Víðtækar afleiðingar ósigra Rússlands

Jón Ormur Halldórsson segir að Rússland muni ekki sigra í stríðinu í Úkraínu og ekki ná nágrannaríkinu undir sig. Pútín eigi enga góða kosti í stöðunni.

Auglýsing

Við vitum ekki enn hvernig stríðið fer. Þó er orðið ljóst að Rúss­land mun ekki ná Úkra­ínu undir sig og ekki sigra í stríð­inu í neinum skiln­ingi. Hót­anir Pútíns um enn meiri óskapnað segja fyrst og fremst sögu um þá þröngu stöðu sem hann er kom­inn í bæði heima fyrir og á alþjóða­vett­vangi. Mögu­leikar hans til að semja sig frá ósigri fara minnk­andi og því fylgja hætt­ur. Stríðið mun því halda áfram, lík­lega um nokkra hríð. 

Fram­tíð Rúss­lands í húfi

Heima fyrir er fram­tíð valda­kerfis Rúss­lands í húfi. Í alþjóða­kerf­inu hefur staða Rúss­lands laskast veru­lega eftir póli­tískan upp­gang síð­ustu ára. Þetta er ekki fyrst og fremst vegna stríðs­glæpa rúss­neska hers­ins, þótt þeir hafi vakið við­bjóð víða um heim, heldur vegna þess að ekk­ert stór­veldi er sterkara en það sýn­ist vera. Því er stór­veldum fátt hættu­legra en að van­máttur þeirra verði öðrum sýni­leg­ur.   

Afleið­ingar hrak­fara rúss­neska hers­ins eru víð­tækar og gætu orði lang­vinn­ar. Stríðið hefur nú þegar vegið alvar­lega að fram­tíð efna­hags­lífs Rússa með því að lama mögu­leika til vaxtar í nútíma­legri greinum atvinnu­lífs­ins. Um leið hafa verð­mæt­ustu mark­aðir Rússa fyrir bæði hrá­vöru og flókn­ari fram­leiðslu lok­ast. Við­skiptin við Vest­ur­lönd voru mun verð­mæt­ari en við­skipti við Kína geta orð­ið. 

Tveir tap­aðir lyklar 

Draumur Pútíns var um hnatt­rænt stór­veldi sem gæti gert hags­muna­banda­lög við önnur stór­veldi eftir hent­ug­leik­um. Í þessum draumi átti Rúss­land ekki aðeins að ráða mestu á öllum sínum nær­svæðum heldur átti það einnig að vera öfl­ugt stór­veldi á fjar­læg­ari svæðum eins og vel sést af íhlutun Rússa í stríðin í Sýr­land og Líbýu og nýlegum til­raunum til áhrifa í Afr­íku og Asíu. 

Auglýsing
Tveir lyklar voru að þess­ari fram­tíð. Annar var meint hnignum Vest­ur­landa og sundr­ung innan hinnar frjáls­lyndu Evr­ópu. Þar hafði Pútín náð veru­legum ítökum hjá hópum lengst til hægri og vinstri. Þær vin­sældir eru orðnar að feimn­is­máli og eru núorðið víða bundnar við jaðra þeirra flokka sem standa yst til hægri og vinstri. Um leið hefur Evr­ópa staðið mun þéttar saman en flestir Evr­ópu­menn þorðu að vona. Sam­eig­in­legar varnir álf­unnar munu líka verða stór­lega efldar á næstu árum og sam­vinna enn aukin á mik­il­vægum svið­u­m.    

Heim­ur­inn

Hinn lyk­ill­inn var hags­muna­banda­lög Rússa við Kína, Ind­land, Tyrk­land, Íran og smærri ríki innan ESB í þeim til­gangi að reisa skorður við áhrifum Vest­ur­landa og sundra Evr­ópu sem mest. Kína, Ind­land og Tyrk­land hafa nú öll brugð­ist vonum Pútíns og reynst óviljug til að hjálpa Rússum nema að kaupa af þeim olíu með miklum afslætti. Nið­ur­staðan er sú að Rúss­land er nú þegar orðið mun háð­ara Kína en áður, bæði póli­tískt og efna­hags­lega. Hættan fyrir Rússa, og raunar líka Vest­ur­lönd, er sú að Rúss­land verði nær alger­lega háð Kína. 

Þetta er vegna þess að við­skipta­þving­anir Vest­ur­landa hafa virkað mun betur en margir reikn­uðu með, þótt þær séu í leið­inni enn meira íþyngj­andi fyrir Evr­ópu en margir von­uðu. Til lengri tíma eru þær hættu­legar því þær geta ekki aðeins gert Rúss­land fátækara og van­þró­aðra heldur einnig afhent Kína lyk­il­stöðu í rúss­nesku efna­hags­líf­i.  

Sigur eða tap Kína?

Kína gæti annað hvort orðið það ríki sem hagn­ast mest af stríð­inu í Úkra­ínu eða land sem tapar stórt á átök­un­um. Kín­verjar eru yfir­leitt ekki ævin­týra­menn í alþjóða­málum og eru því mjög pirraðir á Pútín fyrir að trufla gang heims­mála með stríði sem veldur ekki aðeins tví­sýnu póli­tísku upp­gjöri heldur líka alþjóð­legri efna­hag­skreppu. Kína myndi hagn­ast mjög til lengri tíma, bæði efna­hags­lega og póli­tíst, ef veikt Rúss­land félli því í fang. Fall Pútín­stjórn­ar­innar og ein­hvers konar lýð­ræði í Rúss­landi væri hins vegar mikið áfall fyrir Kín­verja því þeir deila með Pútín draumum um veik­ari og sundraðri Vest­ur­lönd þótt Rúss­land sé þar í öllu minna hlut­verki en í draumi Pútíns. Þeir vilja því verja Pútín falli þótt þeir telji fram­göngu hans í Úkra­ínu vera óðs manns æði.     

Hættu­leg skref

Með her­út­boði og inn­limun hluta Úkra­ínu í Rúss­land hefur Pútín gert almenn­ing í Rúss­land að beinni aðila að stríð­inu en áður var. Þetta skref hafði hann forð­ast í sjö mán­uði. Um leið hefur hann með inn­limun her­tek­inna svæða snúið stríð­inu upp í varn­ar­stríð Rúss­lands gegn Vest­ur­lönd­um. Hvort tveggja felur í sér svo miklar hættur að ljóst má vera að örvænt­ing hefur gripið um sig í valda­klíku Pútíns. Ljóst er að Pútín van­mat stór­kost­lega afl Vest­ur­landa og þá sér­stak­lega Evr­ópu­ríkja til að standa saman og ekki síður vilja úkra­ínsku þjóð­ar­innar til að verja sjálf­stæði sitt. Nú mun reyna á það hvort mat hans á rúss­nesku þjóð­inni er eins rang­t.    

Þjóðin

Rúss­neska þjóðin hefur til þessa að mestu leyti getað leitt stríðið hjá sér en stuðn­ingur við það hefur þó verið greini­leg­ur. And­staða við stríðið er að mestu þögul og hefur helst birst í flótta ungs og vel mennt­aðs fólks frá Rúss­landi. Þetta gæti breyst hratt ef hund­ruð þús­unda manna og kvenna verðar þving­aðar til þjón­ustu á blóð­völlum Úkra­ínu, sér­stak­lega ef sigrar vinn­ast ekki og sam­dráttur verður víð­tækur og djúpur í efna­hags­líf­inu. Í þessu felst lífs­hætta fyrir valda­klíku Pútíns. 

Bjargar her­út­boð rúss­neska hern­um?

Her­út­boðið gæti á end­anum tvö­faldað lið­styrk Rússa í Úkra­ínu. Skortur á mann­afla í inn­rás­ar­hernum er hins vegar afleið­ing ófara Rússa frekar en orsök þeirra. Orsak­irnar eru marg­ar. Áhuga­leysi her­manna á því að hætta lífi sínu fyrir óljósan mál­stað er ein. Önnur er að stjórn hers­ins hefur verið veik­burða og það af ýmsum ástæð­um. Eitt er að upp­haf­lega plön hers­ins byggð­ust á órum Pútíns sjálfs um úkra­ínsku þjóð­ina og valda­menn henn­ar. Annað er að tækja­bún­aður hers­ins hefur virkað verr en menn reikn­uðu með. Við þetta bæt­ist svo úrelt her­stjórn­ar­list byggð á mik­illi mið­stýr­ingu, víð­tæk spill­ing á meðal yfir­manna og snilli úkra­ínska hers­ins við að nýta sér veik­leika rúss­neska hers­ins.

Aukið her­út­boð gæti styrkt varn­ar­línur rúss­neska hers­ins þar sem þær eru við­kvæm­astar en það tekur langan tíma. Önnur vanda­mál hers­ins eru lík­legri til að fara vax­andi, eins og skortur á not­hæfum vopnum en fram­leiðsla á hátækni­vopnum hefur trufl­ast vegna við­skipta­þving­ana og áhuga­leysis Kína á að hjálpa Pútín. Hund­ruð þús­unda óviljugra og lítið þjálfaðra vara­liða munu varla bæta lið­sand­ann og bar­áttu­vilj­ann. Aga­leysi hers­ins mun heldur varla minnka nú þegar þús­undir fanga með langa dóma fyrir ofbeld­is­glæpi eru á leið úr fang­elsum Rúss­lands til víg­valla Úkra­ínu í skiptum fyrir sak­ar­upp­gjöf.       

Vest­ur­lönd og stærsta hættan

Pútín á enga góða kosti í Úkra­ínu. Í því fel­ast miklar hætt­ur. Það er fyrst og fremst tvennt sem Pútín hefur notað gegn Vest­ur­lönd­um. Annað er að loka fyrir orku­flutn­inga til Evr­ópu og hitt að hóta beit­ingu kjarn­orku­vopna. 

­Evr­ópa virð­ist ætla að standa af sér fyrri ógn­ina þótt efna­hag­skreppa, versn­andi lífs­kjör og marg­vís­leg óþæg­indi blasi nú við þjóðum álf­unn­ar. Um leið er farið að þrengja óþægi­lega að í efna­hags­lífi Rúss­lands og mjög alvar­legar ógnir við fram­tíð atvinnu­lífs lands­ins eru að verða ljós­ari. Hót­anir um notkun kjarn­orku­sprengja er því smám saman að verða eina virka vopn Pútíns gegn Vest­ur­lönd­um.  

Kjarn­orku­árás á Vest­ur­lönd er mjög ólík­leg enda gætu afleið­ing­arnar orðið ólýs­an­legar fyrir Rúss­land. Notkun svo­nefndra taktískra kjarn­orku­vopna á víg­völl­unum sjálfum er hins vegar hugs­an­leg. Tvennt mælir þó sterk­lega gegn því. Annað er að þetta myndi ein­angra Rússa enn frek­ar. Hin er að vopn af þessu tagi gera ekki endi­lega mikið gagn gegn her eins og þeim úkra­ínska sem teflir fram til­tölu­lega litl­um, sveigj­an­legum og fær­an­legum her­sveit­um. Ein­kenni rúss­neska hers­ins er að tefla fram stórum mið­stýrðum her­deildum í skjóli stór­skota­liðs og skrið­dreka. Vand­ræði Rússa snú­ast því ekki um að sprengj­urnar þeirra séu ekki nógu stór­ar. 

Skásti kostur fyrir Rússa?

Þrá­tefli og fryst­ing stríðs­ins er lík­lega skásta nið­ur­staða sem Pútín getur von­ast eft­ir. Þetta gæti gefið honum tvennt. Annað er að forða beinum hern­að­ar­legum ósigri sem gæti haft ófyr­ir­sjá­an­leg áhrif innan Rúss­lands og á stöðu rík­is­ins útá­við. Hitt er að þrá­tefli myndi veikja Úkra­ínu til lang­frama og koma í veg fyrir að þar geti þrif­ist blóm­legt þjóð­fé­lag en opin og frjáls Úkra­ína væri óþol­andi fyr­ir­mynd við hlið Rúss­lands. Þrá­tefli gæti líka gefið Pútín vonir um að sam­staða Vest­ur­landa bresti á end­an­um. Í þessu ljósi er lík­lega best að horfa á útkvaðn­ingu vara­liðs rúss­neska hers­ins. Það gæti, ef vel geng­ur, hjálpað Rússum til að halda hluta þeirra svæða sem þeir hafa þegar her­tekið og keypt tíma fyrir Pútín sem trúir því enn að Vest­ur­lönd séu ört hnign­andi og óguð­legt lasta­bæli sem skorti sið­ferði­legan styrk.      

Höf­undur er alþjóða­­­­stjórn­­­­­­­mála­fræð­ing­­­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit