Hörður Torfason flytur baráttutengda söngva sína

Í mars á næsta ári verða 50 ár liðin frá því að Hörður Torfason gaf út fyrstu plötu sína. Hann ætlar að minnast þess áfanga með því að gefa út söngva sem eiga það sameiginlegt að vera baráttutengdar vangaveltur.

5d002e1dd48a172e57f63f91d5f2ac25.jpeg
Auglýsing

Flestir þekkja Hörð Torfason líklega sem tónlistarmann, trúbadúr sem hefur verið áberandi á því sviði í áratugi. Hann hefur samið og sungið lög sem notið hafa vinsælda, gefið út plötur og haldið óteljandi tónleika.

Þrátt fyrir augljósa hæfileika á tónlistarsviðinu liggja rætur Harðar þó í leiklistinni, nokkuð sem allir þeir þekkja sem hafa séð hvernig hann fléttar saman leiklist og tónlist á tónleikum. Þar leikur hann á strengi gleði og gáska eða trega og sorgar og áhorfendur sitja ýmist hugsandi og þegjandalegir, syngjandi með, eða skellihlæjandi. 

Hörður hefur oft verið nefndur nestor íslenskra trúbadúra — sá sem ruddi brautina, fór fyrstur um landið sem syngjandi skáld, söngvaskáld eins og hann kaus að kalla starf sitt fyrir óralöngu. Hann var þó ekki bara syngjandi skáld heldur boðberi nýrra viðhorfa þar sem hann nýtti tækni og anda sviðslista til að skapa umgjörð og stígandi fyrir sögurnar sem hann segir okkur með tónum og textum, sögur af sér, sögur af okkur og okkar samfélagi með mannréttindi sem áhersluatriði, en er hann margverðlaunaður fyrir mannréttindabaráttu sína og list. 

Auglýsing
Hörður hefur starfað sem sjálfstæður listamaður síðan 1974 en það þýðir að hann hefur enga styrktaraðila á bakvið sig. Flestir eru sammála um að Hörður hefur aldrei farið um með hávaða og látum kyrjandi baráttusöngva og pólitísk slagorð heldur hefur hann verið lágstemmdur og áhrifamikill. Hér bregður þó öðruvísi við því á plötunni DROPAR flytur hann baráttutengda söngva sína en um þá segir hann: „Þar sem 50 ár verða liðin í mars árið 2021 frá því að fyrsta platan mín kom út, og réttindabarátta hefur einkennt feril minn, fannst mér kjörið að minnast þessa áfanga með því að gefa út nokkra söngva sem eiga það sameiginlegt að vera baráttutengdar vangaveltur. Almennt hef ég ekki sungið marga baráttusöngva á ferlinum heldur kosið að láta verkin tala á því sviði. Þegar ég hóf baráttu mína árið 1975 á jafn litlu landi og Ísland er, varð sýnileikinn sterkari en öll orð.“

Hörður segist oft hafa haft það til siðs að fara í hljóðver og taka upp tug söngvaskissa í einni lotu. „Ein taka á söng og ekkert lagað eftir á. Síðan hef ég valið úr þeim fyrir heilstæða plötu. Síðastliðið vor fór ég í hljóðver Vilhjálms Guðjónssonar til að taka upp nokkrar söngvaskissur. Þá bar svo við að Villi finnur upptökur frá 1 júlí 2010. Þetta voru 16 söngvar, allir fjölluðu þeir um baráttu og ég hafði hreint út sagt steingleymt þessum upptökum. Kannski engin furða þar sem ég var stuttu seinna kominn á ferð og flug víða um heiminn með fyrirlestra um starfsaðferðir mínar. Það sér ekki fyrir endann á þeirri iðju. 

En í sumar tók ég upptökurnar með mér heim og hlustaði vel á söngvana, valdi úr þeim til hljóðblöndunar og stefni nú að því að koma þeim út á plötu sem ég kalla DROPAR.“    

 1.   hlustaðu á mig                                                           
 2.   baráttusöngur                                                            
 3.   gjaldið                                                                                     
 4.   kuldi                                                                                           
 5.   valdið er okkar                                                            
 6.   hvað varðar mig um þig veröld?       
 7.   venjulegur maður                           
 8.   þessvegna verð ég kyrr                  
 9.   landi minn                                       
 10. til hvers?                                         
 11. uppgjörið                                         
 12. nöldurskjóða

Hörður segir þessa söngva falla að þeirri hugmynd sem hann var með í kollinum um að senda frá sér 3-4 verk á þessu afmælisári þegar hann fagnar 75 ára aldri. „Verk sem myndu kallast á við bækur mínar Bylting og Tabú. Ég byrjaði á því að senda frá mér bókina „75 sungnar sögur“ þann 1 ágúst í tilefni þessa að þá voru nákvæmlega 50 ár frá því að ég hóf að beita mér í mannréttindabaráttu. Fram að því hafði ég aðeins verið að þreifa fyrir mér sem listamaður. Þarna öðlaðist ég djúpstæðan tilgang í lífinu og fékk að launum listrænt frelsi. 

Ég velti útgáfumálum plötunnar fyrir mér og fann Karolina Fund. Það var rétta lausnin. Ég hafði kynnst slíkum fjáröflunarleiðum á ferðalögum mínum sérstaklega á Nýja Sjálandi þar sem komin er löng og góð reynsla á þessa fjármögnunaraðferð. Karolina Fund er snöll lausn og á örugglega eftir að fara vaxandi í framtíðinni.“

Vinylplatan DROPAR verður gefin út í 250 eintökum og verður ekki sett á tónlistarveitu. 

Hægt er að styrkja verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk