Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími

Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá að jafnaði vinna heima einn dag í viku.

Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Auglýsing

Eftir að hafa unnið heima í níu vikur og líkað það mjög vel sýndi Mar­grét Pála Valdi­mars­dótt­ir, ráð­gjafi hjá Íslands­banka, því mik­inn áhuga að fá að halda því áfram, að minnsta kosti annað slag­ið. Það gerði reyndar meiri­hluti allra starfs­manna bank­ans sem hefur nú ákveðið að allir vinni að jafn­aði heima einn dag í viku.

Mar­grét Pála starfar í ráð­gjafa­veri Íslands­banka í höf­uð­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins í Norð­ur­turn­inum í Kópa­vog­i.  Þegar sam­komu­bann var sett á um miðjan mars flutti hún sig heim, eins og margir aðr­ir. Hún fékk tölvu­skjá með sér og kom sér svo fyrir við eld­hús­borðið og hóf að svara fyr­ir­spurnum við­skipta­vina og erindum sem ber­ast með tölvu­pósti. „Mér fannst mjög þægi­legt að vinna heima,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann. „Ég held að mér hafi tek­ist að afkasta meiru.“

Heima við tókst Mar­gréti Pálu að ein­beita sér betur að verk­efnum dags­ins, þar var meiri ró en á vinnu­staðn­um. Hún seg­ist þó hafa saknað ákveð­inna hluta af vinnu­staðnum – fyrst og fremst mötu­neyt­is­ins. „Og sam­starfs­fé­lag­anna auð­vitað lík­a.“

Auglýsing

Um leið og fjölda­tak­mörk­unum var aflétt og starfs­menn Íslands­banka gátu farið að mæta aftur á vinnu­stað­inn sýndi Mar­grét Pála því mik­inn áhuga að fá að vinna heima hluta vik­unn­ar. „Ég von­aði að það yrði mögu­legt og að upp á þann sveigj­an­leika að vinna stundum að heiman yrði boð­ið,“ segir hún. Sú ósk hennar hefur orðið að veru­leika því Íslands­banki hefur ákveðið að starfs­fólk vinni að jafn­aði einn dag í viku heima. Um til­rauna­verk­efni er að ræða og gangi það vel verður fyr­ir­komu­lagið inn­leitt hjá öllum sviðum bank­ans. 

Nýlega var gerð könnun meðal starfs­fólks Íslands­banka eftir að meiri­hluti þess hafði unnið heima vegna COVID-19. Nið­ur­stöð­urnar sýna fram á mik­inn áhuga starfs­fólks að halda áfram að vinna heima hluta úr viku, félags­leg tengsl hafa hald­ist ágæt og afkasta­geta auk­ist í mörgum til­vik­um. Fyr­ir­komu­lagið mun einnig draga úr kolefn­is­spori bank­ans en ferðir starfs­fólks til og frá vinnu vega hvað þyngst í kolefn­is­mæl­ingum und­an­far­inna ára. Þá eru þessar aðgerðir einnig taldar hafa jákvæð rekstr­ar­á­hrif, segir í til­kynn­ingu frá bank­an­um. 

Fyrir tæpum tveimur vikum mætti Mar­grét Pála aftur til starfa í Norð­ur­turni. Helst vill hún geta unnið heima einn til tvo daga í viku. „Það væri mjög þægi­leg­t.“

En hvaða fleiri kosti en ró og frið sér Mar­grét við fjar­vinnu?

„Mér fannst mjög þægi­legt að geta tekið æfingu í hádeg­inu heima. Þegar ég er á vinnu­staðnum þarf ég að fara út úr húsi á æfingu og það allt tekur miklu lengri tíma. Það er mun fljót­legra að skreppa inn í stofu og taka æfing­u.“ Vissu­lega sparist svo einnig tími við að taka sig til og keyra í vinn­una. Allt verði þetta til þess að frí­tími utan vinnu leng­ist. 

Mar­grét býr í Garðabæ og það tekur hana ekki langan tíma að keyra í vinn­una. Hún vill þó gjarnan sleppa við það annað slagið og telur að fjar­vinnu­fyr­ir­komu­lagið gæti létt almennt á umferð­inni, verði það útbreitt. 

Í sam­komu­banni urðu mörg fyr­ir­tæki að tak­marka þann fjölda starfs­manna sem vann á vinnu­staðnum og þús­undir sett­ust við tölv­urnar heima við. En þessi „þving­aða fjar­vinna“ sem þurfti að taka upp hefur hins vegar sýnt að slíkt fyr­ir­komu­lag er ger­legt án þess að fram­leiðni minnki. „Ég held að það hafi komið mörgum yfir­mönnum og stjórn­endum á óvart hvað þetta gekk ótrú­lega vel,“ segir Mar­grét. Ráð­gjafar hafi setið við sím­ann heima eða svarað tölvu­póstum og allt hafi tek­ist vel, þrátt fyrir að mikið álag hafi verið vegna ástands­ins. „Allir sýndu mikla sam­stöðu. Og allt þetta flýtti fyrir þess­ari þró­un, að gera fjar­vinnu mögu­lega hjá mörgum fyr­ir­tækjum á Ísland­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiViðtal