Íslenskir fuglar og þjóðtrú fyrir rökkurstundir

Bókmenntagagnrýnandi Kjarnans fjallar um bókina Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin eftir Sigurð Ægisson. Þetta er „bók sem kynslóðir geta skoðað saman – það getur tekið margar ljúfar rökkurstundir að lesa bara um músarrindilinn“.

Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin
Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin
Auglýsing

Sigurður Ægisson: Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin

Bókaútgáfan Hólar 2020

Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin er afrakstur aldarfjórðungs heimildasöfnunar. Höfundurinn, Sigurður Ægisson þjóðfræðingur og guðfræðingur hefur ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur heldur tekið til skoðunar alla íslenska, reglubundna varpfugla og nokkra að auki, skoðað og greinir frá dreifingu þeirra með sérstöku útbreiðslukorti fyrir hvern fugl auk þess sem hann hefur tekið saman öll þekkt heiti þeirra, gælunöfn og uppnefni – sem einu nafni má kalla alþýðuheiti – og svo gerir hann grein fyrir því hvernig þeir birtast í íslenskri og erlendri þjóðtrú. Þá er því til viðbótar birt ýmislegt forvitnilegt efni og ljóð sem tengist hverjum fugli að ógleymdum fjölda mynda, en þær munu vera um þrjú hundruð talsins. Þessi vinna hefur tekið tuttugu og fimm ár og kom upphaflega til af því að Sigurður tók saman bók um fugla sem hét – og heitir – Ísfygla og þegar sú bók kom út 1995 átti höfundur það mikið efni afgangs að það var eins gott að bæta í og stefna á næstu bók. Hún hefur nú litið dagsins ljós og heitir einmitt Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin.

Bók Sigurðar um fuglana er ekki einasta mikil um sig – hún er rúmar 470 bls. að stærð – heldur er hún einnig mikið þrekvirki sem eykur við bókmenningu okkar Íslendinga og bætir svo um munar í skilninginn á sambúð manns og náttúru sem á sér sérstaka og einstaka sögu hér á landi.

Sigurður tekur fyrir þá 75 fugla sem að mati Náttúrufræðistofnunar verpa reglulega hér á landi. Við þá skrá bætir hann við haftyrðli, keldusvíni og snæuglu og svo hinu séríslenska fyrirbæri, sem er hverafuglinn, sú kynduga skepna.

Auglýsing

Sem dæmi um efnistök Sigurðar má nefna kaflann um Músarrindilinn, sem er mun merkilegri fugl en halda mætti ef litið er eingöngu til stærðar hans. Í fuglavísi Jóhanns Óla Hilmarssonar – en til hans vísar Sigurður þegar kemur að líffræðilegum staðreyndum um þá fugla sem hann segir frá í bók sinni – segir um Músarrindilinn að hann sé einn af einkennisfuglum birkiskóga á Íslandi, auðþekktur á smæð, hnöttóttu vaxtarlagi, uppsperrtu stéli og þróttmiklum söng sem felst í endurteknum fáeinum löngum og háum tónum sem enda í hvellu dillandi hljóði. Þá segir Jóhann Óli okkur að Múarrindillinn verpi í kjarrlendi, skóglendi, grónum hraunum og urðum á láglendi og haldi sig á veturna við opna læki, skurði og í fjörum. Íslenskari getur einn fugl varla orðið og þá ber að líta hverju Sigurður bætir við. Hans efnistök eru þjóðfræðingsins, og þau geta raunar verið býsna margbreytileg og fjölbreytt enda er þjóðfræðinni fátt ef nokkuð óviðkomandi.

Sigurður byrjar á að nefna hin ýmsu önnur heiti, sem músarrindillinn gengur undir  og þau eru ekki færri en tíu talsins. Það má teljast mikið, en samanborið við t.d. hrafninn, eru þau þó frekar fá. En heitin segja ekki alla söguna, eins og vel er ljóst af bók Sigurðar. Þá vitnar Sigurður til Snorra Björnssonar, prests og fræðimanns á Húsafelli í Borgarfirði, sem kunni meðal annars að greina frá því að þegar reiðarþrumur gengju taldi músarrindillinn að himininn myndi niður detta og fleygði sér því á bakið og setti upp annan fótinn eins og til að styðja við himininn. Þessi þjóðtrú er ekki einungis íslensk, hana má finna víða erlendis. Þá er einnig vísað í Ferðabók Eggerts og Bjarna frá 18. öld, en þeir segja frá músarrindli (og fleiri fuglum) í Dalasýslu og á Vestfjörðum. Þá er skýrt frá því hvernig músarrindlinum tókst – bæði í íslenskri og erlendri þjóðtrú – að láta kjósa sig konung fuglanna. Það eitt, slægð þessa litla fugl og sá titill, sem honum tekst að krækja í, ætti að veita músarrindlinum mun hærri sess en hann skipar í daglegu lífi okkar.

Músarrindillinn kemur einnig fyrir í galdri og má m.a. lesa að væri hjartað tekið úr músarrindli og sett í hnífsskaft yrði sá skurður ólæknandi sem maður skæri sig með þeim hníf. Og sannreynt mun það vera að sá sem rjóði blóði músarrindils um augu sín verði sjáandi jafnt á nóttu sem degi. Og vildi maður vita hvað sá hugsaði sem talað var við skyldi maður taka músarrindilshjarta, þurrka það, binda í hvítt klæði og halda því svo á laun í hægri hendi. Þá myndi hugur þess sem talað var við vera sem opin bók. Þá kunni músarrindill einnig að spá fyrir veðri og því hagnýtt að kunna að lesa í hegðun hans.

En Sigurður leitar ekki einungis fanga í íslenskri þjóðtrú til að skýrgreina hlutverk fuglanna í samskiptum við manninn. Hann fer einnig erlendis og er fróðlegt að bera saman hvað er líkt og ólíkt með þjóðum. Í Færeyjum, Danmörku og Svíþjóð – svo dæmi séu nefnd – er músarrindillinn hinn gagnlegasti veðurspámaður. Á dönsku eyjunni Mön er hann talinn vera galdrakind, hafmeyja eða sírena í dularbúningi, svo fögur að enginn karlmaður fékk staðist hana. Hún leiddi þá í sjóinn og drekkti þeim. Þegar riddari nokkur var sendur til höfuðs henni, breytti hún sér í músarrindil og tókst þannig að flýja. Þess vegna er leyfilegt að grýta músarrindilinn og drepa hann. Önnur þjóðtrú gengur í allt aðra átt og segir að ef um barnasjúkdóma væri að ræða, þætti þjóðráð að strjúka músarrindilsvængjum yfir líkamann.

Það er því ýmislegt sem um músarrindilinn má segja og hefur hér þó aðeins verið drepið á örlitlu. Reyndar er kaflanum um músarrindilinn ekki lokið, því að lokum eru birtir tveir vitnisburði skálda um músarrindilsins. Annars vegar er það ljóð Guðmundar Inga Kristjánssonar, sem ort hefur um staðfestu hans, að vilja ekki fara til útlanda eins og margir aðrir fuglar, heldur halda sig við heimahagana, Ísland, og leggja „yfir lund og bæi lífstrú sína og gleðihljóm“. Hins vegar er það stutt brot úr Heimsljósi Halldórs Kiljans Laxness, þar sem segir hvernig auðgast megi af því að veiða músarrindil og meðhöndla hann á sérstakan hátt.

Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin Mynd: Aðsend


Alls tekur yfirferðin um músarrindilinn tólf blaðsíður í bók Sigurðar, ásamt útbreiðslukorti og fjölbreytilegu myndefni. Ekki verður annað séð af fljótri skoðun en Sigurður hafi gert efninu eins nákvæm skil og unnt er – bókin hefur enda verið aldarfjórðung í smiðju, þegar hún kemur nú loks fyrir augu lesenda. Það má í þessu samhengi einnig nefna þau Ásdísi Ívarsdóttur, sem annaðist umbrot bókarinnar af stakri smekkvísi, og Matthías Ægisson, sem hannaði útbreiðslukortin og hannaði kápu.

Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin er bók sem kynslóðir geta skoðað saman – það getur tekið margar ljúfar rökkurstundir að lesa bara um músarrindilinn og velta fyrir sér örlögum hans og þá eru allir hinir eftir – ekki síður forvitnilegir og spennandi verðandi kunningjar, þátttakendur í því lífríki sem við öll gistum og eigum að þekkja.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk