Gömlu dansarnir

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að sá flötur sem hefur fengið litla athygli í kjaraumræðum vetrarins sé sá hvernig hægt sé að tryggja að launþegar fái meira fyrir krónurnar sínar.

Auglýsing

Tónn­inn í kjar­aum­ræðu á Íslandi harðn­aði veru­lega á árinu 2018, eftir að ný for­ysta var kjörin í sumum stærstu stétt­ar­fé­lögum lands­ins og Alþýðu­sam­band­inu. Orðin sem eru notuð eru miklu stærri en tíðk­azt hafa um langt skeið og jafn­framt hafa stétt­ar­fé­lög lagt fram kröfu­gerð, sem er bratt­ari en sézt hefur í ára­tugi og myndi hafa í för með sér tuga pró­senta launa­kostn­að­ar­hækk­anir fyr­ir­tækja, yrði gengið að henni.

SALEK sem dó

Þetta er mikil breyt­ing frá árinu 2015, þegar skrifað var undir SALEK-­sam­komu­lagið svo­kall­aða. Man ein­hver eftir því? Sam­kvæmt kynn­ingu Alþýðu­sam­bands­ins á því gekk það út á að „stuðla að því að bæta þekk­ingu og vinnu­brögð við und­ir­bún­ing og gerð kjara­samn­inga með Norð­ur­löndin sem fyr­ir­mynd. Mark­miðið er að auka kaup­mátt á grund­velli lágrar verð­bólgu, lágra vaxta og stöðugs geng­is. Á hinum Norð­ur­lönd­unum hefur tek­ist að auka kaup­mátt tvisvar sinnum meira á ári á síð­ustu 15 árin en hér á landi. Auk þess er sam­komu­lag­inu ætlað að stuðla að friði á vinnu­mark­aði og auknum stöð­ug­leika.“

Segja má að kveikjan að því að aðilar vinnu­mark­aðar og ríkið skrif­uðu undir SALEK hafi verið að menn sáu að það gekk ekki upp að sam­tök opin­berra starfs­manna yrðu leið­andi í launa­hækk­unum á vinnu­mark­aði. Mein­ingin var að reyna að greina hver fram­leiðni­aukn­ingin væri í hag­kerf­inu og við hvaða launa­hækk­anir útflutn­ings­grein­arnar réðu, og láta svo launa­stefn­una almennt ráð­ast af því – eins og ger­ist í öðrum nor­rænum ríkj­um. Staðan á vinnu­mark­aðnum nú er óra­fjarri því sem upp­leggið var með SALEK, enda liggur það sam­komu­lag nú stein­dautt í gröf sinni. Það veikt­ist upp­haf­lega vegna þess að hluti sam­taka opin­berra starfs­manna vildi ekki skrifa undir það og taldi sig ekki fá nóg út úr því. Úrskurðir kjara­ráðs um laun emb­ætt­is­manna greiddu því svo náð­ar­högg­ið.

Auglýsing

Stofn­ana­minnið sem hvarf

Nið­ur­staða nýrra for­ystu­manna í verka­lýðs­hreyf­ing­unni virð­ist vera að hug­mynda­fræðin og reynslan sem SALEK byggð­ist á hafi verið einskis virði og nú sé bezt að snúa sér aftur að gam­al­reyndum aðferð­um, sem ganga út á að krefj­ast him­in­hárra nafn­launa­hækk­ana, alveg burt­séð frá því hvaða inni­stæða er fyrir þeim hjá atvinnu­líf­inu. Þetta er svo­lítið eins og við séum stödd á bar þar sem leikin hefur verið fram­sækin tón­list ungra popp­ara, en skyndi­lega er bara boðið upp á gömlu dansana og gaur­inn með nikk­una hefur tekið stað­inn í gísl­ingu. Nið­ur­staða snún­inga gömlu dansanna á vinnu­mark­aði var reyndar alltaf sú sama; geng­is­fall, verð­bólgu­skot og vaxta­hækk­an­ir. Það er ekki nokkur ástæða til að ætla að beit­ing þeirra aðferða hafi aðrar afleið­ingar nú. Eins og svo ótal sinnum áður munu launa­hækk­anir sem taka ekki mið af und­ir­liggj­andi hag­stærðum mæta þeim gam­al­kunnu örlögum að verð­bólgan étur þær upp, en eftir sitja umbjóð­endur verka­lýðs­for­yst­unnar með hærri höf­uð­stól hús­næð­is­lána og/eða þyngri vaxta­byrði.

Það er auð­vitað auð­velt að afgreiða þessa grein­ingu sem hræðslu­á­róður tals­manns atvinnu­rek­enda, en hún er nú samt byggð á langri reynslu manns sem hefur fylgzt náið með efna­hags- og kjara­málum Íslend­inga sem blaða­maður frá því á níunda ára­tug síð­ustu aldar og bæði orðið vitni að stórum mis­tökum og því sem betur hefur verið gert. Nú virð­ist því miður sem svo að for­ystu­skipti í verka­lýðs­hreyf­ing­unni þýði að stofn­ana­minnið á kjara­við­ræður síð­ustu ára­tuga hafi glat­azt þeim megin borðs­ins, eng­inn vilji sé til að draga lær­dóma af mis­tökum for­tíð­ar­innar og þá lítur satt að segja ekki vel út með get­una til að marka stefn­una til fram­tíð­ar.

Heppnin sem kemur ekki aftur

Atvinnu­rek­enda­megin við borðið hafa menn gert sín mis­tök, til dæmis þegar æðstu stjórn­endur fyr­ir­tækja hafa orðið upp­vísir að því að þiggja launa­hækk­anir sem eru langt umfram þær kjara­bæt­ur, sem almenn­ingur hefur fengið und­an­farin ár. Þær hafa þó verið ríf­leg­ar. Gleymum því ekki að í SALEK-­sam­komu­lag­inu var gengið út frá því að launa­kostn­aður hækk­aði um 32% að með­al­tali á tíma­bil­inu nóv­em­ber 2013 til árs­loka 2018. Það eru launa­hækk­anir sem eiga sér ekki hlið­stæðu í nágranna­ríkjum okk­ar. Ástæð­urnar fyrir því að þær leiddu ekki af sér verð­bólgu eftir kjara­samn­ing­ana 2015 voru hinn gríð­ar­legi vöxtur ferða­þjón­ust­unnar með til­heyr­andi geng­is­styrk­ingu og hag­stæð þróun á alþjóð­legum mörk­uð­um, t.d. fyrir hrá­vörur og olíu. Það er afar ósenni­legt, satt að segja nán­ast úti­lok­að, að við verðum aftur jafn­heppin.

Þótt umræðan um kjara­málin frá degi til dags beri því lít­inn vott, eru það sam­eig­in­legir hags­munir fyr­ir­tækj­anna og laun­þega að ná skyn­sam­legri nið­ur­stöðu, sem tekur mið af raun­veru­legri fram­leiðni­aukn­ingu í atvinnu­líf­inu og þar með svig­rúmi til að hækka laun. Það eru líka sam­eig­in­legir hags­munir að afstýra verk­föll­um, sem eru öllum aðilum til stór­kost­legs tjóns.

Það sem kemur í budd­una og það sem fer úr henni

Hér er ein upp­á­stunga um hvernig megi stækka sam­komu­lags­flöt­inn þegar rætt er um kaup og kjör; að ein­blína ekki bara á það sem kemur í buddu laun­þega heldur líka það sem fer úr henni. Það síð­ar­nefnda skiptir nefni­lega líka máli svo fólk nái endum sam­an.

Það komu til dæmis furðu­lítil við­brögð frá laun­þega­hreyf­ing­unni við nýlegri frétt um að sam­kvæmt tölum Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins, væri Ísland dýrasta land í Evr­ópu. Verð­lagið hér er 66% yfir með­al­tali ESB-­ríkj­anna. Töl­urnar eru reyndar frá síð­asta ári og myndin gæti litið eilítið öðru­vísi út sam­kvæmt nýj­ustu töl­um, til dæmis af því að krónan hefur veikzt og mögu­lega ná Eurosta­t-­töl­urnar ekki utan um Costco-á­hrifin svoköll­uðu. En þessi sam­an­burður segir okkur samt að við eigum að geta gert miklu betur hvað verð­lagið varð­ar. Það ger­ist fyrst og fremst með því að opna hag­kerfið fyrir sam­keppni.

Matur er þannig 55% dýr­ari en að með­al­tali í Evr­ópu­sam­band­inu. Alþýðu­sam­bandið gerði vel í því fyrr á árinu að benda á að verð­þróun mjólk­ur­vara væri óhag­stæð­ari en ann­arra vara, af því að nán­ast engin sam­keppni væri á þeim mark­aði hér á landi. En hvar var þá verka­lýðs­hreyf­ingin þegar Alþingi gekk á bak lof­orðum sínum, með þeim afleið­ingum að höfð voru af neyt­endum 104 tonn af toll­frjálsum ostum á árinu? Og af hverju gera for­ystu­menn verka­lýðs­fé­laga ekki skýra kröfu um aukna erlenda sam­keppni á lægra verði, sem er aug­ljós­lega umbjóð­endum þeirra til hags­bóta? Af hverju gerir verka­lýðs­for­ystan engar athuga­semdir við harma­kvein inn­lendra fram­leið­enda, sem barma sér yfir því að greitt sé fyrir slíkri sam­keppni?

Ef rýnt er í Eurosta­t-­töl­urnar sést að sá vöru­flokkur þar sem mestu munar á ESB-­með­al­tal­inu og Íslandi eru áfengir drykkir og tóbak. Þar er verð­lagið 126% hærra á Íslandi. Ástæðan er ósköp ein­föld: Áfeng­is­skattar eru þeir hæstu í Evr­ópu. Af hverju spyr verka­lýðs­hreyf­ingin ekki hvað hinn íslenzki launa­maður hafi gert til að verð­skulda að greiða þannig marg­falt kostn­að­ar­verð bjór­kipp­unnar eða létt­víns­flösk­unnar sem er eðli­legur hluti af neyzlu­mynztri flestra?

Hús­næð­is­mark­að­ur­inn sem sprakk

Eurosta­t-könn­unin tók ekki til hús­næð­is, en þróun hús­næð­is­kostn­aðar er vafa­lítið ein stærsta ástæða þess að ein­hverjum hluta launa­fólks finnst hann hafa setið eftir þrátt fyrir kjara­bætur síð­ustu ára. Á við­mið­un­ar­tíma­bili SALEK-­sam­komu­lags­ins, þ.e. frá því seint á árinu 2013, hefur vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þannig hækkað um yfir 60% og vísi­tala leigu­verðs um tæp­lega 50%. Þetta þýðir að síhækk­andi hlut­falli þess sem fer úr budd­unni er varið í hús­næði.

Þarna verka margir þættir sam­an; auk­inn þrýst­ingur hefur verið á verð hús­næðis vegna þess að það hefur orðið vin­sælli fjár­fest­ing­ar­kostur fjár­magns­eig­enda, ásókn ferða­þjón­ustu í íbúð­ar­hús­næði hefur marg­fald­azt og skipu­lags­á­herzlur stórra sveit­ar­fé­laga um þétt­ingu byggðar hafa að mörgu leyti komið á óheppi­legum tíma af því að það er dýr­ara að byggja innan eldri hverfa en að reisa ný. Nú er farin af stað vinna við að finna lausnir á hús­næð­is­vand­an­um. Þær fel­ast ekki í leigu­þaki eða öðrum höml­um, sem myndu draga úr fram­boði og auka enn á vand­ann, heldur að finna leiðir til að auka fram­boð íbúð­ar­hús­næðis á við­un­andi verði. Það getur gerzt með ýmsum hætti; með breyt­ingum á skipu­lagi, skattaí­viln­unum til fyr­ir­tækja og félaga sem vilja reisa slíkt hús­næði, breyt­ingum á bygg­ing­ar­reglu­gerðum – og svo má auð­velda fólki að eign­ast hús­næði með því að heim­ila því að leggja hluta séreign­ar­líf­eyr­is­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán­in.

Hags­mun­irnir sem liggja saman

Svo það sé sagt aft­ur: Það eru sam­eig­in­legir hags­munir fyr­ir­tækj­anna og starfs­manna þeirra að leiðir finn­ist til að allir nái endum sam­an. Og sam­starfs­flet­irnir eru sann­ar­lega fyrir hendi. Flötur sem hefur fengið litla athygli í kjar­aum­ræðu vetr­ar­ins er sá hvernig hægt er að tryggja að laun­þegar fái meira fyrir krón­urnar sín­ar. Það ger­ist ekki sízt með því að stuðla að sam­keppni, lágum sköttum og frjálsri verzl­un. Þar þarf reyndar að fá ríkið með í lausn­irn­ar, rétt eins og í kjara­við­ræð­unum í heild.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit