Spriklandi líf í bók Birgittu Haukdal

Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það dýr­mætt að fólk skrifi, líka þó að hægt sé að hanka það á hinu og þessu, því texti lifi fólk. Hann dæmi sig sjálf­ur, afhjúpi sig og afbygg­i.

Auglýsing

Að skrifa er leið til skiln­ings en leiðin að skiln­ingi getur kostað átök. Maður skrifar eins og upp­lifunin í augna­blik­inu býður upp á að rétt­ast sé að orða eitt­hvað ákveð­ið. Í augna­blik­inu. Augna­bliki síðar getur manni fund­ist eitt­hvað ann­að. En því að gefa út bækur fylgir óhjá­kvæmi­lega að opin­bera hug­ar­heim sinn. Því þó að sá sem skrifi sé ein­ungis að skálda, þá kemur skáld­skap­ur­inn úr hug­ar­heimi höf­und­ar. Hann er upp­spretta sköp­un­ar­inn­ar.

Ástæða þess að ég skrifa þetta núna er gagn­rýni hjúkr­un­ar­fræð­inga á meinta ster­íó­típíska birt­ing­ar­mynd starfs þeirra í nýrri barna­bók eftir Birgittu Hauk­dal: Lára fer til lækn­is. Gagn­rýnin hófst með face­book­færslu hjúkr­un­ar­fræð­ings­ins Sól­veigar Auðar Hauks­dóttur og end­aði, að mér skil­st, í þess­ari vana­legu til­finn­inga­þrungnu hakka­vél spjall­þráð­anna. Ég hef ekki séð bók­ina en skilst á fréttum að þar tali hún um hjúkr­un­ar­konu í stað hjúkr­un­ar­fræð­ings, starfs­heiti sem varð úrelt þegar hjúkr­un­ar­fræði varð að háskóla­námi, og að mynd hjúkr­un­ar­fræð­ings­ins í sög­unni, kona í kjól með kappa, sé ekki í takt við veru­leik­ann í dag.

Að flækj­ast í hug­ar­heimi sínum

Af þessu að dæma er gagn­rýnin ábend­ing Sól­veigar Auðar bæði rétt­mæt og þörf. Á móti kemur að gagn­rýni sem þessi er ekki í eðli sínu – og á ekki að vera – árás á höf­und­inn. Hún þarf að heyr­ast en höf­und­ur­inn þarf samt ekki að taka henni per­sónu­lega. Ég get huggað Birgittu með því að ég hef sjálf, sem skrif­andi mann­eskja á tímum hug­mynda­legra umbrota, upp­lifað fleiri svona byltur en ég hef tölu á. Bæði eftir útgáfu á bókum og í umræðu út af ein­hverju sem ég hef skrifað á sam­fé­lags­miðla eða í fjöl­miðla og sagt í við­töl­um. Að skrifa um hluti sem tengj­ast til dæmis fjöl­menn­ingu, kynja­hlut­verk­um, trú­ar­brögðum eða menn­ing­ar­á­tökum er ákveðin áhættu­hegðun í sjálfu sér.

Auglýsing

Ég veit ekki hversu oft ég hef lagt upp með góðan ásetn­ing en flækt mig í inn­grónum hug­ar­heimi; afsprengi þess hvernig ég varð ég, og hrasað um eigið orða­lag. Afhjúpað for­pok­aða hugsun af því ég skildi ekki það sem ég skrif­aði fyrr en ég hafði birt það, fengið að sjá það í marg­þætt­ara sam­hengi og upp­lifað við­brögð við því. Þannig getur höf­undur orðið eyrna­merktur for­dómum sem hann lagði þó upp með að skrifa gegn. Já, krakkar mín­ir! En einmitt þetta, öll þessi nið­ur­læg­ing sem maður sækir end­ur­tekið í, hún er dýr­mæt. Hún er lær­dóm­ur­inn, þróun hug­mynda manns í sam­fé­lagi og heimi þar sem hug­myndir okkar um mann­lífið eru stöðugt að þró­ast og blakta á marg­tóna gráum svæð­um. Við verðum að þora að tjá okkur en við verðum líka að þora að hlusta. Njóta þess að vera í eld­fimu sam­tali til að mjakast áfram til skiln­ings.

Í sjálfu sér verður bókin þarfari en í fljótu bragði virð­ist, einmitt út af þess­ari umræðu. Það má lesa hana og ræða um leið við börnin um hvernig tím­arnir breyt­ist og menn­irnir með, hvernig litið var á starf hjúkr­un­ar­fræð­inga hér áður fyrr og hvernig það hafi breyst og af hverju. Ég ætla að kaupa bók­ina, lesa hana með syni mínum og rabba einmitt um þetta við hann. Ef bókin er skoðuð með þessum gler­aug­um, þá á hún meira og dýpra erindi en ella – þó að það hafi ekki verið upp­haf­legi ásetn­ingur höf­und­ar. Bækur eru sjálf­stæð­ar, eitt er höf­und­ur­inn, annað verk hans sem lifir sjálf­stæðu lífi.

Femíníska flagðið

Í fljótu bragði rámar mig í franska bók, Ther­esu eftir François Mauri­ac, um konu sem fór svo illa með mann sinn, að mati höf­und­ar, að hann varð að skrifa sér­staka smá­sögu eftir útkomu bók­ar­innar svo Ther­esa fengi enn mak­legri mála­lok en í sjálfri skáld­sög­unni. Þessi skrif Úlf­hildar Dags­dóttur um umrædda bók fann ég á vef bók­mennta­borg­ar­innar en þau eru bútar úr lengri grein.

„Ther­esa, sem kom fyrst út árið 1927, er bók sem kall­ast á sér­lega áhuga­verðan hátt á við tvenna tíma, sinn eigin og svo hinn alræmda nútíma. Þetta kemur ekki ein­ungis fram í skáld­sög­unni sjálfri heldur þeim ummælum höf­undar um eigin sögu­per­sónu, að hún sé ógeð­felld.“

Síðar í umfjöll­un­inni skrifar Úlf­hild­ur: „Ther­esa segir frá ungri konu sem gift­ist ungum manni og eitrar svo fyrir hon­um. Hann lifir þó af. Hjóna­bandið er hag­kvæmn­is­hjóna­band, leifar af hug­mynda­heimi fyrri ald­ar, en Ther­esa og eig­in­mað­ur­inn Bern­harður eru afkom­endur land­eig­enda, mark­miðið er að sam­eina jarðir og allt það. Ther­esa sker sig úr umhverfi sínu fyrir gáf­ur, það er ítrekað að hún sé ekki fög­ur, en hafi per­sónu­töfra - gáf­urnar telj­ast henni ekki til tekna.“

Og þessi klausa Úlf­hildar segir kannski allt sem segja þarf: „Karl­veldið með sinni ofurá­herslu á fjöl­skyld­una sem verður Ther­esu skelfi­legra fang­elsi en nokkuð annað er hér dregið sterkum dráttum óhugn­að­ar, án þess að eiga nokkuð skylt við femín­isma sem slík­an. Á sínum tíma dáð­ist ég að því að karl skyldi geta skrifað svona um konu og enn get ég ekki annað en undr­ast og hrif­ist.“

Að skrifa er að lifa

Verkið Ther­esa er klassík – á for­sendum sín­um. En höf­undur var barn síns tíma – eins og við öll. Það síð­asta sem hvarfl­aði að honum var að búa til femíníska hetju. En Ther­esa sá við hon­um. Á end­anum umbreytt­ist verkið úr sögu um vand­ræða­konu í sögu um femíníska fyr­ir­mynd sem konur seinni tíma tóku upp á sína arma. Fyrir vikið varð bókin – bókin hans – að klassík. Ekki á hans for­send­um, en á for­sendum umheims í stöðugri þró­un. Bókin varð merki­legri en höf­und­ur­inn. Eins og svo oft!

Og svo dýr­mæt í sjálfri sér, bókin sem hann skrif­aði. Það þurfti hann, einmitt þennan mann, til að hún yrði til. Raunin er sú að umdeild verk vekja oft nauð­syn­lega umræðu í sam­fé­lag­inu – sem hefði jafn­vel ekki átt sér stað ef ekki fyrir til­urð þeirra. Og verkin lifa og merk­ing þeirra umbreyt­ist í ljósaflökti tím­ans; þannig er skemmst að minn­ast áhuga­verðrar femínískrar afbygg­ingu á Sölku Völku, nýlega í Borg­ar­leik­hús­inu, þegar banda­ríski leik­stjór­inn Yana Ross rót­aði rót­tækt í verk­inu og um leið í rót­grónum hug­myndum áhorf­enda.

Að skrifa er að lifa. Læra og skilja af því sem maður lætur frá sér. Það er svo dýr­mætt að fólk skrifi, líka þó að það sé hægt að hanka það á hinu og þessu. Því texti lifir fólk. Og hann dæmir sig sjálf­ur, afhjúpar sig og afbygg­ir. En til­veru­réttur þess­arar birt­ing­ar­myndar hug­ar­heima okk­ar, texti, er óum­deil­an­leg­ur. Frelsið til að skrifa, frelsið til að gefa út gagn­rýn­is­verðar bæk­ur, frelsið til að teikna mynd sem reyn­ist á einn eða annan hátt vera skrum­skæl­ing. Við eygjum ekki hugs­an­lega skrum­skæl­ingu nema við sjáum verkið og fáum færi á að íhuga hvað okkur finnst umhugs­un­ar­vert. Kaupum því bók­ina, lesum hana á for­sendum henn­ar, pælum í henni með börn­unum okk­ar. Lesum og ræðum sam­an. Í heims­bók­mennt­un­um, jafnt sem í hvers konar skrifum nútím­ans, úir og grúir af úreltum við­horf­um. Allir sem skrifa opin­ber­lega geta lent í einmitt því sem Birgitta upp­lifir nú. Það bara fylg­ir. Því við erum bara við, þessar mann­eskj­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit