Eltihrellir blaðamanns, lúsmý, kröfur flugmanna og svindl á hlutabótaleiðinni

Árið 2020 varð á endanum allt öðruvísi en flestir bjuggust við þegar það hófst. Mest lesnu fréttaskýringar ársins af innlendum vettvangi á Kjarnanum endurspegla það.

innlfs2020.jpeg
Auglýsing

5. Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar

Alls 160 launa­greið­endur ósk­uðu eftir því að fá að breyta áður til­greindum launa­greiðslum til hækk­unar áður en þeir sóttu um að setja starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Af þeim ósk­uðu 99 eftir breyt­ingum á launa­greiðslur fyrir jan­úar og febr­úar 2020. Eftir breyt­ing­arnar hækk­uðu upp­gefin laun hóps­ins um alls 114 millj­ónir króna frá því sem áður var. Sam­hliða hækk­uðu greiðslur vegna hluta­bóta­leið­ar­innar til hans um sam­bæri­lega tölu.

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um hluta­bóta­leið­ina sagði að leiða mætti líkum „að því að meiri­hluti umræddra breyt­inga byggi á hæpnum grunni og til­gang­ur­inn sé að ná hærri greiðslum úr rík­is­sjóði. Rík­is­end­ur­skoðun telur að svo miklar breyt­ingar veki upp spurn­ingar um ástæður umræddra breyt­inga og að kanna þurfi rétt­mæti þeirra.“

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér. 

4. Enginn hefur sýnt annan eins forkastanlegan ásetning

Í byrjun mars var verið að takast hart á um fyrirhugaða Hagavatnsvirkjun. 

Forseti Ferðafélags Íslands sagði það „hreina ósvífni“ og til marks um „fúsk og faglegt siðleysi“ að Íslensk vatnsorka ehf. reyndi að „svindla sér fram hjá faglegri skoðun“ með því að leggja fram tillögu að Hagavatnsvirkjun rétt undir þeim stærðarmörkum sem kallaði á meðferð í rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Á sama tíma væri boðað að aðeins væri um fyrsta áfanga að ræða. Til stæði að stækka virkjunina með því að nýta vatnasvið Jarlhettukvíslar sem væri á milli Langjökuls og móbergshryggjarins Jarlhetta.

Auglýsing
Það væri til marks um „fúsk“ að Íslensk vatnsorka ehf., sem áformaði virkjun við Hagavatn, reyndi að „svindla sér fram hjá“ rammaáætlun. 

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér. 

3. Flugmenn vildu að fólk með yfir milljón á mánuði fengi fullar atvinnuleysisbætur

Í marsmánuði var verið að samþykkja allskyns úrræði til að hjálpa fólki og fyrirtækjum vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst var að ríkissjóður yrði að taka á sig miklar byrðar. Eitt þeirra úrræða sem kynnt var til leiks var hin svokallaða hlutabótaleið. Félag íslenskra atvinnuflugmanna skilaði umsögn um hana þar sem kom fram að það teldi það sanngjarnt að fólk sem haldi launum frá atvinnurekenda sem yrðu yfir milljón krónur á mánuði myndu samt fullar atvinnuleysisbætur úr ríkissjóði. Ástæðan væri meðal annars sú að hópurinn hafi greitt svo mikið í skatt.

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér. 

2. Tíu staðreyndir um lúsmý 

Mikill vargur hefur herjað á landsmenn síðastliðin sumur en hann leggst einkum á fólk í svefni, sækir inn um opna glugga á kvöldin og nóttunni á ákveðnum stöðum á suðvesturhorni landsins.

Um er að ræða lúsmý og Kjarninn fór yfir þetta fyrirbæri í tíu staðreyndum þegar ónot vegna þess stóðu sem hæst í sumar. 

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.

1. Starfsmaður Samherja áreitti Helga Selja mánuðum saman

Starfsmaður Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, Jón Óttar Ólafsson, var, allt frá því umfjöllun Kveiks og Stundarinnar birtist þann 12. nóvember á síðasta ári og fram til ágústloka 2020, tíður gestur á Kaffifélaginu, kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur, einatt til að hitta á og ná tali af Helga Seljan blaðamanni á RÚV – en þar hittist hópur fólks iðulega á morgnana til að spjalla um daginn og veginn. Jón Óttar sendi enn fremur ítrekað skilaboð til Helga, bæði í gegnum SMS og Facebook-reikning eiginkonu sinnar.

Kjarninn fjallaði um málið í fréttaskýringu sem birtist 27. ágúst. Þar sagðist Helgi telja að tilgangurinn væri líklegast sá að hræða hann eða ógna að einhverju leyti. 

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk