„Erfiður klofningur í Norðurskautsráðinu ef menn greinir á um loftslagsvána“

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, spjallar um loftslagsmál og bruna svartolíu á norðurslóðum í ítarlegu viðtali.

Árni Finnsson
Árni Finnsson
Auglýsing

Árni Finns­son tók á móti mér með þéttu hand­ar­taki á lát­lausu heim­ili sínu í Vest­urbæ Reykja­vík­ur. Hann bauð upp á kaffi og færði mér það í fal­legum múmín­bolla.

Í ljósi nýlegra atburða þorði ég ekki öðru en að biðja um leyfi til að taka upp við­talið á sím­ann minn. Það var auð­sótt mál. „Reyndar er röddin ekki upp á marga fiska í dag,“ sagði hann. Sjálfri fannst mér röddin vera upp á alveg jafn marga fiska og alltaf áður.

Ég dreypti á heitu múmín­kaff­inu áður en ég seild­ist eftir spurn­inga­list­anum og hóf við­talið.

Auglýsing

Bann við svartolíu er stærsta ein­staka lofts­lags­málið á norð­ur­slóðum

Hversu mik­ill skað­valdur er bruni svartolíu á norð­ur­slóð­um?

„Norðan við áttt­ug­ustu breidd­argráðu held ég að svart­olía sé sá skað­valdur sem veldur mestri bráðnun þannig að ef það væri hægt að stöðva þá sót­mengun sem verður vegna bruna svartol­íu, þá væri það stærsta ein­staka aðgerðin til að draga úr hlýnun á norð­ur­slóð­um.

Svart­olía er í raun bara drullan sem verður eftir þegar búið er að hreinsa olí­una. Það þarf að hita hana en við það mynd­ast sót sem leggst yfir ís og snjó og dekkir yfir­borð­ið,“ segir Árni og útskýrir að dekkra yfir­borð gleypi meira af orku sól­ar­innar heldur en hvítur snjór og ís og þannig marg­fald­ist áhrif lofts­lags­breyt­inga.

„Þegar Ísland gegndi síð­ast for­mennsku í Norð­ur­skauts­ráð­inu (2002-2004) var unnin tíma­móta skýrsla um svæð­is­bundin áhrif lofts­lags­breyt­inga (Arctic Climate Impact Assess­ment, ACI­A). Þetta var mjög vönduð skýrsla og nið­ur­staðan var afger­andi. Meðal ann­ars þetta, að hlýnun á norð­ur­slóðum er tvisvar sinnum hrað­ari en ann­ars staðar á hnett­in­um. Samt sem áður var ekki minnst á þessa skýrslu í skýrslu þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra Dav­íðs Odds­sonar um for­mennsku­tíð Íslands. Ekki verður dregin af því önnur ályktun en sú að Davið Odds­son afneitar lofts­lags­vís­ind­un­um.“

Nú er Ísland að banna bruna svartolíu í land­helgi sinni frá og með næstu ára­mótum ekki satt?

„Það er ekki tækni­lega rétt að það sé verið að banna bruna svartol­íu. Það er verið að setja mjög lág mörk fyrir losun brenni­steins og brenni­steins inni­hald svartol­íu. Með því að setja þessi mörk á brenni­stein, þá verður erf­ið­ara fyrir útgerðir að brenna svartol­íu. Eim­skip og Sam­skip hafa áform um að nota hreinsi­tækni, síur til að hreinsa brenni­stein­inn úr við brun­ann, því mið­ur. Þetta verður skárra en með þessu móti munu þeir áfram nota svartol­íu.“

Nú koma mörg skemmti­ferða­skip til Akur­eyr­ar, nota þau svartol­íu?

„Mörg hver. Bæði skemmti­ferða­skip­in, Eim­skip og Sam­skip hafa verið með tvö­falt kerfi. Þau hafa brennt svartolíu úti á hafi en svo þegar þau koma inn í firð­ina þá nota þau dísilol­íu. Reyndar er ég með mynd sem sýnir skemmti­ferða­skip sigla út Eyja­fjörð­inn. Skipið er enn í firð­in­um, til móts við Hrísey en þeir eru búnir að kveikja á svartol­í­unn­i.“

Skemmtiferðaskip siglir út Eyjafjörðinn. Mynd: Adam Óskarsson

Það skiptir máli að þrýsta á stjórn­völd

Eruð þið í Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Íslands í sam­starfi við stjórn­völd?

„Við erum frjáls félaga­sam­tök sem eru stundum í sam­starfi við stjórn­völd en í raun erum við frekar svona þrýsti­hóp­ur. Und­an­farin ár höfum við unnið með Clean Arctic Alli­ance, sem eru regn­hlíf­ar­sam­tök sem vinna að banni við bruna og flutn­ingum á svartolíu á norð­ur­slóð­u­m.“

Skiptir máli að almenn­ingur sé með­vit­aður um umhverf­is­mál og þrýsti á stjórn­völd?

„... já, það er oft­ast það sem skiptir mestu máli. Ég held að Íslend­ingar séu klofnir í þessu máli. Fyrir útgerð­ina, þá er það að nota svartolíu sparn­að­ur. Það getur munað 30%. En fyrir umhverf­ið, þá er þetta ekki sparn­að­ur.“

„Ég held að fólk líti ekki á þján­ingar ann­arra sem tæki­færi“

Hvers vegna má ísinn ekki bara bráðna? Mike Pompeo utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna segir að bráðnun íss á norð­ur­slóðum sé við­skipta­tæki­færi.

„Okkar eigin utan­rík­is­ráð­herra sagði þetta í þing­inu skömmu áður. Ef þú skoðar skýrslu utan­rík­is­ráð­herra frá því um dag­inn þá nefnir hann þetta sem tæki­færi. Það er afar óheppi­legt að hann skildi segja þetta. Þarna er ein­hver hugs­anafeill. Það getur vel verið að það sé gróði í ein­hverjum skiln­ingi, menn fái meiri pen­inga og hér verði ein­hver atvinnu­starf­semi vegna auk­inna sigl­inga á norð­ur­slóðum en það mun bara ekki ger­ast næstu tíu árin og á sama tíma verðum við að snúa dæm­inu við.

Við þurfum að halda hlýnun jarðar vel innan við tvær gráður og við erum þegar komin upp um eina gráðu og kannski rúm­lega það. Fari hlýn­unin umfram tvær gráður þá er mikil hætta á því að lofts­lags­breyt­ingar verði óstöðv­andi. Það þýðir að hlýn­unin verður það mikil að til dæmis metangasið sem er í sífrer­anum á norð­ur­slóðum leys­ist úr læð­ingi. Eitt tonn af metangasi er á við tutt­ugu og fimm tonn af koltví­sýr­ingi. Þannig að verði hlýn­unin meiri en tvær gráður þá verður ekki aftur snúið og nið­ur­staðan verður skelfi­leg, og hún er þegar orðin dálítið skelfi­leg.

Ef hlýn­unin verður meiri en ein og hálf gráða, þá er ljóst að fjöldi smárra eyríkja, til dæmis í Kyrra­hafi, Kar­ab­í­hafi og Seychell­eyj­ar, þessi ríki fara undir yfir­borð sjáv­ar. Einnig lág­lend svæði eins og í Bangla­dess. Þetta mun valda hung­ursneyð. Þannig að þetta er allt saman mjög skelfi­legt.

Þess vegna var sett inn í Par­ís­ar­sam­komu­lagið að mark­miðið væri að halda hlýnun vel innan við tvær gráð­ur. Í raun er ein og hálf gráða þol­mörk. Ég hugsa því að það sé ákaf­lega grunn­hyggið að hugsa sem svo að það séu tæki­færi fyrir Ísland að ísinn bráðni, ef að tæki­færin fela í sér þján­ingar ann­arra manna. Ég held að fólk líti ekki á það sem tæki­færi.

Robert Cor­ell, rit­stjóri ACIA (Arctic Climate Impact Assess­ment), kynnti nið­ur­stöður skýrsl­unn­ar, um hraða hlýnun á norð­ur­slóð­um, á lofts­lags­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna í Buenos Aires árið 2004. Í salnum var maður frá Bangla­dess. Hann var ekki diplómat en hafði tekið að sér fyrir sína rík­is­stjórn að sitja fund­inn þar sem hann átti leið um og þeir í Bangla­dess áttu ekki mikla pen­inga. Þegar hann sá kynn­ing­una þá varð hann skelf­ingu lost­inn og spurði „hvenær lag­ast þetta?“. Málið er að ef okkur tekst að halda hit­anum innan marka þannig að kerfið geti snúið til baka og magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í loft­inu nái aftur fyrra horfi, þá tekur það samt þús­und ár.“

Öld­unga­deild­ar­þing­menn á fram­færi olíu­iðn­að­ar­ins

Hvernig stendur á því að menn eins og Pompeo horf­ist ekki í augu við áhrif lofts­lags­breyt­inga?

„Stóra málið í Banda­ríkj­unum eru þessi gríð­ar­lega sterku hags­muna­öfl sem, í sam­ræmi við þeirra hefð­ir, kaupa sér atkvæði á þingi. Þar eru öld­unga­deild­ar­þing­menn sem eru nán­ast á fram­færi olíu­iðn­að­ar­ins. Banda­ríkja­menn afneita ekki afleið­ingum lofts­lags­breyt­ingum upp til hópa. Það gerir hins vegar náung­inn í Hvíta hús­inu og Pompeo. Pompeo er sá þing­maður sem hefur fengið mest af styrkjum frá Koch bræðrum, sem eru milj­arða­mær­ingar í Banda­ríkj­unum sem hafa und­an­farna ára­tugi kostað hug­veitur til að afneita áhrifum síauk­innar los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Pompeo fékk hæstu styrk­ina frá þeim bræðrum vegna þess að hann var dug­leg­astur í afneit­un­inni.

Ef þetta fer á verri veg­inn þá verður mikið af fólki sem þarf og vill kom­ast norður eft­ir.“

Árni Finnsson Mynd: Helgi Halldórsson/Freddi

Hvaða áhrif gætu lofts­lags­breyt­ingar haft á Íslandi? Er til dæmis fyr­ir­séð að það verði mik­ill umhverf­is­flótti til kald­ari landa?

„Hluti þess flótta­fólks sem nú er í Evr­ópu er að flýja þurrka og ein af orsökum stríðs­ins í Sýr­landi hefur verið talin vera skortur á akur­lendi vegna hlýn­un­ar. Ef þetta fer á verri veg­inn þá er alveg ljóst að það verður mjög mikið af fólki sem verður að flýja heim­kynni sín norður eft­ir. Það nátt­úru­lega sér ríki­dæmið sem við búum við. Það er nú einu sinni þannig að and­rúms­loftið og loft­hjúp­ur­inn í kringum jörð­ina er sam­eign jarð­ar­búa, hann er ekki sér­eign.

Ég held að ef við förum að horfa upp á gríð­ar­lega eymd og ham­farir í kjöl­far hlýn­unar þá geti orðið svona „moral collap­se“. Sem betur fer þá kom það nú ekki fram í kosn­ing­unum núna fyrir Evr­ópu­þing­ið, ekki eins og ótt­ast var, kosn­inga­sigur hægri afla varð ekki eins mik­ill og menn höfðu talið. Að mínu mati snýst þetta mikið um hvort almenn­ingur í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum hafi nægan sið­ferð­is­styrk. Annað hvort ríkir sam­kennd, þátt­taka og hjálp eða afneit­un.“

Allt á fleygi­ferð í líf­rík­inu nú þegar

Hvað með áhrif lofts­lags­breyt­inga á líf­ríkið og upp­skeru?

„Nú er ljóst að rign­ing­ar­veður munu aukast á hér norður frá, eins og við sáum í fyrra. Hvort það hefur áhrif á upp­skeru veit ég ekki. Öfgar í veð­ur­fari munu einnig vera vanda­mál og súrnun sjávar mun valda skaða á líf­rík­inu. Ef ekki tekst að snúa mjög skarpt við þá held ég að það verði mjög erfitt að bjarga því. Það kom reyndar fram í vís­inda­skýrslu sem Veð­ur­stofan gaf út í maí árið 2018 að losun þarf að vera nei­kvæð, bind­ing meiri en losun á síð­ari hluta þess­arar ald­ar, ef við ætlum að snúa við súrnun sjáv­ar. En svo er líka ljóst að það er allt á fleygi­ferð í líf­rík­inu nú þeg­ar. Til dæmis er stór hluti hrefnu­stofns­ins kom­inn norður undir Jan Mayen. Hrefnan er þar til að leita sér að æti og lundin líður hungur vegna þess að sand­sílið er horf­ið.“

Auglýsing

Fiski­miðin

Held­urðu að þetta geti orðið til þess að fiski­mið Íslands verði fyrir miklum skaða?

„Við vitum það ekki. Það getur verið að það komi hingað nýjar teg­undir sem gætu bætt upp hugs­an­legan skaða. Svo getur verið að þorsk­ur­inn fari norð­ar. Þess vegna eiga útgerð­ar­fyr­ir­tæki eins og Sam­herji að slá aðeins af arð­sem­is­kröf­unum og hætta að brenna svartol­íu, taka meira til­lit til nátt­úr­unnar og sam­fé­lags­ins. Þeir hafa verið mjög dug­legir hjá Sam­herja við að reka mjög arð­samt og stöndugt fyr­ir­tæki en þess þá heldur að þeir sýni ábyrgð, þeir hafa alveg nóg á milli hand­anna. Það kostar þá ekk­ert of mikið að sleppa svartol­í­unn­i.“

Ísland getur beitt sér í Norð­ur­skauts­ráð­inu

Ísland tók við for­mennsku í Norð­ur­skauts­ráð­inu í maí. Telur þú að við getum notað þá stöðu til að vinna að því að draga úr notkun svartolíu á svæð­inu?

„Norð­ur­skauts­ráðið er ekki alþjóða­stofnun sem getur tekið bind­andi ákvarð­anir um svartol­íu, það gerir hins vegar Alþjóða­sigl­inga­mála­stofn­un­in. En Ísland getur að sönnu beitt sér innan Norð­ur­skauts­ráðs­ins fyrir því að aðild­ar­ríkin og þau ríki sem eiga áheyrn­ar­að­ild að ráð­inu eins og til dæmis Kína, dragi úr notkun svartol­íu. Kína hefur raunar nú þegar bannað svartolíu á sumum svæðum ein­hliða.

Ísland ætlar að beita sér gegn plast­mengun á sínu tveggja ára for­mennsku­tíma­bili og það er mjög gott en þar eru allir sam­mála. Ísland gæti einnig beitt sér gegn svartol­í­unni og þá fyrst og fremst með umræðu um skað­semi henn­ar. Ég held að það gæti gert gagn. Strang­ari reglu­gerð hér heima sem gerir bruna svartolíu erf­ið­ari (vegna kröfu um mun lægra inni­hald brenni­steins í olí­unni) hefur áhrif á umræð­una innan Alþjóða­sigl­inga­mála­stofn­un­ar­innar og von­andi einnig í Norð­ur­skauts­ráð­in­u.“

Erf­iður klofn­ingur í Norð­ur­skauts­ráð­inu

Í maí síð­ast­liðnum gerð­ist það í fyrsta skiptið í sögu Norð­ur­skauts­ráðs­ins að ráðið kom sér ekki saman um loka­yf­ir­lýs­ingu vegna þess að Banda­ríkin neit­uðu að sam­þykkja að þar væri vísað í lofts­lags­breyt­ing­ar. Tel­urðu að það eigi eftir að vera Þrándur í götu Íslands sem for­mennsku­rík­is?

„Það er kom­inn upp klofn­ingur í Norð­ur­skauts­ráðið varð­andi lofts­lags­mál­in. Það er ansi erf­iður klofn­ingur ef menn greinir á um lofts­lags­vána. það verður snúið fyrir Ísland að vinna með rík­is­stjórn Trumps sem tekur æ harð­ari afstöðu gegn lofts­lags­vís­ind­un­um. Ísland getur þó styrkt mál­efna­stöðu sína með sam­starfi við Norð­ur­löndin og Kanada sem styðja lofts­lags­vís­ind­in. Ísland gegnir einnig for­mennsku í Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni þetta árið, sem styrkir for­mennsku Íslands Norð­ur­skauts­ráð­inu.

Timo Soini utan­rík­is­ráð­herra Finn­lands var búinn að semja yfir­lýs­ingu sem er tal­inn hafa verið upp­kast að sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu Norð­ur­skauts­ráðs­ins. Þar segir meðal ann­ars að Norð­ur­skauts­ráðið ætli sér að takast á við þá hættu sem er sam­fara notkun og flutn­ingi á svartolíu um norð­ur­slóðir og að haldið verði áfram að kanna aðra elds­neyt­is­gjafa fyrir skip sem sigla um norð­ur­slóð­ir. Því miður kom Mike Pompeo í veg fyrir að yfir­lýs­ing byggð á þessu upp­kasti yrði sam­þykkt.

Starfs­menn utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins munu bíta á jaxl­inn og halda ótrauðir áfram. Á hinn bóg­inn er ljóst að afstaða Banda­ríkj­anna mun hamla sam­starfi innan Norð­ur­skauts­ráðs­ins. Banda­ríkin við­ur­kenna ekki vanda­mál­ið, lofts­lags­vána sem er stærsta áskor­unin sem alþjóða­sam­fé­lagið stendur frammi fyr­ir.“

Takk kær­lega fyrir við­talið Árni!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal