Baulið frá blikkbeljunum

Í Evrópu búa um það bil 140 milljónir fólks við heilsuspillandi hávaða frá farartækjum. Talið er að árlega látist 12 þúsund manns í álfunni fyrir aldur fram úr sjúkdómum tengdum hávaða frá umferð. Í Danmörku einni látast árlega um það bil 500 manns.

umferð
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn mið­viku­dag, 4. mars, kom út ný skýrsla Evr­ópsku Umhverf­is­stofn­un­ar­inn­ar. Í skýrslu þess­ari, sem kemur út á fimm ára fresti, er að finna upp­lýs­ingar um hávaða­mæl­ingar sem tengj­ast umferð frá sam­göngu­tækj­u­m.  

Upp­lýs­ing­arnar sem fram koma í skýrsl­unni draga upp dökka mynd. Þar segir að 140 millj­ónir búi við heilsu­spill­andi umferð­ar­há­vaða, árlega fái 48 þús­und hjarta- og æða­sjúk­dóma, sem rekja megi til hávaða frá umferð og 6.5 millj­ónir glími við þrá­láta svefnerf­ið­leika vegna hávaða. Og enn­fremur að árlega lát­ist 12 þús­und Evr­ópu­bú­ar, fyrir aldur fram, úr hávaða­tengdum sjúk­dóm­um. 

Og ástandið lag­ast ekki á næstu árum, að mati sér­fræð­inga Evr­ópsku Umhverf­is­stofn­un­ar­inn­ar. Þeim sem búa við heilsu­spill­andi umferð­ar­há­vaða mun fjölga veru­lega fram til árs­ins 2030. Þetta mun ger­ast þrátt fyrir að eftir tíu ár verði um það bil helm­ingur allra einka­bíla á göt­unum raf­knún­ir. Árið 2030 mun íbúum í bæjum og borgum fjölga mik­ið. Umferð­ar­há­vað­inn er mestur á þétt­býl­is­svæðum þar sem land­rými er tak­mark­að.

Stór­auk­inn bíla­fjöldi er mesti hávaða­vald­ur­inn

Árið 2018 hafði bílum í Dan­mörku fjölgað um 300 þús­und frá árinu 2013. Fram til árs­ins 2023 telur Danska hag­stofan að bílum fjölgi um önnur 300 þús­und. ­Gangi þessi spá eftir hefur öku­tækjum á götum Dan­merkur fjölgað um 600 þús­und á tíu árum. Með til­heyr­andi hávaða. Í könnun sem gerð var árið 2000 kom í ljós að 6 pró­sent Dana töldu sig verða fyrir miklu ónæði og óþæg­indum vegna umferð­ar­há­vaða. Í sam­bæri­legri könnun árið 2017 var talan 14 pró­sent. Hafði sem sé meira en tvö­fald­ast á 17 árum. 

Auglýsing
Þegar rýnt var í svörin kom í ljós að nær allir sem spurðir voru nefndu umferð­ina sem hávaða­vald. Öllum sem tóku þátt í seinni könn­un­inni, sam­tals tæp­lega 13 þús­und manns eins og í þeirri fyrri, bar líka saman um að þrátt fyrir að á allra síð­ustu árum hafi verið lögð aukin áhersla á hljóð­lát­ari vélar og hjól­barða hefði það ekki náð að vega upp á móti stór­auknum fjölda bíla á göt­un­um.

Verst í fjöl­býl­is­húsum

Í áður­nefndum könn­unum voru þátt­tak­endur spurðir hvort þeir byggju í fjöl­býli, ein­býli eða rað­hús­um. Í ljós kom að þeir sem umferð­ar­há­vað­inn plag­aði mest voru íbúar fjöl­býl­is­húsa. Í skýr­ingum með könn­un­unum kom fram að þessi nið­ur­staða kæmi ekki á óvart. Við miklar umferð­ar­götur í borgum og bæjum eru iðu­lega nokk­urra hæða fjöl­býl­is­hús, kannski versl­anir eða önnur fyr­ir­tæki á götu­hæð­inni en íbúðir fyrir ofan. Oft á tíðum er um að ræða hús sem byggð voru fyrir ára­tug­um. Þá þótti bæði sjálf­sagt og þægi­legt að búa sem næst göt­unni og ugg­laust hefur fæsta grunað að göt­urnar yrðu síðar að eins konar bílafljótum þar sem þús­und­ir, eða tug­þús­und­ir, bíla bruna um stærstan hluta sól­ar­hrings­ins. Í flestum þess­ara húsa sem byggð voru fyrir ára­tugum var ekki hugað sér­stak­lega að ein­angrun og iðu­lega ein­falt gler í glugg­um. Þótt mjög víða sé í dag komið tvö­falt gler dugir það ekki til að loka hávað­ann úti. Þegar fjöl­býl­is­hús eru beggja vegna götu, sem kannski er þar að auki mjó, kast­ast hljóðið frá bíl­unum milli hús­anna og eykur þannig á hávað­ann.

Leið­bein­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins varð­andi umferð­ar­há­vaða hljóða upp á 55 desí­bel að deg­inum en 50 um næt­ur. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, gaf árið 2018 út nýjar regl­ur, strang­ari en þær eldri. Sam­kvæmt þeim má hávaði frá umferð ekki fara yfir 45 desí­bel að næt­ur­lagi og ekki hærra en 53 desí­bel á dag­inn. Rétt er að hafa í huga að desí­bela­kvarð­inn er þannig upp­byggður að breyt­ing upp á 3 desí­bel til hækk­unar þýðir tvö­földun hávað­ans. Þannig er hávaði sem mælist 53 desí­bel tvö­faldur miðað við 50 desí­bel. Hávaði sem mælist 60 desí­bel er á sama hátt aðeins helm­ingur þess sem mælist 63 desí­bel.

Hvað er til ráða?

Á síð­ustu 10 – 15 árum hafa verið gerðar margar til­raunir með yfir­borðs­efni í því skyni að draga úr umferð­ar­há­vaða. Til­raunir með mis­mun­andi gerðir mal­biks, sem er lang algeng­asta yfir­borðs­efn­ið, hafa sýnt að hávað­inn er mjög mis­mik­ill eftir því hvaða efni er not­að. En eins og oft vill verða hald­ast gæðin í hendur við verð­ið, hljóð­lát­ara mal­bik, ef svo má að orði kom­ast, er all­miklu dýr­ara en það sem algeng­ast er að nota. 

Í Þýska­landi hafa verið gerðar ýmsar til­raunir til að draga úr umferð­ar­há­vaða. Þar hefur komið í ljós að með því að draga úr hrað­an­um, úr 110 km niður í 90 km minnkar hávað­inn um 4 desí­bel, sem er umtals­vert. Minni umferð dregur að sjálf­sögðu úr hávað­anum en þegar bíl­unum fjölgar og fjölgar er hæg­ara sagt en gert að minnka umferð­ina. 

Þétt­ari byggð þýðir nýbygg­ingar við umferð­ar­götur

Þótt í þessum pistli hafi einkum verið vitnað til Dan­merkur gildir það sama um mörg lönd. í Evr­ópu og víð­ar. Víða, þar á meðal í höf­uð­borg okkar Íslend­inga hefur á síð­ustu árum aukin áhersla verið lögð á þétt­ingu byggð­ar. En eins og til dæmis Reyk­vík­ingar þekkja vel þýðir þétt­ari byggð að oft á tíðum eru nýbygg­ingar reistar nær miklum umferð­ar­götum en áður. Þessu er reynt að mæta með betri hljóð­ein­angr­un, bæði veggja og glugga. Í sölu­aug­lýs­ingum má iðu­lega lesa að ,,mikið sé lagt upp úr hljóð­ein­angr­un“ eins og það er orð­að. Hvort slíkt sé ætíð til­fellið skal hér ósagt látið en miðað við nið­ur­stöður rann­sókna um tengsl heilsu­fars og hávaða er full þörf á að vanda til verka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar