Blóðslóðin í sandinum

Það er skortur á sandi í heiminum. Það er að segja sandi til að seðja hina óþrjótandi eftirspurn mannanna eftir þessu einstaka byggingarefni. Þetta hefur orðið til þess að ólögleg námuvinnsla er ástunduð af kappi í fátækustu ríkjum heims.

Sandvinnsla úr árfarvegi í Búrma.
Sandvinnsla úr árfarvegi í Búrma.
Auglýsing

Hann er not­aður til að byggja húsin okk­ar, í veg­ina og brýrnar sem við ökum, glugg­ana sem við horfum út um og í snjall­sím­ana sem við störum á dag­inn út og inn. Sandur er eft­ir­sóttasta auð­lind jarðar á eftir vatni. Eft­ir­spurnin er umfram fram­boðið sem orðið hefur til þess að ólög­leg vinnsla hans, með til­heyr­andi eyði­legg­ingu vist­kerfa og þján­ingum fólks – jafn­vel morðum – hefur komið til sög­unnar á síð­ustu árum.

Það kann að hljóma und­ar­lega að skortur sé á sandi í heim­in­um. Hann virð­ist alls stað­ar. Í fjöll­un­um, á strönd­un­um, í eyði­mörk­un­um. Hann er undir hverju okkar fótspori.

Stað­reyndin er hins vegar sú að þegar kemur að því að nýta þessa auð­lind er sandur ekki bara sand­ur. Hann þarf að hafa ákveðna eig­in­leika til að bera til að henta til ákveð­innar fram­leiðslu. Það er dýrt að hreinsa sand og það er líka dýrt að mylja grjót til sand­fram­leiðslu.

Það er ómögu­legt að vita hversu mik­ill sandur er not­aður í heim­inum á hverju ári. Að því komst umhverf­is­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna sem skoð­aði málið árið 2019. Til að reyna að átta sig á umfang­inu skaut hún á að 50 millj­arðar tonna af sandi væru not­aðir til sem­ents­fram­leiðslu árlega. Óljóst er hversu mikið af af honum er svo notað til ann­arrar fram­leiðslu. Slíkar tölur liggja almennt ekki fyr­ir.

„Vanda­málið er að við skiljum þetta efni ekki nógu vel,“ segir Lou­ise Gallag­her sem starfar hjá rann­sókn­ar­setri í Sviss sem sér­hæfir sig í að kort­leggja vinnslu á sandi og notk­un. „Við áttum okkur ekki nægi­lega á áhrif­unum á þau svæði þar sem við tökum sand­inn. Stundum vitum við ekki einu sinni hvaðan hann kem­ur, hversu mikið kemur til dæmis úr árfar­veg­um. Við vitum það ekki. Við ein­fald­lega vitum það ekki.“

Marg­vís­leg áhrif

En eitt er víst, að fjar­lægja sand úr sínu nátt­úru­lega umhverfi, hefur áhrif. Áhrif á vist­gerð þess ákveðna svæðis en jafn­vel einnig á heilu vist­kerf­in. Þá hefur vinnslan einnig áhrif á sam­fé­lög fólks, bæði stað­bundið og til lengri tíma litið á alþjóða­vísu. Sandur sem er unn­inn úr árfar­vegum mengar árnar sem aftur hefur áhrif á líf­ríki þeirra og afkomu fólks sem treystir á veiðar úr þeim. Þá eru ár heims­ins mik­il­vægt vatns­ból fyrir millj­ónir manna. Sandur er einnig unn­inn á strand­svæð­um, á svæðum sem oft eru þegar í vanda vegna hækk­unar sjáv­ar­borðs sem er vanda­mál sem skap­ast hefur vegna lofts­lags­breyt­inga. „Vinnsla sands hefur svo einnig marg­vís­leg önnur áhrif sem eru aldrei tekin með í reikn­ing­inn,“ segir Kiran Per­eira, óháður rann­sak­andi, sem skrifað hefur bók um sand­fram­leiðslu í heim­in­um. „Og þessi áhrif koma alls ekki fram í verði á sand­i.“

Krókódílar á árbakka í Indlandi. Mynd: WWF

Fágæt krókó­díla­teg­und við Ganges-fljót á Ind­landi er við það að deyja út vegna sand­vinnslu á búsvæðum henn­ar. Talið er að aðeins 250 full­orðin dýr sé nú þar að finna. Svo mikil vinnsla er víða við Mekong-fljótið í Suð­aust­ur-Asíu að árbakk­arnir eru orðnir óstöðugir sem ógnar bæjum og þorpum sem standa við þá og lífs­við­ur­væri margra. Fleira spilar þar inn í eins og virkj­anir og aðrar fram­kvæmd­ir.

Í Marokkó er sand­vinnsla á strand­svæðum farin að ógna ferða­þjón­ustu. Fal­legu sand­strend­urnar sem draga millj­ónir ferða­manna til lands­ins á hverju ári eru sumar hverjar farnar að láta á sjá. Auk þess hefur hún áhrif á líf­ríkið og eykur álagið á inn­viði við strend­urnar þar sem sjór­inn á greið­ari leið að þeim.

Ekki óþrjót­andi auð­lind

Sandur er svo hvers­dags­legt fyr­ir­bæri að fæstir gefa honum nokkru sinni gaum. Hann er þó, líkt og allt annað sem á jörðu finn­st, ekki óþrjót­andi auð­lind. En sú stað­reynd að hann er allt í kringum okkur hefur lík­lega orðið til þess að nei­kvæð áhrif umfangs­mik­illar vinnslu hans hefur hingað til ekki fengið mikla athygli. Vanda­málið er falið þótt sand­ur­inn sé „fyrir allra aug­um,“ segir Chris Hacn­key, land­fræð­ingur við háskól­ann í Newcastle sem skrif­aði grein um nei­kvæð áhrif vinnsl­unnar í vís­inda­tíma­ritið Nat­ure. „Spyrðu fólk hvert það telji mik­il­væg­asta hrá­efni jarð­ar. Sandur verður lík­lega ekki nefnd­ur.“

Mette Bend­ix­en, aðstoð­ar­pró­fessor við McG­ill-há­skóla í Montr­eal, er einnig meðal þeirra sem rann­sakað hafa við­skipti með sand. „Í fleiri ár höfum við unnið meiri sand en nátt­úran skap­ar,“ segir hún. Sand­notkun fari stöðugt vax­andi þar sem spreng­ing hafi orðið í bygg­ing­ar­iðn­aði. „Nú þegar er þetta farið að eyði­leggja vist­kerfi ánna þaðan sem sand­ur­inn er unn­inn. Einnig hefur fjöldi fólks misst heim­ili sín,“ segir hún í við­tali við danska rík­is­út­varpið.

Þriðj­ungur lands á jörð­inni er skil­greindur sem eyði­mörk. Sandur eyði­markanna er þó ekki hent­ugt bygg­ing­ar­efni eins og hann kemur af kúnni. Þegar hinn 830 metra hái skýja­kljúfur Burj Khalifa var til að mynda byggður í Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­un­um, sem eru í Mið-Aust­ur­löndum þar sem eyði­merkur eru víð­feðm­ar, var sand­ur­inn til verks­ins fluttur inn frá Kanada og Ástr­al­íu. Sand­kornin í eyði­mörk­inni eru svo veðruð, yfir­borð þeirra svo slétt að sand­ur­inn er ekki með það grip sem til þarf til að búa til steypu. Sandur í far­vegum áa, á ströndum og á hafs­botni, er ákjós­an­legri til slíks brúks.

Og hann er brúk­aður af miklum móð. Síð­ustu ár hefur eft­ir­spurnin í Asíu og Kína marg­fald­ast með miklum búferla­flutn­ingum fólks úr sveitum í borg­ir. Borgir sem breiða orðið úr sér yfir gríð­ar­leg land­flæmi og eiga aðeins eftir að stækka á næstu árum og ára­tug­um. Kín­verjar eru taldir hafa notað meiri sand árin 2011 til 2014 en not­aður var í Banda­ríkj­unum alla tutt­ug­ustu öld­ina, tekur Mette Bend­ixen sem dæmi.

Sandur virðist alls staðar. En hann er ekki óþrjótandi náttúruauðlind. Mynd. EPA

Jarð­ar­búar eru meira en tvisvar sinnum fleiri nú en í byrjun átt­unda ára­tug­ar­ins. Því er spáð að um miðja öld­ina verði þeir orðnir tíu millj­arð­ar. Þetta er ein helsta ástæða þess að mann­kynið hefur vax­andi þörf til að nota „litlu sand­korn­in,“ segir Bend­ixen. Þótt vöxt­ur­inn sé ekki sam­bæri­legur í hinum vest­ræna heimi og í Asíu og Afr­íku er notk­unin þar gríð­ar­leg og með auknum efna­hags­um­svifum í rík­ari löndum heims er sífellt verið að byggja nýtt – og stærra.

En sandur er not­aður í fleira en steypu. Hann er t.d. not­aður í land­fyll­ing­ar. Mann­gerðar eyjur í Singapúr, þess land­litla og þétt­býla rík­is, voru búnar til úr sandi sem var fluttur inn frá Kam­bó­díu, Víetnam og Indónesíu. Mann­gerðu eyj­urnar í Dubaí, Pálma-eyj­ar, sem eru svo stórar að þær sjást utan úr geimn­um, voru búnar til úr sandi sem dælt var upp af botni Persafló­ans.

Verð á sandi hefur því farið hækk­andi á mark­aðs­torgi hins alþjóð­lega hag­kerf­is. Og þegar skortur er á ein­hverju segir reynslan okkur að ein­hverjir muni nýta sér hann og níð­ast á öðrum í leið­inni.

Verið er að stækka strönd Norðvestur-Póllands til að koma þar fyrir fleiri sóldýrkendum. Sandurinn í verkið er fenginn af botni Pomeranian-flóa í Eistrasalti. Mynd: EPA

Þær eru kall­aðar sand­-ma­fí­urnar, glæpa­gengin sem hafa brennt blaða­menn lif­andi, brytjað aðgerða­sinna í spað og ekið yfir lög­reglu­menn. Sand­-ma­fíur er að finna víða um heim, m.a. í Mexíkó og Suð­ur­-Afr­íku en ástandið er þó talið einna verst á Ind­landi þar sem ólög­leg sand­vinnsla er mjög umfangs­mik­il. Í Suð­aust­ur­hluta Asíu er talið að í það minnsta 193 hafi dáið í tengslum við slíka vinnslu, aðal­lega vegna hræði­legra aðstæðna í hinum ólög­legu námum, en margir hafa líka verið drepn­ir. Í Marokkó er talið að um helm­ingur alls sands sem not­aður er í land­inu á hverju ári sé unn­inn með ólög­mætum hætti.

Barna­þrælkun tíðk­að­ist einnig í þessum námum á Ind­landi og í ára­fjöld litu yfir­völd ein­fald­lega fram hjá því sem og annarri ólög­legri starf­semi námu­fyr­ir­tækj­anna. Í febr­úar á þessu ári breytt­ist það er yfir­maður stærsta námu­fyr­ir­tækis Ind­lands, V.V. Miner­als, var dæmdur í fang­elsi í Delí fyrir mútur er hann greiddi skóla­gjöld fyrir son emb­ætt­is­manns sem hafði með leyf­is­veit­ingar fyrir sand­vinnsl­una að gera. Fyr­ir­tækið er sagt hafa stundað ólög­lega námu­vinnslu í ára­tugi.

Til að koma böndum á sand­vinnslu heims­ins þurfa leið­togar að koma á betra eft­ir­liti með þessum iðn­aði og hafa mun meira aðhald í leyf­is­veit­ingum til námu­vinnslu. Nýsköpun í bygg­ing­ar­iðn­aði er enn­fremur nauð­syn­leg svo draga megi úr eft­ir­spurn eftir sandi. Þá eru einnig van­nýtt tæki­færi í end­ur­vinnslu bygg­ing­ar­efn­is, s.s. til land­fyll­inga og vega­gerð­ar. Per­eira segir að geta manna til bygg­ingar húsa þurfi ekki að standa og falla með sandi. Hægt sé að fara leiðir sem hafi minni áhrif á vist­kerfi jarð­ar. Þeirra verði að leita og þróa áfram.

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar