Allt tengist

Markmið Parísarsamkomulagsins um að hitastig frá því fyrir iðnbyltingu fari ekki yfir 1,5 gráður, mun ekki nást, skrifar Stefán Jón Hafstein. „Nei, það mun ekki nást því að líkurnar eru engar ef miðað er við frammistöðu til þessa dags.“

Auglýsing

Fyrir skömmu birt­ust nýj­ustu mæl­ingar á Vel­sæld­ar­vísi­tölu mann­kyns (Human Develop­ment Index) og sýndu fyrstu nið­ur­sveiflu síðan mæl­ingar hófust fyrir síð­ustu alda­mót. Vel­sæld­ar­vísi­talan var fyrst hugsuð sem mót­vægi við þá „vel­sæld“ sem vax­andi hag­vöxtur og lands­fram­leiðsla ríkja átti að sýna – því þar sagði fátt af raun­veru­legum lífs­kjörum alls fólks­ins. Þau eru nú á nið­ur­leið. Svona fréttir eru dag­leg­ar. Nú er sýnt fram á að ríki Evr­ópu­sam­bands­ins sói meiri mat en þau flytja inn, meira en 150 millj­ónum tonna á ári. Í sam­hengi við þá hræði­legu hung­ursneyð sem blasir við á Horni Afr­íku eftir fimm ár í röð án upp­skeru er mat­ar­sóun Evr­ópu­sam­bands­ins árlega fimm sinnum meiri en nemur mat­ar­þörf­inni í neyð­ar­að­stoð í þessum heims­hluta.

Nú í mán­uð­inum kom fram ákall leið­toga heims­ins um neyð­ar­á­stand í fæðu­ör­ygg­is­málum. Bætum aðeins í: Í vik­unni var enn hnykkt á því að ef mann­kyn vinnur kol, olíu og gas úr þeim lindum og námum sem nú þegar eru þekktar muni öll mark­mið um að halda hlýnun innan marka verða mark­laus. Reyndar ættum við að tak­marka okkur við vinnslu á innan við helm­ingi þess sem þegar er vitað um. Samt verja ríki heims­ins meira fé í leit að olíu og gasi en í leit að vist­vænum lausn­um.

Svona fréttir eru nið­ur­drep­andi og óskilj­an­legar einar og sér og þess vegna leit­ast ég við í nýrri bók minni, Heim­ur­inn eins og hann er, að ræða sam­hengi hlut­anna. Að skoða heims­mynd­ina minnir mig stundum á mynd­verk frá Fen­eyjat­ví­ær­ingnum 2019 þar sem lista­mað­ur­inn hafði klippt saman ræmur úr 48 hörm­unga­kvik­myndum og ruglað saman hljóðrásum frá þeim öllum svo yfir mann dundi sjón­ræn og hljóð­ræn upp­lifun um magn­aða klikkun þar sem hver lífs­reynsla var fyrir sig en allt í heild samt.

Því eins og León­ardó da Vinci sagði: Allt teng­ist.

Ekki upp­lífg­andi

Því miður er sam­hengið ekki beint upp­lífg­andi. Stærsti ein­staki valdur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og þar með hnatt­rænnar hlýn­unar af manna­völdum er land­bún­að­ur. Fæðu­öflun mann­kyns. Hrunið í vist­kerfum heims­ins teng­ist þessu tvennu beint. Við höfum eytt 70 pró­sentum af plöntum og dýrum síð­ustu 50 ár til að kynda undir ofnum iðn­ríkj­anna og breyta villtum lendum í rækt­ar­lönd fyrir eins­leitar plöntur sem fóðra okk­ur. Millj­arðar manna eru á leið inn á sviðið næstu þrjá ára­tugi og hvaðan kemur fæða handa þeim?

Auglýsing

Sam­hengið

Ef vanda­mál dags­ins í dag tengj­ast inn­byrðis skulum við tengja þær lausnir sem bent hefur verið á og hversu lík­legt er að þeim verði náð.

1) Að draga úr losun og miða við að hlýnun fari ekki upp fyrir 1,5 gráður miðað við hita­stig á jörðu fyrir iðn­bylt­ingu. Þetta er Par­ís­ar­sam­komu­lagið frá 2015 og það mun ekki nást. Nei, það mun ekki nást því að lík­urnar eru engar ef miðað er við frammi­stöðu til þessa dags. Við stefnum lík­lega langt yfir 2 gráður og kannski í þrjár sem verður ákaf­lega erfitt.

2) Sam­tímis því að draga stór­lega úr losun á næstu árum ætl­uðum við að ná Heims­mark­mið­un­um, til dæmis um að útrýma fátækt og hungri fyrir 2030. Þau munu heldur ekki nást. Úti­lok­að. Þetta var ljóst fyrir Kóvid og fyrir Úkra­ínu­stríð – þessi áföll tvö gera bara dökka mynd ennþá dekkri. Heims­mark­miðin eru alls 17 með 170 und­ir­mark­mið og lík­legt er að fæstum verði náð á þeim átta upp­skeru­tíma­bilum sem eftir eru fram til 2030.

Ástæðan er ekki að þau séu slæm eða óraun­hæf, þau eru góð en óraun­hæf - miðað við það fjár­magn og kraft sem settur er í að ná þeim.

3) Árið 2020 lýstu 90 þjóð­ar­leið­togar yfir neyð­ar­á­standi í vist­kerfum heims­ins og settu það mark að árið 2030 verði komið á nátt­úru­vænt ástand. Engin raun­veru­lega ummerki eru um skref í þá átt sem munar um. Brenna regn­skóga, bræða jökla, hita höf­in, drepa dýr og plönt­ur? Allt heldur áfram af fít­ons­krafti. Svokölluð „sjötta útrým­ing“ í jarð­sögu­legum skiln­ingi er á fullri ferð.

Þetta er sam­heng­ið: Við ætlum að draga stór­lega úr útblæstri á næstu átta árum, eyða fátækt og hungri, stöðva eyð­ingu vist­kerf­anna og taka upp nátt­úru­væna lífs­hætti. Allt í einu. Á næsta augna­bliki.

Þetta óvið­ráð­an­lega verk­efni skýrir að Vel­sæld­ar­vístitala mann­kyns tekur nú dýfu því við erum komin langt út fyrir þol­mörk jarð­ar. Það er á þess­ari ögur­stundu sem við upp­götvum að tvær sam­eig­in­legar auð­lindir alls sem lifir á jörðu eru ekki óþrjót­andi: And­rúms­loft­ið, og tím­inn sem við höfum til að takast á við vand­ann.

Í bók­inni minni, Heim­ur­inn eins og hann er, leyfi ég inn­sæ­inu stundum að ráða fram­vindu frá­sagn­ar­innar eins og sést af þessum leið­ar­stefn­um: Allt teng­ist – og – tím­inn vinnur ekki með okk­ur.

Um höf­und­inn: Stefán Jón Haf­­stein hefur um ára­bil starfað í utan­­­rík­­is­­þjón­ust­unni, m.a. í Afr­íku og verið fasta­­full­­trúi Íslands hjá stofn­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Greinin er byggð á úttekt höf­undar í nýkút­­kominni bók: Heim­­ur­inn eins og hann er. Mynd­­irnar eru einnig úr bók­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar