Mathöll „með dassi af hvítvíni“

Viðar Freyr Guðmundsson segir mathöllina við Hlemm vera einhverja verstu gerð af stéttaskiptingu sem til er. Niðurgreidda af almenningi en fyrir efnameiri og ferðamenn.

Auglýsing

Umræða fór fram á Borgarstjórnarfundi í síðustu viku um Hlemm Mathöll. En það er verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem bætist við langan lista af allt að því glæpsamlegu klúðri undanfarinna ára. Borgarfulltrúi Miðflokksins flutti tillögu fyrir borgarstjórn að gerð yrði óháð utanaðkomandi rannsókn á blússandi framúrkeyrslu á verkefninu. En það er nú orðið þrefalt dýrara en til stóð í upphafi. Margt áhugavert kom fram í þessum umræðum og er framúrkeyrslan á verkefninu kannski ekki stærsta hneykslið.

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar upplýsti á fundinum að leiguverð borgarinnar á Hlemmi Mathöll veri 14,5 milljónir á ári. En það mun vera 1/3 af markaðsvirði á atvinnuhúsnæði þarna í kring. Hjálmari Sveinssyni þykir þetta hins vegar „ekki gefins“ eins og hann orðar það.

Dagur B. Eggertsson ritar undir leigusamning vegna Hlemms Mathallar áður en framkvæmdir hófust.

Auglýsing

Fram kom í umræðum að veitingamenn í Hlemmi Mathöll njóti ekki þessa lága leiguverðs, heldur er einn stór milliliður, Hlemmur Mathöll ehf. sem leigir áfram húsnæðið til allra hinna og tekur væntanlega sinn hagnað af því. Maður gæti ímyndað sér að hið áframselda leiguverð sé nálægt markaðsvirði. Leigusamningurinn gildir til 10 ára. Þarna er borgin búin að einkavæða allan hagnaðinn af leigunni.

En borgin situr hins vegar uppi með tapið við að gera upp Mathöllina. Eftir að leigusamningur var gerður greiddi borgin yfir 200 milljónir í viðgerðir, án þess að uppfæra leiguverðið til samræmis.

Hvað gæti fengið borgarstjórnarmeirihlutann til að gera svona slæman samning? Hvaða hvatar eru þar að baki? Nú, meirihlutinn sem stjórnar borginni „elskar Hlemm“ og eru ánægð með að ákveðið var að fara í allan umframkostnaðinn, því þetta sé svo „skemmtilegt“ og „með dassi af hvítvíni“, eins og Þórdís Lóa, borgarfulltrúi Viðreisnar, komst að orði.

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, upplýsti svo í löngu erindi sínu um opinberar umframkeyrslur að oft séu verkefni metin of lágt til að auka líkur á að farið verði af stað í verkefnið. Það verður að segjast eins og er að þetta eru mest sláandi upplýsingarnar í þessari umræðu um Braggann og Hlemm Mathöll. Getur verið og er Skúli Helgason að ýja að því, að það hafi verið ákveðið fyrir fram að gera kostnaðaráætlun of lága, skrifa undir leigusamninga á forsendum þessa vanmetinna kostnaðaráætlana og síðan smyrja restinni af verkefninu á reikning borgarbúa? Þannig að einkaaðilar sem sömdu um leiguna fái húsnæðið leigt á verði sem er ekki í neinu samræmi við kostnaðinn á húsnæðinu? Þetta virðist í fljótu bragði ekki svo fjarri sanni, því Hjálmar Sveinsson upplýsti það í umræðum um Mathöllina að Borgarráð „vissi það mjög fljótlega að upphafleg kostnaðaráætlun myndi ekki standast og það yrði talsvert mikið dýrara“.

Leigutekjurnar sem borgin fær ná hvergi nærri að dekka allan kostnaðinn við endurgerð þessara húsa. Peningarnir voru teknir að láni, bæði í Braggaverkefninu og fyrir Mathöllina. Ef borgin tekur 330 milljónir að láni, þá greiða 14,5 milljóna árlegar leigutekjur ekki nema 4,4% vexti á ársgrundvelli. Algengir vextir á skuldabréfum sem borgin gefur út til að fjármagna taprekstur síðustu ára er 6,72%. Borgin er því að tapa verulega á þessum leigusamningi við Mathöllina. Tapið fyrir borgina er um 7,7 milljónir á ári, bara út af vöxtum á lánum og án þess að taka til greina markaðsvirði hins leigða húsnæðis. En einhver annar er að græða. Spurning hvort Hjálmari Sveinssyni og félögum finnist þetta eins góður díll fyrir borgina og eins há leiga þegar þetta er tekið til greina?

Dagur B. Eggertsson ritar undir leigusamning vegna „Braggans“ áður en framkvæmdir hófust við endurgerð.

Raunar eru í gildi reglur hjá borginni varðandi leiguverð á húsnæði borgarinnar sem nær yfir bæði styrki og samstarfssamninga. Ásamt sérstökum „reiknireglum um innri leigu“. En þær reglur virðast þverbrotnar í þessum málum, þar sem borgarstjóri fór af stað með pennann að vopni og gerði samninga við leigutaka fyrir framan blaðaljósmyndara áður en hafist var handa við að gera upp húsnæðið. Í reglum borgarinnar um meðferð, afgreiðslu og eftirfylgni styrkja, samstarfs- og þjónustusamninga segir:

Framlög Reykjavíkurborgar sem veitt eru í formi aðstöðu og/eða húsnæðis skulu metin skv. reiknireglum borgarinnar um innri leigu og gerð grein fyrir þeim ásamt öðrum styrkjum á viðkomandi starfsári.

En eftir því sem ég kemst næst er þar gert ráð fyrir að leiga á ársgrundvelli sé 15% af virði húsnæðis. Þetta er sú regla sem skólar, leikskólar og aðrar stofnanir borgarinnar þurfa að sætta sig við. Þessi tala er væntanlega fengin út til að dekka allan fjármagnskostnað og annan kostnað. Væntanlega þannig að borgin komi hreinlega út á sléttu og sé ekki að græða á að leigja eigin stofnunum húsnæði.

Eitt fyrsta embættisverk Þórdísar Lóu í borgarstjórn var að bjóða vinkonum sínum í Félagi Kvenna í Atvinurekstri til veislu í Höfða. En veislan mun hafa kostað borgarbúa nærri 350.000 krónur. Mynd: FKA

En það virðist ekki sömu reglur gilda þegar verkefnið er eitthvað svona „skemmtilegt“ og með „dassi af hvítvíni“. Miðað við 15% regluna þá er borgin að borga með sér 35 milljónir á ári með þessum 14,5 milljóna leigusamningi sem Hjálmar taldi hreint ekki gefins. Ef þetta á að vera skemmtilegt, þá er mér ekki skemmt. Fyrir hvern er svo þessi Mathöll sem við tökum öll þátt í að greiða? Auðvitað hafa ekki allir efni á að éta fyrir þúsundir króna með „dassi af hvítvíni“ og munu aldrei stíga fæti þarna inn, eins og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins bendir á. Þessi Mathöll er einhver versta gerð af stéttaskiptingu sem til er. Niðurgreidd af almenningi, en fyrir efnameiri og túrista. En það er kannski það sem Viðreisn og borgarmeirihlutinn stendur einmitt fyrir. Það er allskonar skemmtilegt fyrir efnameiri, meðan grunnþjónustan er svelt. Niðurgreiðslan á hvítvíninu hennar Lóu er fjármögnuð með lánum. Skuldadagarnir munu koma síðar í formi skertrar grunnþjónustu.

Hér má líta myndband með því áhugaverðasta sem fram kom í umræðum í borgarstjórn um málið.

Á fundi borgarstjórnar í síðustu viku var fjallað um framúrkeyrsluna við Hlemm Mathöll. EN ég er eiginlega á því að framúrkeyrsla á framkvæmdum sé ekki stærsta hneykslið. Heldur leiguverðið, sem ku vera 1/3 af markaðsverði og 1/4 af því sem borgin myndi leigja eigin stofnunum. Skúli Helgason segir svo að það sé stundum viljandi farið af stað með of lágt kostnaðarmat til að verkefnin hljóti brautargengi. Nokkuð merkilegt innlegg í umræðu um Braggamálið og Hlemm Mathöll. Tók saman nokkur highlight úr umræðum..

Posted by Viðar Freyr Guðmundsson on Wednesday, October 24, 2018

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar