Mathöll „með dassi af hvítvíni“

Viðar Freyr Guðmundsson segir mathöllina við Hlemm vera einhverja verstu gerð af stéttaskiptingu sem til er. Niðurgreidda af almenningi en fyrir efnameiri og ferðamenn.

Auglýsing

Umræða fór fram á Borg­ar­stjórn­ar­fundi í síð­ustu viku um Hlemm Mat­höll. En það er verk­efni á vegum Reykja­vík­ur­borgar sem bæt­ist við langan lista af allt að því glæp­sam­legu klúðri und­an­far­inna ára. Borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins flutti til­lögu fyrir borg­ar­stjórn að gerð yrði óháð utan­að­kom­andi rann­sókn á blússandi fram­úr­keyrslu á verk­efn­inu. En það er nú orðið þrefalt dýr­ara en til stóð í upp­hafi. Margt áhuga­vert kom fram í þessum umræðum og er fram­úr­keyrslan á verk­efn­inu kannski ekki stærsta hneykslið.

Hjálmar Sveins­son, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar upp­lýsti á fund­inum að leigu­verð borg­ar­innar á Hlemmi Mat­höll veri 14,5 millj­ónir á ári. En það mun vera 1/3 af mark­aðsvirði á atvinnu­hús­næði þarna í kring. Hjálm­ari Sveins­syni þykir þetta hins vegar „ekki gef­ins“ eins og hann orðar það.

Dagur B. Eggertsson ritar undir leigusamning vegna Hlemms Mathallar áður en framkvæmdir hófust.

Auglýsing

Fram kom í umræðum að veit­inga­menn í Hlemmi Mat­höll njóti ekki þessa lága leigu­verðs, heldur er einn stór milli­lið­ur, Hlemmur Mat­höll ehf. sem leigir áfram hús­næðið til allra hinna og tekur vænt­an­lega sinn hagnað af því. Maður gæti ímyndað sér að hið áfram­selda leigu­verð sé nálægt mark­aðsvirði. Leigu­samn­ing­ur­inn gildir til 10 ára. Þarna er borgin búin að einka­væða allan hagn­að­inn af leig­unni.

En borgin situr hins vegar uppi með tapið við að gera upp Mat­höll­ina. Eftir að leigu­samn­ingur var gerður greiddi borgin yfir 200 millj­ónir í við­gerð­ir, án þess að upp­færa leigu­verðið til sam­ræm­is.

Hvað gæti fengið borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ann til að gera svona slæman samn­ing? Hvaða hvatar eru þar að baki? Nú, meiri­hlut­inn sem stjórnar borg­inni „elskar Hlemm“ og eru ánægð með að ákveðið var að fara í allan umfram­kostn­að­inn, því þetta sé svo „skemmti­legt“ og „með dassi af hvítvín­i“, eins og Þór­dís Lóa, borg­ar­full­trúi Við­reisn­ar, komst að orði.

Skúli Helga­son, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, upp­lýsti svo í löngu erindi sínu um opin­berar umfram­keyrslur að oft séu verk­efni metin of lágt til að auka líkur á að farið verði af stað í verk­efn­ið. Það verður að segj­ast eins og er að þetta eru mest slá­andi upp­lýs­ing­arnar í þess­ari umræðu um Bragg­ann og Hlemm Mat­höll. Getur verið og er Skúli Helga­son að ýja að því, að það hafi verið ákveðið fyrir fram að gera kostn­að­ar­á­ætlun of lága, skrifa undir leigu­samn­inga á for­sendum þessa van­met­inna kostn­að­ar­á­ætl­ana og síðan smyrja rest­inni af verk­efn­inu á reikn­ing borg­ar­búa? Þannig að einka­að­ilar sem sömdu um leig­una fái hús­næðið leigt á verði sem er ekki í neinu sam­ræmi við kostn­að­inn á hús­næð­inu? Þetta virð­ist í fljótu bragði ekki svo fjarri sanni, því Hjálmar Sveins­son upp­lýsti það í umræðum um Mat­höll­ina að Borg­ar­ráð „vissi það mjög fljót­lega að upp­haf­leg kostn­að­ar­á­ætlun myndi ekki standast og það yrði tals­vert mikið dýr­ara“.

Leigu­tekj­urnar sem borgin fær ná hvergi nærri að dekka allan kostn­að­inn við end­ur­gerð þess­ara húsa. Pen­ing­arnir voru teknir að láni, bæði í Bragga­verk­efn­inu og fyrir Mat­höll­ina. Ef borgin tekur 330 millj­ónir að láni, þá greiða 14,5 millj­óna árlegar leigu­tekjur ekki nema 4,4% vexti á árs­grund­velli. Algengir vextir á skulda­bréfum sem borgin gefur út til að fjár­magna tap­rekstur síð­ustu ára er 6,72%. Borgin er því að tapa veru­lega á þessum leigu­samn­ingi við Mat­höll­ina. Tapið fyrir borg­ina er um 7,7 millj­ónir á ári, bara út af vöxtum á lánum og án þess að taka til greina mark­aðsvirði hins leigða hús­næð­is. En ein­hver annar er að græða. Spurn­ing hvort Hjálm­ari Sveins­syni og félögum finn­ist þetta eins góður díll fyrir borg­ina og eins há leiga þegar þetta er tekið til greina?

Dagur B. Eggertsson ritar undir leigusamning vegna „Braggans“ áður en framkvæmdir hófust við endurgerð.

Raunar eru í gildi reglur hjá borg­inni varð­andi leigu­verð á hús­næði borg­ar­innar sem nær yfir bæði styrki og sam­starfs­samn­inga. Ásamt sér­stökum „reikni­reglum um innri leig­u“. En þær reglur virð­ast þver­brotnar í þessum mál­um, þar sem borg­ar­stjóri fór af stað með penn­ann að vopni og gerði samn­inga við leigu­taka fyrir framan blaða­ljós­mynd­ara áður en haf­ist var handa við að gera upp hús­næð­ið. Í reglum borg­ar­innar um með­ferð, afgreiðslu og eft­ir­fylgni styrkja, sam­starfs- og þjón­ustu­samn­inga seg­ir:

Fram­lög Reykja­vík­ur­borgar sem veitt eru í formi aðstöðu og/eða hús­næðis skulu metin skv. reikni­reglum borg­ar­innar um innri leigu og gerð grein fyrir þeim ásamt öðrum styrkjum á við­kom­andi starfs­ári.

En eftir því sem ég kemst næst er þar gert ráð fyrir að leiga á árs­grund­velli sé 15% af virði hús­næð­is. Þetta er sú regla sem skól­ar, leik­skólar og aðrar stofn­anir borg­ar­innar þurfa að sætta sig við. Þessi tala er vænt­an­lega fengin út til að dekka allan fjár­magns­kostnað og annan kostn­að. Vænt­an­lega þannig að borgin komi hrein­lega út á sléttu og sé ekki að græða á að leigja eigin stofn­unum hús­næði.

Eitt fyrsta embættisverk Þórdísar Lóu í borgarstjórn var að bjóða vinkonum sínum í Félagi Kvenna í Atvinurekstri til veislu í Höfða. En veislan mun hafa kostað borgarbúa nærri 350.000 krónur. Mynd: FKA

En það virð­ist ekki sömu reglur gilda þegar verk­efnið er eitt­hvað svona „skemmti­legt“ og með „dassi af hvítvín­i“. Miðað við 15% regl­una þá er borgin að borga með sér 35 millj­ónir á ári með þessum 14,5 millj­óna leigu­samn­ingi sem Hjálmar taldi hreint ekki gef­ins. Ef þetta á að vera skemmti­legt, þá er mér ekki skemmt. Fyrir hvern er svo þessi Mat­höll sem við tökum öll þátt í að greiða? Auð­vitað hafa ekki allir efni á að éta fyrir þús­undir króna með „dassi af hvítvíni“ og munu aldrei stíga fæti þarna inn, eins og Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins bendir á. Þessi Mat­höll er ein­hver versta gerð af stétta­skipt­ingu sem til er. Nið­ur­greidd af almenn­ingi, en fyrir efna­meiri og túrista. En það er kannski það sem Við­reisn og borg­ar­meiri­hlut­inn stendur einmitt fyr­ir. Það er alls­konar skemmti­legt fyrir efna­meiri, meðan grunn­þjón­ustan er svelt. Nið­ur­greiðslan á hvítvín­inu hennar Lóu er fjármögnuð með lán­um. Skulda­dag­arnir munu koma síðar í formi skertrar grunn­þjón­ustu.

Hér má líta mynd­band með því áhuga­verð­asta sem fram kom í umræðum í borg­ar­stjórn um mál­ið.

Á fundi borg­ar­stjórnar í síð­ustu viku var fjallað um fram­úr­keyrsl­una við Hlemm Mat­höll. EN ég er eig­in­lega á því að fram­úr­keyrsla á fram­kvæmdum sé ekki stærsta hneykslið. Heldur leigu­verð­ið, sem ku vera 1/3 af mark­aðs­verði og 1/4 af því sem borgin myndi leigja eigin stofn­un­um. Skúli Helga­son segir svo að það sé stundum vilj­andi farið af stað með of lágt kostn­að­ar­mat til að verk­efnin hljóti braut­ar­gengi. Nokkuð merki­legt inn­legg í umræðu um Bragga­málið og Hlemm Mat­höll. Tók saman nokkur hig­hlight úr umræð­u­m..

Posted by Viðar Freyr Guð­munds­son on Wed­nes­day, Oct­o­ber 24, 2018

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar