Framkvæmdir og náttúruvernd í Jökulsárgljúfrum

Formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum leitast við að setja framkvæmdir í Jökulsárgljúfrum í stærra samhengi í ljósi hlutverks þjóðgarðsins og þeirrar stöðu sem blasir við á næstu árum vegna mikillar fjölgunar gesta.

auðurogguðmundur.jpg
Auglýsing

Með nýjum Detti­foss­vegi vestan við Jök­ulsár­gljúfur má gera ráð fyrir að umferð gesta um helstu perlur gljúfr­anna muni marg­fald­ast á næstu árum. Aukin umferð skapar ýmis tæki­færi og sókn­ar­færi fyrir nær­sam­fé­lagið en áskor­anir eru líka fjöl­marg­ar.

Jök­ulsár­gljúfur eru hluti af Vatna­jök­uls­þjóð­garði og þjóð­garðs­ins býður því það krefj­andi verk­efni að finna leiðir til að taka á móti auknum fjölda gesta með sóma­sam­legum hætti og án þess að nátt­úran bíði skaða af. Slíkt kallar bæði á upp­bygg­ingu inn­viða og ákveðna stýr­ingu á flæði gesta.

Þær fram­kvæmdir sem nú standa yfir, bæði vega­gerð í Vest­ur­dal og stíga­gerð á svæð­inu, hafa verið gagn­rýndar opin­ber­lega af fyrr­ver­andi þjóð­garðs­verði á svæð­inu sem og SUNN, Sam­tökum um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi. Sam­tökin sendu kæru til Úrskurð­ar­nefnd­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála sum­arið 2020 vegna fram­kvæmda við vega­gerð í Vest­ur­dal og í síð­ustu viku sendu sömu sam­tök kæru til lög­reglu þar sem farið er fram á opin­bera rann­sókn á hátt­semi þjóð­garðsvarðar og verk­taka vegna meintra brota á lögum um Vatna­jök­uls­þjóð­garð og nátt­úru­vernd­ar­lögum í tengslum við stíga­gerð á svæð­in­u. 

Sá hluti kærunnar til Úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála sem sneri að kröfu um að aft­ur­kalla leyfi til fram­kvæmda var hafnað af nefnd­inni en aðrir hlutar hennar bíða enn afgreiðslu innan stjórn­sýsl­unn­ar. Þó Úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála hafi ekki gert kröfu um stöðvun fram­kvæmda hefur þjóð­garð­ur­inn átt afar gott sam­starf við Vega­gerð­ina um að bregð­ast við ábend­ingum sem fram komu í kærunni og voru vega­fram­kvæmdar í Vest­ur­dal t.d. stöðv­aðar tíma­bundið til að end­ur­hanna veg­inn. Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið tekin afstaða til kærunnar sem snýr að stíga­gerð hjá emb­ætti lög­reglu­stjór­ans á Norð­ur­landi eystra. 

Vatna­jök­uls­þjóð­garður hefur frá stofnun átt í marg­vís­legu sam­starfi við umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök. Slík sam­tök gegna mik­il­vægu hlut­verki við að veita aðhald og koma með gagn­legar ábend­ingar varð­andi stjórnun vernd­aðra svæða. Full­trúar umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­sam­taka sitja í stjórn þjóð­garðs­ins og í öllum fjórum svæð­is­ráð­um. 

Núver­andi stjórn­endur þjóð­garðs­ins hafa lagt sig fram við að skapa and­rúms­loft þar sem hvatt er til sam­ráðs og sam­tals bæði innan þjóð­garðs­ins og við sem flesta hag­að­ila. Sú harka­lega leið sem SUNN hefur valið við að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi varð­andi fram­kvæmdir í Jök­ulsár­gljúfrum kemur því á óvart. Sér­stak­lega vekur það undrun að ákveðið sé að kæra ein­stak­linga sem eru að vinna fyrir þjóð­garð­inn til lög­reglu með ásök­unum um lög­brot vegna frá­gangs í tengslum við fram­kvæmdir sem enn er ekki lok­ið.

Auglýsing
Í þess­ari grein viljum við leit­ast við að setja fram­kvæmd­irnar í Jök­ulsár­gljúfrum í stærra sam­hengi í ljósi hlut­verks þjóð­garðs­ins og þeirrar stöðu sem blasir við á næstu árum vegna mik­illar fjölg­unar gesta. Jafn­framt viljum við und­ir­strika að um er að ræða fram­kvæmdir á vegum þjóð­garðs­ins og starfs­menn og verk­takar vinna sín verk með umboð frá stofn­un­inn­i. 

Nátt­úru­vernd og aðgengi

Í lögum um Vatna­jök­uls­þjóð­garð kemur m.a. fram að mark­mið þjóð­garðs­ins sé bæði að vernda nátt­úru sem og gefa almenn­ingi kost á að kynn­ast og njóta nátt­úru og sögu svæð­is­ins. Almennt gildir að eftir því sem aðgengi er auð­veld­ara fjölgar gest­un­um. Þá þarf að huga að innviðum til að tryggja að við­kvæm svæði geti tekið við meiri fjölda.  

Verk­efni Vatna­jök­uls­þjóð­garðs eru marg­slungin og oft er tog­streita milli mark­mið­anna um aðgengi og vernd nátt­úr­unn­ar. Síð­ustu miss­eri hefur mikil vinna átt sér stað innan þjóð­garðs­ins við að búa til skýr­ari vinnu­ferla og skerpa á ýmsum við­miðum til að tryggja að starf­semin gangi sem best fyrir sig. Mark­miðið er að vanda til verka, helst að koma í veg fyrir mis­tök en einnig að læra og bæta okkur í þeim til­vikum sem að gera má bet­ur. Við reynum því að vera auð­mjúk gagn­vart því stóra og flókna verk­efni sem okkur er trúað fyr­ir, hlusta á ábend­ingar og sjón­ar­mið sem flestra með opnum huga og máta allar ákvarð­anir við stefnu þjóð­garðs­ins og það hlut­verk sem þjóð­garð­inum er ætlað að sinna sam­kvæmt lögum og reglu­gerð.

Vega­gerð í Vest­ur­dal

Nærri tveir ára­tugir eru liðnir frá því að ákvörðun var tekin um að byggja upp nýjan veg vestan Jök­ulsár á Fjöllum og rúmur ára­tugur síðan fram­kvæmdir við hann hófust. Það er fyrst núna, á seinni hluta árs 2021, sem sér fyrir end­ann á þessu verki. Áhrif nýja veg­ar­ins hafa samt þegar birst að hluta til með auknum fjölda ferða­manna við Detti­foss vest­an­verðan sem var áður til­tölu­lega fásóttur staður en er nú einn aðal­á­fanga­staður ferða­manna á Íslandi. Með upp­byggðum og klæddum vegi vestan Jök­ulsár­gljúfra er ein­sýnt að hlut­fall ferða­manna sem fer þar um mun aukast á kostnað þeirra sem fara að aust­an­verðu. Eins er víst að fjöldi þeirra sem heim­sækir Vest­ur­dal og Hljóða­kletta mun marg­faldast, enda hvor staður um sig nú í alfara­leið, ólíkt því sem var þegar þangað var aðeins bíl­fært um nið­ur­grafna veg­slóða.

Ákvörðun um upp­byggðan veg vestan Jök­ulsár á Fjöllum var ekki tekin af Vatna­jök­uls­þjóð­garði. Þjóð­garð­ur­inn hefur hins vegar fengið í fangið það verk­efni að takast á við þær áskor­anir sem honum fylgja.  

Vest­ur­dalur er nátt­úruperla og þeim sem standa að Vatna­jök­uls­þjóð­garði er í mun um að standa vörð um þá perlu. Sú vernd getur þó tæp­ast falist í að halda fast í frum­stæðan mal­ar­veg sem nátt­úru­lega hindr­un  þegar klæðn­ing er kom­inn á Detti­foss­veg og aðgengi að Vest­ur­dal jafn auð­velt og raun ber vitni. Önnur stjórn­tæki þarf til að tryggja kyrrð­ar­upp­lifun gesta í Vest­ur­dal og hyggst Vatna­jök­uls­þjóð­garður beita slíkum stjórn­tækjum í fram­tíð­inni. Til marks um það er lagt til í breyt­ing­ar­til­lögu á núgild­andi stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun að stjórn þjóð­garðs­ins, í sam­vinnu við svæð­is­ráð og þjóð­garðs­vörð, sé heim­ilt að tak­marka umferð um dal­inn til að tryggja vernd­ar­mark­mið. Við slíkar ákvarð­anir getur stjórn þjóð­garðs­ins átt sam­ráð við nátt­úru­vernd­ar­sam­tök og leitað ráða hjá sér­fræð­ingum á því sviði t.d. innan háskólaum­hverf­is­ins.  

Stíga­gerð

Sam­kvæmt frétt Kjarn­ans um kæru SUNN til lög­reglu byggir sú kæra á að stíga­gerðin gangi gegn gild­andi stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun og deiliskipu­lagi svæð­is­ins. Jafn­framt eru þjóð­garðs­vörður og verk­taki ásak­aðir um að brjóta lög um Vatna­jök­uls­þjóð­garð og nátt­úru­vernd­ar­lög við frá­gang stíg­anna. 

Göngustígar í vestanverðu Ásbyrgi eftir stækkun.

Deiliskipu­lag er á for­ræði sveit­ar­fé­laga en stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun er á ábyrgð stjórnar Vatna­jök­uls­þjóð­garðs. Í gild­andi stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun Vatna­jök­uls­þjóð­garðs frá 2013 er kveðið á um að við­halda eigi góðu aðgengi í Ásbyrgi á völdum leiðum innan skóg­ar­ins. Þá er sér­stak­lega tekið fram að í tengslum við vega­fram­kvæmdir í Vest­ur­dal eigi að gera nýjan útsýn­is- og áning­ar­stað með göngu­leið­ar­teng­in­um. Þeir göngu­stígar sem nú er unnið við í Jök­ulsár­gljúfrum eru ann­ars­vegur breikkun og end­ur­bætur á tveimur eldri stígum og hins vegar nýr stígur til að tengja áning­ar­stað á Langa­vatns­höfða við núver­andi göngu­leiðir í Hljóða­klett­um. Þær fram­kvæmdir sem hér um ræðir hafa fengið styrk úr land­á­ætlun um upp­bygg­ingu inn­viða til verndar nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legum minjum og í styrk­um­sóknum verið færð rök fyrir nauð­syn þeirra og til­gang­i. 

Hjólastígur og reiðleið við Ás.

Sú stað­hæf­ing að núver­andi stíga­gerð gangi gegn núgild­andi stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun á því tæp­lega við rök að styðj­ast. Ábend­ingar sem snúa að verk­lagi og frá­gangi eru hins vegar eitt­hvað sem við tökum alvar­lega og var þegar hafin skoðun á því hvernig hægt væri að huga betur að þeim málum eins og m.a. kemur fram í bókun svæð­is­ráðs norð­ur­svæðis frá fundi ráðs­ins í lok júní síð­ast­lið­ins. Það er vilji stjórn­enda þjóð­garðs­ins að vandað verði til verka við frá­gang á stíg­unum og leitað leiða til að bæta fyrir hugs­an­leg mis­tök sem hafi átt sér stað á fram­kvæmda­tíma. 

Nýr göngustígur á Langavatnshöfða. Í sumar og fyrrasumar hafa nokkur hundruð manns gengið þessa leið á hverjum degi.

Í því sam­hengi er þó rétt halda til haga að verk sem þessi eru oft­ast nær áfanga­skipt og vinnu við þá þrjá stíga sem hér um ræðir er hvergi nærri lok­ið. Þannig á enn eftir að keyra efni í stíga, fjar­lægja grjót og slétta úr efn­is­haug­um, svo eitt­hvað sé nefn­t.  

Að lok­um…

Við erum stöðugt að læra og þurfum að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum að því marki sem það rúm­ast innan stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætl­unar og skaðar ekki nátt­úru þjóð­garðs­ins. Vatna­jök­uls­þjóð­garður vill styðja við heils­ár­ferða­þjón­ustu á norð­aust­ur­horn­inu. Liður í því er að bæta stíga þannig að þeir geti tekið við umferð stærri hluta árs­ins en áður þekkt­ist. Jafn­framt geta bættir göngu­stígar orðið val­kostur fyrir þá sem ann­ars færu um þjóð­garð­inn á einka­bif­reið, t.a.m. inn að Botns­tjörn í Ásbyrgi. Síð­ast en ekki síst vill þjóð­garð­ur­inn aðlaga sig að breyttum áherslum í úti­vist og vinna mark­visst að því að ólíkir úti­vist­ar­hópar fái þrif­ist í þjóð­garð­inum án þess að til árekstra komi á milli þeirra. 

Boð þjóð­garðs­ins um sam­tal og sam­ráð stendur enn og fagnar þjóð­garð­inum öllum athuga­semdum og ábend­ingum um það sem betur má fara í starf­sem­inni. Til að slíkar athuga­semdir leiði til betri fram­kvæmda þurfa þær hins vegar að ber­ast þjóð­garð­inum eftir réttum leiðum og sam­talið þarf að eiga sér stað. Lög­reglu­á­kærur sem bein­ast að ein­stak­lingum sem vinna fyrir þjóð­garð­inn eru ekki góður grunnur fyrir slíkt sam­tal. Við vonum því ein­læg­lega að í fram­tíð­inni sé hægt að beina sam­skiptum í upp­byggi­legri far­veg en raunin er með þau dæmi sem hér er fjallað um. 

Höf­undar eru for­maður stjórnar Vatna­jök­uls­þjóð­garðs og þjóð­garðs­vörður í Jök­ulsár­gljúfr­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar