Hógvær frásögn sem varðar líf – í nafni móður Jarðar

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans skrifar um gjörning Andra Snæs Magnasonar í Borgarleikhúsinu.

Andri Snær-1.jpg
Auglýsing

Borg­ar­leik­hús­ið: Um tím­ann og vatnið

Höf­und­ur: Andri Snær Magna­son

Flytj­end­ur: Andri Snær Magna­son, Högni Egils­son, Skóla­kór Kárs­nes­skóla

Það er óneit­an­lega athygl­is­vert að ganga inn í stóra sal Borg­ar­leik­húss­ins þegar leik­húsið býður til kvöld­stundar með lista­manni – sem að þessu sinni er Andri Snær Magna­son rit­höf­undur sem flytur frá­sögn sína um tím­ann og vatnið ásamt tón­list­ar­mann­inum Högna Egils­syni og svo er loka­hljómur í blá­end­ann fram bor­inn af Skóla­kór Kárs­nes­skóla til að minna á að erindið er ekki síst ætlað ungu kyn­slóð­inni, þeirri sem erfa skal land­ið, já, jörð­ina alla, lofts­lagið og vist­kerf­ið.

Athygl­is­vert vegna þess að und­ir­rit­aður hefur sjaldan séð jafn eins­leitan áhorf­enda­sk­ara í leik­húsi, jafn “land­vernd­ar­legt” públíkúm ef svo má að orði kom­ast – þetta ekki sagt til að gera minna úr við­burð­in­um, öðru nær, en áhorf­enda­hóp­ur­inn var ein­fald­lega ákaf­lega eins­leitur og þótt það kunni að virka dálítið fynd­ið, er það engu að síður áhyggju­efni þegar að er gætt. Andra Snæ þarf vart að kynna þjóð­inni – hann hefur skrifað ljóð og bæk­ur, jafnt fyrir börn sem full­orðna, og ein bók einkum gerði nafn hans frægt víðar en bara á Íslandi: Drauma­land­ið, en í þeirri bók skoð­aði hann afdrif Kár­an­hnjúka þegar virkj­unin við þá kennda var byggð og öræfin norðan Vatna­jök­uls munu aldrei verða söm á eft­ir. Þar tók hann sér stöðu svo um mun­aði í umhverf­is­mál­un­um.

Auglýsing
Viðbrögðin við bók­inni Drauma­landið vörp­uðu líka ljósi á að á Íslandi búa tvær þjóðir – ein, sem telur sjálf­sagt að virkja og lítur á það sem hluta af veg­ferð­inni til fram­fara og fram­tíð­ar, og svo er önnur þjóð, sem telur að nátt­úran eigi að njóta vafans og að virkj­anir séu óaft­ur­kræf nátt­úru­spjöll. Áhorf­endur Borg­ar­leik­húss þetta kvöld voru full­trúar þeirrar þjóð­ar.

Það er þess vegna áhyggju­efni, miðað við til­gang og mark­mið Andra Snæs, að áhorf­enda­hóp­ur­inn virð­ist ein­göngu heyra til þessum seinni hóp; þeim sem þegar eru sann­færðir í trúnni og hafa komið í Borg­ar­leik­húsið til að hlýða á boð­skap síns erki­bisk­ups. Andra Snæ er áreið­an­lega í mun að gefa hinum þegar sann­færðu and­lega styrk­ingu, efla þá í þeirri vissu að ef ekk­ert verður að gert varð­andi lofts­lags­vána stefnir óhjá­kvæmi­lega í óefni – en mér segir ekki síður hugur að hann vilji líka tala til þeirra sem enn eru grun­lausir og ekki síst til þeirra sem líta á hnatt­ræna hlýnun sem hind­ur­vitni og bábilj­ur.



Hugs­an­lega eru ein­hverjir grun­lausir í saln­um, en ekki varð mikið vart við síð­ast­nefnda hóp­inn – þann hóp sem raun­veru­lega þyrfti að hlusta á Andra Snæ og taka fyrstu skrefin í átt að skiln­ingi á því sem er að ger­ast í kringum okkur og um leið fyrstu skrefin í átt að skiln­ingi á því hvernig eigi að segja frá því. “The Media is the Messa­ge” sagði eitt sinn fjöl­miðla­fræð­ing­ur­inn Mars­hall Mclu­han og Andri Snær leiðir vönduð rök að því að skiln­ingur á lofts­lags­vánni eins og hún blasir við á okkar tímum hefst á því að umturna tungu­mál­inu, læra það upp á nýtt, beita því í þágu breyt­inga!

Andri Snær býður gestum sínum uppá mik­il­feng­legt ferða­lag í tíma og rúmi á stóra sviði Borg­ar­leik­húss­ins. Það er mik­il­feng­legt í ljósi þess að það tekur á lofts­lags­vánni sem sögð er vofa yfir okkur og vera lífs­spurs­mál verði ekki að gert í tæka tíð, en einnig vegna þess að þær breyt­ingar á vist­kerf­inu sem eru í vænd­um, eru svo stór­tækar og gíf­ur­legar að ekki einu sinni tungu­málið nær að lýsa þeim þannig að skilj­an­legt verði venju­legum manni og þar er kannski að finna skýr­ing­una á and­vara­leys­inu sem virð­ist ríkja þegar kemur að við­bragði okkar manna – við skiljum hrein­lega ekki hvað er að ger­ast, gerum okkur ekki grein fyrir umfangi breyt­ing­anna né hversu hratt þær eiga sér stað. Fljótum sof­andi að feigðar­ósi.Andri Snær Magnason.

Andri Snær full­yrðir – og styður það rökum sótt í vís­indin – að á aðeins næstu hund­rað árum – sem spanna svona einsog þrjár, kannski fjórar kyn­slóðir – mun jörðin okkar ganga í gegnum breyt­ingar sem eru stærri en svo að tungu­mál­ið, mynd­hverf­ingar okk­ar, lík­inga­mál og kenn­ingar geti höndlað þær. Um breyt­ing­arnar sem slíkar þarf tæp­lega að efast, þótt vissu­lega sé þrefað um það í athuga­semda­kerfum félags­miðla hvort þær verði jafn afdrifa­ríkar og ham­fara­spá­menn segja og svo auð­vitað hverjum sé um að kenna – nátt­úr­unni eða mann­in­um!

Hvað sem því líður þá eru nægar vís­bend­ingar sem kveða á um að afdrifa­ríkra breyt­inga sé að vænta. Það er kjána­skapur að horfast ekki í augu við það. Hins vegar virð­ist lausnin vera sú, sem mann­inum er ótöm­ust: að breyta lífs­stíl og hegð­an, að horfa til ann­arra lausna en sívax­andi hag­vaxt­ar, að láta móður Jörð í friði og virða hennar þol­mörk.

Andri Snær horfir á umhverf­is­mál­in, lofts­lags­breyt­ingar og ham­fara­vána útfrá afar athygl­is­verðu sjón­ar­miði – í því skyni að reyna að sjá sam­hengi hlut­anna og gera það skilj­an­legt öðrum: hann byrjar á því að segja frá jökla­ferðum afa síns og ömmu (sem reynd­ast kynnt­ust og felldu hugi saman á stærsta jökli Evr­ópu!) sem er upp­haf þeirra jökla­rann­sókna sem við búum að í dag. Þekk­ing okkar á jöklum, við­horf okkar til þeirra og ann­arrar ósnort­innar nátt­úru er hreint ekki gam­alt ef því er að skipta, yngra en ald­ar­gam­alt þegar að er gáð. Hér á Íslandi var það nátt­úru­vís­inda­mað­ur­inn Sveinn Páls­son sem rann­sak­aði jökla einna fyrstur en svo hefj­ast ekki skipu­legar rann­sóknir á jöklum fyrr en með sænsk-­ís­lenska leið­angrinum 1936 á Vatna­jökul undir stjórn Jóns Eyþórs­sonar veð­ur­fræð­ings og sænska jökla­fræð­ings­ins Hans Ahlmanns.

Ósjálfrátt dettur manni í hug að kannski háir þetta reynslu­leysi okk­ur, til­finn­inga­tengsl okkar við móður Jörð, þau sem byggja á þekk­ingu, eru svo ný af nál­inni að við verðum að leita til goð­sagna og nátt­úru­trúar fyrri tíma til að skilja hvers eðlis þessi til­finn­inga­tengsl eru og hvers móðir Jörð má krefj­ast af okk­ur.

Frá­sögn Andra Snæs er lip­ur, fer vel í eyra og það er býsna auð­velt að fylgj­ast með, jafn­vel þegar kemur að ströng­ustu vís­ind­um. Honum er lagið að breyta öllum yfir­þyrm­andi, vís­inda­legum stærðum í skilj­an­legar stærð­ir, skýrðar á manna­máli, frá­sögnin verður spenn­andi og grípur mann ekki síst vegna tungu­máls­ins, orð­fær­is­ins sem hann notar til að flytja frá­sögn­ina til okk­ar, færa okkur hana og gera hana að okk­ar.

Auglýsing
Það auð­veldar sögu­mann­inum Andra Snæ – sem vissu­lega er frá­bær sögu­maður sem veit hvað virkar á áheyr­endur – að áheyr­endur eru alger­lega með á nót­un­um, þeir eru sá söfn­uður sem frá­söguglaðir sagna­menn vilja hafa í kringum sig. Það sýnir vissu­lega styrk Andra Snæs sem boð­bera mik­il­vægs erindis en það er dálítið eins og þyrfti að gera átak í því að koma hinum van­trú­uðu inn í sal­inn, þeim sem misst hafa af því að kýrin Auð­humla er upp­haf lífs á jörð­inni og að Auð­humla er jök­ull Himala­ya­fjalla.

Hvað sem því líður – Andri Snær er áhrifa­mik­ill boð­beri þeirra tíma­lausu gilda sem minna okkur mann­fólkið á að við erum ekki nema brot af vist­kerf­inu og verðum að finna okkar sess í því þannig að ekki sé gengið á vist­kerfið vegna þess að við horfum ekki bara til okkar þarfa, heldur einkum vegna þess að okkur hættir til að horfa umfram þarf­irnar og vilja meira. Það kall­ast græðgi og hentar engan veg­inn móður Jörð.

Það væri ósk­andi að allir – ekki síst þeir sem efast um vax­andi hnatt­ræna hlýnun – gæfu sér tíma til að hlusta á hóg­væra frá­sögn Andra Snæs. Hún ein­kenn­ist af gildum sem hollt er að hafa í huga: mann­kær­leik og virð­ingu fyrir móður Jörð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk