Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími

Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá að jafnaði vinna heima einn dag í viku.

Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Auglýsing

Eftir að hafa unnið heima í níu vikur og líkað það mjög vel sýndi Mar­grét Pála Valdi­mars­dótt­ir, ráð­gjafi hjá Íslands­banka, því mik­inn áhuga að fá að halda því áfram, að minnsta kosti annað slag­ið. Það gerði reyndar meiri­hluti allra starfs­manna bank­ans sem hefur nú ákveðið að allir vinni að jafn­aði heima einn dag í viku.

Mar­grét Pála starfar í ráð­gjafa­veri Íslands­banka í höf­uð­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins í Norð­ur­turn­inum í Kópa­vog­i.  Þegar sam­komu­bann var sett á um miðjan mars flutti hún sig heim, eins og margir aðr­ir. Hún fékk tölvu­skjá með sér og kom sér svo fyrir við eld­hús­borðið og hóf að svara fyr­ir­spurnum við­skipta­vina og erindum sem ber­ast með tölvu­pósti. „Mér fannst mjög þægi­legt að vinna heima,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann. „Ég held að mér hafi tek­ist að afkasta meiru.“

Heima við tókst Mar­gréti Pálu að ein­beita sér betur að verk­efnum dags­ins, þar var meiri ró en á vinnu­staðn­um. Hún seg­ist þó hafa saknað ákveð­inna hluta af vinnu­staðnum – fyrst og fremst mötu­neyt­is­ins. „Og sam­starfs­fé­lag­anna auð­vitað lík­a.“

Auglýsing

Um leið og fjölda­tak­mörk­unum var aflétt og starfs­menn Íslands­banka gátu farið að mæta aftur á vinnu­stað­inn sýndi Mar­grét Pála því mik­inn áhuga að fá að vinna heima hluta vik­unn­ar. „Ég von­aði að það yrði mögu­legt og að upp á þann sveigj­an­leika að vinna stundum að heiman yrði boð­ið,“ segir hún. Sú ósk hennar hefur orðið að veru­leika því Íslands­banki hefur ákveðið að starfs­fólk vinni að jafn­aði einn dag í viku heima. Um til­rauna­verk­efni er að ræða og gangi það vel verður fyr­ir­komu­lagið inn­leitt hjá öllum sviðum bank­ans. 

Nýlega var gerð könnun meðal starfs­fólks Íslands­banka eftir að meiri­hluti þess hafði unnið heima vegna COVID-19. Nið­ur­stöð­urnar sýna fram á mik­inn áhuga starfs­fólks að halda áfram að vinna heima hluta úr viku, félags­leg tengsl hafa hald­ist ágæt og afkasta­geta auk­ist í mörgum til­vik­um. Fyr­ir­komu­lagið mun einnig draga úr kolefn­is­spori bank­ans en ferðir starfs­fólks til og frá vinnu vega hvað þyngst í kolefn­is­mæl­ingum und­an­far­inna ára. Þá eru þessar aðgerðir einnig taldar hafa jákvæð rekstr­ar­á­hrif, segir í til­kynn­ingu frá bank­an­um. 

Fyrir tæpum tveimur vikum mætti Mar­grét Pála aftur til starfa í Norð­ur­turni. Helst vill hún geta unnið heima einn til tvo daga í viku. „Það væri mjög þægi­leg­t.“

En hvaða fleiri kosti en ró og frið sér Mar­grét við fjar­vinnu?

„Mér fannst mjög þægi­legt að geta tekið æfingu í hádeg­inu heima. Þegar ég er á vinnu­staðnum þarf ég að fara út úr húsi á æfingu og það allt tekur miklu lengri tíma. Það er mun fljót­legra að skreppa inn í stofu og taka æfing­u.“ Vissu­lega sparist svo einnig tími við að taka sig til og keyra í vinn­una. Allt verði þetta til þess að frí­tími utan vinnu leng­ist. 

Mar­grét býr í Garðabæ og það tekur hana ekki langan tíma að keyra í vinn­una. Hún vill þó gjarnan sleppa við það annað slagið og telur að fjar­vinnu­fyr­ir­komu­lagið gæti létt almennt á umferð­inni, verði það útbreitt. 

Í sam­komu­banni urðu mörg fyr­ir­tæki að tak­marka þann fjölda starfs­manna sem vann á vinnu­staðnum og þús­undir sett­ust við tölv­urnar heima við. En þessi „þving­aða fjar­vinna“ sem þurfti að taka upp hefur hins vegar sýnt að slíkt fyr­ir­komu­lag er ger­legt án þess að fram­leiðni minnki. „Ég held að það hafi komið mörgum yfir­mönnum og stjórn­endum á óvart hvað þetta gekk ótrú­lega vel,“ segir Mar­grét. Ráð­gjafar hafi setið við sím­ann heima eða svarað tölvu­póstum og allt hafi tek­ist vel, þrátt fyrir að mikið álag hafi verið vegna ástands­ins. „Allir sýndu mikla sam­stöðu. Og allt þetta flýtti fyrir þess­ari þró­un, að gera fjar­vinnu mögu­lega hjá mörgum fyr­ir­tækjum á Ísland­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiViðtal