Baulið frá blikkbeljunum

Í Evrópu búa um það bil 140 milljónir fólks við heilsuspillandi hávaða frá farartækjum. Talið er að árlega látist 12 þúsund manns í álfunni fyrir aldur fram úr sjúkdómum tengdum hávaða frá umferð. Í Danmörku einni látast árlega um það bil 500 manns.

umferð
Auglýsing

Síðastliðinn miðvikudag, 4. mars, kom út ný skýrsla Evrópsku Umhverfisstofnunarinnar. Í skýrslu þessari, sem kemur út á fimm ára fresti, er að finna upplýsingar um hávaðamælingar sem tengjast umferð frá samgöngutækjum.  

Upplýsingarnar sem fram koma í skýrslunni draga upp dökka mynd. Þar segir að 140 milljónir búi við heilsuspillandi umferðarhávaða, árlega fái 48 þúsund hjarta- og æðasjúkdóma, sem rekja megi til hávaða frá umferð og 6.5 milljónir glími við þráláta svefnerfiðleika vegna hávaða. Og ennfremur að árlega látist 12 þúsund Evrópubúar, fyrir aldur fram, úr hávaðatengdum sjúkdómum. 

Og ástandið lagast ekki á næstu árum, að mati sérfræðinga Evrópsku Umhverfisstofnunarinnar. Þeim sem búa við heilsuspillandi umferðarhávaða mun fjölga verulega fram til ársins 2030. Þetta mun gerast þrátt fyrir að eftir tíu ár verði um það bil helmingur allra einkabíla á götunum rafknúnir. Árið 2030 mun íbúum í bæjum og borgum fjölga mikið. Umferðarhávaðinn er mestur á þéttbýlissvæðum þar sem landrými er takmarkað.

Stóraukinn bílafjöldi er mesti hávaðavaldurinn

Árið 2018 hafði bílum í Danmörku fjölgað um 300 þúsund frá árinu 2013. Fram til ársins 2023 telur Danska hagstofan að bílum fjölgi um önnur 300 þúsund. Gangi þessi spá eftir hefur ökutækjum á götum Danmerkur fjölgað um 600 þúsund á tíu árum. Með tilheyrandi hávaða. Í könnun sem gerð var árið 2000 kom í ljós að 6 prósent Dana töldu sig verða fyrir miklu ónæði og óþægindum vegna umferðarhávaða. Í sambærilegri könnun árið 2017 var talan 14 prósent. Hafði sem sé meira en tvöfaldast á 17 árum. 

Auglýsing
Þegar rýnt var í svörin kom í ljós að nær allir sem spurðir voru nefndu umferðina sem hávaðavald. Öllum sem tóku þátt í seinni könnuninni, samtals tæplega 13 þúsund manns eins og í þeirri fyrri, bar líka saman um að þrátt fyrir að á allra síðustu árum hafi verið lögð aukin áhersla á hljóðlátari vélar og hjólbarða hefði það ekki náð að vega upp á móti stórauknum fjölda bíla á götunum.

Verst í fjölbýlishúsum

Í áðurnefndum könnunum voru þátttakendur spurðir hvort þeir byggju í fjölbýli, einbýli eða raðhúsum. Í ljós kom að þeir sem umferðarhávaðinn plagaði mest voru íbúar fjölbýlishúsa. Í skýringum með könnununum kom fram að þessi niðurstaða kæmi ekki á óvart. Við miklar umferðargötur í borgum og bæjum eru iðulega nokkurra hæða fjölbýlishús, kannski verslanir eða önnur fyrirtæki á götuhæðinni en íbúðir fyrir ofan. Oft á tíðum er um að ræða hús sem byggð voru fyrir áratugum. Þá þótti bæði sjálfsagt og þægilegt að búa sem næst götunni og ugglaust hefur fæsta grunað að göturnar yrðu síðar að eins konar bílafljótum þar sem þúsundir, eða tugþúsundir, bíla bruna um stærstan hluta sólarhringsins. Í flestum þessara húsa sem byggð voru fyrir áratugum var ekki hugað sérstaklega að einangrun og iðulega einfalt gler í gluggum. Þótt mjög víða sé í dag komið tvöfalt gler dugir það ekki til að loka hávaðann úti. Þegar fjölbýlishús eru beggja vegna götu, sem kannski er þar að auki mjó, kastast hljóðið frá bílunum milli húsanna og eykur þannig á hávaðann.

Leiðbeiningar Evrópusambandsins varðandi umferðarhávaða hljóða upp á 55 desíbel að deginum en 50 um nætur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, gaf árið 2018 út nýjar reglur, strangari en þær eldri. Samkvæmt þeim má hávaði frá umferð ekki fara yfir 45 desíbel að næturlagi og ekki hærra en 53 desíbel á daginn. Rétt er að hafa í huga að desíbelakvarðinn er þannig uppbyggður að breyting upp á 3 desíbel til hækkunar þýðir tvöföldun hávaðans. Þannig er hávaði sem mælist 53 desíbel tvöfaldur miðað við 50 desíbel. Hávaði sem mælist 60 desíbel er á sama hátt aðeins helmingur þess sem mælist 63 desíbel.

Hvað er til ráða?

Á síðustu 10 – 15 árum hafa verið gerðar margar tilraunir með yfirborðsefni í því skyni að draga úr umferðarhávaða. Tilraunir með mismunandi gerðir malbiks, sem er lang algengasta yfirborðsefnið, hafa sýnt að hávaðinn er mjög mismikill eftir því hvaða efni er notað. En eins og oft vill verða haldast gæðin í hendur við verðið, hljóðlátara malbik, ef svo má að orði komast, er allmiklu dýrara en það sem algengast er að nota. 

Í Þýskalandi hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að draga úr umferðarhávaða. Þar hefur komið í ljós að með því að draga úr hraðanum, úr 110 km niður í 90 km minnkar hávaðinn um 4 desíbel, sem er umtalsvert. Minni umferð dregur að sjálfsögðu úr hávaðanum en þegar bílunum fjölgar og fjölgar er hægara sagt en gert að minnka umferðina. 

Þéttari byggð þýðir nýbyggingar við umferðargötur

Þótt í þessum pistli hafi einkum verið vitnað til Danmerkur gildir það sama um mörg lönd. í Evrópu og víðar. Víða, þar á meðal í höfuðborg okkar Íslendinga hefur á síðustu árum aukin áhersla verið lögð á þéttingu byggðar. En eins og til dæmis Reykvíkingar þekkja vel þýðir þéttari byggð að oft á tíðum eru nýbyggingar reistar nær miklum umferðargötum en áður. Þessu er reynt að mæta með betri hljóðeinangrun, bæði veggja og glugga. Í söluauglýsingum má iðulega lesa að ,,mikið sé lagt upp úr hljóðeinangrun“ eins og það er orðað. Hvort slíkt sé ætíð tilfellið skal hér ósagt látið en miðað við niðurstöður rannsókna um tengsl heilsufars og hávaða er full þörf á að vanda til verka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar