Auglýsing

Í eld­hús­dags­um­ræðum á Alþingi í vik­unni sem leið mátti heyra auk­inn áhuga á umhverf­is­mál­um, hjá svo til öllum flokk­um. 

Vakn­ing er í umhverf­is­málum um allan heim, þar sem miklar áskor­anir til að vinna gegn mengun og hlýnun jarðar - og umfangs­miklum vist­kerf­is­breyt­ingum vítt og breytt í nátt­úr­unni henni sam­hliða - eru almennt taldar mik­il­væg­ustu mál stjórn­mála þessi miss­er­in. 

Ein af mörgum hliðum á þessu stærsta máli sam­tím­ans, snýst um það hvernig ríki munu þurfa að aðlaga hag­kerfi að breyttum aðstæð­u­m. 

Auglýsing

Ísland stendur frammi fyrir veru­lega miklum áskor­un­um, sem hafa lítið verið rædd á stjórn­mála­svið­inu, miðað við til­efn­i. 

Aðlögun og fyr­ir­mynd

Eitt mik­il­væg­asta mál­ið, til að aðlaga íslenska hag­kerfið að breyttum veru­leika, er að leggja meiri áherslu á að byggja upp það sem hefur verið nefnt alþjóða­geiri. Það er sá hluti hag­kerf­is­ins sem byggir á upp­bygg­ingu alþjóð­legrar þekk­ing­ar­starf­semi, svo sem á sviði tækni, rann­sókna, heil­brigð­is­há­tækni og hug­bún­að­ar. 

Skrán­ing Marel í Euro­next kaup­höll­ina í Amster­dam, sem unnið er að þessa dag­ana, er góð fyr­ir­mynd í þessu efni, en til ein­föld­unar má segja að Marel vinni að því mark­miði, að gera mat­væla­fram­leiðslu umhverf­is­vænni með betri nýt­ingu hrá­efnis þar sem hátækni er beitt sem helstu vopn­um, meðal ann­ars gagnúr­vinnslu og hluta­nets tækni (Inter­net of Things). 

Þetta alþjóð­lega þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki er nú orðið lang­sam­lega stærsta fyr­ir­tæki lands­ins, sé horft til mark­aðsvirðis á skráðum mark­aði og starfs­manna­fjölda. Starfs­menn eru nú yfir 6 þús­und, eða sem nemur um tvö­földum starfs­manna­fjölda íslenska fjár­mála­kerf­is­ins. 

Það mik­il­væga í þessu, er að þarna er komin góð fyr­ir­mynd fyrir íslenskt atvinnu­líf: Þetta er hægt að gera, þrátt fyrir allt. Alþjóð­legt þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki sem getur náð því að verða stór­fyr­ir­tæki á alþjóð­legan mæli­kvarða og haft mikil áhrif til góðs. 

Ekki meiri froða

Því miður eru fyr­ir­mynd­irnar á Íslandi ekki svo margar og má segja að sá loft­bólu-lág­launa­hag­vöxtur sem verið hefur á Íslandi frá árinu 2011 - sem nú er að koðna niður með nokkrum hvelli eftir að íslenska lof­brúin laskað­ist með falli WOW air og kyrr­setn­ingu 737 Max véla Boeing - hafi ekki endi­lega gert íslenska hag­kerf­inu mikið gagn. 

Tölur Hag­stof­unnar og Vinnu­mála­stofn­unar sýna að vöxt­ur­inn í störfum hefur fyrst og fremst verið í lág­launa­hluta hag­kerf­is­ins, í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði. Á árunum 2015 og fram árið 2018 varð gengi krón­unnar gagn­vart helstu myntum ískyggi­lega sterkt, og er ekki hægt að segja annað en að það sé rök­rétt að eft­ir­spurnin eftir íslenskri ferða­þjón­ustu sér­stak­lega, hafi fallið niður dramat­ískt. 

Stjórn­völd standa frammi fyrir því að velja hvernig verði brugð­ist við stöð­unni sem er uppi. Bráða­birgða­tölur Hag­stofu Íslands segja að hag­vöxtur hafi verið 4,6 pró­sent í fyrra en nýjasta spá Seðla­banka Íslands gerir nú ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti á árin­u. 

Á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins var hag­vöxt­ur­inn 1,7 pró­sent, en frá því í lok mars hefur staðan ein­kennst af erf­ið­leikum og áföll­um. Mars 2019 verður lík­lega í fram­tíð­inni eins og lína í sand­in­um, með falli WOW air og slys­inu hörmu­lega í Eþíóp­íu, sem leiddi til kyrr­setn­ingar á 737 Max vél­unum sem helstu atburð­um. Flug­brúin er löskuð eft­ir.

Hvernig er best að bregð­ast við?

Aug­ljóst er að þessir atburðir hafa nú þegar haft afger­andi áhrif á efna­hags­stefnu stjórn­valda, eins og fram hefur komið í máli bæði for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Lík­legt er að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni nú koma sér saman um að auka enn meira kraft­inn í inn­viða­fjár­fest­ing­um, og að þær verði í efra bili fyr­ir­liggj­andi stefnu sem hefur verið upp á 150 til 300 millj­arða til næstu ára lit­ið. 

Þessar fjár­fest­ingar eru í vega­fram­kvæmd­um, meðal ann­ar­s. 

Sterk staða rík­is­sjóðs, í alþjóð­legum sam­an­burði, gerir það mögu­legt að vinna á móti sam­drætt­inum með auknum opin­berum fjár­fest­ing­um, og stór óskuld­settur gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans hjálpar einnig til. 

En þetta er vanda­samt, og lík­lega verður rík­is­stjórnin dæmd fyrst og síð­ast af því hvernig hún mun bregð­ast við stöð­unni. Víð­tækur efna­hags­sam­dráttur er í kort­unum og blikur á lofti á fast­eigna­mark­aði, svo dæmi séu tek­in. 

Styrkjum alþjóða­geir­ann

Í þessum aðgerðum verður að huga að alþjóða­geir­an­um. Auknar fjár­fest­ingar í nýsköpun og rann­sókn­ir, á und­an­förnum árum, hafa verið gleði­efni, en betur má ef duga skal. Mik­il­vægt er að hugsað sé til fram­tíðar þegar kemur að við­spyrn­unn­i. 

Í umræð­unni um hvernig aðlög­unin á hag­kerf­inu verð­ur, í tengslum við áskor­anir í umhverf­is­mál­um, verður að horfa til mik­illar áhættu sem magn­ast hefur upp í íslenska hag­kerf­inu sam­hliða upp­gangi ferða­þjón­ust­unn­ar. 

Áhætt­unni má skipta í tvo hluta. Ann­ars vegar umhverf­is­á­hætta og síðan gjald­eyr­is­á­hætta. 

Eftir að ferða­þjón­usta fór upp í rúm­lega 40 pró­sent af gjald­eyr­is­tekjum þjóð­ar­búss­ins þá hefur kerf­is­lægt mik­il­vægi flug­véla fyrir hag­kerfið orðið veru­lega mik­ið, svo dæmi sé tek­ið. 

Nær öruggt er að ferða­lög með flugi verða dýr­ari í fram­tíð­inni, vegna þess að mengun frá flug­vélum verður dýr­ari, og það getur dregið veru­lega úr eft­ir­spurn eftir þjón­ustu við ferða­menn á Íslandi. Ekki höfum við hrað­lestar­ferðir til að koma fólki til lands­ins.

Í ljósi þess að þetta er á útflutn­ings­hlið­inni þá skiptir gengi krón­unnar veru­lega miklu máli, eins og hefur nú sýnt sig. 

Ferða­þjón­usta er þekkt sveiflu­grein, á alþjóða­vísu, þar sem öðru hvoru verður afla­brestur í tekj­um. En til lengdar verða gæði og verð að fara sam­an. Það er ekki að annað að sjá en að gengið hafi verið hratt um gleð­innar dýr í fjár­fest­ingum í grein­inni, á und­an­förnum árum, enda ráða ekki margir við tug­pró­senta fall í tekj­u­m. 

Lík­legt er að fólk muni velja að ferð­ast sjaldnar í fram­tíð­inni, og að reglu­verki verði beitt til að þvinga fram þá hegð­un. Umhverfið krefst þess. Í þessu felst mikil áhætta fyrir Ísland, eins og gefur að skilja. 

Annar veru­legur áhættu­þátt­ur, í umhverf­is­legu til­liti, er íslenska lög­sag­an. Vist­kerfi sjávar er að breyt­ast hratt, sam­kvæmt rann­sókn­um, og það getur haft mikil efna­hags­leg áhrif á Íslandi. Þetta var meðal ann­ars til umfjöll­unar í leið­ara Kjarn­ans 27. febr­úar á þessu ári. 

Ísland er eina landið heim­in­um, sem hefur veð­sett heim­ildir til að veiða í lög­sög­unni fyrir upp­hæðir sem nema næstum öllu eigin fé í banka­kerf­inu. Þetta er veru­lega stórt mál og mikil áhætta sem hefur byggst upp í hag­kerf­inu vegna þess, og ástæða til þess að gefa þessu meiri gaum. „Af þessum sökum ættu stjórn­­völd að stór­efla starf­­semi Haf­rann­­sókn­­ar­­stofn­unnar og hlusta vel á raddir sem þaðan koma. Að auki ættu stjórn­­völd að kanna hvernig megi auka sam­­starf sér­­fræð­inga sem eru að greina ólíka kerf­is­á­hætt­u­þætti, þegar kemur að íslensku lög­­­sög­unni. Virði afla­heim­ilda er nú á við næstum tvö­­falt eigið fé íslenska banka­­kerf­is­ins, sem er rúm­­lega 600 millj­­arð­­ar, sem sýnir hvað er mikið í húfi fyrir hag­­kerf­ið. Engin dæmi eru um svona stöðu í heim­in­­um. Höfum vaðið fyrir neðan okkur og gefum þessu gaum,“ sagði meðal ann­ars um þetta í fyrr­nefndum leið­ar­a. 

Þjóðar­ör­yggi

Orðið þjóðar­ör­yggi kann að kveikja á hug­renn­ingum um lög­reglu­bún­inga eða neyð­ar­að­stoð. Þjóðar­ör­yggi er hins vegar rétt­nefni, þegar kemur að því að greina stöðu íslenska hag­kerf­is­ins og þá áskorun sem það stendur frammi fyrir þessi miss­er­in, vegna sam­dráttar (skamm­tíma) og síðan umhverf­is­legra áhættu­þátta (til skamm­tíma og lengri tíma). 

Það er þjóðar­ör­ygg­is­mál að byggja upp sjálf­bært alþjóð­legt hag­kerfi, þar sem hug­vitið er upp­spretta nýrra starfa og tæki­færa. Vöxtur sem byggir á tækni og rann­sóknum - þekk­ing­ar­iðn­aði alþjóða­geirans - tryggir betur þjóðar­ör­yggi til lengdar lit­ið. Rökin fyrir upp­bygg­ingu alþjóða­geirans eru marg­vís­leg, en það má ekki gera lítið úr þessum þjóðar­ör­ygg­is­ventli. 

Með sterkum alþjóða­geira þá getur landið betur tryggt öryggi sitt til lengdar og unnið gegn sveiflum í öðrum geir­um. Alþjóða­geir­inn og kröft­ugri upp­bygg­ing hans ætti að vera for­gangs­mál í við­spyrn­unni sem nú þarf að eiga sér stað. 

Sú vinna er lang­hlaup, eins og saga Marel sýn­ir. Hún hófst á rann­sókn­ar­stofum í Háskóla Íslands fyrir tæp­lega 40 árum með þróun á raf­einda­vog­um. Innan veggja háskól­ana ger­ast nefni­lega hlut­irnir - sem svo verða af ein­hverju stóru og miklu löngu síð­ar, innan alþjóða­geirans, ef stuðn­ing­ur­inn er nægi­lega mik­ill. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Valsson
Þjóðaröryggi, jarðstrengir og rafmagn á Dalvík
Kjarninn 16. desember 2019
Helgi Seljan og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Forseti Alþingis minnist Helga Seljan
Steingrímur J. Sigfússon minntist fyrrverandi þingmannsins, Helga Seljan, á þingi í dag. „Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin.“
Kjarninn 16. desember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund
Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.
Kjarninn 16. desember 2019
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari