Auglýsing

Halló, ég heiti Sámur! Ég er ákaf­lega virðu­legur hundur sem hef lengst af búið á Bessa­stöðum á Álfta­nesi. Sjálfur er ég ekki alveg með á hreinu af hvaða kyni ég er, en mér líður eins og ég sé afar íslensk­ur. Í slef­blautum hunda­draumum mínum ferð­ast ég þó víða um heim.

Fátt veit ég betra en að liggja á melt­unni eftir góðan dall af þurr­mat með slettu af Pedigree-lifr­ar­kássu og ferð­ast hikstandi á milli svefns og vöku til Taj Mahal. Að hætti hunda hef ég auð­vitað var­ann á í dagdraumum mínum og rís upp til að gera hús­móður minni við­vart ef gesti ber að garði en þar sem dregið hefur úr gesta­komum síð­ustu árin hef ég nú drjúg­ari tíma til dagdrauma. Raunar hef ég ekki hunds­vit á utan­lands­ferðum vegna stífra reglna íslenskra yfir­valda um sótt­kví dýra en má hundur heita ef þar er ekki gott að vera. Já, í Taj Mahal. Hundur þarf að hund­skast þangað áður en hann deyr, þó að það þýði að hann eigi ekki aft­ur­kvæmt til Íslands.

Fögur er hlíðin – Sámur minn.

Auglýsing

Það vekur sorg í hunds­hjarta að nú er farið að halla á síð­ari hlut­ann í hunda­lífi mínu. Brátt þarf ég að lúta hunda­lög­málum þessa heims og kveðja mína ást­kæru Dor­rit sem ég hund­elska út yfir gröf og dauða. Ég segi gröf því ég geri fast­lega ráð fyrir að vera jarð­settur í betri kirkju­garði með smá við­höfn og skreyttur for­láta exó­tískum skart­grip­um. Nema þá að hún verði orðin svo upp­hrifin af hinum ein­eggja klón­bróður mínum að ég verði gleymdur og graf­inn í gelts­ins fyllstu merk­ingu. Talið ekki um klón­ið, talið um mig, ekki um Norð­ur­slóðir eða loft­lags­breyt­ing­ar, bara mig, Sám!

Hunds­eyru mín hafa ýmsi­legt þurft að heyra í þess­ari jarð­vist. Og hundur hefur verið trú­fastur hús­hjúum sínum í hvers konar orða­skaki og átök­um. Ég hef verið ein­dreg­inn stuðn­ings­hundur íslenska lands­liðs­ins í hand­bolta, gelt mig hásan á móti Ices­ave – á myrk­ustu augna­blik­unum í sögu þjóðar urrað eins og bast­arður – sniffað af skugga Pútíns og ekki líkað lyktin en látið mig hafa það, tætt í mig fjöl­miðla­lögin og hlaupið mig móðan í drama­þrungnum útreið­ar­túrum hús­móður minnar og lax­manns henn­ar. Ég er eini hund­ur­inn sem ég þekki sem hefur bæði aðhyllst gyð­inga­dóm og kristni í sömu andránni og yfir höfuð tekið hunds­lega afstöðu til þess, þó að ég sé heið­inn inn við bein­ið. En! Og nú brestur hunds­hjart­að. Af hverju að klóna mig?

Var ég ekki nóg? Hunds­fylli af tryggð, und­ir­gefni og slef­blautri ást. Hvað með merk­ingu mína? Eina og sér. Var hún ekki næg, í sjálfu sér. Er hægt að skipta henni út, sí sonna, bara fyrir skitnar sex eða sjö millj­ón­ir, eins og það sé hægt að kaupa nýjan mig. Sem var þó ég. Sámur!

Hundur verður aldrei aftur sami hund­ur­inn og hann var – þótt klón­aður sé. Því hund­ur­inn var hann sjálf­ur, þrátt fyrir allt og allt. Ég er eng­inn hunda­vit­leys­ingur eftir lærða skól­ann á Bessa­stöð­um. Hundur veit það sem hundur veit – hvað þá hundur sem skilur hebr­esku og smá lat­ínu eins og ég. Þjóð­ræk­inn en samt alþjóð­lega þenkj­andi hund­ur. Ein­stakur – þú sagðir það sjálf. E.I.N.S.T.A.K.U.R. Ekk­ert klón getur komið í stað ein­staks hunds.

Ég hund­elska þig, Dor­rit, eins og tættur bast­arð­ur! Blóði drif­inn á mexík­önskum göturakka­víg­velli.

Af öllu mínu hunds­hjarta. Vesælu en við­kvæmu, þó hunds­lega mann­legu. Ætlarðu kannski að gefa það? Hjarta mitt? Viltu ekki heldur borða það eins og Salvador Dalí og Gaila konan hans borð­uðu kan­ín­una sína þegar hún komst ekki í ferða­lagið þeirra svo hún væri með þeim.

Borð­aðu mig en ekki klóna mig! Éttu mig eins og hund­ur. Leyfðu mér að renna saman við silki­mjúk inn­yfli þín, Dor­rit. Plís!

Verðum eitt. Þessir feld­fögru dem­antar sem við erum, þú í gráa pels­inum og ég. Og munum alltaf verða: Sámur og Dor­rit. Og kannski smá Ólafur Ragn­ar. En þó fyrst og fremst við tvö. Ekki þetta klón. Það er eitt­hvað allt ann­að. Allt annað en ég! Ó, kjúklinga­bein föst í háls­in­um. Hjart­anu. Þau skrapa iðr­in, særa mig, þið – þú!

Dveljum í Taj Mahal – að eilífu. Og leyfum engum klónum að menga roð­bleika slefs­ósa draum­inn.

Okk­ar.

Halló, ég heiti Sámur! Ég hét Sám­ur. Ég mun heita Sám­ur. Ég!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit