Kynlegur fróðleikur um menn

Steinunn Þorvaldsdóttir hefur safnað saman ýmsum merkilegum þversögnum og einkennilegheitum sem fólk lætur oft umhugsunarlaust út úr sér. Hér koma fyrstu hugleiðingarnar um efnið.

Auglýsing

Upp­lýst nútíma­fólki telur sig sjálf­sagt bæði jafn­rétt­is­sinnað og rétt­sýnt. Hug­tökin eru líka svo jákvæð að ein­kenni­legt þætti að játa eitt­hvað annað upp á sig. Mikið hefur breyst til batn­aðar hér á landi í sam­skipta­háttum karla og kvenna und­an­farna ára­tugi. Lögum sam­kvæmt eiga kynin að vera jafn­rétthá og óhætt er að full­yrða að meiri­hluti lands­manna vill að dætur þeirra og synir eigi um sömu kosti að velja þegar kemur að mennt­un, störfum og almennum aðbún­aði.

Allt í góðu

Hitt er svo annað mál að mörg gömul við­mið til kynj­anna virð­ast ótrú­lega lífseig. Margir telja að ákveðið atferli hæfi betur konum en körlum án þess að geta gefið við­hlít­andi skýr­ingu á skoðun sinni. Niðr­andi orð eru oft við­höfð um konur og dregin upp sú mynd af þeim að þær séu ekki eins lík­legar til afreka og karl­ar. Oft er full­yrð­ingum af slíkum toga fleygt í hálf­kær­ingi og glott látið fylgja með, líkt og bros­karl í netskrifum nútím­ans, til að draga úr sárasta brodd­inum og láta að því liggja að þetta sé nú bara djók og allt í góðu.

Afvega­leið­ing tung­unnar

Það er hins vegar þessi hálf­kær­ingur og hugs­un­ar­leysi í munn­legum sam­skiptum sem fær mig oft til að gnísta tönnum og mylja úr mér fyll­ing­arnar af erg­elsi og leiða. Þetta ger­ist í hvert sinn sem ég heyri fólk bæta við “og kon­ur” þegar það talar almennt um menn og þegar fólk finnur sig knúið til að skeyta við kyn­ferði kvenna þegar talað er um ein­hverja hópa og starf­stétt­ir, sbr. hand­bolta­kona, frétta­kona; líka þegar upp­lýst, jafn­rétt­is­sinnað fólk hefur snúið sér í heil­hring með því að tala um þessa og hina “stýruna” þegar konur eru við stjórn, greini­lega í því skyni að kyn­greina starfs­heiti þeirra. Í stuttu máli líður mér alltaf þannig þegar við látum tungu­málið afvega­leiða okkur á þær brautir að við sýnum helm­ingi mann­kyns hroka og lít­ils­virð­ingu.

Auglýsing

Hvim­leið rök­leysa

Íslenskan er karllæg að mörgu leyti sem sýnir sig þannig að orð og hug­tök yfir karla eru oft jákvæð­ari og hafa mik­il­væg­ari merk­ingu en sam­bæri­leg orð yfir kon­ur, ef þau eru þá til á annað borð. Hins vegar gerir móð­ur­málið okkar ráð fyrir að menn séu bæði kven­kyns og karl­kyns, þar sem þeir skipt­ast í karla og kon­ur, ólíkt ýmsum öðrum tungu­mál­um. Aftur á móti er umhugs­un­ar­vert þegar við sjáum ástæðu til að tala eins og menn séu ein­göngu karl­kyns og að það sem teng­ist konum sé ekki eins merki­legt og það sem til­heyrir karl­heim­um. Þegar við tölum með þeim hætti verðum við upp­vís að rök­leysu sem er hvim­leitt að hlusta á.

Hvaða ætt­kvísl til­heyra kon­ur?

Tungu­málið er eitt mik­il­væg­asta tækið sem við notum til sam­skipta. Með því að segja bara eitt­hvað getum við ekki reiknað með að við gerum okkur almenni­lega skilj­an­leg. Ef við segjum að við séum jafn­rétt­is­sinnuð en tölum svo með þeim hætti að það gengur þvert á yfir­lýsta stefnu okk­ar, hverju á þá að trúa? Hvaða ætt­kvísl til­heyra konur t.d. ef þær eru ekki menn? Eru þær bara eitt­hvað? Af hverju þurfum við að segja menn og kon­ur?

Þetta er aðeins lítið brot af því sem við látum umhugs­un­ar­laust út úr okkur en sem mætti vel staldra við og athuga bet­ur. Ég fletti mikið orða­bókum og hef gaman af máls­háttum og ýmsu öðru sem við­víkur mál­notk­un. Orðin og skil­grein­ingar þeirra geyma marg­vís­legan fróð­leik og umhugs­un­ar­efni og sama máli gegnir um máls­hætti og orða­ti­læki. Ýmis önnur við­mið sem okkur er tamt að grípa til eins og t.d. sköp­un­ar­sagan, þegar við tjáum okkur um sam­skipti kynj­anna, geyma líka alls konar upp­lýs­ingar sem vert er að skoða. Ég hef tekið saman nokkra örp­istla um þetta í því skyni að fá fólk til að staldra við og velta aðeins vöngum yfir því sem það seg­ir.

Steinunn Þorvaldsdóttir

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar