„Erfiður klofningur í Norðurskautsráðinu ef menn greinir á um loftslagsvána“

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, spjallar um loftslagsmál og bruna svartolíu á norðurslóðum í ítarlegu viðtali.

Árni Finnsson
Árni Finnsson
Auglýsing

Árni Finns­son tók á móti mér með þéttu hand­ar­taki á lát­lausu heim­ili sínu í Vest­urbæ Reykja­vík­ur. Hann bauð upp á kaffi og færði mér það í fal­legum múmín­bolla.

Í ljósi nýlegra atburða þorði ég ekki öðru en að biðja um leyfi til að taka upp við­talið á sím­ann minn. Það var auð­sótt mál. „Reyndar er röddin ekki upp á marga fiska í dag,“ sagði hann. Sjálfri fannst mér röddin vera upp á alveg jafn marga fiska og alltaf áður.

Ég dreypti á heitu múmín­kaff­inu áður en ég seild­ist eftir spurn­inga­list­anum og hóf við­talið.

Auglýsing

Bann við svartolíu er stærsta ein­staka lofts­lags­málið á norð­ur­slóðum

Hversu mik­ill skað­valdur er bruni svartolíu á norð­ur­slóð­um?

„Norðan við áttt­ug­ustu breidd­argráðu held ég að svart­olía sé sá skað­valdur sem veldur mestri bráðnun þannig að ef það væri hægt að stöðva þá sót­mengun sem verður vegna bruna svartol­íu, þá væri það stærsta ein­staka aðgerðin til að draga úr hlýnun á norð­ur­slóð­um.

Svart­olía er í raun bara drullan sem verður eftir þegar búið er að hreinsa olí­una. Það þarf að hita hana en við það mynd­ast sót sem leggst yfir ís og snjó og dekkir yfir­borð­ið,“ segir Árni og útskýrir að dekkra yfir­borð gleypi meira af orku sól­ar­innar heldur en hvítur snjór og ís og þannig marg­fald­ist áhrif lofts­lags­breyt­inga.

„Þegar Ísland gegndi síð­ast for­mennsku í Norð­ur­skauts­ráð­inu (2002-2004) var unnin tíma­móta skýrsla um svæð­is­bundin áhrif lofts­lags­breyt­inga (Arctic Climate Impact Assess­ment, ACI­A). Þetta var mjög vönduð skýrsla og nið­ur­staðan var afger­andi. Meðal ann­ars þetta, að hlýnun á norð­ur­slóðum er tvisvar sinnum hrað­ari en ann­ars staðar á hnett­in­um. Samt sem áður var ekki minnst á þessa skýrslu í skýrslu þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra Dav­íðs Odds­sonar um for­mennsku­tíð Íslands. Ekki verður dregin af því önnur ályktun en sú að Davið Odds­son afneitar lofts­lags­vís­ind­un­um.“

Nú er Ísland að banna bruna svartolíu í land­helgi sinni frá og með næstu ára­mótum ekki satt?

„Það er ekki tækni­lega rétt að það sé verið að banna bruna svartol­íu. Það er verið að setja mjög lág mörk fyrir losun brenni­steins og brenni­steins inni­hald svartol­íu. Með því að setja þessi mörk á brenni­stein, þá verður erf­ið­ara fyrir útgerðir að brenna svartol­íu. Eim­skip og Sam­skip hafa áform um að nota hreinsi­tækni, síur til að hreinsa brenni­stein­inn úr við brun­ann, því mið­ur. Þetta verður skárra en með þessu móti munu þeir áfram nota svartol­íu.“

Nú koma mörg skemmti­ferða­skip til Akur­eyr­ar, nota þau svartol­íu?

„Mörg hver. Bæði skemmti­ferða­skip­in, Eim­skip og Sam­skip hafa verið með tvö­falt kerfi. Þau hafa brennt svartolíu úti á hafi en svo þegar þau koma inn í firð­ina þá nota þau dísilol­íu. Reyndar er ég með mynd sem sýnir skemmti­ferða­skip sigla út Eyja­fjörð­inn. Skipið er enn í firð­in­um, til móts við Hrísey en þeir eru búnir að kveikja á svartol­í­unn­i.“

Skemmtiferðaskip siglir út Eyjafjörðinn. Mynd: Adam Óskarsson

Það skiptir máli að þrýsta á stjórn­völd

Eruð þið í Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Íslands í sam­starfi við stjórn­völd?

„Við erum frjáls félaga­sam­tök sem eru stundum í sam­starfi við stjórn­völd en í raun erum við frekar svona þrýsti­hóp­ur. Und­an­farin ár höfum við unnið með Clean Arctic Alli­ance, sem eru regn­hlíf­ar­sam­tök sem vinna að banni við bruna og flutn­ingum á svartolíu á norð­ur­slóð­u­m.“

Skiptir máli að almenn­ingur sé með­vit­aður um umhverf­is­mál og þrýsti á stjórn­völd?

„... já, það er oft­ast það sem skiptir mestu máli. Ég held að Íslend­ingar séu klofnir í þessu máli. Fyrir útgerð­ina, þá er það að nota svartolíu sparn­að­ur. Það getur munað 30%. En fyrir umhverf­ið, þá er þetta ekki sparn­að­ur.“

„Ég held að fólk líti ekki á þján­ingar ann­arra sem tæki­færi“

Hvers vegna má ísinn ekki bara bráðna? Mike Pompeo utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna segir að bráðnun íss á norð­ur­slóðum sé við­skipta­tæki­færi.

„Okkar eigin utan­rík­is­ráð­herra sagði þetta í þing­inu skömmu áður. Ef þú skoðar skýrslu utan­rík­is­ráð­herra frá því um dag­inn þá nefnir hann þetta sem tæki­færi. Það er afar óheppi­legt að hann skildi segja þetta. Þarna er ein­hver hugs­anafeill. Það getur vel verið að það sé gróði í ein­hverjum skiln­ingi, menn fái meiri pen­inga og hér verði ein­hver atvinnu­starf­semi vegna auk­inna sigl­inga á norð­ur­slóðum en það mun bara ekki ger­ast næstu tíu árin og á sama tíma verðum við að snúa dæm­inu við.

Við þurfum að halda hlýnun jarðar vel innan við tvær gráður og við erum þegar komin upp um eina gráðu og kannski rúm­lega það. Fari hlýn­unin umfram tvær gráður þá er mikil hætta á því að lofts­lags­breyt­ingar verði óstöðv­andi. Það þýðir að hlýn­unin verður það mikil að til dæmis metangasið sem er í sífrer­anum á norð­ur­slóðum leys­ist úr læð­ingi. Eitt tonn af metangasi er á við tutt­ugu og fimm tonn af koltví­sýr­ingi. Þannig að verði hlýn­unin meiri en tvær gráður þá verður ekki aftur snúið og nið­ur­staðan verður skelfi­leg, og hún er þegar orðin dálítið skelfi­leg.

Ef hlýn­unin verður meiri en ein og hálf gráða, þá er ljóst að fjöldi smárra eyríkja, til dæmis í Kyrra­hafi, Kar­ab­í­hafi og Seychell­eyj­ar, þessi ríki fara undir yfir­borð sjáv­ar. Einnig lág­lend svæði eins og í Bangla­dess. Þetta mun valda hung­ursneyð. Þannig að þetta er allt saman mjög skelfi­legt.

Þess vegna var sett inn í Par­ís­ar­sam­komu­lagið að mark­miðið væri að halda hlýnun vel innan við tvær gráð­ur. Í raun er ein og hálf gráða þol­mörk. Ég hugsa því að það sé ákaf­lega grunn­hyggið að hugsa sem svo að það séu tæki­færi fyrir Ísland að ísinn bráðni, ef að tæki­færin fela í sér þján­ingar ann­arra manna. Ég held að fólk líti ekki á það sem tæki­færi.

Robert Cor­ell, rit­stjóri ACIA (Arctic Climate Impact Assess­ment), kynnti nið­ur­stöður skýrsl­unn­ar, um hraða hlýnun á norð­ur­slóð­um, á lofts­lags­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna í Buenos Aires árið 2004. Í salnum var maður frá Bangla­dess. Hann var ekki diplómat en hafði tekið að sér fyrir sína rík­is­stjórn að sitja fund­inn þar sem hann átti leið um og þeir í Bangla­dess áttu ekki mikla pen­inga. Þegar hann sá kynn­ing­una þá varð hann skelf­ingu lost­inn og spurði „hvenær lag­ast þetta?“. Málið er að ef okkur tekst að halda hit­anum innan marka þannig að kerfið geti snúið til baka og magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í loft­inu nái aftur fyrra horfi, þá tekur það samt þús­und ár.“

Öld­unga­deild­ar­þing­menn á fram­færi olíu­iðn­að­ar­ins

Hvernig stendur á því að menn eins og Pompeo horf­ist ekki í augu við áhrif lofts­lags­breyt­inga?

„Stóra málið í Banda­ríkj­unum eru þessi gríð­ar­lega sterku hags­muna­öfl sem, í sam­ræmi við þeirra hefð­ir, kaupa sér atkvæði á þingi. Þar eru öld­unga­deild­ar­þing­menn sem eru nán­ast á fram­færi olíu­iðn­að­ar­ins. Banda­ríkja­menn afneita ekki afleið­ingum lofts­lags­breyt­ingum upp til hópa. Það gerir hins vegar náung­inn í Hvíta hús­inu og Pompeo. Pompeo er sá þing­maður sem hefur fengið mest af styrkjum frá Koch bræðrum, sem eru milj­arða­mær­ingar í Banda­ríkj­unum sem hafa und­an­farna ára­tugi kostað hug­veitur til að afneita áhrifum síauk­innar los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Pompeo fékk hæstu styrk­ina frá þeim bræðrum vegna þess að hann var dug­leg­astur í afneit­un­inni.

Ef þetta fer á verri veg­inn þá verður mikið af fólki sem þarf og vill kom­ast norður eft­ir.“

Árni Finnsson Mynd: Helgi Halldórsson/Freddi

Hvaða áhrif gætu lofts­lags­breyt­ingar haft á Íslandi? Er til dæmis fyr­ir­séð að það verði mik­ill umhverf­is­flótti til kald­ari landa?

„Hluti þess flótta­fólks sem nú er í Evr­ópu er að flýja þurrka og ein af orsökum stríðs­ins í Sýr­landi hefur verið talin vera skortur á akur­lendi vegna hlýn­un­ar. Ef þetta fer á verri veg­inn þá er alveg ljóst að það verður mjög mikið af fólki sem verður að flýja heim­kynni sín norður eft­ir. Það nátt­úru­lega sér ríki­dæmið sem við búum við. Það er nú einu sinni þannig að and­rúms­loftið og loft­hjúp­ur­inn í kringum jörð­ina er sam­eign jarð­ar­búa, hann er ekki sér­eign.

Ég held að ef við förum að horfa upp á gríð­ar­lega eymd og ham­farir í kjöl­far hlýn­unar þá geti orðið svona „moral collap­se“. Sem betur fer þá kom það nú ekki fram í kosn­ing­unum núna fyrir Evr­ópu­þing­ið, ekki eins og ótt­ast var, kosn­inga­sigur hægri afla varð ekki eins mik­ill og menn höfðu talið. Að mínu mati snýst þetta mikið um hvort almenn­ingur í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum hafi nægan sið­ferð­is­styrk. Annað hvort ríkir sam­kennd, þátt­taka og hjálp eða afneit­un.“

Allt á fleygi­ferð í líf­rík­inu nú þegar

Hvað með áhrif lofts­lags­breyt­inga á líf­ríkið og upp­skeru?

„Nú er ljóst að rign­ing­ar­veður munu aukast á hér norður frá, eins og við sáum í fyrra. Hvort það hefur áhrif á upp­skeru veit ég ekki. Öfgar í veð­ur­fari munu einnig vera vanda­mál og súrnun sjávar mun valda skaða á líf­rík­inu. Ef ekki tekst að snúa mjög skarpt við þá held ég að það verði mjög erfitt að bjarga því. Það kom reyndar fram í vís­inda­skýrslu sem Veð­ur­stofan gaf út í maí árið 2018 að losun þarf að vera nei­kvæð, bind­ing meiri en losun á síð­ari hluta þess­arar ald­ar, ef við ætlum að snúa við súrnun sjáv­ar. En svo er líka ljóst að það er allt á fleygi­ferð í líf­rík­inu nú þeg­ar. Til dæmis er stór hluti hrefnu­stofns­ins kom­inn norður undir Jan Mayen. Hrefnan er þar til að leita sér að æti og lundin líður hungur vegna þess að sand­sílið er horf­ið.“

Auglýsing

Fiski­miðin

Held­urðu að þetta geti orðið til þess að fiski­mið Íslands verði fyrir miklum skaða?

„Við vitum það ekki. Það getur verið að það komi hingað nýjar teg­undir sem gætu bætt upp hugs­an­legan skaða. Svo getur verið að þorsk­ur­inn fari norð­ar. Þess vegna eiga útgerð­ar­fyr­ir­tæki eins og Sam­herji að slá aðeins af arð­sem­is­kröf­unum og hætta að brenna svartol­íu, taka meira til­lit til nátt­úr­unnar og sam­fé­lags­ins. Þeir hafa verið mjög dug­legir hjá Sam­herja við að reka mjög arð­samt og stöndugt fyr­ir­tæki en þess þá heldur að þeir sýni ábyrgð, þeir hafa alveg nóg á milli hand­anna. Það kostar þá ekk­ert of mikið að sleppa svartol­í­unn­i.“

Ísland getur beitt sér í Norð­ur­skauts­ráð­inu

Ísland tók við for­mennsku í Norð­ur­skauts­ráð­inu í maí. Telur þú að við getum notað þá stöðu til að vinna að því að draga úr notkun svartolíu á svæð­inu?

„Norð­ur­skauts­ráðið er ekki alþjóða­stofnun sem getur tekið bind­andi ákvarð­anir um svartol­íu, það gerir hins vegar Alþjóða­sigl­inga­mála­stofn­un­in. En Ísland getur að sönnu beitt sér innan Norð­ur­skauts­ráðs­ins fyrir því að aðild­ar­ríkin og þau ríki sem eiga áheyrn­ar­að­ild að ráð­inu eins og til dæmis Kína, dragi úr notkun svartol­íu. Kína hefur raunar nú þegar bannað svartolíu á sumum svæðum ein­hliða.

Ísland ætlar að beita sér gegn plast­mengun á sínu tveggja ára for­mennsku­tíma­bili og það er mjög gott en þar eru allir sam­mála. Ísland gæti einnig beitt sér gegn svartol­í­unni og þá fyrst og fremst með umræðu um skað­semi henn­ar. Ég held að það gæti gert gagn. Strang­ari reglu­gerð hér heima sem gerir bruna svartolíu erf­ið­ari (vegna kröfu um mun lægra inni­hald brenni­steins í olí­unni) hefur áhrif á umræð­una innan Alþjóða­sigl­inga­mála­stofn­un­ar­innar og von­andi einnig í Norð­ur­skauts­ráð­in­u.“

Erf­iður klofn­ingur í Norð­ur­skauts­ráð­inu

Í maí síð­ast­liðnum gerð­ist það í fyrsta skiptið í sögu Norð­ur­skauts­ráðs­ins að ráðið kom sér ekki saman um loka­yf­ir­lýs­ingu vegna þess að Banda­ríkin neit­uðu að sam­þykkja að þar væri vísað í lofts­lags­breyt­ing­ar. Tel­urðu að það eigi eftir að vera Þrándur í götu Íslands sem for­mennsku­rík­is?

„Það er kom­inn upp klofn­ingur í Norð­ur­skauts­ráðið varð­andi lofts­lags­mál­in. Það er ansi erf­iður klofn­ingur ef menn greinir á um lofts­lags­vána. það verður snúið fyrir Ísland að vinna með rík­is­stjórn Trumps sem tekur æ harð­ari afstöðu gegn lofts­lags­vís­ind­un­um. Ísland getur þó styrkt mál­efna­stöðu sína með sam­starfi við Norð­ur­löndin og Kanada sem styðja lofts­lags­vís­ind­in. Ísland gegnir einnig for­mennsku í Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni þetta árið, sem styrkir for­mennsku Íslands Norð­ur­skauts­ráð­inu.

Timo Soini utan­rík­is­ráð­herra Finn­lands var búinn að semja yfir­lýs­ingu sem er tal­inn hafa verið upp­kast að sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu Norð­ur­skauts­ráðs­ins. Þar segir meðal ann­ars að Norð­ur­skauts­ráðið ætli sér að takast á við þá hættu sem er sam­fara notkun og flutn­ingi á svartolíu um norð­ur­slóðir og að haldið verði áfram að kanna aðra elds­neyt­is­gjafa fyrir skip sem sigla um norð­ur­slóð­ir. Því miður kom Mike Pompeo í veg fyrir að yfir­lýs­ing byggð á þessu upp­kasti yrði sam­þykkt.

Starfs­menn utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins munu bíta á jaxl­inn og halda ótrauðir áfram. Á hinn bóg­inn er ljóst að afstaða Banda­ríkj­anna mun hamla sam­starfi innan Norð­ur­skauts­ráðs­ins. Banda­ríkin við­ur­kenna ekki vanda­mál­ið, lofts­lags­vána sem er stærsta áskor­unin sem alþjóða­sam­fé­lagið stendur frammi fyr­ir.“

Takk kær­lega fyrir við­talið Árni!

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Betra er fyrir alla bóluefnum sé dreift jafnt um allan heiminn, samkvæmt rannsókninni
Iðnríkin myndu tapa á því að hamstra bóluefni
Ný rannsókn sýnir að heimsbúskapurinn gæti orðið fyrir miklu framleiðslutapi ef þróunarlönd verða ekki bólusett fyrir COVID-19 á sama tíma og ríkari lönd. Hér á landi gæti tapið numið allt að 3,7 prósentum af landsframleiðslu.
Kjarninn 25. janúar 2021
Meira úr sama flokkiViðtal