Ójöfnuður eykst á ný

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að eftir hrun hafi tekjuskipting í íslensku samfélagi jafnast en í uppsveiflunni frá 2011 til 2017 hafi ójöfnuður aftur á móti tekið að aukast á ný.

Auglýsing

Tekju­ó­jöfn­uður jókst gríð­ar­lega mikið á Íslandi á ára­tugnum fram að hruni – meira en dæmi eru um í öðrum vest­rænum sam­fé­lög­um. Sú aukn­ing var frá stöðu eins allra mesta jafn­aðar sem var að finna á Vest­ur­löndum fyrir árið 1995. Hámarki náði ójöfn­uð­ur­inn árið 2007.

Eftir hrun jafn­að­ist tekju­skipt­ingin mikið á ný, vegna sam­dráttar fjár­magnstekna og auk­inna jöfn­un­ar­á­hrifa í skatta- og bóta­kerf­un­um.

Á upp­sveifl­unni frá 2011 til 2017 hefur ójöfn­uður hins vegar tekið að aukast á ný. Þetta má sjá á mynd­inni hér að neð­an, sem sýnir hlut­deild hátekju­hópanna af heild­ar­tekjum allra fram­telj­enda (Heim­ild: Fjár­mála­ráðu­neyt­ið).

Auglýsing

Vaxandi tekjuhlutdeild hátekjuhópa frá 2011 til 2017

Hlutur tekju­hæsta eina pró­sents­ins fór úr um 7% árið 2011 upp í 9,4% á síð­asta ári. Hlutur tekju­hæstu fimm pró­sent­anna fór úr 20,7% upp í 22,6%. Þetta þýðir að tekjur hæstu hópanna hafa verið að aukast hraðar en tekjur lægri tekju­hópa.

Ójöfn­uð­ur­inn jókst á hverju ári eftir að upp­sveiflan eftir hrun komst á skrið, nema á árinu 2015. Þetta er umtals­verð breyt­ing á tekju­skipt­ing­unni.

Megin ástæðan fyrir þessum aukna ójöfn­uði er að fjár­magnstekjur (sem einkum koma í hlut allra tekju­hæstu hópa) hafa verið að aukast meira en almennar launa­tekj­ur. Þar eð fjár­magnstekjur eru skatt­lagðar mun minna en atvinnu­tekjur og líf­eyr­is­tekjur og þar eð þeim sem fá barna- og vaxta­bætur hefur snar­fækkað (einkum fólk í lægri tekju­hóp­um) þá má búast við að ójöfn­uður eftir skatta og bætur hafi auk­ist enn meira en myndin sýn­ir. Gríð­ar­legar verð­hækk­anir á hús­næð­is­mark­aði, sem bitna hlut­falls­lega mest á lág­tekju­fólki, magna þessa þróun enn frek­ar.

Lang­tíma­þróun ójafn­að­ar­ins

Þrátt fyrir að tekju­skipt­ingin hafi jafn­ast strax í kjöl­far hruns­ins þá fer því fjarri að hún hafi orðið álíka jöfn og hún hafði verið á árunum í kringum 1995 og fyrr. Nærri lagi er að tekju­skipt­ingin er nú svipuð og hún hafði verið milli áranna 2002 og 2003.

Tekju­skipt­ingin er því á hærra ójafn­að­ar­stigi í dag en var fyrir árið 2002. Þetta má sjá á mynd­inni hér að neð­an, sem sýnir nettó ójafn­að­ar­sveiflu frá 1995 til 2017.

Mun hærra ójafnaðarstig 2017 en 1995:  Aukinn hlutur hátekjuhópa

Hlutur tekju­hæstu fimm pró­senta fram­telj­enda var 17,3% árið 1995 en var orð­inn 22,6% í fyrra, sam­kvæmt gögnum Rík­is­skatt­stjóra. Hlutur tekju­hæsta eina pró­sents­ins var 5,2% og er nú kom­inn í 9,4% - hefur hátt í tvö­fald­ast. Á sama tíma fór auð­vitað hlutur hinna 95 pró­sent­anna, alls þorra almenn­ings, úr 82,7% niður í 77,4%.

Skipt­ing þjóð­ar­kök­unnar er þannig umtals­vert ójafn­ari nú á dögum en var fyrir árið 2002.

Ójafn­að­ar­aukn­ingin skýrist almennt af mik­illi aukn­ingu fjár­magnstekna sem einkum koma í hlut hæstu tekju­hópanna og þær tekjur eru skatt­lagðar með mun minna móti en atvinnu­tekjur strit­andi almenn­ings og líf­eyr­is­tekjur eldri borg­ara og öryrkja. En ójöfn­uð­ur­inn á Íslandi skýrist einnig af stóru skatta­til­færsl­unni, sem fól í sér lækkun skatt­byrðar í hæstu tekju­hóp­unum (einkum vegna þeirra fríð­inda sem fjár­magnstekju­skatt­ur­inn færir hátekju­fólki) og auk­innar skatt­byrðar lægstu og milli tekju­hópa (sjá hér). Lækkun eigna­skatta og skatta á hagnað fyr­ir­tækja átti einnig sinn þátt í þess­ari þróun allri. Skatt­byrðin var færð af hæstu hópum og yfir á lægri tekju­hópa, hlut­falls­lega mest yfir á þá allra lægstu. Rýrnun vel­ferð­ar­bóta átti einnig hlut í þess­ari þró­un, ekki síst á allra síð­ustu árum (sjá hér).

Þróun tekju­ó­jafn­að­ar­ins frá ári til árs

Loks má einnig sjá á þriðju mynd­inni hvernig tekju­hlut­deild þess­ara hátekju­hópa þró­að­ist frá ári til árs, á ald­ar­fjórð­ungnum milli 1992 og 2017.

Hlutur hátekjuhópa sem % heildartekna allra

Þarna má á skýran hátt sjá hina gríð­ar­legu aukn­ingu ójafn­að­ar­ins á ára­tugnum fram að hruni, jöfn­un­ina fyrst eftir hrunið og hvernig hún náði ekki að færa tekju­skipt­ing­una alla leið niður á jafn­að­ar­stigið sem hér ríkti áður en nýfrjáls­hyggjan ruddi auknum ójöfn­uði leið inn í sam­fé­lag­ið.

Síðan er aug­ljós hin nýja aukn­ing ójafn­að­ar­ins, sem tók við frá og með árunum 2011 til 2017.

Rétt er einnig að skoða þessa þróun í tekju­skipt­ing­unni í sam­hengi við þróun ójafn­aðar í eigna­skipt­ing­unni, sem Þórður Snær Júl­í­us­son hefur sýnt á glöggan hátt í nýlegum greinum í Kjarn­anum (sjá t.d. hér og hér).


Skýr­ing­ar: Gögnin koma frá Rík­is­skatt­stjóra og ná til allra fram­telj­enda. Tekju­hug­takið er heild­ar­tekjur fyrir skatt (allar skatt­skyldar tekj­ur, þ.m.t. allar fjár­magnstekjur sem taldar eru fram hér á land­i). Gögnin fyrir árin 1997 til 2017 voru nýlega lögð fram á Alþingi af fjár­mála­ráð­herra, en gögn fyrir árin 1992 til 1996 koma úr bók Stef­áns Ólafs­sonar og Arn­aldar Sölva Krist­jáns­son­ar, Ójöfn­uður á Íslandi (sem kom út hjá Háskóla­út­gáf­unni 2017).


Höf­undur er pró­fessor við HÍ og starfar í hluta­starfi sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu - stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar