Verða kýrnar horfnar eftir tvo til þrjá áratugi?

Í nýrri skýrslu frá bandarískri hugveitu er því spáð að eftir tiltölulega fá ár verði nautgripir að miklu leyti horfnir af yfirborði jarðar. Gangi þetta eftir er um að ræða mestu byltingu í matvælaframleiðslu heimsins um mörg þúsund ára skeið.

hellisheii-og-arnessysla_14357115117_o.jpg
Auglýsing

Þeir sem leggja leið sína í mat­vöru­versl­anir kann­ast flestir við hinar svoköll­uðu kynn­ingar þar sem fyr­ir­tæki kynna ýmsar vör­ur. Til dæmis nýtt þvotta­efni eða „töfra­lausnir“ við heim­il­is­hrein­gern­ing­arn­ar. Algeng­ast er þó að verið sé að kynna mat­vörur af ýmsu tagi, stundum nýj­ungar en líka þekktar vör­ur. Oft er þetta kallað kynn­ing­ar­átak, ætlað til að auka við­skipt­in.

Fyrir nokkru stóðu tveir starfs­menn banda­rísku hug­veit­unnar Ret­hinkX fyrir kynn­ingu í stór­verslun í San Francisco. Þar var kynntur mozzarella ostur frá fyr­ir­tæk­inu New Cult­ure. Mozzarella er mest selda osta­teg­und vest­an­hafs og neyt­endur geta valið á milli ótelj­andi vöru­merkja. Mozzarella ost­ur­inn sem þau Tony Seba og Catherine Tubb kynntu fyrir við­skipta­vinum versl­un­ar­innar var nákvæm­lega eins á bragðið og í útliti og hefð­bund­inn mozzarella ostur sem fram­leiddur er úr kúa­mjólk. En, það var hins­vegar einn afger­andi mun­ur.

Ekki gerður úr mjólk

Ost­ur­inn sem þarna var verið að kynna var ekki gerður úr kúa­mjólk. Hann varð til í sér­stökum gerj­un­ar­tönkum New Cult­ure. Gerj­un­ar­að­ferðin sem notuð er hefur lengi verið þekkt, meðal ann­ars notuð við fram­leiðslu á insúl­íni, sætu­efnum og vítamín­um.

Auglýsing

Líf­tæknin veldur bylt­ingu

Sér­fræð­ingar Ret­hinkX telja að á næstu árum muni líf­tæknin gera kleift að fram­leiða bæði mjólk­ur­prótein og kjöt­prótein í miklu magni og á ódýr­ari hátt en fram til þessa. Í skýrslu sér­fræð­ing­anna er full­yrt að árið 2030 kosti „fölsk“ mjólk­ur­prótein ein­ungis einn fimmta af verði mjólk­ur­próteins úr kúm og árið 2035 hafi verðið á því „falska“ lækkað niður í einn tíunda af verði mjólk­ur­próteins úr kúm.

Sér­fræð­ing­arnir spá því enn­fremur að árið 2030 hafi eft­ir­spurn eftir naut­gripa­hakki minnkað um 70 pró­sent og eft­ir­spurn eftir mjókur­af­urðum um 90 pró­sent. Það gildi líka um leður og kollagen efn­ið.

Árið 2035, segja sér­fræð­ingar Ret­hinkX, verður hægt að taka til ann­arra nota 60 pró­sent þess lands sem í dag er notað til naut­gripa- og fóð­ur­fram­leiðslu. Í Banda­ríkj­unum svarar þetta til tveggja millj­óna fer­kíló­metra eða 19 sinnum stærð Íslands. Verð á hefð­bundnu rækt­un­ar­landi mun lækka veru­lega sem hefur í för með sér mögu­leika á stór­auknu land­rými til trjá­rækt­ar. Inn­yfla­gerjun naut­gripa veldur umtals­verðri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og sama gildir um mykj­una. Fækkun naut­gripa og jafn­framt aukin trjá­rækt hefði veru­lega jákvæð áhrif og myndi draga úr hlýnun and­rúms­lofts­ins.

Helm­ingur allra starfa við kjöt­fram­leiðslu og í mjólkur­iðn­aði verða horfin á næstu 10 til 12 árum, en í stað­inn mun störfum í „nýjum og breytt­um“ mat­væla­iðn­aði fjölga álíka mik­ið.

Af hverju ætti fólk að kaupa „ekki­kjöt og ekki­mjólk“? 

„Fyrir því eru einkum þrjár ástæð­ur,“ segir Tony Seba. Í fyrsta lagi, og því sem mestu ræð­ur, verða dýra­af­urð­irnar miklu dýr­ari. Í öðru lagi tíð­ar­and­inn, æ fleiri snúa baki við dýra­af­urðum og velja annan kost. Í þriðja lagi hlýnun and­rúms­lofts­ins sem áður var nefnd.

Er eitt­hvað að marka svona spár?

Þess­ari spurn­ingu er ekki auðsvar­að. Ýmsir hafa gagn­rýnt skýrslu Ret­hinkX og því sem þar er spáð, sumir segja hana bein­línis öfga­kennda. Skýrslu­höf­undar eru hins vegar engir nýgræð­ingar og aðal­höf­und­ur­inn Tony Seba er mjög þekktur á sínu sviði og hefur á und­an­förnum árum spáð ýmsu sem margir voru van­trú­aðir á, en hefur ræst. 

Fyrir nokkrum árum spáði hann að ódýr sól­ar­raforka myndi að veru­legu leyti koma í stað jarð­gass, hann spáði líka árið 2014 að brátt kæmu á mark­að­inn raf­knúnir bílar sem ekið gætu mörg hund­ruð kíló­metra á hverri hleðslu. Enn­fremur að sala bíla með bensín og dísil­vélum færi minnk­andi frá og með árinu 2020 og að sjálf­keyr­andi bílar, án bíl­stjóra væru það sem koma skal. 

Hvort spá hans, Catherine Tubb og sam­starfs­manna þeirra, varð­andi naut­grip­ina ræt­ist er úti­lokað að segja til um. Hitt er aug­ljóst, þeim sem ekki neyta dýra­af­urða fjölgar ört og mat­væla­fram­leið­endur og veit­inga­staðir reyna eftir bestu getu að mæta sívax­andi eft­ir­spurn. Sem dæmi um slíkt má nefna að 8. ágúst síð­ast­lið­inn birt­ist á mat­seðli um 8 þús­und sölu­staða skyndi­bita­keðj­unnar Burger King (af tæp­lega 17 þús­und) ný gerð ham­borg­ara. Sá heitir Impossi­ble burger, óhugs­andi borg­ari og hefur fengið góðar við­tök­ur. Uppi­staðan í þeim óhugs­andi er Soja­þykkni, kókos­hentu­ol­ía, sól­blóma­olía og vatn. Fyrir til­tölu­lega fáum árum hefði Impossi­ble burger verið óhugs­andi á mat­seðli skyndi­bita­stað­ar, en þannig er það ekki leng­ur.

Verða þá engar kýr og engin naut?

Í blaða­við­tali vegna útkomu skýrsl­unnar sagði Tony Seba að naut­gripir yrðu áfram til. Til dæmis yrðu alltaf ein­hverjir sem myndu vilja kaupa „ekta“ nauta­kjöt en verðið myndi valda því að sá kaup­enda­hópur yrði til­tölu­lega lít­ill.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar