Rafvæðum bílaleiguflotann

Jóhann Páll Jóhannsson vill að hið opinbera stígi fast inn með margvíslegum hætti til að flýta fyrir því að bílaleigufloti Íslands verði rafvæddur.

Auglýsing

Bíla­leigur kaupa meira en 40% af öllum nýskráðum bílum á Íslandi. Hvergi í heim­inum er hlut­fallið svona hátt. 

Ástæðan er ein­föld: Ísland er ferða­þjón­ustu­land með veikar almenn­ings­sam­göng­ur.

Ferða­menn fá skýr skila­boð um það strax við kom­una á Leifs­stöð hversu snubb­ótt almenn­ings­sam­göngu­kerfið er: inni á flug­vell­inum eru engar merk­ingar um að það gangi stræt­is­vagnar á Íslandi! Eða eins og upp­lýs­inga­full­trúi Strætó bs orð­aði það: „Þetta er eini flug­völlur Evr­ópu sem ég veit um þar sem er ekki bent á almenn­ings­sam­göng­ur.“

Bíla­leigu­bílar virð­ast vera aug­ljósi kost­ur­inn fyrir ferða­menn, sá sam­göngu­máti sem flestir þeirra velja. 

Þetta er vanda­mál út af fyrir sig því allir bílar treysta á kolefn­is­freka inn­viði og hafa slæm umhverf­is­á­hrif. Lofts­lags­vand­inn kallar á að við fækkum bílum og keyrum minna.

En þetta er sér­stakt áhyggju­efni í ljósi þess að aðeins brota­brot af bíla­flota bíla­leigu­fyr­ir­tækja gengur fyrir hreinni orku. Það eru við­skipta­legar ástæður fyrir þessu: hag­kvæm­ast að kaupa og leigja út litla og ódýra bens­ín­bíla og lítil eft­ir­spurn meðal ferða­manna eftir bílum sem þarf að stinga reglu­lega í sam­band á flakk­inu um land­ið.

Bíla­leigu­bílar eru 7,3% af bíla­flota Íslands en valda 10,6% af losun vegna sam­gangna á lands­vísu. Bíl­arnir fara svo á eft­ir­markað og gefur auga leið að þetta hefur gríð­ar­leg áhrif á það, mörg ár fram í tím­ann, hvernig bíla­floti lands­manna er sam­an­sett­ur. 

Auglýsing
Þannig er tómt mál að tala um alvöru raf­bíla­væð­ingu á Íslandi nema bíla­leigu­fyr­ir­tækin taki fullan þátt í henni.

Það er ekki raun­hæft nema hið opin­bera stígi inn: styðji af miklu meiri krafti við upp­bygg­ingu hleðslu­inn­viða, m.a. við Kefla­vík­ur­flug­völl og við hótel og gisti­staði víða um land, og beiti skattaí­viln­unum jafnt sem tíma­settum kvöð­um, ákveði að innan ákveð­ins ára­fjölda þurfi hlut­fall hrein­orku­bíla í heild­ar­inn­kaupum eða heild­ar­flota fyr­ir­tækj­anna að vera orðið mun hærra en nú er. 

Með skipu­legum aðgerðum og inn­viða­upp­bygg­ingu af þessu tagi getum við bæði gert Ísland að vist­vænna ferða­þjón­ustu­landi og hraðað raf­bíla­væð­ingu almenna bíla­flot­ans. 

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur sett mark­mið um 21% sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá vega­sam­göngum fyrir árið 2030. Til sam­an­burðar hafa t.d. Finnar ein­sett sér að draga úr losun frá inn­an­lands­sam­göngum um 50% á sama tíma­bili og Svíar um 70%.

Upp­bygg­ing almenn­ings­sam­gangna og breyttar ferða­venjur eru for­senda alvöru árang­urs í lofts­lags­mál­um. Við verðum að gera eft­ir­sókn­ar­vert, ein­falt og þægi­legt, bæði fyrir Íslend­inga og ferða­menn, að ferð­ast um landið án þess að eiga eða leigja bíl. 

En raf­væð­ing bíla­leigu­flot­ans skiptir líka máli – og gæti orðið lyk­ill­inn að því að draga hraðar úr losun frá vega­sam­göngum næstu árin heldur en núver­andi rík­is­stjórn hefur boð­að. Kýlum á þetta.

Höf­undur er þing­fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar