Auglýsing

Í eld­hús­dags­um­ræðum á Alþingi í vik­unni sem leið mátti heyra auk­inn áhuga á umhverf­is­mál­um, hjá svo til öllum flokk­um. 

Vakn­ing er í umhverf­is­málum um allan heim, þar sem miklar áskor­anir til að vinna gegn mengun og hlýnun jarðar - og umfangs­miklum vist­kerf­is­breyt­ingum vítt og breytt í nátt­úr­unni henni sam­hliða - eru almennt taldar mik­il­væg­ustu mál stjórn­mála þessi miss­er­in. 

Ein af mörgum hliðum á þessu stærsta máli sam­tím­ans, snýst um það hvernig ríki munu þurfa að aðlaga hag­kerfi að breyttum aðstæð­u­m. 

Auglýsing

Ísland stendur frammi fyrir veru­lega miklum áskor­un­um, sem hafa lítið verið rædd á stjórn­mála­svið­inu, miðað við til­efn­i. 

Aðlögun og fyr­ir­mynd

Eitt mik­il­væg­asta mál­ið, til að aðlaga íslenska hag­kerfið að breyttum veru­leika, er að leggja meiri áherslu á að byggja upp það sem hefur verið nefnt alþjóða­geiri. Það er sá hluti hag­kerf­is­ins sem byggir á upp­bygg­ingu alþjóð­legrar þekk­ing­ar­starf­semi, svo sem á sviði tækni, rann­sókna, heil­brigð­is­há­tækni og hug­bún­að­ar. 

Skrán­ing Marel í Euro­next kaup­höll­ina í Amster­dam, sem unnið er að þessa dag­ana, er góð fyr­ir­mynd í þessu efni, en til ein­föld­unar má segja að Marel vinni að því mark­miði, að gera mat­væla­fram­leiðslu umhverf­is­vænni með betri nýt­ingu hrá­efnis þar sem hátækni er beitt sem helstu vopn­um, meðal ann­ars gagnúr­vinnslu og hluta­nets tækni (Inter­net of Things). 

Þetta alþjóð­lega þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki er nú orðið lang­sam­lega stærsta fyr­ir­tæki lands­ins, sé horft til mark­aðsvirðis á skráðum mark­aði og starfs­manna­fjölda. Starfs­menn eru nú yfir 6 þús­und, eða sem nemur um tvö­földum starfs­manna­fjölda íslenska fjár­mála­kerf­is­ins. 

Það mik­il­væga í þessu, er að þarna er komin góð fyr­ir­mynd fyrir íslenskt atvinnu­líf: Þetta er hægt að gera, þrátt fyrir allt. Alþjóð­legt þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki sem getur náð því að verða stór­fyr­ir­tæki á alþjóð­legan mæli­kvarða og haft mikil áhrif til góðs. 

Ekki meiri froða

Því miður eru fyr­ir­mynd­irnar á Íslandi ekki svo margar og má segja að sá loft­bólu-lág­launa­hag­vöxtur sem verið hefur á Íslandi frá árinu 2011 - sem nú er að koðna niður með nokkrum hvelli eftir að íslenska lof­brúin laskað­ist með falli WOW air og kyrr­setn­ingu 737 Max véla Boeing - hafi ekki endi­lega gert íslenska hag­kerf­inu mikið gagn. 

Tölur Hag­stof­unnar og Vinnu­mála­stofn­unar sýna að vöxt­ur­inn í störfum hefur fyrst og fremst verið í lág­launa­hluta hag­kerf­is­ins, í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði. Á árunum 2015 og fram árið 2018 varð gengi krón­unnar gagn­vart helstu myntum ískyggi­lega sterkt, og er ekki hægt að segja annað en að það sé rök­rétt að eft­ir­spurnin eftir íslenskri ferða­þjón­ustu sér­stak­lega, hafi fallið niður dramat­ískt. 

Stjórn­völd standa frammi fyrir því að velja hvernig verði brugð­ist við stöð­unni sem er uppi. Bráða­birgða­tölur Hag­stofu Íslands segja að hag­vöxtur hafi verið 4,6 pró­sent í fyrra en nýjasta spá Seðla­banka Íslands gerir nú ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti á árin­u. 

Á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins var hag­vöxt­ur­inn 1,7 pró­sent, en frá því í lok mars hefur staðan ein­kennst af erf­ið­leikum og áföll­um. Mars 2019 verður lík­lega í fram­tíð­inni eins og lína í sand­in­um, með falli WOW air og slys­inu hörmu­lega í Eþíóp­íu, sem leiddi til kyrr­setn­ingar á 737 Max vél­unum sem helstu atburð­um. Flug­brúin er löskuð eft­ir.

Hvernig er best að bregð­ast við?

Aug­ljóst er að þessir atburðir hafa nú þegar haft afger­andi áhrif á efna­hags­stefnu stjórn­valda, eins og fram hefur komið í máli bæði for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Lík­legt er að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni nú koma sér saman um að auka enn meira kraft­inn í inn­viða­fjár­fest­ing­um, og að þær verði í efra bili fyr­ir­liggj­andi stefnu sem hefur verið upp á 150 til 300 millj­arða til næstu ára lit­ið. 

Þessar fjár­fest­ingar eru í vega­fram­kvæmd­um, meðal ann­ar­s. 

Sterk staða rík­is­sjóðs, í alþjóð­legum sam­an­burði, gerir það mögu­legt að vinna á móti sam­drætt­inum með auknum opin­berum fjár­fest­ing­um, og stór óskuld­settur gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans hjálpar einnig til. 

En þetta er vanda­samt, og lík­lega verður rík­is­stjórnin dæmd fyrst og síð­ast af því hvernig hún mun bregð­ast við stöð­unni. Víð­tækur efna­hags­sam­dráttur er í kort­unum og blikur á lofti á fast­eigna­mark­aði, svo dæmi séu tek­in. 

Styrkjum alþjóða­geir­ann

Í þessum aðgerðum verður að huga að alþjóða­geir­an­um. Auknar fjár­fest­ingar í nýsköpun og rann­sókn­ir, á und­an­förnum árum, hafa verið gleði­efni, en betur má ef duga skal. Mik­il­vægt er að hugsað sé til fram­tíðar þegar kemur að við­spyrn­unn­i. 

Í umræð­unni um hvernig aðlög­unin á hag­kerf­inu verð­ur, í tengslum við áskor­anir í umhverf­is­mál­um, verður að horfa til mik­illar áhættu sem magn­ast hefur upp í íslenska hag­kerf­inu sam­hliða upp­gangi ferða­þjón­ust­unn­ar. 

Áhætt­unni má skipta í tvo hluta. Ann­ars vegar umhverf­is­á­hætta og síðan gjald­eyr­is­á­hætta. 

Eftir að ferða­þjón­usta fór upp í rúm­lega 40 pró­sent af gjald­eyr­is­tekjum þjóð­ar­búss­ins þá hefur kerf­is­lægt mik­il­vægi flug­véla fyrir hag­kerfið orðið veru­lega mik­ið, svo dæmi sé tek­ið. 

Nær öruggt er að ferða­lög með flugi verða dýr­ari í fram­tíð­inni, vegna þess að mengun frá flug­vélum verður dýr­ari, og það getur dregið veru­lega úr eft­ir­spurn eftir þjón­ustu við ferða­menn á Íslandi. Ekki höfum við hrað­lestar­ferðir til að koma fólki til lands­ins.

Í ljósi þess að þetta er á útflutn­ings­hlið­inni þá skiptir gengi krón­unnar veru­lega miklu máli, eins og hefur nú sýnt sig. 

Ferða­þjón­usta er þekkt sveiflu­grein, á alþjóða­vísu, þar sem öðru hvoru verður afla­brestur í tekj­um. En til lengdar verða gæði og verð að fara sam­an. Það er ekki að annað að sjá en að gengið hafi verið hratt um gleð­innar dýr í fjár­fest­ingum í grein­inni, á und­an­förnum árum, enda ráða ekki margir við tug­pró­senta fall í tekj­u­m. 

Lík­legt er að fólk muni velja að ferð­ast sjaldnar í fram­tíð­inni, og að reglu­verki verði beitt til að þvinga fram þá hegð­un. Umhverfið krefst þess. Í þessu felst mikil áhætta fyrir Ísland, eins og gefur að skilja. 

Annar veru­legur áhættu­þátt­ur, í umhverf­is­legu til­liti, er íslenska lög­sag­an. Vist­kerfi sjávar er að breyt­ast hratt, sam­kvæmt rann­sókn­um, og það getur haft mikil efna­hags­leg áhrif á Íslandi. Þetta var meðal ann­ars til umfjöll­unar í leið­ara Kjarn­ans 27. febr­úar á þessu ári. 

Ísland er eina landið heim­in­um, sem hefur veð­sett heim­ildir til að veiða í lög­sög­unni fyrir upp­hæðir sem nema næstum öllu eigin fé í banka­kerf­inu. Þetta er veru­lega stórt mál og mikil áhætta sem hefur byggst upp í hag­kerf­inu vegna þess, og ástæða til þess að gefa þessu meiri gaum. „Af þessum sökum ættu stjórn­­völd að stór­efla starf­­semi Haf­rann­­sókn­­ar­­stofn­unnar og hlusta vel á raddir sem þaðan koma. Að auki ættu stjórn­­völd að kanna hvernig megi auka sam­­starf sér­­fræð­inga sem eru að greina ólíka kerf­is­á­hætt­u­þætti, þegar kemur að íslensku lög­­­sög­unni. Virði afla­heim­ilda er nú á við næstum tvö­­falt eigið fé íslenska banka­­kerf­is­ins, sem er rúm­­lega 600 millj­­arð­­ar, sem sýnir hvað er mikið í húfi fyrir hag­­kerf­ið. Engin dæmi eru um svona stöðu í heim­in­­um. Höfum vaðið fyrir neðan okkur og gefum þessu gaum,“ sagði meðal ann­ars um þetta í fyrr­nefndum leið­ar­a. 

Þjóðar­ör­yggi

Orðið þjóðar­ör­yggi kann að kveikja á hug­renn­ingum um lög­reglu­bún­inga eða neyð­ar­að­stoð. Þjóðar­ör­yggi er hins vegar rétt­nefni, þegar kemur að því að greina stöðu íslenska hag­kerf­is­ins og þá áskorun sem það stendur frammi fyrir þessi miss­er­in, vegna sam­dráttar (skamm­tíma) og síðan umhverf­is­legra áhættu­þátta (til skamm­tíma og lengri tíma). 

Það er þjóðar­ör­ygg­is­mál að byggja upp sjálf­bært alþjóð­legt hag­kerfi, þar sem hug­vitið er upp­spretta nýrra starfa og tæki­færa. Vöxtur sem byggir á tækni og rann­sóknum - þekk­ing­ar­iðn­aði alþjóða­geirans - tryggir betur þjóðar­ör­yggi til lengdar lit­ið. Rökin fyrir upp­bygg­ingu alþjóða­geirans eru marg­vís­leg, en það má ekki gera lítið úr þessum þjóðar­ör­ygg­is­ventli. 

Með sterkum alþjóða­geira þá getur landið betur tryggt öryggi sitt til lengdar og unnið gegn sveiflum í öðrum geir­um. Alþjóða­geir­inn og kröft­ugri upp­bygg­ing hans ætti að vera for­gangs­mál í við­spyrn­unni sem nú þarf að eiga sér stað. 

Sú vinna er lang­hlaup, eins og saga Marel sýn­ir. Hún hófst á rann­sókn­ar­stofum í Háskóla Íslands fyrir tæp­lega 40 árum með þróun á raf­einda­vog­um. Innan veggja háskól­ana ger­ast nefni­lega hlut­irnir - sem svo verða af ein­hverju stóru og miklu löngu síð­ar, innan alþjóða­geirans, ef stuðn­ing­ur­inn er nægi­lega mik­ill. 

Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari