Ofbeldi gagnvart konum – ef þingmenn sitja áfram

Auður Jónsdóttir rithöfundur fjallar um frústreraða karlmenn og hvernig þeir smætta konur með orðum sínum og gjörðum. Hún veltir því fyrir sér hvort hægt sé að bjóða þeim konum upp á að vera í daglegri umgengni við þá.

Auglýsing

Ég veit ekki hvernig mér liði ef ég þyrfti að mæta í vinnu í dag þar sem fyrir væru nokkrir karl­menn sem hefðu sagt – eða hlegið með við­mæl­anda að því – að það væri hægt að ríða mér. Og það sett í ofbeld­is­fullt sam­hengi með að leyfa því að fljóta með að það þyrfti að hjóla í mig, hel­vítis tík­ina.

En í dag þarf Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, að gera einmitt það. Og hún er ekki ein um það. Á þennan sama vinnu­stað þurfa fleiri konur að mæta sem hafa þurft að þola hat­urs­þrungnar háðs­glósur karl­manna (og einnar konu) á sama stað; ein til dæmis kölluð „húrr­andi klikkuð kunta“ og önnur ekki „eins hot og áður“, að ógleymdri þing­kon­unni sem þessir menn lugu upp á að hefði sýnt af sér árás­ar­gjarna kyn­hegð­un. Þá er aðeins fátt eitt nefnt af subbutal­inu sem hóp­ur­inn lét út úr sér – sem flestir hafa nú lesið um í fjöl­miðl­um.

Kyn­veran notuð til að smætta stjórn­mála­kon­una

Fyrir nokkru síðan sat ég með nokkrum karl­mönnum að rabba um dag­inn og veg­inn þegar talið barst að stjórn­mála­konu nokk­urri sem er áræðin í mál­flutn­ingi sínum og því ögrandi í augum manna sem eiga erfitt með að svara mál­flutn­ingi henn­ar. Þeir höfðu á orði, í góð­lát­legum gríntóni, að það þyrfti nú lítið til að sofa hjá henni, bara aðeins að leika við eyrna­sneplana á henni – og höfðu það eftir vini sín­um. Ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessum orð­um; ég varð eig­in­lega kjaft­stopp. 

Auglýsing

En strax morg­un­inn eftir geyst­ist ég nývöknuð til systur minn­ar, hlamm­aði mér við eld­hús­borðið hjá henni og sagði henni ringluð frá þess­ari upp­lifun minni af því hvernig mér hefði fund­ist menn­irnir nota kyn­ver­una í kon­unni – eða upp­diktaðar hug­myndir sínar um hana – til að gera lítið úr stjórn­mála­kon­unni og því sem hún stendur fyrir í stjórn­mál­um.

Við hverju býstu? hváði hún. Þetta eru aðferð­irnar sem svona karlar nota, að smætta konur niður með mæli­stöng feðra­veld­is­ins. Passa þú þig bara!

Hvað áttu við? spurði ég hnípin með kaffi­boll­ann.

Þú ert ein­hleyp kona sem ögrar stundum á opin­berum vett­vangi – ef svona karlar vilja ráð­ast á þig, þá nota þeir aðferðir eins og þessa.

Að hlut­gera aðrar mann­eskjur

Þessi orð komu upp í hug­ann eftir að hafa legið yfir fréttum af mál­flutn­ingi marg­um­ræddra þing­manna, þar af eins fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og ann­ars sem var for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, um nokkrar þing­kon­ur; konur sem, af hat­urs­orðum þeirra að dæma, ögra stöðu þeirra. Konur sem þeir eru senni­lega að ein­hverju leyti smeykir við dags dag­lega eða þá ótt­ast að þær ógni grund­velli sínum svo þeir fá útrás fyrir frústra­sjón með því að tala um þær, hvorn við ann­an, á þennan hátt.

Já, ég hall­ast að því að þeir, svona litlir karl­ar, hafi verið að fá útrás fyrir getu­leysi sitt til að eiga í mál­efna­legum sam­ræðum við þessar konur sem þeir töl­uðu svona um. Og sama má segja um þing­kon­una sem sat með þeim.

Það þarf nefni­lega ansi frústrer­aða karl­menn til að smætta sömu kon­una með því ann­ars vegar að tala um að hún leiki sér að karl­mönnum og hins vegar að það sé hægt að ríða henni. Og það þarf illa upp­lýst fólk til að hæðast, útbelgt af mann­fyr­ir­litn­ingu, að fólki út frá kyn­hneigð, fötlun og kyni. Þessi stund, sem þessir þing­menn virð­ast vilja meina að hafi bara verið röfl nokk­urra vina sem voru búnir að fá sér einum of mikið í tána, stink­aði af hat­urs­orð­ræðu. Hvað annað er hægt að segja um langt kerf­is­bundið niðr­andi kyn­ferð­is­tal um sam­starfs­konur þeirra – fyrir utan allt ann­að? Og þeir sem sýna af sér aðra eins mann­fyr­ir­litn­ingu, eins og þeir gerðu með tali sínu, hlut­gera aðrar mann­eskj­ur. Í augum þeirra eru það við (þeir) og hinir – við og hinir óæðri.

En þegar fólk hugsar og talar á þann hátt, þá er það tæp­ast lengur í snert­ingu við mennsk­una í sér, frekar við dýrið í sér. Sam­líð­an, skiln­ingur og virð­ing – allt þetta hefur verið sneytt í burtu. Og getur fólk sem er sneytt þessu en þess í stað blindað af mann­fyr­ir­litn­ingu tekið ákvarð­anir sem eiga að heita í umboði almenn­ings?

Ofbeldið í orð­unum

Nei, segi ég, og sama sögðu ófáir sem ég lagði þessa spurn­ingu fyrir á face­book í gær. Því þó að menn­irnir vilji halda því fram að þeir hafi ekki gert neitt af sér annað en að verða sér til skammar, þá er stað­reyndin sú að tal þetta ber vott um huga meng­aða af kven­fyr­ir­litn­ingu, mann­hat­ri, gungu­skap, karl­rembu, for­dómum og úreltum við­horf­um. Kjörnir full­trú­ar, þing­menn á Alþingi, geta ekki leyft sér að daðra við hat­urs­orð­ræðu, sama hversu marga bjóra þeir hafa inn­byrt. Og það bjó ofbeldi í orðum þeirra – og því er ekki hægt að horfa fram­hjá. Téðir þing­menn virð­ast ekki eygja ábyrgð­ina sem felst í því að vera þing­mað­ur, þeir eiga að setja gott for­dæmi fyrir vinnu­staða­menn­ingu land­ans, en þar sem þeir virð­ast ekki búa yfir nægi­legri dóm­greind til þess að skilja eðli orða sinna, þá eiga þeir yfir höfuð ekk­ert erindi inn á þing. Hvernig er hægt að treysta fólki við þing­störf ef það er ekki með dóm­greind til að sjá annað eins?

Það er víst varla ger­legt að reka þing­mann. En það þýðir ekki að það sé hægt að bjóða þing­kon­um, sem hafa setið undir ofbeld­is­þrung­inni orð­ræðu ann­arra þing­manna, að þurfa yfir höfuð að starfa dag­lega í sama rými og þeir. Það er ofbeldi gagn­vart þessum kon­um.

Nú er búið að útmála ógeðis­orðin gagn­vart þeim í öllum fjöl­miðlum og ég get ekki ímyndað mér hvernig þeim líður eftir annað eins, jafn­vel þótt þær beri sig borg­in­mann­lega. Þó að flestir með smá sans í koll­inum viti hversu ómak­leg þessi orð eru, þá voru þau svo niðr­andi og nið­ur­lægj­andi að upp­lifunin af þeim getur orðið erfið og lúm­sk; flók­in, þaul­sætin og í versta falli nið­ur­brot.

Þá tekst þeim að hjóla í hana ...

Ef þessir menn sitja áfram á Alþingi, þá felst í því ein­hvers konar ofbeldi gagn­vart kon­un­um. Sama þótt þær veigri sér við eða telji ekki ráð­legt að segja það og svosem skilj­an­legt því að sitja undir orðum sem þessum getur fylgt djúp­stæð skömm – og fátt eyðir til­finn­ingu mann­eskju fyrir til­veru­rétti sínum eins mikið og skömm­in. Skömmin nagar fót­fest­una undan fólki. Í til­viki sem þessu getur hún nagað sjálfs­mynd stjórn­mála­kvenna sem þurfa á allri sinni áræðni að halda. Og þá er mark­miði þess­ara karla náð. Ef svo mikið sem ein af þessum konum upp­lifir van­líðan eða efa­semdir um sjálfa sig í kringum þá hafa orð þeirra náð að gera einmitt það sem þeir virð­ast hafa viljað í ölæð­inu: ... að hjóla í hana!

Þessir karlar – og konan – þurfa að sjá sóma sinn í að segja af sér og fara með skömm­ina þangað sem hún á heima. Hjá þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit