Hrífandi bók um huldufólksbyggðir

Bókmenntagagnrýnandi Kjarnans fjallar um bókina Hulduheimar – Huldufólksbyggð á Íslandi eftir Símon Jón Jóhannsson.

Dverghamrar. Foss á Síðu í baksýn
Dverghamrar. Foss á Síðu í baksýn
Auglýsing

Huldu­heimar – Huld­fólks­byggðir á Íslandi

Símon Jón Jóhanns­son tók sam­an.

Ljós­mynd­ir: Ívar Giss­ur­ar­son o.fl.

Korta­gerð: Guð­jón Ingi Hauks­son.

Ísland er óþrjót­andi upp­spretta þegar kemur að því að upp­lifa landið og hið sér­stæða sam­band manns­ins við það. Hér á landi hefur þetta sam­band tekið á sig sum­part sýni­legri myndir en í nágranna­löndum okk­ar, hugs­an­lega vegna þess hvernig það var numið – hér kom mað­ur­inn að nátt­úru sem var ólík flestu því sem hann þekkti í öðrum löndum og hér var nátt­úran kvik­ari og óút­reikn­an­legri en mað­ur­inn þekkti til ann­ars stað­ar. Eld­gos og jarð­skjálftar köll­uðu á skýr­ingar og lík­legt er að margt annað – til dæmis sér­stök nátt­úru­vætti – hafi kallað eftir túlkun sem talist gæti rök­rétt og eðli­leg.

Það er kannski í slíku ljósi sem ber að skoða álfatrúna og þá vissu, að hér fyr­ir­fynd­ust sér­stakar álfa­byggðir og meira að segja álfa­kirkj­ur, stundum í nánd við bæi og byggðir mann­anna, en líka faldar í afdölum og á afskekktum stöð­um. Um álfa hefur það verið sagt að þeir séu ívið minni að vexti en við menn­irn­ir, beri sig betur og glæsi­leg­ar, séu vel til­hafðir og klæð­ist fal­legum og lit­ríkum föt­um, hafi yndi af fögrum söng og þokka­fullum dansi, að híbýli þeirra séu yfir­leitt glæsi­legri og til­komu­meiri en manna­bú­staðir og umfram allt snyrti­legri. Lýs­ing okkar Íslend­inga á álfum er senni­lega það sem við komum næst sjálfs­gagn­rýni.

Auglýsing

Það er því ekki úr vegi að hampa lít­illi og elsku­legri bók sem komið hefur út fyrir skemmstu. Hún heitir Huldu­heim­ar. Huldu­fólks­byggðir á Íslandi og fjallar um álfa­byggðir þessa land í skipu­legri fram­setn­ingu þjóð­fræð­ings­ins Sím­onar Jóns Jóhann­es­sonar þar sem hann fer með les­and­ann hring­inn í kringum landið og lýsir rúm­lega átta­tíu stöðum þar sem álfar eiga heima – að því er munn­mæli, sög­ur, sagn­ir, fjöl­miðlar og aðrar heim­ildir kveða á um. Hver slíkur staður fær einn kafla þar sem Símon Jón gerir grein fyrir því sem þekkt er um hann, hann er einnig merktur á læsi­legu korti sem Guð­jón Ingi Hauks­son hann­aði; auk þess sýna grein­ar­góðar ljós­myndir Ívars Giss­ur­ar­sonar stað­inn og umhverfi hans. Þeim ferða­manni sem leggur á sig hring­ferð um landið til að heiðra álfa lands­ins með heim­sókn á þannig ekki í neinum vanda með að rata á réttan stað.

Álfkonusteinninn í Hringsdal við Arnarfjörð Mynd: Ívar Gissurarson

Það vekur athygli, að álfa­byggðir virð­ast dreifast sæmi­lega jafnt um land­ið. Þannig er að finna 9 staði á Reykja­nesi og höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 13 staði á Vest­ur­landi og 8 á Vest­fjörð­um, 20 á Norð­ur­landi, 9 á Aust­ur­landi og loks 20 á Suð­ur­landi. Það virð­ist því aug­ljóst að álfum hefur tek­ist ívið betur til með sína byggða­stefnu en okkur mann­fólk­inu og er það vissu­lega umhugs­un­ar­vert. Þá skal nefna að í bók­inni er einnig að finna fróð­legan Inn­gang um huldu­fólk og eig­in­leika þess og í bók­ar­lok er sér­stakur kafli um kross­göt­ur, en á slíkum geta útsjón­ar­samir menn náð sér í ýmsar vel­gjörðir og auð­æfi svo fremi það sé gert á réttum tíma. Hvaða tími það er, geta útsjón­ar­samir kom­ist að með því að blaða í bók­inni hans Sím­onar Jóns.

Hul­iðs­heimar – Huldu­fólks­byggðir á Íslandi hvetur sann­ar­lega til að fara hring­inn um landið og kynn­ast betur hinum leynd­ar­dóms­fullu álf­um. Það getur svo sann­ar­lega verið ferð­innar virði, tala nú ekki um ef það getur orðið til þess að kyn­slóðir treysti böndin sín á milli og upp­lifi að heim­ur­inn er kannski aðeins stærri en bara sá sem sést með berum aug­um. Hul­iðs­heim­ar. Huldu­fólks­byggðir á Íslandi hvetur til þess, hún er skrifuð af for­dóma­leysi og hisp­urs­leysi sem ber ekki ein­asta vott um virð­ingu fyrir efn­inu heldur stað­góða þekk­ingu líka.

Að lokum skal sögð dálítil saga sem ger­ist á einum þeirra staða sem sagt er frá í bók­inni, Álf­hólnum við Álf­hóls­veg sem er örugg­lega ein þekktasta og umtal­að­asta huldu­fólks­byggð á Íslandi – og örugg­lega sú álfa­byggð sem oft­ast hefur verið sýnd erlendum ferða­mönn­um. Ónefndur móð­ur­máls­kenn­ari nýbúa­barna fór gjarnan með bekk­inn sinn upp að Álf­hól og sagði þeim sög­una af ald­ur­hnignum álfi, sem bjó nú einn í hólnum því manna­byggðir hefðu þrengt svo að byggð álf­anna að þeir hefðu allir hrökkl­ast á brott. Nema þessi eini aldni álf­ur, sem hélt tryggð við sína heima­byggð, þótt nú væru að renna á hann tvær grímur og alls­endis óvíst að hann myndi hald­ast við öllu leng­ur. Þegar þarna var komið sög­unni hjá kenn­ar­anum þoldi einn nem­and­inn ekki lengur við. Hann var barn flótta­fólks sem leitað hafði hælis hér á landi og vissi hvað það var að hrekj­ast burtu úr sinni heima­byggð. Hann lagð­ist á magann og hróp­aði niður í þrönga glufu í stein­in­um: „Ekki fara, elsku álfa­mað­ur, vertu kyrr! Ekki fara!“

Bók Sím­onar Jóns um huldu­fólks­byggðir á Íslandi er ávísun á þessa sam­hygð milli fólks og manna og á sann­ar­lega erindi í okkar sam­fé­lag og tíma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk