Auglýsing

Við sem eigum for­eldra sem upp­lifðu hug­mynda- og upp­lýs­inga­bylt­ing­una á árunum 1965 til 1975 - sem kalla má 68-kyn­slóð­ina - vitum að sá tími risti djúpti í sam­fé­lagið og hafði mót­andi áhrif á fólk.

Lista­menn eins og Bob Dylan voru boð­berar aðhalds gagn­vart yfir­vald­inu, og sungu um það með sker­andi beittum text­um. Mörg hund­ruð þús­und manns fylltu plássin á fjölda­fundum sem Dylan spil­aði á, og söng inn í fjöld­ann: 

Come gather 'round people wher­ever you roam, 

Auglýsing

And admit that the waters around you have grown,

And accept it that soon you'll be drenched to the bone 

If your time to you is worth savin'

Then you better start swimmin'

Or you'll sink like a stone

For the times they are a-changin'

Í Banda­ríkj­unum var þessi tími með ólík­indum sögu­legur og birt­ing­ar­mynd þess­arar hug­mynda­bylt­ingar var ekki síst sjá­an­leg í stjórn­mál­u­m. 

Gamlir hvítir karlar réðu ríkj­um, eftir mik­inn kosn­inga­sigur Ric­hard Nixon 1968, og boð­uðu kunn­ug­leg stef við stjórn lands­ins. 

Repúblikan­inn Nixon fékk 43,4 pró­sent atkvæða, Demókrat­inn Hubert Hump­hrey fékk 42,7 pró­sent og sjálf­stæður fram­bjóð­andi, George Wallace, fékk 13,5 pró­sent atkvæða. 

Klofn­ing­ur­inn á vinstri vængnum tryggði Nixon sig­ur, og raunar yfir­burða­sigur þegar útkoman var skoðuð miðað við kjör­menn. Hann fékk 301 af 538 og fór inn í fyrstu for­seta­tíð sína með byr í segl­um, hreinan meiri­hluta í báðum deildum þings­ins.

Stuð­puða-efna­hags­mál - þar sem fyr­ir­tækja­skattar voru lækk­aðir og fjár­fest­ar, ekki síst fast­eigna­brask­ar­ar, fengu skatta­af­slætti - skil­uðu sér meðal ann­ars í því til skamms tíma að atvinnu­leysi fór niður og skuldir rík­is­sjóðs juk­ust hraðar en nokkru sinn­i. 

Opið og lokað

Fram­lög til hers­ins voru auk­in, enda Víetnam stríðið í algleym­in­ingi, með þeim hörm­ungum sem því fylgd­i. 

Hug­mynda­bar­áttan í land­inu - þar sem meðal ann­ars var deilt um kyn­þátta­hyggju, stétt­ar­skipt­ingu, sér­hags­muni fyr­ir­tækja og almanna­hags­muni, umhverf­is­mál og sjálf­bærni, lokuð stjórn­mál fyrir alþjóða­væð­ingu eða opin - var rosa­lega djúp­stæð og áþreif­an­leg. 

Ekki þarf að fjöl­yrða mikið um þetta tíma­bil, enda búið að skrá­setja það og ein­stakar hliðar þess með marg­vís­legum hætti. Nixon sagði af sér þegar hann átti tvö ár eftir að seinna kjör­tíma­bili sínu, 1974, og er það einn af sögu­leg­ustu við­burðum Banda­ríkj­anna.

Banda­ríkin er ungt þjóð­fé­lag, aðeins 243 ára, og það eina vest­ræna í heim­in­um, sem er sprottið upp úr land­námi og átökum inn­flytj­enda úr ólíkum áttum með mis­mun­andi bak­grunns­sögur í fartesk­in­u. 

Sagan virð­ist vera að end­ur­taka sig, í það minnsta að ein­hverju leyti, og það er ekki óvænt fyrir þessa ungu flóknu þjóð 50 ríkja, sem aðeins hefur þriggja manns­aldra sögu.

Sama uppi á ten­ingnum

Sam­bæri­legt mynstur sést nú og sást fyrir 50 árum. 

Svona hefðu kosningarnar farið, ef fólk undir þrítugu í Bandaríkjunum hefði einungis kosið, samkvæmt könnun FiveThiryEight.Mik­ill mein­ing­ar­munur ungra og gam­alla, sést glögg­lega, líkt og kom fram með afger­andi hætti á tíma Nixon. 

Hag­töl­urnar eru keim­lík­ar, þar sem atvinnu­leysi er lítið sem ekk­ert en veru­lega hröð skulda­aukn­ing rík­is­sjóðs, sam­hliða því að hinir ríku verða rík­ari en hinir fátæk­ari í enn verri stöðu, setur mark á heild­ar­mynd­ina. Raunar er atvinnu­leysi nú það nákvæm­lega sama og var 1969, og það lægsta í 50 ár, 3,6 pró­sent.

Trump er eins og Nixon, segja sum­ir, þegar kemur að því að stuða fjöl­miðla og sam­fé­lags­um­ræð­una. Aðrir vilja meina að Trump sé miklu verri, ekki síst vegna þess að hann sé veikur fyrir og rugli tóma vit­leysu dag­inn út og inn, eins og stað­reynda­vakt Was­hington Post dregur sam­visku­sam­lega fram.

Hug­mynda­bar­áttan er svipuð einnig: Lokað aft­ur­halds­samt sam­fé­lag eða opið og alþjóð­vætt frjáls­lynt sam­fé­lag. Upp­lýs­inga­bylt­ing inter­nets­ins og sam­fé­lags­miðla, hefur frekar ýtt undir pólaríser­andi sam­fé­lags­um­ræðu um þessi mál, en hún hefur lík ein­kenni og umræðan sem hafði svo mikil áhrif á 68-kyn­slóð­ina. 

Borgir og sveitir

Með miklum vexti borga og veik­ingu sam­fé­laga í dreif­býli og ríkjum Banda­ríkj­anna sem liggja ekki að sjó, hefur mynd­ast gjá milli þjóð­fé­lags­hópa. Allar 50 stærstu borgir Banda­ríkj­anna eru mikil vígi fyrir frjáls­lynd og alþjóða­vædd sjón­ar­mið, sam­kvæmt nið­ur­stöðum síð­ustu tveggja kosn­inga kosn­inga, 2016 og mið­kjör­tíma­bils í fyrra. Á meðan annað er uppi á ten­ingnum í dreif­býl­inu, í raun alveg þver­öf­ugt. 

Vissu­lega hefur við­líka sést í öðrum lönd­um, en myndin er ýkt­ari í Banda­ríkj­unum og það er frekar að gjáin sé að breikka en hitt.

Án þess að boða sér­stakar lausnir - hvernig sé hægt að fara áfram en ekki aftur á bak - út úr þess­ari stöðu, þá ætti fólk ekki að úti­loka að þessi harða og um margt nei­kvæða þjóð­fé­lags­um­ræða í Banda­ríkj­unum - sem hefur áhrif um allan heim - sé hugs­an­lega jákvætt merki um að það sé verið að takast á við stór vanda­mál, undir niðri.

Flókið sam­fé­lag Banda­ríkj­ana tekst á við stór við­fangs­efni eins og hlýnun jarð­ar, með hætti sem erfitt er að ná utan um. En það er verið að takast á við það með umfangs­miklum aðgerð­um, þvert á það sem margir halda.

Forsetatíð Trumps hefur einkennst af ótrúlegum átökum á hinu pólitíska sviði. Gjáin milli borga og dreifbýlis í Bandaríkjunum breikkar stöðugt.

Á meðan borgir Band­ríkj­anna vinna eftir rót­tækri stefnu, og eftir Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu, þá er Hvíta húsið í bakk­gírnum og virð­ist leggja fram rauða dreg­il­inn alls staðar þar sem olíu­iðn­að­ur­inn er á ferð­inni. Og dregur sig út úr alþjóða­sam­starfi.

Ein­stök ríki Banda­ríkj­anna hafa gripið til rót­tækra aðgerða í umhverf­is­mál­um, og má nefna sem dæmi Kali­forníu - fjöl­menn­asta ríki Banda­ríkj­anna með 38 millj­ónir íbúa - sem ætlar að knýja öll ný heim­ili með sól­ar­orku og hefur bannað nýbygg­ingar sem ekki gera ráð fyrir því. 

Was­hington-­ríki hefur sett sér sjálf­bærni stefnu sem er mun rót­tæk­ari en flest önnur lönd í heim­in­um, bæði hvað varðar vist­væna orku og einnig mat­ar­só­un, plast­notkun og fleira, svo fátt eitt sé nefnt. Allt er þetta gert í gegnum nokkuð erf­iða póli­tíska rök­ræðu, þar sem takast á aft­ur­halds­söm og lokuð sjón­ar­mið og síðan frjáls­lynd­ari og opn­ari. En áfram fer umræðan engu að síð­ur. 

Gam­al­kunn birt­ing­ar­mynd

Nú þegar eitt og hálft ár er til for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­un­um, bendir margt til þess að Trump for­seti muni hafa hag­töl­urnar með sér. Það mun gefa honum byr í segl. Hug­mynda­bar­áttan er hins vegar frekar að herðast, en hitt. 

2020-kyn­slóðin er lík­ega sú sem í fram­tíð­inni verður horft til sem breyt­inga­kyn­slóð­ar. Ungt fólk er að vakna upp við miklar áskor­anir sem settar hafa verið á fangið á því. Umhverf­is­mál eru þar helst og hvernig þau snerta líf okkar frá degi til dags, og hvernig við getum bjargað jörð­inni. En gam­al­kunn bar­átta um lokuð og opin sam­fé­lög er hluti af þessar hug­mynda­bar­áttu nútím­ans. Tím­arnir breyt­ast vissu­lega, en rök­ræð­unni sjálfri lýkur ekki. Breyt­ing­arnar spretta upp úr henni, og tíma­bundið getur gamli tím­inn - sem við töldum okkur hafa lokað á - allt í einu birtst okkar ljós­lif­andi.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari