Auglýsing

Við sem eigum foreldra sem upplifðu hugmynda- og upplýsingabyltinguna á árunum 1965 til 1975 - sem kalla má 68-kynslóðina - vitum að sá tími risti djúpti í samfélagið og hafði mótandi áhrif á fólk.

Listamenn eins og Bob Dylan voru boðberar aðhalds gagnvart yfirvaldinu, og sungu um það með skerandi beittum textum. Mörg hundruð þúsund manns fylltu plássin á fjöldafundum sem Dylan spilaði á, og söng inn í fjöldann: 

Come gather 'round people wherever you roam, 

Auglýsing

And admit that the waters around you have grown,

And accept it that soon you'll be drenched to the bone 

If your time to you is worth savin'

Then you better start swimmin'

Or you'll sink like a stone

For the times they are a-changin'

Í Bandaríkjunum var þessi tími með ólíkindum sögulegur og birtingarmynd þessarar hugmyndabyltingar var ekki síst sjáanleg í stjórnmálum. 

Gamlir hvítir karlar réðu ríkjum, eftir mikinn kosningasigur Richard Nixon 1968, og boðuðu kunnugleg stef við stjórn landsins. 

Repúblikaninn Nixon fékk 43,4 prósent atkvæða, Demókratinn Hubert Humphrey fékk 42,7 prósent og sjálfstæður frambjóðandi, George Wallace, fékk 13,5 prósent atkvæða. 

Klofningurinn á vinstri vængnum tryggði Nixon sigur, og raunar yfirburðasigur þegar útkoman var skoðuð miðað við kjörmenn. Hann fékk 301 af 538 og fór inn í fyrstu forsetatíð sína með byr í seglum, hreinan meirihluta í báðum deildum þingsins.

Stuðpuða-efnahagsmál - þar sem fyrirtækjaskattar voru lækkaðir og fjárfestar, ekki síst fasteignabraskarar, fengu skattaafslætti - skiluðu sér meðal annars í því til skamms tíma að atvinnuleysi fór niður og skuldir ríkissjóðs jukust hraðar en nokkru sinni. 

Opið og lokað

Framlög til hersins voru aukin, enda Víetnam stríðið í algleyminingi, með þeim hörmungum sem því fylgdi. 

Hugmyndabaráttan í landinu - þar sem meðal annars var deilt um kynþáttahyggju, stéttarskiptingu, sérhagsmuni fyrirtækja og almannahagsmuni, umhverfismál og sjálfbærni, lokuð stjórnmál fyrir alþjóðavæðingu eða opin - var rosalega djúpstæð og áþreifanleg. 

Ekki þarf að fjölyrða mikið um þetta tímabil, enda búið að skrásetja það og einstakar hliðar þess með margvíslegum hætti. Nixon sagði af sér þegar hann átti tvö ár eftir að seinna kjörtímabili sínu, 1974, og er það einn af sögulegustu viðburðum Bandaríkjanna.

Bandaríkin er ungt þjóðfélag, aðeins 243 ára, og það eina vestræna í heiminum, sem er sprottið upp úr landnámi og átökum innflytjenda úr ólíkum áttum með mismunandi bakgrunnssögur í farteskinu. 

Sagan virðist vera að endurtaka sig, í það minnsta að einhverju leyti, og það er ekki óvænt fyrir þessa ungu flóknu þjóð 50 ríkja, sem aðeins hefur þriggja mannsaldra sögu.

Sama uppi á teningnum

Sambærilegt mynstur sést nú og sást fyrir 50 árum. 

Svona hefðu kosningarnar farið, ef fólk undir þrítugu í Bandaríkjunum hefði einungis kosið, samkvæmt könnun FiveThiryEight.Mikill meiningarmunur ungra og gamalla, sést glögglega, líkt og kom fram með afgerandi hætti á tíma Nixon. 

Hagtölurnar eru keimlíkar, þar sem atvinnuleysi er lítið sem ekkert en verulega hröð skuldaaukning ríkissjóðs, samhliða því að hinir ríku verða ríkari en hinir fátækari í enn verri stöðu, setur mark á heildarmyndina. Raunar er atvinnuleysi nú það nákvæmlega sama og var 1969, og það lægsta í 50 ár, 3,6 prósent.

Trump er eins og Nixon, segja sumir, þegar kemur að því að stuða fjölmiðla og samfélagsumræðuna. Aðrir vilja meina að Trump sé miklu verri, ekki síst vegna þess að hann sé veikur fyrir og rugli tóma vitleysu daginn út og inn, eins og staðreyndavakt Washington Post dregur samviskusamlega fram.

Hugmyndabaráttan er svipuð einnig: Lokað afturhaldssamt samfélag eða opið og alþjóðvætt frjálslynt samfélag. Upplýsingabylting internetsins og samfélagsmiðla, hefur frekar ýtt undir pólaríserandi samfélagsumræðu um þessi mál, en hún hefur lík einkenni og umræðan sem hafði svo mikil áhrif á 68-kynslóðina. 

Borgir og sveitir

Með miklum vexti borga og veikingu samfélaga í dreifbýli og ríkjum Bandaríkjanna sem liggja ekki að sjó, hefur myndast gjá milli þjóðfélagshópa. Allar 50 stærstu borgir Bandaríkjanna eru mikil vígi fyrir frjálslynd og alþjóðavædd sjónarmið, samkvæmt niðurstöðum síðustu tveggja kosninga kosninga, 2016 og miðkjörtímabils í fyrra. Á meðan annað er uppi á teningnum í dreifbýlinu, í raun alveg þveröfugt. 

Vissulega hefur viðlíka sést í öðrum löndum, en myndin er ýktari í Bandaríkjunum og það er frekar að gjáin sé að breikka en hitt.

Án þess að boða sérstakar lausnir - hvernig sé hægt að fara áfram en ekki aftur á bak - út úr þessari stöðu, þá ætti fólk ekki að útiloka að þessi harða og um margt neikvæða þjóðfélagsumræða í Bandaríkjunum - sem hefur áhrif um allan heim - sé hugsanlega jákvætt merki um að það sé verið að takast á við stór vandamál, undir niðri.

Flókið samfélag Bandaríkjana tekst á við stór viðfangsefni eins og hlýnun jarðar, með hætti sem erfitt er að ná utan um. En það er verið að takast á við það með umfangsmiklum aðgerðum, þvert á það sem margir halda.

Forsetatíð Trumps hefur einkennst af ótrúlegum átökum á hinu pólitíska sviði. Gjáin milli borga og dreifbýlis í Bandaríkjunum breikkar stöðugt.

Á meðan borgir Bandríkjanna vinna eftir róttækri stefnu, og eftir Parísarsamkomulaginu, þá er Hvíta húsið í bakkgírnum og virðist leggja fram rauða dregilinn alls staðar þar sem olíuiðnaðurinn er á ferðinni. Og dregur sig út úr alþjóðasamstarfi.

Einstök ríki Bandaríkjanna hafa gripið til róttækra aðgerða í umhverfismálum, og má nefna sem dæmi Kaliforníu - fjölmennasta ríki Bandaríkjanna með 38 milljónir íbúa - sem ætlar að knýja öll ný heimili með sólarorku og hefur bannað nýbyggingar sem ekki gera ráð fyrir því. 

Washington-ríki hefur sett sér sjálfbærni stefnu sem er mun róttækari en flest önnur lönd í heiminum, bæði hvað varðar vistvæna orku og einnig matarsóun, plastnotkun og fleira, svo fátt eitt sé nefnt. Allt er þetta gert í gegnum nokkuð erfiða pólitíska rökræðu, þar sem takast á afturhaldssöm og lokuð sjónarmið og síðan frjálslyndari og opnari. En áfram fer umræðan engu að síður. 

Gamalkunn birtingarmynd

Nú þegar eitt og hálft ár er til forsetakosninga í Bandaríkjunum, bendir margt til þess að Trump forseti muni hafa hagtölurnar með sér. Það mun gefa honum byr í segl. Hugmyndabaráttan er hins vegar frekar að herðast, en hitt. 

2020-kynslóðin er líkega sú sem í framtíðinni verður horft til sem breytingakynslóðar. Ungt fólk er að vakna upp við miklar áskoranir sem settar hafa verið á fangið á því. Umhverfismál eru þar helst og hvernig þau snerta líf okkar frá degi til dags, og hvernig við getum bjargað jörðinni. En gamalkunn barátta um lokuð og opin samfélög er hluti af þessar hugmyndabaráttu nútímans. Tímarnir breytast vissulega, en rökræðunni sjálfri lýkur ekki. Breytingarnar spretta upp úr henni, og tímabundið getur gamli tíminn - sem við töldum okkur hafa lokað á - allt í einu birtst okkar ljóslifandi.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari