröskuldi hörmunga „sem ekki er hægt að ímynda sér“
„Þetta er fordæmalaust. Þetta fólk hefur ekkert gert til að stuðla að loftslagsbreytingum en samt bitna þær helst á því.“ Hungursneyð er hafin á Madagaskar.
Kjarninn 22. september 2021
Hlynur Orri Stefánsson
Árlegur útblástur Íslands mun valda dauða þúsund manns
Kjarninn 22. september 2021
Steinar Frímannsson
Fögur fyrirheit en leiðirnar óljósar – Umhverfisstefna Sósíalistaflokksins
Kjarninn 21. september 2021
Valli enginn dólgur heldur í leit að hvíld á ókunnum slóðum
„Hann var að hvíla sig. Það var einfaldlega það sem hann var að gera,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávar- og atferlisvistfræðingur, um þann óréttláta dólgsstimpil sem rostungurinn Valli hefur fengið í fjölmiðlum.
Kjarninn 21. september 2021
Jóhann S. Bogason
Mygluð Sorpa
Kjarninn 21. september 2021
Gunnar Björgvinsson
Eðlis- og efnafræði gróðurhúsaáhrifanna (tilraun til útskýringar á mannamáli)
Kjarninn 21. september 2021
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Ólafur Þór Gunnarsson
Hjólað í vinnuna – klassískt dæmi um tvo fyrir einn
Kjarninn 17. september 2021
Magnús Rannver Rafnsson
Hnattræn hlýnun er knúin af mannvirkjagerð
Kjarninn 17. september 2021
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Hanna Katrín Friðriksson
Það verður kosið um umhverfið
Kjarninn 15. september 2021
Andrés Ingi Jónsson
Kveðjum olíudrauminn í haust
Kjarninn 15. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 8. þáttur: Finnst skemmtilegra að grafa skurði en skrifa greinar
Kjarninn 14. september 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Áhrif orkuskiptanna á daglegt líf: hver sér um eftirlitið?
Kjarninn 14. september 2021
Á myndinni sjást gámar í Þormóðsdal sem Mosfellsbær hefur spurt landeigandann, Landbúnaðarháskóla Íslands, út í. Skólinn kannast ekki við gámana.
Leita gulls án leyfis í Þormóðsdal
Iceland Resources hóf rannsóknarboranir til gullleitar í Þormóðsdal í sumar þrátt fyrir að Mosfellsbær hefði ekki gefið út leyfi til framkvæmdanna. Fyrirtækið boraði í „góðri trú“ um að það væri sameiginlegur skilningur að ekkert slíkt leyfi þyrfti.
Kjarninn 14. september 2021
Auður Anna Magnúsdóttir
Óseðjandi – að virkja virkjananna vegna
Kjarninn 14. september 2021
Prosecco-hæðirnar, núna oft kallaðar UNESCO-hæðirnar, njóta verndar vegna menningarlangslags.
Freyðir í munni en eyðir jörð
Aðeins nokkrum vikum eftir að hæðirnar umhverfis ítalska þorpið Miane voru settar á heimsminjaskrá UNESCO fóru undarlegir hlutir að gerast. Það hafði þó ekkert með UNESCO að gera heldur hið heimsfræga freyðivín prosecco.
Kjarninn 11. september 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin framlög til loftlagsvísinda á Íslandi
Kjarninn 10. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Einkunn Sjálfstæðisflokksins í kvarða Ungra umhverfissinna hækkuð í 21 stig af 100
Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fjórðu lægstu einkunn allra stjórnmálaflokka vegna stefnu sinnar í umhverfis- og loftlagsmálum en var áður með þriðju lægstu einkunnina.
Kjarninn 10. september 2021
Austurhlíðar Hafurseyjar þar sem hún rís upp úr sandinum.
Þýskt fyrirtæki vill grafa eftir íslenskum vikri til sementsframleiðslu í Evrópu
Áformuð vinnsla þýsks fyrirtækis á vikri sem til varð í Kötlugosum myndi skapa störf í námunni á Mýrdalssandi og við flutninga. En efnið yrði allt flutt beint úr landi. Landvernd telur ástæðu til að óttast að fórnarkostnaður yrði mun meiri en ávinningur.
Kjarninn 8. september 2021
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki núll stig fyrir markmið sín um að hætta að brenna olíu
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Bjarna Benediktssonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki fengið stig í mati Ungra umhverfissinna fyrir að stefna að því að hætta að brenna olíu fyrst þjóða.
Kjarninn 7. september 2021
Myndin sýnir víðernagreiningu Vonarskarðs í dag borið saman við víðernagreiningu ef akstur yrði leyfður í gegnum svæðið. Græn þekja táknar ósnortnasta kjarna víðernanna, það landsvæði sem hefur mesta verndargildið og er lengst frá mannvirkjum og vegum.
Víðerni Vonarskarðs myndu skerðast um helming með akstursleið
„Íslendingar eru vörslumenn tæpra 43 prósenta af villtustu víðernum Evrópu og það er á ábyrgð okkar allra að vernda þau,“ segir Steve Carver, forstöðumaður Wildland Research Institute, sem vinnur að kortlagningu óbyggðra víðerna hálendisins.
Kjarninn 7. september 2021
Steinunn Þóra Árnadóttir
Smánarbletturinn loksins þrifinn
Kjarninn 6. september 2021
Miklar skemmdir urðu á gróðri vegna aksturs bíla um Vonarskarð síðari hluta ágúst.
Utanvegaakstur í Vonarskarði – „Ég er bara miður mín“
„Þetta er mjög leiðinlegt. Ég er bara miður mín,“ segir Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um náttúruspjöll vegna utanvegaaksturs í Vonarskarði. Málið hefur verið kært til lögreglu.
Kjarninn 6. september 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Sýndarmennska eða alvara í loftslagsmálum?
Kjarninn 4. september 2021
Tryggvi Felixsson
Vegagerð um Teigsskóg – íslensk náttúra á útsölu
Kjarninn 4. september 2021
Stefna Pírata í umhverfis- og loftslagsmálum skorar hæst hjá Ungum umhverfissinnum
Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn fá eitt stig af 100 mögulegum fyrir stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum á sérstökum kvarða Ungra umhverfissinna. Þeir þrír flokkar sem skora hæst fá um eða yfir 80 stig.
Kjarninn 3. september 2021
svæðið sem átti samkvæmt tillögu að breyta úr landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði á aðalskipulagi.
Fresta breytingum á skipulagi vegna vindorkuvers „því þetta er gríðarlega stór ákvörðun“
Sveitarstjórn Norðurþings hefur ákveðið að fresta frekari vinnu við breytingu á aðalskipulagi þar til umhverfismati fyrirhugaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu verður lokið að fullu. Gert í samræmi við vilja íbúa, segir forseti sveitarstjórnar.
Kjarninn 1. september 2021
Bæði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Einarsson gagnrýndu Katrínu Jakobsdóttur fyrir árangur og stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Metnaðarleysi, tækifæri, snillingar, svipur og réttlát umskipti í loftslagsmálum
Í kappræðum um loftslagsmál á RÚV tókust stjórnmálaleiðtogar tíu flokka á um mismunandi leiðir til þess að stýra Íslandi að markmiðum í loftslagsmálum, árangurinn hingað til, markmiðin sjálf og það hverjir eigi að bera byrðarnar.
Kjarninn 31. ágúst 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Diskó friskó-heimsendir
Kjarninn 29. ágúst 2021
Helga Vala Helgadóttir
Mínusþjóð í loftslagsmálum?
Kjarninn 26. ágúst 2021
Parísarsáttmálinn – tímamótasamningur en tíminn á þrotum
Kjarninn fer yfir Parísarsáttmálann, kosti hans og galla, hvernig staðan er í dag og hvernig staðan gæti orðið ef ekki er gripið til róttækra aðgerða.
Kjarninn 22. ágúst 2021
Í 3.216 metra hæð efst uppi á Grænlandsjökli, er þessi veðurstöð, sem er mönnuð allt árið.
Undrandi veðurathugunarmenn vöknuðu við rigningu á toppi Grænlandsjökuls
Starfsmenn veðurstöðvar á toppi Grænlandsjökuls ráku upp stór augu er þau sáu rigningu á rúðum þar að morgni dags 14. ágúst. Ekki er vitað til þess að áður hafi rignt efst á Grænlandsjökli.
Kjarninn 20. ágúst 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hver er staðan í loftslagsmálum?
Kjarninn 18. ágúst 2021
Óvenjumikið fannst af klæðnaði í Bakkavík á Seltjarnarnesi
Ýmislegt rekur á land við Íslandsstrendur en Umhverfisstofnun sér um að safna rusli, flokka og fjarlægja, á sjö ströndum víðsvegar um landið. Hlutir tengdir sjávarútvegi og plast var algengasta ruslið í ár.
Kjarninn 17. ágúst 2021
Höfum alla þekkinguna en „það eina sem vantar er viljinn“
Formaður Ungra umhverfissinna segir að ein tegund af loftslagsafneitun sé að afneita alvarleika ástandsins og hvað við þurfum að grípa hratt til aðgerða. „Þetta er ekki eitthvað sem leysist af sjálfu sér heldur þurfum við að taka stór skref núna.“
Kjarninn 17. ágúst 2021
Hólmfríður Árnadóttir oddviti VG í Suðurkjördæmi og Una Hildardóttir, sem er í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Nýju föt keisarafjölskyldunnar
Kjarninn 15. ágúst 2021
Mynd: Aðsend.
Ísland getur auðveldlega staðið við sinn hlut
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að seinagangur, frestun og ábyrgðarleysi í loftslagsmálum verði ekki liðið lengur.
Kjarninn 14. ágúst 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Við getum ekki beðið lengur
Kjarninn 13. ágúst 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna.
Varaformaður Vinstri grænna vill í vinstri stjórn
Umhverfis- og auðlindaráðherra telur að Vinstri græn muni ná meiri árangri í þeim málum sem flokkurinn leggur áherslu á ef hann sitji í vinstri stjórn.
Kjarninn 13. ágúst 2021
Borgarráð samþykkti þessar breytingar á fundi sínum í dag.
Verð á bílastæðakortum fyrir miðborgarbúa hækkar um allt að 275 prósent á ársgrundvelli
Borgarráð hefur samþykkt að hækka gjald fyrir bílastæðakort íbúa á gjaldskyldum svæðum miðborgar úr 8 þúsund krónur upp í 15 þúsund eða 30 þúsund, eftir því hver orkugjafi bílsins er. Eigendur raf- og vetnisbíla fá helmingsafslátt.
Kjarninn 12. ágúst 2021
Auður H. Ingólfsdóttir og Guðmundur Ögmundsson
Framkvæmdir og náttúruvernd í Jökulsárgljúfrum
Kjarninn 12. ágúst 2021
Eggert Gunnarsson
Upplognar sakir strútsins
Kjarninn 11. ágúst 2021
Íbúi grísku eyjarinnar Evia fylgist með eldtungunum í grennd við þorpið Pefki sem liggur við norðurströnd eyjarinnar.
Sumar skógareldanna
Gróður- og skógareldar eru skýr birtingarmynd loftslagsbreytinga en slíkir eldar hafa brunnið víða í sumar og af mikilli ákefð. Frá því í byrjun júní hafa gróðureldar losað meira magn koldíoxíðs heldur en allt árið í fyrra.
Kjarninn 11. ágúst 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Rafvæðum bílaleiguflotann
Kjarninn 10. ágúst 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Rauð viðvörun og hvað svo?
Kjarninn 10. ágúst 2021
Ólafur Páll Jónsson
Jörð í kófi
Kjarninn 9. ágúst 2021
Rýrnun íss hefur áhrif á hæð sjávarborðs.
Hlýnun jarðar geti aukið líkur á skriðuföllum á Íslandi
Út er komin ný skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar en þar kemur fram að hlýnun jarðar geti haft afdrifaríkar afleiðingar hér á landi. „Örfáir áratugir eru til stefnu“ til að halda hlýnun jarðar fyrir innan tvær gráður.
Kjarninn 9. ágúst 2021
Meira þurfi til en papparör til þess að bjarga jörðinni
Skiptar skoðanir eru á papparörum sem tekið hafa við af plaströrum á drykkjarfernum í kjölfar Evróputilskipunar sem innleidd var í júlí en með henni er lagt bann við ýmsum einnota hlutum úr plasti. Fólk skiptist í tvo hópa og er ýmist með eða á móti
Kjarninn 8. ágúst 2021
Góðgerðarframkvæmd sem ætlar að kaupa jarðir til náttúruverndar
Bræður vilja vernda ósnortna náttúru fyrir komandi kynslóðir. Þeir safna fyrir nýstárlegri leið til þess á Karolina Fund.
Kjarninn 6. ágúst 2021
Ruddur slóði á Langavatnshöfða.
Hafa kært stígagerð og utanvegaakstur til lögreglu
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hafa kært til lögreglu meint brot á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og náttúruverndarlögum og krefjast opinberrar rannsóknar á háttsemi þjóðgarðsvarðar og verktaka.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sandvinnsla úr árfarvegi í Búrma.
Blóðslóðin í sandinum
Það er skortur á sandi í heiminum. Það er að segja sandi til að seðja hina óþrjótandi eftirspurn mannanna eftir þessu einstaka byggingarefni. Þetta hefur orðið til þess að ólögleg námuvinnsla er ástunduð af kappi í fátækustu ríkjum heims.
Kjarninn 2. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Rafdrifin framtíð virðist nálgast of hratt fyrir Toyota
Japanski bílaframleiðandinn Toyota er sagður reyna að beita áhrifum sínum til þess að tvinnbílar og vetnisbílar verði hluti af orkuskiptastefnu Biden-stjórnarinnar, en ekki bara hreint rafmagn.
Kjarninn 31. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Angela Merkel á sínum síðasta sumarblaðamannafundi. Hún lætur af embætti í haust eftir 16 ára setu í embætti Þýskalandskanslara
Þjóðverjar líkt og aðrar þjóðir þurfi að spýta í lófana í loftslagsmálum
Loftslagsmálin eru aftur í brennidepli í Þýskalandi eftir mikil hamfaraflóð þar í landi. Hraði aðgerða þarf að aukast sagði Þýskalandskanslari á sínum síðasta sumarblaðamannafundi en hún lætur af embætti í haust.
Kjarninn 23. júlí 2021
John Kerry er loftslagserindreki Bandaríkjanna.
Segir Kínverja bera mesta ábyrgð á hitnandi loftslagi
Loftslagserindreki Bandaríkjanna segist þess fullviss um að Kínverjar geti gert betur í að minnka losun. Frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað hafa niðurgreiðslur Bandaríkjamanna til vinnslu jarðefnaeldsneytis aukist.
Kjarninn 20. júlí 2021
Fjölbreytt fuglalíf er við Grafarvog innan Gullinbrúar og fara þar um þúsundir vaðfugla. Svæðið er alþjóðlega mikilvægur viðkomustaður farfugla, einkum vaðfuglategunda.
Vilja friða eina af fáum óspilltu leirum borgarinnar
Með áformum um friðlýsingu Grafarvogs innan Gullinbrúar er horft til þess að vernda til framtíðar náttúrulegt ástand vogsins og líffræðilega fjölbreytni hans, þ.m.t. mikilvægar fjöruvistgerðir, búsvæði fugla og óspillta leiru.
Kjarninn 20. júlí 2021
María Hrönn Gunnarsdóttir
Þriðja stærsta raforkuver landsins á Melrakkasléttu?
Kjarninn 19. júlí 2021
Árni Finnsson
Dirfska, skynsemi eða móðgun við vísindin? – Ný loftslagsstefna Evrópusambandsins
Kjarninn 17. júlí 2021
Steinsteypan gerir það að verkum að í borgum er hiti hærri en í næsta nágrenni þeirra.
Borgirnar hitna: Misskipting innbyggð í skipulagið
Öfgakenndar hitabylgjur eiga eftir að verða enn tíðari. Borgir heims verða verst úti. Og innan þeirra eru það fátækustu íbúarnir sem eru fórnarlömbin.
Kjarninn 17. júlí 2021
Víða í Indónesíu hafa regnskógar þurft að víkja fyrir olíupálmarækt.
Pálmaolía kostar stórfyrirtæki umhverfisvottun
Kóreskt stórfyrirtæki er sakað um að brjóta á mannréttindum frumbyggja í Papúa héraði í Indónesíu sem og að hafa borið eld að regnskógum á svæðinu til þess að rýma fyrir olíupálmarækt.
Kjarninn 15. júlí 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Jörðin brennur
Kjarninn 15. júlí 2021
Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Á myndinni er einungis sýndur einn valkostur. Rauð punktalína afmarkar rannsóknarsvæðið.
Lokakaflinn við tvöföldun Reykjanesbrautar að hefjast
Skipulagsferli og mat á umhverfisáhrifum tvöföldunar Reykjanesbrautar við Straumsvík er hafið. Á kaflanum er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum og undirgöngum fyrir hjólandi og gangandi. Lífríkið er viðkvæmt og á áhrifasvæðinu er fjöldi fornminja.
Kjarninn 15. júlí 2021
Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
ESB kynnir leiðir til að minnka losun um 55% á næstu níu árum
Evrópusambandið var í dag fyrst allra hagkerfa til að kynna útfærslur á því hvernig standa ætti við skuldbindingar um boðaðan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum.
Kjarninn 14. júlí 2021
Ásgeir Daníelsson
Um villur í mati á áhrifum fyrningar aflahlutdeilda á eigið fé og hagnað
Kjarninn 14. júlí 2021
Kísilver Thorsil átti að rísa á lóð í Helguvík samkvæmt samningi við Reykjaneshöfn. Hann er nú fallinn úr gildi.
Samningur við Thorsil fallinn úr gildi vegna vanefnda
Engin viðbrögð bárust frá Thorsil ehf. í kjölfar þess að stjórn Reykjaneshafnar ákvað fyrir ári að segja upp lóða- og hafnarsamningi vegna vanefnda. Fyrirtækið hugðist reisa fjögurra ljósbogaofna kísilver í Helguvík.
Kjarninn 14. júlí 2021
Hægt er að nota plast úr eins lítra flösku til að búa til tíu legókubba.
Legókubbarnir verða grænni
Danski leikfangaframleiðandinn Lego Group, sem framleiðir hina geysivinsælu legókubba, segist hafa stigið eitt skref til að því markmiði sínu að framleiða allar vörur sínar úr sjálfbærum efnum fyrir árið 2030.
Kjarninn 10. júlí 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Íslenski humarinn er í útrýmingarhættu
Kjarninn 8. júlí 2021
Mesta losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands vegna vegasamgangna
Til þess að tryggja nauðsynlegan samdrátt í losun frá vegasamgöngum er mikilvægt að styðja virka- og loftslagsvænni ferðamáta bæði hjá Íslendingum en ekki síður meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 8. júlí 2021
Hið áformaða virkjanasvæði er í grænum lit fyrir miðri mynd.
Áhrifasvæðið myndi ná langt inn á óbyggð víðerni
Bæði Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun vilja að fuglarannsóknir vegna áformaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu standi í tvö ár. Á svæðinu eru uppeldisstöðvar rjúpu. Þeim er sérstaklega hætt við að fljúga á hindranir. Myllurnar yrðu um 200 metra háar.
Kjarninn 6. júlí 2021
Bann við einnota plastvörum tekur gildi í dag
Frá og með deginum í dag er ekki heimilt að afhenda án endurgjalds einnota bolla, glös og matarílát úr plasti til dæmis þegar matur og drykkur er seldur til að taka með og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun.
Kjarninn 3. júlí 2021
Fólk þarf að finna „aðrar leiðir til að henda leyndarmálunum sínum“
Sorpa hefur bannað notkun á svörtum plastpokum á endurvinnslustöðvum fyrirtækisins – og tekið upp þá glæru. Samkvæmt fyrirtækinu hafa fyrstu dagarnir gengið vel en tilgangurinn er að minnka urðun til muna.
Kjarninn 3. júlí 2021
„Ég er tilbúin að berjast með öllu sem til þarf“
„Ég er þriðja kynslóðin sem stendur í baráttu gegn virkjunum,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík sem varð flökurt, fann kvíða og varð andvaka eftir að fréttist að Landsvirkjun hefði sótt um virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun.
Kjarninn 3. júlí 2021
Rafn Helgason
Er óhagkvæmt að menga?
Kjarninn 2. júlí 2021
Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár yrði um 93 MW að afli.
Hljótum að reyna að „vinna flauminn“ sem bráðnun jökla veldur
Forstjóri Landsvirkjunar segir að fyrirséð bráðnun jökla muni auka rennsli í ám á borð við Þjórsá og að „við hljótum að reyna að vinna hreina, græna orku úr þeim mikla flaumi“. Fyrirtækið hefur nú sótt um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar.
Kjarninn 29. júní 2021
Orku náttúrunnar gert að slökkva á 156 götuhleðslum í Reykjavík
Straumur verður rofinn af öllum götuhleðslum ON í Reykjavík frá og með mánudeginum 28. júní næstkomandi. Óvíst er hvenær hægt verður að hleypa straumi á þær að nýju.
Kjarninn 25. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Í Meðallandi er m.a. að finna votlendi sem nýtur sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum.
Áforma vindorkugarð á flatlendu fuglasvæði í Meðallandi
Vindorkuvirkjun í Meðallandi var meðal þeirra kosta sem verkefnisstjórn rammaáætlunar ákvað að taka ekki til umfjöllunar. Skipulagsferlið er þó komið af stað í hinni flatlendu sveit sem er skilgreind sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.
Kjarninn 24. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Ólína Gunnlaugsdóttir
Þjóðgarður notaður sem skálkaskjól skipulagsofbeldis?
Kjarninn 10. júní 2021
Nýtt rannsóknaskip mun taka við af Bjarna Sæmundssyni sem sést hér við bryggju fyrir utan höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði.
Nýtt hafrannsóknaskip mun brenna milljón lítrum af olíu á ári
Þrátt fyrir að ein af aðgerðunum í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum til ársins 2030 sé orkuskipti skipa á vegum ríkisins er gert ráð fyrir að nýtt hafrannsóknaskip muni ganga að mestu fyrir jarðefnaeldsneyti.
Kjarninn 10. júní 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Við erum hvergi af baki dottin“ þegar kemur að hálendisþjóðgarðinum
Umhverfis- og auðlindaráðherra segist sannfærður um að hálendisþjóðgarður verði að veruleika í framtíðinni. Ekki hafi náðst að vinna málið á þessu kjörtímabili – en VG muni setja það á oddinn í komandi kosningabaráttu.
Kjarninn 9. júní 2021
Ljóst að ekki verði af hálendisþjóðgarði í bili
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, um stofnun hálendisþjóðgarðs verði vísað aftur til ráðherra.
Kjarninn 9. júní 2021
Árni Finnsson
Þjóðgarðurinn sem hvarf af ratsjá ríkisstjórnarinnar
Kjarninn 7. júní 2021
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Kaflaskil í baráttunni gegn loftslagsbreytingum?
Ríkjum heims hefur gengið treglega að uppfylla sáttmála um minni kolefnislosun. Nú kann að verða breyting á vegna harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína og þess að fjárfestingar í grænni tækni aukast hratt og örugglega.
Kjarninn 30. maí 2021
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
„Hafið er nýtt kapphlaup á Íslandi“
Þingmaður Vinstri grænna hvetur Alþingi til að tryggja að vindorkukapphlaupið endi ekki úti í mýri. „Við skulum hafa gamla Trabant-kjörorðið í heiðri: Skynsemin ræður.“
Kjarninn 29. maí 2021
Tölvuteiknuð mynd af vindorkuvirkjuninni á Harams-fjalli.
„Þeir eru að eyðileggja eyjuna okkar“
Deilum um byggingu átta 150 metra háa vindmylla á norskri eyju er ekki lokið þó að andstæðingar vindorkuversins hafi tapað enn einu dómsmálinu. Þeir segja ekki í boði að gefast upp. Deilurnar hafa klofið fámennt samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Sýnileiki vindmylla í Vindheimavirkjun frá Hörgárdalsvegi, milli bæjanna Lönguhlíðar og Hallfríðarstaða
Sveitarstjórnin hafnar „öllum slíkum áformum um vindorkuver“
Einn þeirra vindorkukosta sem fékk grænt ljós í meðferð verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar og rataði í nýtingarflokk í tillögudrögum hennar var Vindheimavirkjun í Hörgárdal. Sveitarstjórnin vill hins vegar ekki sjá hana.
Kjarninn 15. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
Vindmyllur hafa farið hækkandi með árunum. Á Melrakkasléttu yrðu þær um 200 metra háar í hæstu stöðu. Á myndinni má sjá mann ganga innan um vindmyllur í Belgíu.
Áforma 200 MW vindorkuver á einu helsta varpsvæði rjúpunnar á Íslandi
Vindorkuver Qair á Melrakkasléttu yrði innan alþjóðlega mikilvægs fuglasvæðis, á svæði sem tilnefnt hefur verið á náttúruminjaskrá og á flatlendri sléttunni og því sjást víða að.
Kjarninn 10. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Gervitunglamynd tekin í apríl á síðasta ári. Falskir litir, eins og það er kallað, eru notaðir til að gera greinarmun á ís og snjó annars vegar og skýjum hins vegar.
Helmingi færri viðvaranir vegna veðurs
Veðurstofan gaf út um helmingi færri viðvaranir vegna veðurs frá fyrsta degi vetrar og til sumardagsins fyrsta í ár en á sama tímabili í fyrra. Á nýliðnum vetri voru viðvaranirnar 189 talsins en óveðursveturinn 2019-2020 voru þær 354.
Kjarninn 4. maí 2021
Tölvuteiknuð mynd sýnir hvernig Hywind Tampen kemur með að líta út. Olíuborpallur til vinstri á myndinni.
Ætla að knýja olíuborpalla í Norðursjó með vindorku
Á sama tíma og ásókn framkvæmdaaðila í að reisa vindorkuver á landi á Íslandi hefur stóraukist á örfáum misserum eru Norðmenn að undirbúa byggingu fljótandi vindorkuvers í Norðursjó.
Kjarninn 1. maí 2021
Ólína Gunnlaugsdóttir
Skipulagsofbeldi í Snæfellsbæ?
Kjarninn 1. maí 2021
Skyggni: Lítið. Reykjavík í morgunsárið.
Esjan í móðu og blóðrautt sólarlag – gátan að leysast
Gátan um mistrið er að leysast, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þétt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sökudólginn er að finna á Reykjanesi. En svo allrar sanngirni sé gætt þá spila fleiri þættir inn í.
Kjarninn 30. apríl 2021
Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi dróst saman um tvö prósent milli ára
Losun frá vegasamgöngum dróst saman í fyrsta sinn síðan árið 2014 samkvæmt árlegri skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda. Þá jókst binding í skóglendi um 10,7 prósent milli ára.
Kjarninn 26. apríl 2021
Biden bauð til leiðtogafundar í vikunni þar sem hann ræddi við leiðtoga 40 annarra ríkja í gegnum fjarfundabúnað.
Boða sókn í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum á leiðtogafundi Bidens
Á tveggja daga leiðtogafundi um loftslagsmál kynnti Bandaríkjaforseti frekari skuldbindingar sínar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Margir þjóðarleiðtogar fylgja Biden að máli en aðgerðarleysi Kínverja hefur valdið gremju bandarískra stjórnmálamanna.
Kjarninn 24. apríl 2021
Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Greiða háar fjárhæðir til að fá að vernda regnskóg
Þeir fá hvorki timbur, jarðefni né uppskeru af fjárfestingu sinni. Það eina sem þeir fá fyrir að setja 1 milljarð bandaríkjadala í verkefnið er heiður og virðing og vonandi bjartari framtíð fyrir sig og sína.
Kjarninn 22. apríl 2021
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)
Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Ásælast fjársjóðskistu Grænlands í nafni grænnar orku
Það var engin tilviljun að Donald Trump sagðist ætla að kaupa Grænland í ágúst árið 2019. Skömmu áður hafði aldraður, ástralskur jarðfræðingur mætt á fund í Hvíta húsinu til að kynna drauminn sinn: Risastóra námu í fornu fjalli við friðsælan fjörð.
Kjarninn 17. apríl 2021
Gauti Kristmannsson
Nagladekkjaóværan
Kjarninn 15. apríl 2021
Ólafur Arnalds
Loftslag og landnýting: Yfirdrifin viðbrögð við sjónvarpsþætti
Kjarninn 14. apríl 2021
Páll Hermannsson
Finnafjarðarföndur
Kjarninn 13. apríl 2021
Ungi maðurinn og forna fjallið
Grænlendingar eiga að finna sína eigin styrkleika. Ekki láta stór alþjóðleg fyrirtæki stjórna ferðinni. Þessi skilaboð Múte Inequnaaluk Bourup Egede hafa heyrst hátt og skýrt um heimsbyggðina eftir úrslit þingkosninganna í síðustu viku.
Kjarninn 11. apríl 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Sigrum við norðrið?
Kjarninn 10. apríl 2021
Sævar Helgi Bragason
Eldgos og CO2
Kjarninn 9. apríl 2021
Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit
„Við segjum nei við úranvinnslu“
„Við ætlum að hlusta á kjósendurna, þeir eru órólegir. Við segjum nei við úranvinnslu,“ sagði Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit, flokksins sem fór með sigur af hólmi í grænlensku þingkosningunum.
Kjarninn 7. apríl 2021
Víðerni og lítt spillt náttúra eru mikilvæg auðlind fyrir ferðaþjónustuna og er því spáð að verðmæti slíks umhverfis eigi eftir að aukast á næstu áratugum.
Ferðaþjónustan alls ekki einróma um hvernig best sé að nýta hálendið
Um 45 prósent svarenda í nýrri rannsókn á sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu hálendisins voru andvígir stofnun hálendisþjóðgarðs en um 40 prósent studdu hana. Þeir sem nýta hálendið í starfsemi sinni voru neikvæðari gagnvart fyrirhuguðum garði en aðrir.
Kjarninn 7. apríl 2021
Töluverð olía lak úr skipinu MV Wakashio en það strandaði skammt frá Máritíus í fyrra.
Fimm eftirminnileg skipsströnd
Meðal stærstu frétta ársins er strand flutningaskipsins Ever Given í Súes-skurði. Engan sakaði í strandinu og ekki varð vart við olíuleka en það sama var ekki upp á teningnum í þeim skipsströndum sem hér hafa verið tekin saman.
Kjarninn 5. apríl 2021
Árni B. Helgason
Herragarðurinn – orkan og almúginn
Kjarninn 3. apríl 2021
Hálendisþjóðgarður „hefur í rauninni ýtt öllu öðru til hliðar“
„Mér finnst gott og blessað að eiga draum um miðhálendisþjóðgarð. En ég hefði viljað stíga styttri skref í einu og búa til net friðunarsvæða,“ segir Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar. „Vernda það sem er verndarþurfi.“
Kjarninn 3. apríl 2021
Staðsetning þeirra virkjunarkosta sem voru metnir í 4. áfanga rammaáætlunar.
Allt í hnút í rammaáætlun – aðeins þrettán virkjanakostir metnir
Verkefnisstjórn rammaáætlunar hafði aðeins nokkra mánuði til að meta þá vindorkukosti sem komu inn á hennar borð frá Orkustofnun og nokkra mánuði til hvað varðar hugmyndir að vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum.
Kjarninn 2. apríl 2021
Alda athugasemda við veg um „einn fegursta stað á jarðríki“
Áform um að leggja hringveginn milli þorps og strandar við Vík í Mýrdal mun vega beint að hagsmunum samfélagsins sem ferðamannastaðar, að mati tveggja sérfræðinga í ferðamálum.
Kjarninn 2. apríl 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði og þeirri skipulagslínu nýs vegar sem er að finna á aðalskipulagi Mýrdalshrepps.
Gera má ráð fyrir „verulegum breytingum“ á ströndinni við Vík
Munnar jarðganga í Reynisfjalli yrðu á „alræmdu“ snjóflóðasvæði og „einu þekktasta“ skriðufallasvæði landsins. Vegur um ósbakka og fjörur samræmist ekki nútíma hugmyndum um umhverfisvernd. Kjarninn rýnir í umsagnir um áformaða færslu þjóðvegar í Mýrdal.
Kjarninn 24. mars 2021
Snorri Baldursson
Állinn og náttúruvernd – harmleikur í sex þáttum
Kjarninn 22. mars 2021
Hefur hlýtt á sinn síðasta söng
Hún hefur verið víðförul um heiminn. Að öllum líkindum farið nokkrar ferðir suður á bóginn. Alla leið í Karabíska hafið. Svo hefur hún örugglega makast og mögulega eignast afkvæmi. Hnúfubakurinn sem rak á land á Garðskaga átti áhugaverða ævi.
Kjarninn 22. mars 2021
Snæbjörn Guðmundsson
Rammaáætlun – innihald 3. áfanga
Kjarninn 21. mars 2021
Benedikta Guðrún Svavarsdóttir
Eins og að byggja Kodak filmuverksmiðju þegar snjallsíminn er að hefja innreið sína
Kjarninn 16. mars 2021
Snæbjörn Guðmundsson
Rammaáætlun – í þágu virkjunar eða verndar?
Kjarninn 14. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“
Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
„Þetta eru mikil læti“
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Ástarsaga úr fjörunni – flaug til makans og setti Íslandsmet
Kannski var það afkomuótti frekar en söknuður sem rak hana yfir hafið mun fyrr en dæmi eru um. En hver svo sem ástæðan er hafa þau fundið hvort annað eftir langan aðskilnað og tryggt sér búsetu á óðalinu í sumar.
Kjarninn 23. febrúar 2021
Karl Ingólfsson
Vonarskarð – um hvað er deilt?
Kjarninn 22. febrúar 2021
Fárviðri suðvestanlands – við hverju má búast?
Illviðrið sem gekk yfir Suðvesturland í febrúar árið 1991 og olli gríðarlegu tjóni á höfuðborgarsvæðinu kom að óvörum því ekki hafði tekist að spá fyrir um hversu svakalegt það yrði. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um hamfaraveðrið.
Kjarninn 21. febrúar 2021
Snorri Baldursson
Náttúruvé í Vonarskarði
Kjarninn 18. febrúar 2021
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Segir sátt verða að ríkja um hálendisþjóðgarð – ekki óeðlilegt að „meðgöngutíminn“ sé langur
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að „hugsunin um þjóðgarð á hálendinu“ sé góð og að tækifæri felist í slíkum garði fyrir ferðaþjónustuna en að hugsanlega þyrfti að taka fleiri skref en smærri í þessu máli.
Kjarninn 18. febrúar 2021
Snæbjörn Guðmundsson
Til umhugsunar fyrir orkukræfustu þjóð í heimi
Kjarninn 17. febrúar 2021
Skúli Thoroddsen
Búrfellslundur, Landsvirkjun og Rammaáætlun
Kjarninn 17. febrúar 2021
Snæbjörn Guðmundsson
Græn orka fyrir umheiminn?
Kjarninn 15. febrúar 2021
Guðni A. Jóhannesson
Rammaáætlun – samsærið mikla
Kjarninn 15. febrúar 2021
Sú hækkun sem orðið hefur á virði Bitcoin nýlega má rekja til umtalsverðra kaupa bílaframleiðandans Tesla á myntinni.
Orkunotkun rafmyntarinnar Bitcoin á pari við orkunotkun Noregs
Þróun orkunotkunar Bitcoin helst í hendur við verðþróun myntarinnar. Nýleg hækkun á verði Bitcoin gerir það að verkum að hvati til að grafa eftir henni eykst og orkunotkunin sömuleiðis.
Kjarninn 15. febrúar 2021
40 ár frá Engihjallaveðrinu 16. febrúar 1981
Fjörutíu ár eru liðin frá fárviðri sem olli því að „þakplötur fóru eins og skæðadrífa yfir Kópavoginn“ og „nokkur hús í Austurbænum voru yfirgefin þar sem þakið var að mestu horfið og rúður brotnar“. Einar Sveinbjörnsson rifjar upp Engihjallaveðrið.
Kjarninn 14. febrúar 2021
Fossinn Drynjandi í Hvalá. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki 3. áfanga rammaáætlunar.
Skipulagsstofnun vill að virkjanakostir í tillögu að rammaáætlun verði yfirfarnir
Í ljósi þess að þingsályktunartillaga um rammaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er byggð á gögnum sem aflað var á árunum 2015-2016 telur Skipulagsstofnun tilefni til að yfirfara flokkun virkjanakosta.
Kjarninn 13. febrúar 2021
Snæbjörn Guðmundsson
Yngstu kynslóðir Íslendinga sniðgengnar
Kjarninn 12. febrúar 2021
Bankastjóri Arion banka segir að litlar vonir séu um að verksmiðjan í Helguvík starfi á ný
Arion banki hefur fært niður bókfært virði félags utan um kísilmálmverksmiðju United Silicon um 5,3 milljarða króna á innan við tveimur árum. Virði þess er nú sagt á 1,6 milljarða króna. Síðast var kveikt á verksmiðjunni í september 2017.
Kjarninn 12. febrúar 2021
Skjálfandafljót rennur í flúðum um hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði Einbúavirkjunar.
Ætla að ræða betur framtíð Skjálfandafljóts frá „upptökum til ósa“
Í ljósi athugasemda sem komu fram í kjölfar kynningar á skipulagsáformum vegna Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti hefur sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ákveðið að kæla málið og ræða það betur. Engin virkjun er í fljótinu í dag.
Kjarninn 12. febrúar 2021
Kjalölduveita yrði í efri hluta Þjórsár.
Landsvirkjun vill Kjalöldu í Þjórsá aftur á dagskrá
Það er mat Landsvirkjunar að nauðsynlegt sé að taka ferli rammaáætlunar „til gagngerrar endurskoðunar“. Ljóst sé að sú sátt sem vonast var til að næðist um nýtingu og verndun landsvæða hafi ekki orðið að veruleika.
Kjarninn 11. febrúar 2021
Snæbjörn Guðmundsson
Rammaáætlun – eiginhagsmunir núlifandi kynslóða
Kjarninn 10. febrúar 2021
Virkjun Svartár í Bárðardal hefur staðið til í nokkur ár. Skipulagsstofnun telur hana hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif í för með sér.
Engin samskipti við virkjunaraðila eftir álit Skipulagsstofnunar
„Sveitarstjórn hefur ekki tekið neina ákvörðun varðandi Svartárvirkjun,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Frá því að svart álit Skipulagsstofnunar kom út hafa engin samskipti átt sér stað milli virkjunaraðila og sveitarstjórnar.
Kjarninn 9. febrúar 2021
Samdráttur í flugi meginástæða þess að losun íslenska hagkerfisins minnkar hratt
Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenska hagkerfinu dróst verulega saman í fyrra. Það var annað árið í röð sem það gerist. Stærst ástæðan: samdráttur í umfangi flugs á vegum íslenskra flugfélaga.
Kjarninn 8. febrúar 2021
Auður H. Ingólfsdóttir
Vatnajökulsþjóðgarður og hálendið
Kjarninn 5. febrúar 2021
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands.
Segir orkuskiptin gjörbreyta valdajafnvægi heimsins
Aukin áhersla á græna orkugjafa mun leiða til nýrrar tegundar stjórnmála þar sem vald stórra ríkja sem reiða sig á framleiðslu jarðefnaeldsneytis mun dvína, segir Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Financial Times.
Kjarninn 4. febrúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Segir þingmann ein­blína of mikið á eina ákveðna lausn – Sorpbrennsla sé ekki eina leiðin
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins ræddu meðhöndlun sorps á Alþingi í dag.
Kjarninn 4. febrúar 2021
Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins.
Landsvirkjun vill vera alfarið utan hálendisþjóðgarðs – segist ekki hafa lagt til rekstur á jaðarsvæðum
Að mati Landsvirkjunar er mikilvægt að „hugtakið jaðarsvæði verði alfarið fjarlægt“ úr frumvarpi um hálendisþjóðgarð og leggst „eindregið gegn því“ að settar verði auknar kvaðir á starfsemi fyrirtækisins á hálendinu.
Kjarninn 4. febrúar 2021
„Sögulegur sigur fyrir loftslagið“ í frönskum réttarsal
Dómstóll í París hefur komist að þeirri niðurstöðu að franska ríkið hafi ekki gert nægilega mikið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Refsing ríkisins á að felast í því að gera betur.
Kjarninn 3. febrúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Samráð og samvinna besta sóknin gegn loftslagsvánni
Kjarninn 3. febrúar 2021
Jarlhettur við Langjökul.
Óttast frelsisskerðingu, óhófleg boð og bönn og of rúmar valdheimildir
Hvað eiga félög húsbílaeigenda, vélsleða- og vélhjólamanna, jeppafólks, hestafólks, flugmanna og veiðimanna sameiginlegt? Öll hafna þau eða hafa miklar efasemdir um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð.
Kjarninn 2. febrúar 2021
Samtök ferðaþjónustunnar mæla gegn samþykkt frumvarps um hálendisþjóðgarð
„Gríðarlega mikilvægt“ er að ná „breiðri sátt“ þegar færa á ákvörðunarvald stórs landsvæðis undir eina ríkisstofnun. Sú sátt er ekki fyrir hendi þegar kemur að frumvarpi um hálendisþjóðgarð, segja Samtök ferðaþjónustunnar.
Kjarninn 2. febrúar 2021
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
Hvers virði er ...?
Kjarninn 31. janúar 2021
Árni Finnsson
Laumu-landverndari sem vill okra á stóriðju?
Kjarninn 30. janúar 2021
Flúðir á framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar.
Einbúavirkjun ekki rædd því margir enn með „óbragð“ eftir Svartárvirkjunardeilu
Bárðdælingar hafa ekki rætt sín á milli um fyrirhugaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti því margir þeirra eru enn með „óbragð“ eftir Svartárvirkjunardeiluna. „Það er mjög erfitt og sárt að að standa í þessu,“ segir íbúi í Bárðardal.
Kjarninn 30. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Vík í Mýrdal.
Fólk orðið fyrir skítkasti og einelti og legið hefur við slagsmálum
Deilur um hringveginn í Mýrdal hafa orðið svo heitar að fólk hefur flutt í burtu. Vegagerðin áformar að færa veginn meðfram sjónum og í jarðgöng en „gatinu í gegnum Reynisfjall“ var að sögn íbúa þröngvað í gegn með „pólitísku handafli“.
Kjarninn 22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaóss á dagskrá
Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.
Kjarninn 22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er meðal vatnsmestu lindáa landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Kjartan Jónsson
Um kvótasetningu íslenskrar náttúru
Kjarninn 13. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Ný úrgangsstefna: Endurvinnslusamfélag
Kjarninn 13. janúar 2021
Frá bæjarstjórnarfundi í Múlaþingi í gær. Þröstur Jónsson bæjarfulltrúi Miðflokksins er fyrir miðri mynd og Jódís Skúladóttir bæjarfulltrúi VG í efstu röð til hægri.
Sagðist „hæddur og spottaður fyrir að nefna nafn Jesú Krists“ á sveitarstjórnarfundi
Tekist var á um trúmál og loftslagsmál á bæjarstjórnarfundi í Múlaþingi á miðvikudag. Bæjarfulltrúi Miðflokksins afneitaði loftslagsvísindum og þakkaði bænahópi í Reykjavík fyrir að biðja fyrir Seyðfirðingum morguninn áður en stærsta skriðan féll.
Kjarninn 7. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Hvað við sjálf getum gert í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 4. janúar 2021
Nýtur lífsins undir Afríkusól og bíður íslenska vorsins
Sumarmánuðunum eyddi hún í nábýli við íslenska hesta en í vetur hefur hún haldið sig á slóðum hinna klunnalegu Nílhesta. Spóinn Ékéké spókar sig nú á frjósömum leirum Bijagós-eyjaklasans en mun á nýju ári hefja undirbúning fyrir Íslandsförina.
Kjarninn 1. janúar 2021
Andrés Skúlason
Austurland – horft um öxl
Kjarninn 1. janúar 2021
Árni Finnsson
Loftslagssárið 2020
Kjarninn 30. desember 2020
Hólma­svæði Svar­tár og þrengsl­in Glæfra þar upp af. Stífla Svar­tár­virkj­un­ar yrði neðan túna efst í hægra horni mynd­ar­inn­ar.
Svartárvirkjun myndi raska verulega miklum náttúruverðmætum
Skipulagsstofnun telur að umhverfisáhrif virkjunar Svartár verði verulega neikvæð. Stofnunin telur í því sambandi mikilvægt að horfa til þess að um er ræða virkjun með undir 10 MW uppsett afl sem mun hafa í för með sér að mikil náttúruverðmæti raskast.
Kjarninn 30. desember 2020
Eltihrellir blaðamanns, lúsmý, kröfur flugmanna og svindl á hlutabótaleiðinni
Árið 2020 varð á endanum allt öðruvísi en flestir bjuggust við þegar það hófst. Mest lesnu fréttaskýringar ársins af innlendum vettvangi á Kjarnanum endurspegla það.
Kjarninn 28. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Ljósglæturnar í kófinu 2020
Kjarninn 28. desember 2020
Auður Önnu Magnúsdóttir
Óbojóboj þetta ár!
Kjarninn 28. desember 2020
Eydís Blöndal
Veganismi: Svona tapaði ég rifrildinu
Kjarninn 26. desember 2020
Benedikt Sigurðarson
Um Hálendisþjóðgarðinn
Kjarninn 22. desember 2020
Kristinn Snær Sigurjónsson
Örlítill mikill minnihluti
Kjarninn 19. desember 2020
Lilja segir sátt við heimafólk vera forsendu fyrir hálendisþjóðgarði
Í vikulokunum í morgun sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að Framsóknarflokkurinn hefði sett fram nokkur skilyrði vegna hálendisþjóðgarðs. Helst þurfi að skerpa á málum þeirra sem eru í næsta umhverfi þjóðgarðs.
Kjarninn 19. desember 2020
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Aðgerðir verða að fylgja orðum
Kjarninn 18. desember 2020
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.
Steingrímur segir orð sín um „grenjandi minnihluta“ ekki hafa neitt með grát að gera
Steingrímur J. Sigfússon útskýrir í grein í Morgunblaðinu í dag að með orðum sínum um „grenjandi minnihluta“ hafi hann verið að vísa til mikils minnihluta, en ekki þess að einhver væri að grenja. Það samræmist hans norðlenska tungutaki eða málvitund.
Kjarninn 18. desember 2020
Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Í þriðja áfanga rammaáætlunar er lagt til að svæðið verði friðað.
Orkumálastjóri: „Einföld leið“ að leggja niður rammaáætlun
Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri leggur til að rammaáætlun verði lögð niður og að stofnanir sem fara með umhverfis- og skipulagsmál verði efldar til þess að meta hugsanlega virkjunarkosti.
Kjarninn 17. desember 2020
Jón Gunnarsson, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ritari Sjálfstæðisflokks segir að þjóðgarður verði ekki að veruleika í vetur
„[L]ögfesting frumvarps um hálendisþjóðgarð getur aldrei orðið að veruleika á þessum vetri,“ skrifar Jón Gunnarsson þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokks í Voga, árlegt rit sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Kjarninn 17. desember 2020
Tinna Hallgrímsdóttir
Metnaðarfull loftslagsmarkmið eða minnsti samnefnari?
Kjarninn 17. desember 2020
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Loftslagsstefna Íslands verði að vera „miklu gagnsærri og skýrari“
Náttúruverndarsamtök Íslands kalla eftir meiri skýrleika varðandi markmið Íslands um samdrátt í losun fram til ársins 2030 og segja „óboðlegt“ að gengið verði til kosninga á næsta ári án þess að búið verði að lögfesta markmið um kolefnishlutleysi 2040.
Kjarninn 11. desember 2020
Á samfélagsmiðlum má finna fjölmargar færslur þar sem fólk tjáir sig undir kassmerkinu #örlítillgrenjandiminnihluti
Grenjandi minnihlutinn lætur í sér heyra og vantreystir ráðherra
Óánægja er á meðal ýmsra hópa vegna frumvarps umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð. Orð forseta Alþingis um að einungis „örlítill grenjandi minnihluti“ standi gegn málinu hafa verið prentuð á bílalímmiða.
Kjarninn 11. desember 2020
Kári Gautason
Ný matvælastefna í blíðu og stríðu
Kjarninn 11. desember 2020
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
„Ekki mikill metnaður heldur bara lágmarkið“
Fyrrverandi þingmaður VG gagnrýnir ný markmið Íslands í loftslagsmálum og segir ríkisstjórnina einungis festa á blað það lágmark sem sé líklegt að Ísland verði hvort sem er að taka upp í samstarfi við Evrópusambandið.
Kjarninn 10. desember 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra Vinstri grænna mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Vaxandi stuðningur við þjóðgarð á hálendinu undanfarinn áratug en ekki sátt í þinginu
Tæp 63 prósent landsmanna sögðust styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í könnun árið 2018, en einungis tæp 10 prósent voru andvíg. Mörg ólík sjónarmið eru þó enn uppi um útfærsluna og ekki full sátt um málið í þingliði ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 9. desember 2020
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í ræðustól í kvöld.
Spurði hvort „örlítill grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um þjóðgarð
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði á þingi að frumvarp um Hálendisþjóðgarð færði aukin völd og áhrif til heimamanna og þjóðgarðurinn nyti ríks stuðnings þjóðarinnar. „Grenjandi minnihluti“ ætti ekki að hafa neitunarvald.
Kjarninn 8. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera
Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Vísindamennirnir stinga upp á því að kröfur í loftslagsmálum verði innbyggðar í björgunarpakka til flugfélaga.
Örsmár forréttindahópur mengar mest
Ný rannsókn sýnir að um 1 prósent mannkyns, sem flýgur mjög oft, ber ábyrgð á um helmingi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda frá flugi.
Kjarninn 21. nóvember 2020
Smári McCarthy
Erum við að missa af tækifærunum?
Kjarninn 21. nóvember 2020
Árni B. Helgason
Herragarðurinn – og vér orkuaðallinn
Kjarninn 14. nóvember 2020
Kjötbollurnar unnu á tæknilegu rothöggi
Fyrir nokkru fékk danska ríkisstjórnin snjalla hugmynd sem hún vildi hrinda í framkvæmd. Gallinn var hins vegar sá að fáum öðrum þótti hugmyndin góð.
Kjarninn 14. nóvember 2020
Tristan da Cunha-eyjaklasinn er á hjara veraldar.
Stofna stærsta verndarsvæði Atlantshafsins
Á eyjum í miðju sunnanverðu Atlantshafi, mitt á milli Suður-Ameríku og Suður-Afríku, er dýralífið svo einstakt að ákveðið var að friða hafsvæðið umhverfis þær. Innan þess eru veiðar og hvers konar vinnsla náttúruauðlinda bönnuð.
Kjarninn 13. nóvember 2020
Biden fór á loftslagsráðstefnuna í París 2015 og kom heim til Bandaríkjanna til að bera út boðskapinn.
Bjargráð Bidens í loftslagsmálum
Eitt af því sem greindi Joe Biden og Donald Trump helst að í kosningabaráttunni voru loftslagsmálin en sá fyrrnefndi, sem nú hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að verja tveimur billjónum dala til að draga úr losun.
Kjarninn 10. nóvember 2020
Ólafur S. Andrésson
Annað Bakkaævintýri?
Kjarninn 2. nóvember 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
Loftslagsbreytingar valda flótta og neyð og við erum ábyrg
Kjarninn 16. október 2020
Er friðurinn úti?
Er friðurinn úti?
Er friðurinn úti? – 5. þáttur: Friður, flótti og loftslagsbreytingar
Kjarninn 16. október 2020
Árviss umræða hefur verið um flugeldamengun. Nú stendur til að stytta bæði sölu- og skottímabil flugelda.
Einungis verði leyfilegt að sprengja flugelda 22 klukkustundir á ári
Þrengja á tímabil bæði flugeldasölu og -sprenginga, samkvæmt drögum að nýrri skoteldareglugerð frá dómsmálaráðuneytinu.
Kjarninn 14. október 2020
Kári Kristjánsson og Snorri Baldursson
Enn sótt að griðlandi göngumanna í Vonarskarði
Kjarninn 14. október 2020
Makríllinn er dæmi um fisk sem hefur komið í miklum mæli inn í íslenska lögsögu á þessari öld. Hitabreytingar í hafinu snerta fiskana mismikið og sumir myndu sennilega láta sig hverfa héðan ef hitastigið hækkaði mjög.
Fiskar sem gerast loftslagsflóttamenn
Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun sýnir að stór hluti fisktegunda á Íslandsmiðum er viðkvæmur fyrir hækkandi hitastigi sjávar. Hækkun sjávarhita um 2-3 gráður virðist líkleg til að valda stórfelldum útbreiðslubreytingum.
Kjarninn 10. október 2020
Grunnsviðsmyndin sem lögð er til grundvallar aðgerðum er varða landbúnað byggir á væntum breytingum á fjölda búfjár samkvæmt mati Umhverfisstofnunar auk 10 prósent fækkunar sauðfjár samkvæmt búvörusamningum við sauðfjárbændur.
Stjórnvöld stígi ekki skrefinu lengra „heldur 100 skrefum lengra“
Breyta ætti styrkjakerfi svo bændur geti framleitt loftslagsvænni afurðir. Markmið um aukna grænmetisframleiðslu eru þörf en metnaðarleysi einkennir kröfur um samdrátt í losun frá landbúnaði. Kjarninn rýnir í umsagnir um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
Kjarninn 8. október 2020
Fréttamenn Kveiks eru í yfirlýsingu GMS sakaðir um upplýsingaóreiðu og falsfréttir í „illa rannsakaðri og villandi 30 mínútna heimildarmynd“ sem þjóni helst þeim tilgangi að fá háar áhorfstölur.
Milliliðurinn hraunar yfir þátt Kveiks, skoðar málsóknir og segir Eimskip hafa gert allt rétt
Fyrirtækið GMS hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kveiks um endurvinnslu fyrrum flutningaskipa Eimskips í Indlandi. Þar segir meðal annars að Kveikur hafi sleppt því að ræða við þúsundir ánægðra starfsmanna í Alang.
Kjarninn 8. október 2020
Áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans eru veruleg þar sem bílaleigubílar eru tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi.
Óvissa um nýorkubíla eykur „gríðarlega áhættuna“ í rekstri bílaleiga
Ferðaþjónustan vill vinna með stjórnvöldum en ekki gegn þeim í umhverfismálum en þá þurfa sjónarmið þeirra þó að fara saman, segir í umsögn SAF um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
Kjarninn 7. október 2020
Orkuveitu Reykjavíkur, hefur beitt Carbfix-aðferðinni til að draga úr losun frá Hellisheiðarvirkjun síðastliðin ár með góðum árangri.
Kolefnisförgun gæti orðið „ný og vistvæn útflutningsgrein“
Á Íslandi mætti binda margfalt meira koldíoxíð en sem nemur heildarlosun Íslands, t.d. með flutningi CO2 erlendis frá. Orkuveita Reykjavíkur telur kolefnisföngun og -förgun hafa burði til að verða ný og vistvæn útflutningsgrein í íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 6. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Losun frá umferð og úrgangi dregst saman
Kjarninn 30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum dróst saman milli ára
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum losunar gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2019 dróst losun frá vegasamgöngum saman um 2 prósent milli áranna 2018 og 2019.
Kjarninn 23. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
Kjarninn 22. september 2020
Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Telur „jó-jó tímabili“ vegna Hvalárvirkjunar lokið
Vandamálin í raforkukerfinu á Vestfjörðum snúast ekki um orkuskort heldur afhendingaröryggi. Um þetta eru verkefnisstjóri hjá Landsneti og fulltrúi Jarðstrengja sammála. Sá síðarnefndi telur „jó-jó tímabili“ sem fylgdi Hvalárvirkjun lokið.
Kjarninn 21. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Guðmundur Haukur Sigurðarson
Samgöngumátasamanburður
Kjarninn 16. september 2020
Freyr Eyjólfsson
Hringrásarhagkerfi í kjölfar kreppu
Kjarninn 16. september 2020
Vilja ekki kísilverið
Flestir bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ eru mótfallnir því að kísilverið í Helguvík verði endurræst eins og eigandi þess hyggst gera. Aðrir vilja stíga varlega til jarðar og að gerðar verði ítrustu kröfur til eigendanna.
Kjarninn 14. september 2020
Rakel Valgeirsdóttir
Auður Árneshrepps
Kjarninn 14. september 2020
Dýraeftirlitsmaður í Berry Creek í Kaliforníu sinnir hesti sem var skilinn eftir er eigendurnir lögðu á flótta undan eldunum.
Loftslagsfræðingar orðlausir yfir hraða eldanna
Þó að sérfræðingar í loftslagsmálum hafi varað við því að risavaxnir skógareldar gætu blossað upp í Bandaríkjunum á mörgum stöðum í einu og á sama tíma voru þeir ekki undir það búnir að það myndi gerast núna. Þeir töldu áratugi í hamfarirnar.
Kjarninn 12. september 2020
Sjókvíaeldi hefur verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á Vestfjörðum að sögn Einars en Jón Kaldal segir það á kostnað lífríkisins.
Bjargvættur byggða eða skaðræði í sjónum?
Á meðan annar talaði um sjókvíaeldi sem mikilvæga viðbót við atvinnulíf á Vestfjörðum talaði hinn um að litið yrði á það og annan verksmiðjubúskap sem einn versta glæp mannkyns innan fárra kynslóða.
Kjarninn 12. september 2020
Sunna Ósk Logadóttir er á meðal þeirra sem tilnefnd hafa verið til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Sunna Ósk tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna fyrir umfjöllun um virkjanir
Umfjöllun blaðamanns Kjarnans um virkjanamál á Íslandi er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru.
Kjarninn 9. september 2020
Plast brotnar í óteljandi búta í hafinu og skolar svo upp í fjörur. Þessir plastbútar tilheyra ógrynni af plastrusli sem tínt var í fjörum í Árneshreppi á Ströndum í sumar.
Hver íbúi á Íslandi notar líklega um 110-120 kíló af plasti á ári
Talið er að aðeins 5 prósent af öðru plasti en plastumbúðum skili sér endurvinnslu hér á landi. Í áætlun sem umhverfisráðherra hefur kynnt er að finna átján aðgerðir sem ætlað er að hafa áhrif á hegðun fólks í þeim tilgangi að draga úr notkun plasts.
Kjarninn 8. september 2020
Kári Helgason og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir
Kolefnisbinding í bergi: Nýr vistvænn iðnaður
Kjarninn 6. september 2020
Blóðblettir á parketinu
Þau eru úr eik, beyki, hlyni eða furu. Svo falleg með sínar dökku æðar og formfögru kvisti. Parket er án efa eitt vinsælasta gólfefni Vesturlandabúa sem þrá að færa hlýju náttúrunnar inn í stofur stórborganna. En hvaðan kemur allur þessi viður?
Kjarninn 5. september 2020
Hvalárvirkjun yrði byggð í eyðifirðinum Ófeigsfirði og samkvæmt áformunum yrði rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði virkjað: Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár. Byggðar yrðu fimm stíflur við heiðarvötn til að mynda þrjú miðlunarlón
Stjórnarformaður Vesturverks: Hægt að bæta afhendingaröryggi án Hvalárvirkjunar
Alls óvíst er hvenær Hvalárvirkjun verður byggð. Aðeins er nú unnið að „nauðsynlegum rannsóknum sem bæta aðstöðu okkar þegar þar að kemur til að taka ákvörðun um að byggja eða byggja ekki,“ segir stjórnarformaður Vesturverks.
Kjarninn 4. september 2020
Það sem af er ári hafa jarðarbúar nýtt allar þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á einu ári.
Þolmarkadagur jarðarinnar er í dag
Samtökin Global Footprint Network halda utan um hinn svokallaða þolmarkadag jarðarinnar en á þeim degi hafa jarðarbúar notað þær auðlindir sem jörðin hefur getu til að endurnýja á einu ári. Dagurinn færist mikið til milli ára vegna kórónuveirunnar.
Kjarninn 22. ágúst 2020
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Þolmarkadagur jarðar er runninn upp
Kjarninn 22. ágúst 2020
Skipaþjónustuklasinn gæti skapað fjölda starfa í bæjarfélaginu.
Mögulegur skipaþjónustuklasi og kolefnisförgun í Reykjanesbæ
Reykjanesbær stefnir að uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað yfir hundrað störf, auk þess sem hann hefur samþykkt að heimila rannsóknarvinnu á kolefnisförgun í Helguvík.
Kjarninn 20. ágúst 2020
Andrés Ingi Jónsson
Að halda fókus
Kjarninn 20. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
„Skrautleg súpa“ í Mývatni
Sjaldgæf sjón. Skrautleg súpa og meiriháttar málningarblanda. Þetta eru orð sem starfsmenn Náttúrurannsóknarmiðstöðvarinnar við Mývatn nota um óvenjulegt sjónarspil í vatninu.
Kjarninn 1. ágúst 2020
Græn risaskjaldbaka getur synt þúsundir kílómetra í leit að varpstöðvunum.
Risaskjaldbökur eru „sannarlega mestu sæfarar jarðar“
Þær snúa alltaf aftur til sömu strandar og þær sjálfar klöktust út á. Svo sækja þær ávallt í sömu ætisstöðvarnar. Grænar risaskjaldbökur rata alltaf heim þó að þær villist oft mörg hundruð kílómetra af leið.
Kjarninn 31. júlí 2020
Unnið er að framkvæmdum á stígum og útsýnispalli við Gullfoss.
Skilti um afrek Sigríðar tímabundið frá vegna framkvæmda
Vegna framkvæmda við Gullfoss hafa nokkur upplýsingaskilti verið tekin niður í sumar. „Það kann að skýra þá upplifun sumra gesta að samhengi upplýsinga sé ábótavant og að Umhverfisstofnun sýni ekki ævistarfi Sigríðar þá virðingu sem hún á skilið.“
Kjarninn 31. júlí 2020
Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er sögð hafa hótað að henda sér í Gullfoss yrði hann virkjaður.
„Það virðist full ástæða til viðbragða“
Upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir að þó hann þekki ekki forsendur textagerðar á upplýsingaskilti um Sigríði í Brattholti við Gullfoss, þar sem afreka hennar í náttúruvernd er hvergi getið, „virðist full ástæða til viðbragða“.
Kjarninn 31. júlí 2020
Vegagerðin hefur nú ákveðið að lækka veginn sem náttúruverndarfólk hefur m.a. gagnrýnt.
Vegagerðin stöðvar framkvæmdir við Hljóðakletta
Vegagerðin hefur ákveðið að gera hlé á vegaframkvæmdum um Vesturdal í nágrenni Ásbyrgis og Hljóðakletta. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, kærðu framkvæmdirnar í síðustu viku.
Kjarninn 29. júlí 2020
Gashitarar heyra brátt sögunni til á útisvæðum franskra kaffihúsa.
Útisvæði franskra kaffihúsa kólna á næsta ári
Ein af nýjustu aðgerðum Frakka í loftslagsmálum er að banna upphitun útisvæða á kaffihúsum og börum. Ekki má heldur setja upp nýja kola- eða olíuofna til húshitunar.
Kjarninn 29. júlí 2020
Veðurkort sem sýnir hita á norðurslóðum á laugardag.
Hlýrra á Svalbarða en í Ósló
Á laugardag mældist 21,7 stiga hiti á Svalbarða og því var hlýrra þar en í höfuðborg Noregs, Ósló. Þar með féll einnig fyrra hitamet eyjaklasans frá árinu 1979.
Kjarninn 27. júlí 2020
Flaug frá Hornafirði til Höfðaborgar
Hefur þú séð rósastara? Þennan með bleika gogginn og eins og bleika svuntu? En grátrönu? Suðausturland er eins og trekt inn í landið frá Evrópu og þar er hentugt að fylgjast með fuglum sem hingað flækjast sem og hefðbundnari tegundum.
Kjarninn 26. júlí 2020
Kísilverið í Helguvík var starfrækt á nokkurra mánaða tímabili á árunum 2016-2017.
Áhrif kísilvers yrðu „talsvert neikvæð“ – hvað þýðir það?
Umhverfisstofnun metur áhrif endurræsingar og stækkunar kísilversins í Helguvík talsvert neikvæð. Hvað einstaka umhverfisþætti varðar telur hún áhrifin allt frá því að vera óviss í það að geta orðið verulega neikvæð. En hvað þýða þessar vægiseinkunnir?
Kjarninn 25. júlí 2020
Frá vegaframkvæmdum í Vesturdal.
Vegur sunnan Hljóðakletta verður með „allt öðrum brag“ þegar framkvæmd lýkur
Vegagerðin segir hækkun vegarins um Vesturdal vera nauðsynlega, m.a. vegna rútuumferðar. Náttúruverndarfólk hefur harðlega gagnrýnt framkvæmdina en Vegagerðin segir hana unna í góðu samráði og samvinnu við þjóðgarðsvörð.
Kjarninn 23. júlí 2020
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum, segir að hinn breiði og „mjög upphækkaði“ vegur í Vesturdal sunnan Hljóðakletta, gnæfi yfir tjaldstæði og spilli landslagi.
Krefjast stöðvunar framkvæmda Vegagerðarinnar við Hljóðakletta
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi gera alvarlegar athugasemdir við verklag í kringum framkvæmdaleyfi og umhverfismat veglagningar við Hljóðakletta. Matið sé fjórtán ára gamalt og framkvæmdir Vegagerðarinnar ekki í samræmi við það.
Kjarninn 23. júlí 2020
Rio Tinto rekur álverið í Straumsvík.
Hóta lokun álversins „láti Landsvirkjun ekki af skaðlegri háttsemi sinni“
Rio Tinto lagði í dag fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins gagnvart ISAL“.
Kjarninn 22. júlí 2020
El Grillo var sökkt í Seyðisfirði í síðari heimsstyrjöldinni
Farið að leka úr öðrum tanki El Grillo
Svo virðist sem farið sé að leka úr öðrum olíutanki í flaki El Grillo en þeim sem lak í vor. Umhverfisstofnun og Landhelgisgæslan eru að meta næstu skref.
Kjarninn 22. júlí 2020
Stakksberg áformar að ræsa ljósbogaofn kísilversins í Helguvík og stækka það.
Talsvert neikvæð áhrif myndu fylgja endurræsingu og stækkun kísilversins
Loftgæði: Talsvert neikvæð og mögulega verulega neikvæð. Lyktarmengun: Talsvert neikvæð. Vatnafar: Talsvert neikvæð. Ásýnd: Talsvert neikvæð. Umhverfisstofnun hefur skilað umsögn sinni um áformaða endurræsingu og stækkun kísilversins í Helguvík.
Kjarninn 22. júlí 2020
Freyr Eyjólfsson
Að jörðu skaltu aftur verða
Kjarninn 21. júlí 2020
Foss ofan við Skógafoss þar sem gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefst. Á síðasta ári þurfti að loka hluta af Skógaheiði ofan við Skógafoss vegna ágangs um svæðið.
Áfangastaðir innanlands grænka
Náttúruperlur Íslands fá ekki frí í sumar þótt erlendum ferðamönnum hafi snarfækkað. Helstu ferðamannastaðir innan friðlýstra svæða eru þó mun betur í stakk búnir til að taka við ágangi en áður vegna uppbyggingar undanfarinna ára.
Kjarninn 21. júlí 2020
Verða ísbirnir í dýragörðum fleiri en villtir í nánustu framtíð?
Hvítabjörnum fer að fækka hratt eftir tuttugu ár
Samkvæmt nýrri rannsókn er talið mögulegt að hvítabirni verði vart að finna um næstu aldamót eða eftir um áttatíu ár. Hungur vegna bráðnun íssins mun verða til þess að birnirnir hætta að fjölga sér.
Kjarninn 20. júlí 2020
Íslandsvinurinn sem sagður er hafa „fóðrað skrímslið“ Epstein
Í lok árs 2014 greindi kona frá því að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í ofbeldi auðmannsins Jeffrey Epstein gegn sér. Aðeins skömmu áður hafði Maxwell staðið á sviði í Hörpu og rætt þær ógnir sem steðja að hafinu á ráðstefnu Arctic Circle.
Kjarninn 20. júlí 2020
Mengun frá bílum kemur alls ekki aðeins frá eldsneyti.
Mengandi agnir úr dekkjum og bremsuklossum enda á afskekktum svæðum jarðar
Meira en 200 þúsund tonn af plastögnum fjúka af vegum og út í hafið ár hvert að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem leidd var af norsku loftgæðastofnuninni.
Kjarninn 18. júlí 2020
„Litla verksmiðjan sem reyndist hið mesta skrímsli“
„Ég vil ekki anda að mér eiturlofti,“ skrifar einn. „Það var grátlegt að geta ekki sett barn út í vagn,“ skrifar annar. „Ég þurfti að leita læknis,“ skrifar sá þriðji. Tugir athugasemda bárust við frummatsskýrslu Stakksbergs.
Kjarninn 18. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Framkvæmdir
Kjarninn 17. júlí 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun halda fund í Atlanta í kvöld og tilkynna um breytingar sínar á náttúruverndarlögunum.
Trump ætlar að veikja náttúruverndarlögin
Í kvöld mun Donald Trump tilkynna breytingu á náttúruverndarlögum Bandaríkjanna. Lögum sem standa vörð um þátttöku almennings í ákvarðanatöku þegar kemur að framkvæmdum á borð við olíuleiðslur og hraðbrautir.
Kjarninn 15. júlí 2020
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Þegar síga fer á seinni hlutann
Kjarninn 5. júlí 2020
Fordæmisgefandi að ásættanlegt sé að menga villta dýrastofna
„Það er ljóst að mörgum spurningum er ósvarað varðandi lífríkið í Ísafjarðardjúpi og möguleg áhrif eldis á fiskum í sjókvíum á það,“ segir í umsögn Hafró um áformað laxeldi Arnarlax. Óvissan kemur einnig fram í umsögnum annarra stofnana.
Kjarninn 5. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Gísli Sigurgeirsson
Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum
Kjarninn 1. júlí 2020
Fram kemur í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að losun frá iðnaðarferlum í stóriðju var 39 prósent af heildarlosun án landnotkunar árið 2018.
Losun á beinni ábyrgð Íslands ekki það sama og heildarlosun
Losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands mun dragast saman um 35 prósent milli áranna 2005 og 2030 samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Inni í þeim tölum er hvorki losun sem fellur innan ETS kerfisins né losun vegna landnotkunar.
Kjarninn 30. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Ferðalagið
Kjarninn 26. júní 2020
Breyttar ferðavenjur eitt lykilatriðið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
Aukin grænmetisframleiðsla, breyttar ferðavenjur, vistvænir bílaleigubílar og aðgerðir til að draga úr ropi búfénaðar eru meðal þeirra aðgerða sem munu verða til þess að Ísland nái alþjóðlegum markmiðum í losun gróðurhúsalofttegunda – og gott betur.
Kjarninn 23. júní 2020
Kristján Guy Burgess
Tíu milljarðar á mánuði
Kjarninn 23. júní 2020
Árni Finnsson
Umhverfisráðherra fékk eitraðan arf
Kjarninn 22. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Baðherbergið
Kjarninn 19. júní 2020
45 prósent af nýskráðum bílum það sem af er ári eru raf- eða tengiltvinnbílar.
Rafbílaeigendur geti búist við miklu álagi á hleðslustöðvum í sumar
Aukin rafbílaeign og hugur fólks til ferðalaga í sumar mun líklega hafa þau áhrif að þétt verður setið um hleðslustöðvar landsins á ferðahelgum. Mikilvægt sé að sýna þolinmæði og að skipuleggja ferðalög með tilliti til hleðslustöðva.
Kjarninn 15. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Vinnustaðurinn
Kjarninn 12. júní 2020
Snorri Baldursson
Úthaginn, kolefnið og loftslagið
Kjarninn 9. júní 2020
Árni Finnsson
Á degi hafsins – stærsta vistkerfi Jarðar
Kjarninn 8. júní 2020
Foss í Farinu, útrennsli Hagavatns.
Einstakri náttúru við Hagavatn verði ekki fórnað fyrir „hagnaðarvon einkaaðila“
Hagavatnsvirkjun myndi auka uppfok en ekki minnka, að mati Sveins Runólfssonar fyrrverandi landgræðslustjóra. Hann leggst alfarið gegn því að náttúru verði fórnað fyrir „hagnaðarvon einkaðila sem mun hafa bein, áhrif á stóran hluta almennings í landinu“.
Kjarninn 8. júní 2020
Á fyrstu árum 20. aldar var Hagavatn um 30 ferkílómetrar að stærð en er í dag um 4 km². Árið 1929 brast jökulstífla og mikið hlaup varð í Farinu og Tungufljóti. Tíu árum seinna hljóp Hagavatn aftur og við þetta lækkaði vatnsyfirborðið um 10 metra.
Afstaða til Hagavatnsvirkjunar liggur ekki fyrir
Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að afstaða sveitarstjórnar til fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar verði tekin þegar niðurstöður mats á umhverfisáhrifum liggja fyrir. Áhersla sé lögð á að rannsakað verði hvaða áhrif sveifla í yfirborði vatnsins hefði.
Kjarninn 7. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Sjálfbærni er leiðin út úr Covid-krísunni
Kjarninn 24. maí 2020
Carlsberg ætlar að selja pilsner í pappaflöskum sem að innan eru húðaðar með plastlíku efni úr plöntum.
Carlsberg og Coca Cola vilja nota „plastflöskur“ úr plöntum
Á meðan plastflöskum skolar upp í fjörur um allan heim og valda skaða á lífríki er hollenskt fyrirtæki að reyna að finna umhverfisvæna lausn fyrir drykkjarvöruframleiðendur.
Kjarninn 23. maí 2020
Möguleg útfærsla  fyrir mislæg vegamót við Norðlingavað.
Þrenn mislæg gatnamót á 5,3 kílómetra kafla
Vegagerðin áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur, um 5,3 kílómetra leið. Byggð verða þrenn mislæg gatnamót og fyllingar settar í Rauðavatn. Framkvæmdasvæðið liggur um friðlýst svæði, fólkvanginn Rauðhóla.
Kjarninn 23. maí 2020
Borgarlínan mun liggja um sérakreinar og fá forgang á umferðarljósum til að greiða fyrir umferð og lágmarka tafir.
Telur markmið um breyttar ferðavenjur með borgarlínu „nokkuð metnaðarlaust“
Í verk- og matslýsingu á fyrstu lotu borgarlínu er reiknað með að um 58 prósent ferða á höfuðborgarsvæðinu árið 2040 verði farnar á einkabílum. Á sama tímabili er reiknað með að íbúum fjölgi um 40 prósent. Miðað við þetta mun umferðarþungi aukast.
Kjarninn 22. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Boðorðin fimm og ávinningurinn af sorplausu lífi
Kjarninn 22. maí 2020
Heiðskírt yfir London í lok mars.
Bíllausum götum í London mun fjölga
Borgaryfirvöld í London ætla að loka stórum svæðum fyrir bílaumferð í þeirri viðleitni að tryggja öryggi og bæta lýðheilsu borgararanna. Rannsóknir sýna að mengun er mögulega stór áhættuþáttur þegar kemur að alvarleika veikinda af COVID-19 og dauðsföllum.
Kjarninn 21. maí 2020
Kvikan
Kvikan
Kvikan – Viðvarandi atvinnuleysi getur skapað mikinn ójöfnuð
Kjarninn 20. maí 2020
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og Eiríkur Ástvald Magnússon
Rakaöryggi byggingaframkvæmda og áskoranir í byggingariðnaði
Kjarninn 16. maí 2020
Hyggjast byggja upp fráveitur í COVID-19 faraldri
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram frumvarp um sérstakt átak í fráveitumálum á Íslandi. Samkvæmt því á að veita á tíu ára tímabili framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum sveitarfélaga.
Kjarninn 15. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Flokkun og endurvinnsla er lífsstíll
Kjarninn 15. maí 2020
Þórustaðanáma í Ingólfsfjalli hefur verið starfrækt frá því á sjötta áratug síðustu aldar.
Vilja grafa dýpra inn í Ingólfsfjall
Að mati Fossvéla hafa mestu áhrif efnistöku úr Ingólfsfjalli þegar komið fram og íbúar og vegfarendur muni ekki verða varir við að raskað svæði stækki, „það einfaldlega færist lengra inn í fjallið,“ segir í nýrri frummatsskýrslu.
Kjarninn 14. maí 2020
Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun á göngustíg og útsýnispalli á efra svæði við Gullfoss.
Umhverfisstofnun nýtir ferðamannaleysið til uppbyggingar
Heildarkostnaður Umhverfisstofnunar vegna innviðauppbyggingar verður yfir 800 milljónir á þessu ári. Nú nýtist tíminn á meðan COVID-19 faraldri stendur til að laga göngustíga, bílastæði og endurnýja salerni á hinum ýmsu stöðum á landinu.
Kjarninn 13. maí 2020
Dæmi um sýnileika eldiskvía. Myndin tekin af áningarstaðnum við Kambsnes.
Arnarlax telur „ósennilegt“ að eldi í Djúpinu skaði villta laxastofna
Fjögur fyrirtæki vilja framleiða samtals um 25.700 tonn af eldisfiski árlega í Ísafjarðardjúpi. Samlegðaráhrifin yrðu margvísleg auk þess sem hætta á sjúkdómum og erfðablöndun við villta laxastofna eykst.
Kjarninn 13. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Sorplaus lífsstíll og hamfarahlýnun
Kjarninn 8. maí 2020
Kristján Guy Burgess
Græna leiðin úr kófinu
Kjarninn 6. maí 2020
Sigurður Ingi Friðleifsson
Samgöngubann
Kjarninn 5. maí 2020
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Spyr hvar grænu efnahagsaðgerðirnar séu
Stjórnarþingmaður telur að stuðningur ríkisins verði að vera markvissari – og meira um grænar fjárfestingar, græna og sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustunnar og umhverfisvænar lausnir í matvælaframleiðslu.
Kjarninn 5. maí 2020
Flugsýn af tungu Skálafellsjökuls 1989 og 2019. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1989 og flygildi 2019 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 30 ára tímabili.
„Óheppileg eldgos“ auka bráðnun jöklanna
Það voru ekki aðeins hlýindin og sólríkjan sem hafði áhrif á mikla rýrnun íslensku jöklanna á síðasta ári. Eldgos síðustu ára áttu þar einnig þátt að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.
Kjarninn 5. maí 2020
Flugsýn af tungu Skálafellsjökuls 1989 og 2019. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1989 og flygildi 2019 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 30 ára tímabili.
Rýrnun íslensku jöklanna jafnast á við tvöfalda stærð Reykjanesskagans
Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um 800 ferkílómetra síðan árið 2000 og tæplega 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Samhliða bráðnun fylgir landris og hefur hraði þess aukist síðustu ár.
Kjarninn 4. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Fólk og fyrirtæki geta hugsað á skapandi hátt“
Umhverfis- og auðlindaráðherra telur að hægt sé að læra af þessum skrítnu tímum sem nú eru og að fólk geti unnið meira heima á sumum vinnustöðum. Hægt sé að hugsa á skapandi hátt og skipuleggja starfið til þess að gera það mögulegt.
Kjarninn 1. maí 2020
Stórnotkun minnkaði mest hjá álverunum á síðasta ári eða um 3,4 prósent frá fyrra ári.
Orkunotkun heimila fer minnkandi og rafbílavæðingin breytir litlu
Hlýrra loftslag, loðnubrestur og rekstrarvandi álversins í Straumsvík eru meðal þeirra þátta sem urðu til þess að raforkunotkun á landinu í fyrra dróst saman frá fyrra ári.
Kjarninn 30. apríl 2020
Tækifæri í svartri stöðu ferðaþjónustunnar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að þrátt fyrir að staðan sé svört í ferðaþjónustunni þá skapist nú á tímum COVID-19 ákveðin tækifæri.
Kjarninn 26. apríl 2020
Senn fara sumarblómin að springa út og færa litagleði inn í líf okkar.
Sumarið verður líklega „í svalara lagi“
Við höfum þurft að þola illviðri vetrarins í ýmsum skilningi. Og nú, á sumardeginum fyrsta, er ekki úr vegi að líta til veðursins fram undan. Af þeim spám eru bæði góðar og slæmar fréttir að hafa.
Kjarninn 23. apríl 2020
Guðrún Schmidt
Þroskaskeið mannkyns
Kjarninn 22. apríl 2020
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Skjótum fleiri traustum stoðum undir samfélagið
Kjarninn 22. apríl 2020
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Uppbyggingin verður að vera umhverfisvæn og skapandi
Kjarninn 21. apríl 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Tveggja milljarða innspýting í umhverfismál
Kjarninn 20. apríl 2020
Áhugi er á að reisa 34 vindorkuver á Íslandi. Eitt vindorkuver er hér nú þegar, sem telur tvær vindmyllur Landsvirkjunar.
43 nýir virkjanakostir lagðir til
Samanlagt uppsett afl þeirra virkjanahugmynda sem komnar eru inn á borð verkefnisstjórnar fjórða áfanga rammaáætlunar er 3.675 MW. Í þriðja áfanga áætlunarinnar, sem ítrekað hefur frestast að afgreiða á þingi, er 1.421 MW í nýtingarflokki.
Kjarninn 17. apríl 2020
Spyr hvernig hægt sé að komast hjá því að allt fari í „blússandi losun“ á ný
Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda er nánast sú sama milli áranna 2017 og 2018. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir það ekki koma á óvart en veltir fyrir sér framtíðinni í ljósi COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 17. apríl 2020
Fossinn Rjúkandi á Ófeigsfjarðarheiði.
Vesturverk: Við höldum okkar striki
Í sumar verður ekki farið í gerð vinnuvega um Ófeigsfjarðarheiði vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar að sögn Vesturverks. Fyrirtækið segir ennfremur að ekki sé hægt að tilgreina hvenær hafist verði handa við byggingu virkjunarinnar.
Kjarninn 17. apríl 2020
Höfða landamerkjamál á Ströndum sem gæti sett áform um Hvalárvirkjun í uppnám
Meirihluti eigenda eyðijarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi segir það sinn vilja „að óbyggðir Ófeigsfjarðarheiðar, vatnsföllin, fossarnir og strandlengjan fái að vera óröskuð um ókomna tíð og náttúran fái að þróast á eigin forsendum“.
Kjarninn 17. apríl 2020
Margrét Þórhildur Danadrottning verður áttræð 16. apríl. Til stóð að halda rækilega upp á áfangann, en svo kom COVID-19.
Engin veisla hjá Margréti Þórhildi á áttræðisafmælinu
Margrét Þórhildur Danadrottning verður áttræð næstkomandi fimmtudag, 16. apríl. Veirufaraldurinn sem nú geisar kemur í veg fyrir veisluhöld. Þegar drottningin varð sjötug var það Eyjafjallajökull sem setti strik í veislureikninginn.
Kjarninn 12. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Dramatík og rusl
Kjarninn 6. apríl 2020
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar
Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.
Kjarninn 2. apríl 2020
Íslensk heimili henda samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju
Samkvæmt rannsókn Umhverfisstofnunar er mikið um matarsóun hér á landi en einstaklingur á Íslandi sóar að meðaltali um 90 kg af mat árlega.
Kjarninn 2. apríl 2020
Freyr Eyjólfsson
COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum
Kjarninn 31. mars 2020
Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Norðurlönd leggja litla sem enga áherslu á að fjarlægja drauganet úr hafinu
Norðurlöndin hafa ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tapast. Áætlað er að um það bil 640.000 tonn veiðarfæra tapist árlega.
Kjarninn 30. mars 2020
Nokkrar jákvæðar fréttir í miðjum faraldri kórónuveiru
Ógnvekjandi fréttir dynja á okkur þessa dagana. Þeim ber að taka alvarlega. En það finnst vonarglæta inn á milli talna um dauðsföll og útbreiðslu veirunnar skæðu.
Kjarninn 27. mars 2020
Blautklútar í fráveitukerfinu nú um dagana.
Magn blautklúta margfaldast undanfarna daga – Hreinsistöð fráveitu óstarfhæf
Nú rennur óhreinsað skólp í sjó vegna blautklúta en stöðva hefur þurft dælur á meðan verið er að hreinsa þær og annan búnað.
Kjarninn 23. mars 2020
Finnur Ricart Andrason
Hvað eiga COVID-19 og hamfarahlýnun sameiginlegt og hvað getum við lært?
Kjarninn 18. mars 2020
Íris Ólafsdóttir
Þetta er leiðin
Kjarninn 11. mars 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi skipar starfshóp um ræktun og nýtingu orkujurta
Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er formaður hópsins.
Kjarninn 11. mars 2020
Baulið frá blikkbeljunum
Í Evrópu búa um það bil 140 milljónir fólks við heilsuspillandi hávaða frá farartækjum. Talið er að árlega látist 12 þúsund manns í álfunni fyrir aldur fram úr sjúkdómum tengdum hávaða frá umferð. Í Danmörku einni látast árlega um það bil 500 manns.
Kjarninn 8. mars 2020
Stefán Tryggva- og Sigríðarson
Stóra myndin getur stundum verið ótrúlega smá
Kjarninn 6. mars 2020
Þröstur Ólafsson
Nokkur orð um Hálendisþjóðgarð
Kjarninn 3. mars 2020
Árni Finnsson
Ímyndarherferð SFS
Kjarninn 3. mars 2020
Átta virkjanir áformaðar á vatnasviði Hraunasvæðis
„Nýtt virkjanaáhlaup“ er hafið á Austurlandi að mati náttúruverndarsamtaka. Margar smávirkjanir eru fyrirhugaðar í ám austan Vatnajökuls sem áður voru hluti af stærri virkjanahugmyndum. Hamarsvirkjun er stærst og yrði önnur stíflan 50 metrar á hæð.
Kjarninn 2. mars 2020
Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins, suðvestur af Sigöldustöð og nýtir sömu vatnsmiðlunarmöguleika. Hrauneyjafossstöð var tekin í notkun 1981.
Tólf nýjar virkjanahugmyndir kynntar til sögunnar
Orkustofnun hefur sent gögn um hugmyndir að sex vindorkuverum, fimm vatnsaflsvirkjunum og einni jarðvarmavirkjun til verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Gögn um fleiri virkjanakosti eru væntanleg á næstu vikum.
Kjarninn 2. mars 2020
„Enginn hefur sýnt annan eins forkastanlegan ásetning“
Það er til marks um „fúsk“ að Íslensk vatnsorka ehf., sem áformar virkjun við Hagavatn, reyni að „svindla sér fram hjá“ rammaáætlun. Forseti Ferðafélagsins segir fleiri nú reyna sama leik sem sýni að virkjanahugmyndir þeirra þoli ekki faglega skoðun.
Kjarninn 1. mars 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Landgræðslustjóri: Fyrirhuguð Hagavatnsvirkjun myndi auka uppblástur
Hækkun á vatnsborði Hagavatns með virkjun er ekki sambærileg aðgerð og sú sem Landgræðslan fór í við Sandvatn til að hefta uppfok eins og haldið er fram í tillögu að matsáætlun. Stofnunin telur fullyrðinguna „úr lausu lofti gripna og órökstudda með öllu.“
Kjarninn 26. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Hagavatnsvirkjun: Frá stórhugmynd til smávirkjunar
Orkustofnun endurnýjaði í fyrra rannsóknarleyfi Íslenskrar vatnsorku ehf. vegna áforma um 18 MW virkjun við Hagavatn. Í nýrri tillögu er rætt um 9,9 MW virkjun, rétt undir þeim mörkum sem kalla á meðferð í rammaáætlun.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Snjólaug Ólafsdóttir er doktor í umhverfisverkfræði og markþjálfi.
„Þrúgandi samviskubit hjálpar engum“
Það er mannlegt að hafna því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum því þá þarf ekki að breyta lífsstíl. En allir geta lagt sitt af mörkum segir Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur sem heldur fyrirlestur hjá VR í dag.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Ólafur Margeirsson
Ólafur telur enga ástæðu til að hræðast lokun álversins í Straumsvík
Doktor í hagfræði hvetur Íslendinga til þess að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug varðandi hvað gera eigi við orkuna.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Snorri Baldursson
Áskorun á sitjandi ríkisstjórn – tvö stórkostleg tækifæri til ódauðleika!
Kjarninn 14. febrúar 2020
Dagný Hauksdóttir
Að lifa bíllausum lífsstíl
Kjarninn 13. febrúar 2020
Greina má almenna viðhorfsbreytingu varðandi ástæður fyrir hlýnun jarðar
Íslendingum fjölgar sem telja að hækkun á hitastigi jarðar sé meira vegna náttúrulegra breytinga.
Kjarninn 13. febrúar 2020
Nýskráðum fólksbifreiðum fækkar um 36 prósent milli ára
Þrátt fyrir að það dragi úr nýskráningu bifreiða hér á landi þá eru vistvænir bílar vinsælli en nokkru sinni fyrr.
Kjarninn 12. febrúar 2020
Hræ kengúru í girðingu á Kengúrueyju. Eyjan hefur oft verið kölluð Örkin hans Nóa.
„Örkin hans Nóa“ stórsköðuð eftir eldana
Á þessari stundu veit enginn hver áhrif eldanna í Ástralíu nákvæmlega eru. Fornir skógar brunnu og heimkynni fágætra dýrategunda sömuleiðis. Vistkerfin þurfa að jafna sig en óvíst er hvort þau fái nægan tíma. Næsta heita sumar nálgast þegar.
Kjarninn 12. febrúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Þetta með dýrin í heiminum – og allt lífríkið
Kjarninn 9. febrúar 2020
Drangajökull verður líklega horfinn árið 2050
Niðurstöður nýrrar rannsóknar draga upp dökka mynd af framtíð Drangajökuls. Höfundar hennar telja þó að stjórnvöld hafi enn tíma til að undirbúa viðbrögð sín.
Kjarninn 9. febrúar 2020
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Græn utanríkisstefna – til framtíðar
Kjarninn 8. febrúar 2020
Sigrún Ágústsdóttir
Sigrún Ágústsdóttir skipuð forstjóri Umhverfisstofnunar
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Umhverfisstofnuanr frá og með deginum í dag.
Kjarninn 7. febrúar 2020
Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Átta af hverjum tíu kjósendum Miðflokksins finna fyrir litlum eða engum umhverfiskvíða
Yngra fólk hefur mun meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum af mannavöldum og mengun en það sem eldra er. Konur hafa meiri áhyggjur en karlar og háskólamenntaðir meira en grunnskólagengnir. En minnstar áhyggjur hafa kjósendur Miðflokks og Framsóknarflokks.
Kjarninn 7. febrúar 2020
Ísland og Noregur einu Norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda
Samkvæmt nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar eru helstu skýringarnar á aukinni losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 1993 til 2017 á Íslandi og í Noregi annars vegar áhrif orkufreks iðnaðar eins og álvera og olíuiðnaðar og samgangna hins vegar.
Kjarninn 4. febrúar 2020
Skjaldfannardalur við Ísafjarðardjúp og Drangajökull í baksýn. Bæirnir Laugaland (t.h.) og Skjaldfönn (t.v.) ásamt mögulegu stöðvarhúsi (gulur kassi ofarlega fyrir miðju).).
Landsvirkjun ætlar ekki í Austurgilsvirkjun
Landsvirkjun hefur ákveðið að undangenginni skoðun á fyrirhugaðri Austurgilsvirkjun að halda ekki áfram með verkefnið af sinni hálfu. Forsvarsmaður verkefnisins segir að næstu skref verði tekin eftir afgreiðslu rammaáætlunar.
Kjarninn 4. febrúar 2020
Refur á Hornströndum.
Refafjölskylda á hrakhólum vegna ferðamanna með stórar myndavélalinsur
Það er eitthvað á seyði meðal refanna í friðlandinu á Hornströndum. Í fyrra voru óðul færri en venjulega, got sjaldgæfari og yrðlingar fáséðari en áður. Þrjár skýringar þykja líklegastar. Ein þeirra snýr að ferðamönnum.
Kjarninn 3. febrúar 2020
Ský faðma tinda Esjunnar síðdegis í dag.
Alltaf hætta að ferðast í fjalllendi að vetrarlagi
Nú um helgina er spáð góðu veðri og líklegt að margir ætli að nýta það til útivistar. Enn er töluverð hætta á snjóflóðum til fjalla á suðvesturhorninu. Ekki er gerlegt að vakta með mikilli nákvæmni einstakar gönguleiðir með tilliti til snjóflóðahættu.
Kjarninn 31. janúar 2020
Árni Finnsson
Samtal um þjóðgarð
Kjarninn 29. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Vatn til landbúnaðar er á sumum svæðum af skornum skammti. Hér stendur fólk á þurrum botni uppistöðulóns í Stanthorpe í Ástralíu.
Uppistöðulón eins og eyðimörk
Dýrahræ liggja milljónum saman á víðavangi. Eftir þriggja ára sögulega þurrka er alvarleg hætta á vatnsskorti víða. Ástralía logar enn.
Kjarninn 16. janúar 2020
Náttúrufræðingurinn David Attenborough segir það eintóma þvælu hjá sumum stjórnmálamönnum að eldarnir í Ástralíu tengist ekki loftslagsbreytingum af mannavöldum.
Attenborough: „Neyðarstund er runnin upp“
„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er ekki leikur,“ segir David Attenborough. „Þetta snýst ekki um að eiga notalegar rökræður og ná einhverri málamiðlun. Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa.“
Kjarninn 16. janúar 2020
Framkvæmdasvæðið er í landi Sólheima, sveitabæjar í Dalabyggð.
Vilja vindorkuver á mikilvægu fuglasvæði
Verði hugmyndir að þremur vindorkuverum á Vesturlandi að veruleika yrðu þar reistar um 86 vindmyllur með allt að 375 MW aflgetu. Samanlagt afl beggja Búrfellsvirkjana Landsvirkjunar er 370 MW.
Kjarninn 16. janúar 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Segir lokaðan fund hafa verið óviðeigandi
Þingmaður Pírata gagnrýnir lokaðan fund sem rekstraraðilar ferðaþjónustu á hálendinu buðu þingmönnum á í gær. Hann segir að almennt séð hafi það áhrif á fólk að þiggja veitingar eða aðrar „smá“ gjafir.
Kjarninn 15. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
Hamfaraeldar í Ástralíu, umdeild rammaáætlun og bið eftir kvótaþakstillögum
Kjarninn 14. janúar 2020
Með landið að láni
Páll Skúlason var brautryðjandi þegar kemur að umræðu um umhverfismál en hann taldi meðal annars mikil mistök vera falin í því viðhorfi að líta á náttúruna sem eign manna og að leyfilegt væri að gera hvað sem er undir því yfirskini.
Kjarninn 11. janúar 2020
Máli landeigenda Drangavíkur gegn Vesturverki og Árneshreppi vísað frá
Deila vegna virkjanaframkvæmda á Vestfjörðum kom inn á borð dómstóla.
Kjarninn 9. janúar 2020
Andrés Ingi Jónsson
Óæskileg endurvinnsla á rammaáætlun
Kjarninn 7. janúar 2020
Tillaga um rammaáætlun verður lögð fram í óbreyttri mynd
Þrettán virkjanakostir í orkunýtingar- og biðflokki tillögunnar myndu falla innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Heimila á nýjar virkjanir innan hans en með strangari skilyrðum. „Klárlega málamiðlun,“ segir umhverfisráðherra.
Kjarninn 7. janúar 2020
Ekki ráðist að rót vandans – Þurfum að krefjast breytinga
Framkvæmdastjóri Landverndar segir að ekki sé hægt að stefna á endalausan vöxt í heimi þar sem náttúruauðlindir eru endanlegar. Beita þurfi öðrum leiðum til að mæla velsæld og stemma stigu við loftslagsvandann.
Kjarninn 6. janúar 2020
Skrælnaðir skógar eins og eldspýtustokkar
Enn eitt hitametið féll í Ástralíu um helgina: 48,9°C. Rigningarúði hefur létt slökkviliðsmönnum lífið síðustu klukkustundir en slökkviliðsstjórinn varar við sinnuleysi af þeim sökum og bendir á að von sé á enn meiri hita og enn hvassari vindi í vikunni.
Kjarninn 5. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Stabat mater, Móðir Jörð; nokkur orð um arðrán og tilfinningar
Kjarninn 5. janúar 2020
Fordæmalausir fólksflutningar undir blóðrauðum himni
„Hræðilegur dagur“ er í uppsiglingu í Ástralíu þar sem gríðarlegir gróðureldar hafa geisað mánuðum saman. Tugþúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.
Kjarninn 3. janúar 2020
Tryggvi Felixson
Opið bréf til forsætisráðherra
Kjarninn 2. janúar 2020
Finnur Dellsén
Kostur að fólk sé ósammála
Finnur Dellsén heimspekingur sér það sem ákveðið styrkleikamerki kenningar þegar ekki allir eru sammála henni. Í þessu samhengi talar hann meðal annars um loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Kjarninn 2. janúar 2020
Hverju á eiginlega að treysta?
Á tímum samfélagsmiðla, falsfrétta og endalauss upplýsingaflæðis getur verið vandasamt að átta sig á hvaða vitneskju við eigum að taka til okkar og hverju við eigum að treysta. Kjarninn spjallaði við Finn Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands.
Kjarninn 31. desember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Nauðsynlegt að draga úr neyslu jafnvel þótt það kosti viss óþægindi
Þingmaður Samfylkingarinnar gerir elda í Ástralíu að umtalsefni en hann segist hafa tröllatrú á blönduðu hagkerfi til að sporna við loftslagsbreytingum og að í markaðinum búi reginafl sem þó verði að stýra.
Kjarninn 30. desember 2019
Umhverfisstofnun segir flugeldamengun vera raunverulegt vandamál
Umhverfisstofnun segir að mikilvægt sé að minnka verulega magn flugeldanotkunar um áramótin vegna mengunar. Flugeldar eru hins vegar stærsta fjáröflunarverkefni björgunarsveitanna og því skiptar skoðanir um hvort takmarka eigi flugeldasölu.
Kjarninn 27. desember 2019
Árið 2019: Greta Thunberg breytti óljósum áhyggjum í alþjóðlega hreyfingu
Sænski unglingurinn Greta Thunberg hefur aldeilis náð að setja mark sitt á umræðu um loftslagsmál í heiminum öllum. Ekki er nema rúmt ár síðan hún fór í fyrsta verkfallið sitt, ein fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi.
Kjarninn 25. desember 2019
Ekki fleiri bómullarpinna úr plasti, hnífapör, diska, sogrör og blöðruprik
Lagt er til í drögum að nýju frumvarpi að óheimilt verði að afhenda endurgjaldslaust einnota bolla og matarílát úr öðru plasti en frauðplasti sem ætluð eru undir drykki og matvæli til neyslu, líkt og algengt er á skyndibitastöðum.
Kjarninn 23. desember 2019
Styrkja þurfi flutning á rafmagni til almennrar notkunar
Samkvæmt stjórn Landverndar þarf að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. Það sé afar mikilvægt þar sem búast megi því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari vegna hættulegra breytinga af mannavöldum.
Kjarninn 18. desember 2019
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið verði kolefnishlutlaust 2050
Allir leiðtogar Evrópusambandsins, fyrir utan Pólland, samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi álfunnar fyrir árið 2050. Hundrað milljarðar evra hafa verið eyrnamerktar samkomulaginu.
Kjarninn 13. desember 2019
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Tíu þingmenn leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Segja vindorku henta vel sem þriðja stoð í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins.
Kjarninn 10. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Guðmundur Þorsteinsson
Um „Um Tímann og Vatnið“
Kjarninn 3. desember 2019
Lítið vitað um orsakir aukinnar tíðni hvalreka
Á síðustu tíu árum hafa hér á landi rúmlega 230 hvalir rekið á land, þar af 152 hvalir á þessu ári. Mögulegar orsakir hvalreka eru aftur á móti lítið rannsakaðar hér á landi.
Kjarninn 1. desember 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Umhverfismálin – tveimur árum síðar
Kjarninn 29. nóvember 2019
Ursula von der Leyen, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópuþingið lýsir yfir neyðarástandi í loftslagsmálum
Evrópuþingið hefur lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þingmenn vonast til þess að gripið verði til róttækra aðgerða á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst á mánudaginn.
Kjarninn 29. nóvember 2019
Losun frá vegasamgöngum þarf að dragast saman um hundruð þúsunda tonna
Losun frá vegasamgöngum hefur aukist hratt á síðustu árum og var hún 975.000 tonn árið 2017. Eftir tíu ár vilja stjórnvöld að losunin verði ekki meiri en 500.000 tonn til að Ísland nái markmiðum sínum samkvæmt Parísarsamkomulaginu.
Kjarninn 27. nóvember 2019
Hvalárvirkjun muni rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um tæpan helming
Samkvæmt niðurstöðum Wildland Research Institute myndi Hvalárvirkjun hafa verulega neikvæð áhrif á heildstæða víðernaupplifun Ófeigsfjarðarheiðar og næsta nágrennis.
Kjarninn 26. nóvember 2019
Kostnaður vegna losunar Íslands gæti hlaupið á hundruðum milljóna
Að öllum líkindum mun losun Íslands á árunum 2013 til 2020 verða meiri en skuldbindingar Kyoto-bókunarinnar kveða á um. Kostnaður íslenskra stjórnvalda vegna þessa gæti hlaupið á nokkur hundruð milljónum króna.
Kjarninn 26. nóvember 2019
Úr Kveik í aðstoðarmannastöðu í ráðuneyti
Sigríður Halldórsdóttir tekur við af Sigríði Víðis Jónsdóttur sem annar aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kjarninn 25. nóvember 2019
Árni B. Helgason
Orkupistill handa hagfræðingum
Kjarninn 23. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Hraðhleðslustöðvum fjölgar um 40 prósent
Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið. Ísland er í öðru sæti í heiminum hvað varðar hlutfall rafbíla og tengiltvinnbíla af fjölda nýskráðra bifreiða.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Hógvær frásögn sem varðar líf – í nafni móður Jarðar
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans skrifar um gjörning Andra Snæs Magnasonar í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 9. nóvember 2019
Fýll
Tveir af hverjum þremur fýlum með plast í maga
Nærri tveir af hverjum þremur fýlum voru með plast í meltingarvegi í vöktun Umhverfisstofnunar. Þarf af voru 13 prósent fýla með magn af plasti yfir viðmiðunarmörk OSPAR.
Kjarninn 8. nóvember 2019
Hálfdán Óskarsson, framkvæmdarstjóri Örnu.
Arna minnkar plastnotkun um 85 prósent
Arna, laktósafría mjólkurvinnslan í Bolungarvík, hefur tekið í notkun umhverfisvænni umbúðir. Með breytingunni minnkar Arna plastnotkun um 85 prósent miðað við hefðbundnar jógúrt eða skyrdósir.
Kjarninn 5. nóvember 2019
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Eyþór Máni Steinarsson
Neyðarástand: Lýðræðinu aflýst eða eina björgin?
Kjarninn 3. nóvember 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Alltaf hægt að hlusta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra segist virða ákvörðun Gretu Thunberg að afþakka umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs og að hægt sé að gera betur. Kjarninn spjallaði við ráðherrann um nýyfirstaðið þing í Svíþjóð þar sem lögð var mikil áhersla á loftslagsmál.
Kjarninn 3. nóvember 2019
Tugir tonna af örplasti úr þvottavélum í hafið
Losun örplasts í hafið frá þvotti heimili hér á landi er áætluð á bilinu 8,2 til 32 tonn á ári. Talið er hins vegar að um vanmat sé að ræða og að magn örplasts sé mun meira þar sem gerviefni í fatnaði eykst með hverju ári.
Kjarninn 3. nóvember 2019
Fjöldi ungra kvenna sem ekki borðar kjöt margfaldast
Neysluvenjur ungra kvenna hafa tekið stakkaskiptum á liðnum árum og borða nú sífellt fleiri konur á aldrinu 18 til 24 ára ekki kjöt.
Kjarninn 2. nóvember 2019
Auður Jónsdóttir
Benni & börnin
Kjarninn 1. nóvember 2019
Tólf sækja um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar
Mun valnefnd meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kjarninn 1. nóvember 2019
Steinar Frímannsson
Heilagar kýr eða bíllaus lífsstíll
Kjarninn 31. október 2019
Víkka skattaívilnanir vegna rafmagnsbíla og -hjóla
Í nýju frumvarpi er lagt til að fella niður virðisaukaskatt vegna innflutnings rafmagnshjóla og vistvænna rúta. Auk þess er lagt til að endurgreiða íbúðareigendum virðisaukaskatt vegna kaupa á hleðslustöðvum.
Kjarninn 30. október 2019
Greta Thunberg afþakkar umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs
Greta Thunberg segir að það þurfi ekki fleiri verðlaun, heldur að virkja samtakamátt til að berjast gegn umhverfisvánni sem fylgi loftslagsbreytingum af mannavöldum.
Kjarninn 29. október 2019
Katrín Jakobsdóttir
Katrín: Þeir sem afneita loftslagsbreytingum fá nú meira rými
Forsætisráðherra Íslands hélt ræðu við setningu Norðurlandaráðsþings sem nú stendur yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þema umræðunnar hjá norrænu ráðherrunum var: Hvernig getur norræna samfélagslíkanið þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum?
Kjarninn 29. október 2019
Úrgangur frá mannvirkjagerð rúmlega tvöfaldast á þremur árum
Frá árinu 2014 til ársins 2017 rúmlega tvöfaldaðist úrgangur frá mannvirkjagerð hér á landi samhliða mikilli uppbygginu í byggingariðnaði.
Kjarninn 29. október 2019
Gefa sér 20 ár til að kolefnisjafna að fullu íslenska nautgriparækt
Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa samþykkt stefnu þess efnis að allar afurðir frá íslenskum nautgripabændum verði vottaðar sem kolefnishlutlausar fyrir árið 2040.
Kjarninn 29. október 2019
Umhverfisáhrif byggingariðnaðarins fallið í skuggann
Samhliða mikilli uppbyggingu íbúða hér á landi á síðustu árum hefur mengun frá byggingargeiranum aukist til muna. Stefna íslenskra stjórnvalda varðandi vistspor byggingariðnaðarins og sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð er hins vegar óljós.
Kjarninn 26. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Birgir Hermannsson
Vinstri græn og kjötið
Kjarninn 21. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi sjálfkjörinn varaformaður Vinstri grænna
Umhverfis- og auðlindaráðherra verður næsti varaformaður Vinstri grænna. Hann situr nú sem ráðherra utan þings en er ekki kjörinn fulltrúi.
Kjarninn 19. október 2019
Dóra Magnúsdóttir
Milljón lítil skref og svo milljón í viðbót
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á fundi sínum á fimmtudag.
Guðmundur Ingi gagnrýndi Perry fyrir að vilja banna hjónaband samkynhneigðra
Umhverfis- og auðlindaráðherra lét í ljós „algjöra andstöðu“ sína við lagasetningu í Texas sem Rick Perry, nú orkumálaráðherra Bandaríkjanna, stóð fyrir og bannaði hjónaband samkynhneigðra. Samskiptin áttu sér stað á fundi með forsætisráðherra.
Kjarninn 13. október 2019
Er sandurinn í heiminum að klárast?
Þeim sem leið eiga um sunnlensku sandana eiga kannski erfitt með að trúa því að sandur sé auðlind, hvað þá takmörkuð auðlind. En þótt nóg sé af þeim svarta Mýrdalssandi og fleiri slíkum er víða skortur á þessu mikilvæga efni.
Kjarninn 13. október 2019
Fólk myndi taka þessu miklu alvarlegar ef lýst væri yfir neyðarástandi
Daði Víðisson, ungur aðgerðasinni í loftslagsmálum, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hittust og ræddu um loftslagsmál. Þau sammæltust um að nauðsynlegt væri að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.
Kjarninn 12. október 2019
Árni B. Helgason
Orkupakki handa unglingum
Kjarninn 10. október 2019
Kvikan
Kvikan
Erkitýpur kjósenda stjórnmálaflokka, tíminn og vatnið og klandur GAMMA
Kjarninn 8. október 2019
Guðmundur Ingi býður sig fram til varaformanns Vinstri grænna
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Vinstri grænna. Hann situr nú sem ráðherra utan þings en er ekki kjörinn fulltrúi.
Kjarninn 7. október 2019
Umhverfisstofnun áréttar að loftslagsbreytingar séu staðreynd
Í ljósi umræðu um loftslagsbreytingar þá vill Umhverfisstofnun sérstaklega árétta að þær séu staðreynd, sem til að mynda hopun jökla og súrnun sjávar gefi til kynna.
Kjarninn 7. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Víkur sæti – Var framkvæmdastjóri Landverndar þegar kæran barst ráðuneytinu
Umhverfis- og auðlindaráðherra víkur sæti í máli er varðar kæru Landverndar á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að taka ekki til ákvörðunar hvort fyrirhuguð stækkun á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit skuli sæta umhverfismati.
Kjarninn 4. október 2019
Magnús Jónsson
Loftslagsváin – Offjölgun og ofnýting
Kjarninn 2. október 2019
Gró Einarsdóttir
Nei við neyðarástandi en já við 2,5% markmiði
Kjarninn 30. september 2019
Barnið sem benti á að keisarinn væri ekki í neinum fötum
Sænski unglingurinn Greta Thunberg hefur nú aldeilis náð að setja mark sitt á umræðu um loftslagsmál í heiminum öllum. Ekki er nema ár síðan hún fór í fyrsta verkfallið sitt, ein fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi.
Kjarninn 29. september 2019
Mikilvægt að kveðið sé á um náttúruauðlindir og umhverfismál í stjórnarskrá
Landsmenn sammælast um að mikil þörf sé á því að ákvæði séu um náttúruauðlindir í stjórnarskrá Íslands í nýrri könnun forsætisráðherra. Rúmlega 70 prósent telja að breytingar á stjórnarskránni ættu alltaf að bera undir þjóðina.
Kjarninn 29. september 2019
Verða kýrnar horfnar eftir tvo til þrjá áratugi?
Í nýrri skýrslu frá bandarískri hugveitu er því spáð að eftir tiltölulega fá ár verði nautgripir að miklu leyti horfnir af yfirborði jarðar. Gangi þetta eftir er um að ræða mestu byltingu í matvælaframleiðslu heimsins um mörg þúsund ára skeið.
Kjarninn 29. september 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Loftslagsbreytingar mesta ógnin við mannréttindi
Kjarninn 27. september 2019
Farþegar Icelandair geta nú borgað fyrir að kolefnisjafna flug sitt
Farþegar Icelandair og Air Iceland Connect geta frá og með deginum í dag greitt flugfélögunum viðbótarframlag fyrir að kolefnisjafna flug sitt.
Kjarninn 27. september 2019
Greta Thunberg
Greta á rétt á að láta rödd sína heyrast
UNICEF á Íslandi hvetur fullorðna fólkið á Facebook vinsamlegast til að hætta að skrifa niðrandi og hatursfullar athugasemdir um Gretu Thunberg.
Kjarninn 25. september 2019
Hækkun sjávarborðs við strendur Íslands gæti numið einum metra
Sjávarstöðuhækkun í heiminum er meiri en fyrri spár IPCC gerðu ráð fyrir og mun hækkun sjávarborðs halda áfram með örari hætti á næstu árum. Hækkandi sjávarmál er og mun verða djúpstæð áskorun fyrir stjórnvöld og samfélagið allt.
Kjarninn 25. september 2019
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Spyr ráðherra hvernig bregðast skuli við mengun frá skemmtiferðaskipum
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvernig hann telji að bregðast skuli við mengun frá skemmtiferðaskipum en komum þeirra til landsins hefur fjölgað verulega á síðustu árum.
Kjarninn 24. september 2019
Kvikan
Kvikan
Hvítur miðstéttarfemínismi, 9 milljarða glerhöll Landsbankans og gjörbreytt afstaða til loftslagsmála
Kjarninn 24. september 2019
Stefán Tryggva- og Sigríðarson
Af hverju verður til sorp?
Kjarninn 23. september 2019
Flugsamgöngur áfram ábyrgar fyrir mestu losuninni
Losun hitunargilda frá flugsamgöngum innan íslenska hagkerfisins hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Árið 2010 var losun frá flugsamgöngum 770,6 kílótonn af hitunargildum en losunin í fyrra er áætluð 2781 kílótonn.
Kjarninn 23. september 2019
,,Hagkvæmasta leiðin til að takast á við loftslagsvána er að búa til markað fyrir mengun‘‘
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að ef fyrirtæki valdi skaða, og skaðinn sé svo mikill að það getur ekki borgað þeim skaðabætur sem fyrir verða, þá sé ekki þjóðhagslega réttlætanlegt að framleiða viðkomandi vöru.
Kjarninn 23. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Ari Trausti Guðmundsson
Matur er mannsins megin
Kjarninn 14. september 2019
Ingvar Helgi Árnason
Svar til Kára
Kjarninn 14. september 2019
Kári Stefánsson
Þegar tilgangurinn á að helga meðalið
Kjarninn 12. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Heimurinn er ekki að farast en úrlausnarefnin eru samt mörg og stór“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar gagnrýni Náttúruverndarsamtaka Íslands en þau gerðu athugasemdir við málflutning hans á þinginu í gær.
Kjarninn 12. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Segja Sigmund Davíð fara með rangfærslur um loftslagsmál
Formaður Miðflokksins gerði loftslagsmál að umtalsefni í ræðu sinni á Alþingi í gær. Náttúruverndarsamtök Íslands gera ýmsar efnislegar athugasemdir við mál hans og telja meðal annars að hann hafi ruglast á veðurfræðistofnunum.
Kjarninn 12. september 2019
Ingvar Helgi Árnason
Kolabrennslan á Bakka
Kjarninn 11. september 2019
Andri Snær Magnason
„Málefnið er svo stórt að það er stærra en tungumálið og öll okkar fyrri reynsla“
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason gefur út nýja bók fyrir jól en hún fjallar um stóru breytingarnar sem vísindamenn sjá fyrir sér á næstu 100 árum hvað varðar eðli alls vatns á jörðinni.
Kjarninn 11. september 2019
Hægt að fá Teslu frá fimm milljónum króna á Íslandi
Nú er hægt að panta Teslu á heimasíðu fyrirtækisins í gegnum íslenskt viðmót, fá uppgefið hvað hann kostar með og án íslensks virðisaukaskatts, hvaða gjaldaafslættir eru í boði og hvenær bílinn fæst afhentur.
Kjarninn 10. september 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fékk að prófa fyrsta hjólið.
Hægt að leigja hjól í ár fyrir 30 þúsund
Ný deilihjólaleiga býður borgarbúum upp á að fá hjól í áskrift fyrir 3500 krónur á mánuði og ársáskrift fyrir 30 þúsund krónur. Leigan mun opna yfir 40 stöðvar víðsvegar um miðborgina.
Kjarninn 10. september 2019
Árni Finnsson
Þegar Jökulsá á Fjöllum var friðlýst
Kjarninn 10. september 2019
Bára Huld og Birna tilnefndar til fjölmiðlaverðlauna
Umfjöllun sem Birna Stefánsdóttir og Bára Huld Beck, blaðamenn Kjarnans, unnu er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru.
Kjarninn 9. september 2019
Framkvæmdum á Ófeigsfjarðarvegi hætt í bili
Vesturverk hefur lokið framkvæmdum á Ófeigsfjarðarvegi í bili. Áætlað er að hefja þær að nýju þegar vorar.
Kjarninn 9. september 2019
Skora á stjórnvöld að hætta urðun sorps
Átakinu Hættum að urða – Finnum lausnir hefur verið hrundið af stað þar sem Íslendingar eru hvattir til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að finna leiðir til að hætta urðun.
Kjarninn 9. september 2019
Mun plastið ná yfirhöndinni í sjónum?
Plastúrgangur getur haft gríðarlegar afleiðingar á sjávarlífið og geta lífverur fest sig í gömlum netum, tógum eða plastfilmum, kafnað eða étið ýmis konar plast. Mikilvægt er að geta greint uppruna plastsins til að hægt sé að beina sjónum í rétta átt.
Kjarninn 8. september 2019
Fjögur gagnaver orðin stórnotendur raforku
Orkuþörf gagnavera vex hratt hér á land og eru fjögur þeirra nú orðin stórnotendur raforku. Samkvæmt nýrri raforkuspá Orkustofnunar verður raforkunotkun gagnavera komin upp í 1260 gígavattstundir árið 2022.
Kjarninn 7. september 2019
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Heimild til að breyta lánum ríkisins til Vaðlaheiðarganga í hlutafé
Ríkið fær heimild til þess að breyta milljarðalánum sínum til rekstrarfélags Vaðlaheiðarganga í hlutafé verði fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í morgun samþykkt. Þá mun það einnig fá heimild til að selja eignarhluta í Endurvinnslunni.
Kjarninn 6. september 2019
Jón Gunnarsson, er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Þingmaður Sjálfstæðisflokks hótar stjórnarslitum vegna virkjunarmála
Jón Gunnarsson telur að umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að sé ekki að fylgja lögum í friðlýsingum sínum. Hann vill virkja meira til að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægri ódýrri orku.
Kjarninn 6. september 2019
Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands
Forseti Indlands flytur erindi í Háskóla Íslands
Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, er væntanlegur til landsins í opinbera heimsókn en þetta er fyrsta heimsókn forseta Indlands til norræns ríkis.
Kjarninn 4. september 2019
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Sigrún Birna Steinarsdóttir
Kolefnisfótsporið af heimsókn Pence
Kjarninn 4. september 2019
Dorian skilur eftir sig eyðileggingu og stefnir á Flórída
Líklegt þykir að gífurleg eyðilegging eigi eftir að koma í ljós á Bahama-eyjum eftir að fellibylur af öflugustu tegund gekk yfir eyjarnar. Mikill viðbúnaður er í Florída vegna fellibylsins.
Kjarninn 2. september 2019
Hundrað tonn af spilliefnum frá heimilum enduðu í urðun
Spilliefni eru skaðleg umhverfi, dýrum og fólki en alls enduðu um 120 tonn í urðun árið 2017 sem hluti af blönduðum úrgangi frá heimilum. Sorpa kallar eftir því að almenningur skili spilliefnum í móttökustöðvar Sorpu.
Kjarninn 2. september 2019
Tesla Model 3 er söluhæsti bíll rafbílaframleiðandans og vinsælasti rafbíllinn í Evrópu og Bandaríkjunum.
Tesla opnar á Íslandi eftir rúma viku
Bandaríski rafbílaframleiðandinn opnar starfsstöð á Íslandi 9. september næstkomandi. Elon Musk staðfesti þetta á Twitter í gær.
Kjarninn 31. ágúst 2019
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata
Dóra Björt: Sjálfstæðismenn leggja upp í enn eitt menningarstríðið
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, gagnrýnir ummæli Eyþórs L. Arnalds um matarstefnu meirihlutans í skólum og segir að svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki fyrir neitt annað en tilfinningalegt uppnám yfir ímynduðum ofsóknum.
Kjarninn 27. ágúst 2019
Knýja mætti allan skipaflota Íslands með repjuolíu
Stjórnvöld hafa í hyggju að fara af stað með aðgerðaáætlun til að ná því markmiði að íslenski skipaflotinn noti 5 til 10 prósenta íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðalvélarnar með það fyrir augum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum.
Kjarninn 27. ágúst 2019
António Guterres
„Þurfum meiri metnað og öflugri skuldbindingu“
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til aukinna loftslagsaðgerða.
Kjarninn 26. ágúst 2019
Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og hópur norænna forstjóra.
Norrænt samstarf til að sporna gegn loftslagsbreytingum
Forsætisráðherrar Norðurlanda ásamt leiðtogum Álandseyja og Grænlands og forstjórum fjórtán norrænna fyrirtækja undirrituðu yfirlýsingu um samstarf um loftlagsmál í Hörpu í dag.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Kristján Guy Burgess
Lífeyrissjóðir og loftslagsváin
Kjarninn 17. ágúst 2019
Kanna matarsóun Íslendinga
Umhverfisstofnun ætlar að rannsaka ítarlega umfang matarsóunar á þessu ári.
Kjarninn 14. ágúst 2019
Eggert Benedikt Guðmundsson
Eggert Benedikt nýr forstöðumaður Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir
Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir.
Kjarninn 13. ágúst 2019
Landeyðing eykst með loftslagsbreytingum
Loftslagsbreytingar auka landeyðingu samkvæmt nýrri skýrslu IPCC en samhliða þeim eykst landnotkun hratt. Þær hafa nú þegar áhrif á fæðuöryggi í heiminum.
Kjarninn 8. ágúst 2019
Frá bruna Notre Dame þann 15. apríl
Fjölmargir fengið blýeitrun í kjölfar bruna Notre Dame
Frönsk yfirvöld hafa tímabundið stöðvað vinnu við Notre Dame dómkirkjuna í París í kjölfar tilkynninga um blýeitrun. Talið er að fjölmargir verkamenn sem hafi unnið að viðgerðum kirkjunnar auk nokkurra íbúa í nágrenni hennar hafi fengið blýeitrun.
Kjarninn 6. ágúst 2019
Ratcliffe segir að kaup á landi séu til verndar íslenska laxastofninum
Jim Ratcliffe, einn ríkasti maður Bretlands, hefur staðfest kaup sín á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Hann segir stórtæk uppkaup sín á jörðum á Íslandi vera til að verja íslenska laxastofninn.
Kjarninn 6. ágúst 2019
Landbúnaður mun þurfa að taka miklum breytingum í náinni framtíð, að mati skýrsluhöfunda
Segja SÞ munu fordæma aukna landnotkun vegna landbúnaðar
Framræsing mýra er meðal tegunda landnotkunar sem vísindamenn á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna munu vara við að stuðli að hnattrænni hlýnun.
Kjarninn 5. ágúst 2019
Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands.
Gætu „áhrifasjóðir“ leyst vandamál samtímans?
Svokallaðir áhrifasjóðir sem fjárfesta eiga í félagslega mikilvægum verkefnum hafa rutt sér til rúms víða um heim á undanförnum árum. En hverjum þjóna þeir í raun og veru, fólki í neyð eða alþjóðlegum fyrirtækjum og öðrum valdamönnum?
Kjarninn 3. ágúst 2019
Stjórnvöld beiti sér fyrir því að rafmagns- og tvinnvélar verði nýttar í innanlandsflugi
Verkefnisstjórn samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins leggur til að íslenskur flugiðnaður verði til fyrirmyndar í umhverfismálum og leggi áherslu á að vera í fararbroddi í orkuskiptum í flugi.
Kjarninn 29. júlí 2019
Tryggvi Felixson
Hvalárvirkjun og landslög
Kjarninn 29. júlí 2019
Telja að taka mætti tillit til umhverfisáhrifa í mataræðisráðleggingum Landlæknis
Tveir sérfræðingar í lýðheilsuvísindum leggja til að Embætti landlæknis endurskoði ráðleggingar sínar um mataræði og taki tillit til sjálfbærni og umhverfisáhrif, meðal annars með því að draga úr neyslu á rauðu kjöti og mjólkurafurðum.
Kjarninn 27. júlí 2019
Vinna að viðbragðsáætlun í kringum leikskóla á „gráum dögum“
Reykjavíkurborg vinnur nú að viðbragðsáætlun til að auka loftgæði í kringum leik- og grunnskóla í borginni. Áætlunin byggir á tillögu frá fjórum umhverfisverndarsamtökum sem leggja til að ökutæki verði ekki leyfð í kringum leikskóla á ákveðnum tímum.
Kjarninn 23. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Aldrei fundist eins margar blautþurrkur við strendur landsins
Samkvæmt talningu Umhverfisstofnunar hefur fjöldi svokallaðra blautklúta aukist frá talningu síðustu ára.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Trúa að rödd þeirra geti haft áhrif
Tveir fulltrúar frá ungmennaráði heimsmarksmiðanna munu ávarpa ráðherrafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun.
Kjarninn 15. júlí 2019
Stöðvalaus rafhlaupahjól í Reykjavík
Að minnsta kosti þrír aðilar, þar af einn erlendur, hefur óskað ef eftir því að starfrækja s