Ár styttri vinnuviku

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, fjallar um kosti þess að stytta vinnuvikuna og spyr sig jafnframt eftir hverju sé verið að bíða.

Auglýsing

Á ári þar sem miklar og hraðar breyt­ingar hafa orðið á verka­lýðs­hreyf­ing­unni og nýtt fólk tekið við víða hefur eitt staðið upp úr. Það er sú breiða sam­staða sem náðst hefur hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni og hjá launa­fólki almennt um eitt af þeim stóru málum sem við hjá BSRB höfum barist fyrir árum sam­an.

Þegar BSRB fór fram með kröfur um stytt­ingu vinnu­vik­unnar án launa­skerð­ingar skömmu eftir ald­ar­mót var lítið hlust­að. Síðan þá hafa ýmis augu opn­ast. Við höfum séð afleið­ing­arnar af miklu álagi í vinn­unni. Við höfum séð hvernig langur vinnu­dagur bitnar á sam­skiptum við fjöl­skyldu og vini, starfs­á­nægju og heilsu launa­fólks. Í dag er krafan um stytt­ingu vinnu­vik­unnar orðin ein helsta krafa launa­fólks og flestir sem kynna sér málið átta sig á mik­il­vægi henn­ar.

Í stefnu BSRB, sem mótuð var á öfl­ugu þingi banda­lags­ins í októ­ber, kemur fram að lög­festa þurfi stytt­ingu vinnu­vik­unnar í 35 stundir í dag­vinnu án launa­skerð­ing­ar, en jafn­framt að vinnu­vika vakta­vinnu­fólks verði 80 pró­sent af vinnu­tíma dag­vinnu­fólks.

Auglýsing

Eftir hverju erum við að bíða?

Rann­sóknir sýna að styttri vinnu­vika leiðir til auk­innar ánægju í starfi og auk­inna afkasta. Þá mun heilsa og vellíðan lands­manna batna með styttri vinnu­degi og jafn­rétti kynj­anna aukast. Eftir hverju erum við þá að bíða?

Ekki skortir á rann­sókn­irnar sem sýna okkur hver á fætur annarri kosti þess að stytta vinnu­vik­una. Þær hafa meðal ann­ars orðið til úr til­rauna­verk­efnum sem BSRB hefur tekið þátt í ásamt Reykja­vík­ur­borg ann­ars vegar og rík­inu hins veg­ar. Til­rauna­verk­efni borg­ar­inn­ar, sem byrj­aði með stytt­ingu vinnu­tím­ans á tveimur vinnu­stöð­um, var í ár útvíkkað veru­lega vegna jákvæðra nið­ur­staðna og nær nú til rúm­lega 2.000 borg­ar­starfs­manna. Sömu sögu er að segja af til­rauna­verk­efni hjá rík­inu sem átti að standa til eins árs en ákveðið var að fram­lengja því um eitt ár til við­bótar vegna þess hve vel tókst til.

Rann­sóknir sem gerðar hafa verið sam­hliða til­rauna­verk­efn­un­um, sem og sam­bæri­legar erlendar rann­sókn­ir, sýna mæl­an­lega betri líðan starfs­manna, aukna starfs­á­nægju og minni veik­indi. Það kann að koma ein­hverjum á óvart, en það sem þessar rann­sóknir sýna ekki eru minni afköst.

Starfs­fólkið nær að afkasta því sama á styttri vinnu­tíma, líður betur and­lega og lík­am­lega og veik­indi minnka. Það sem kemur okkur hjá BSRB mest á óvart er að atvinnu­rek­endur séu ekki í stórum stíl farnir að stytta vinnu­viku starfs­fólks­ins til að bæta hag sinn og starfs­fólks­ins. Ein­hverjir hafa þó þegar gengið á undan með góðu for­dæmi og upp­skera í kjöl­farið ríku­lega. Nokkur dæmi um slíka vinnu­staði eru Hug­s­miðj­an, Hjalla­stefnan og Félags­stofnun stúd­enta.

Úrtölu­fólk reynir gjarnan að halda því fram að kostn­að­ur­inn fyrir atvinnu­rek­endur verði gríð­ar­legur verði vinnu­vikan stytt. Rann­sóknir sýna að kostn­aður þarf ekki að hækka, nema þá helst á vinnu­stöðum þar sem unnin er vakta­vinna allan sól­ar­hring­inn. Það eru þó einmitt vakta­vinnu­stað­irnir sem þurfa mest á því að halda að stytta vinnu­viku starfs­fólks. Slíkt vinnu­fyr­ir­komu­lag hefur nei­kvæð áhrif og stjórn­endur þeirra vinnu­staða ættu því að vera áhuga­sam­astir allra um stytt­ingu vinnu­vik­unnar til að bæta líðan og heilsu starfs­fólks­ins.

Konur vinna meira en karlar

Stytt­ing vinnu­vik­unnar stuðlar ekki bara að auk­inni starfs­á­nægju og bættum afköst­um, minni streitu og bættri heilsu. Hún stuðlar einnig að jafn­rétti kynj­anna.

Konur vinna almennt lengri vinnu­dag en karl­ar. Nei, með þessu er ekki verið að snúa við stað­reynd­um. Það er hins vegar verið að leggja saman þann tíma sem fer í launuð störf á vinnu­mark­aði og þann tíma sem fer í ólaunuð störf á heim­il­inu.

Staðan er sú að karlar vinna lengri vinnu­dag á vinnu­mark­aði en kon­ur. Konur taka að jafn­aði meiri ábyrgð á rekstri heim­ilis og umönnun barna og vinna því mun meira af ólaun­uðum störfum á heim­il­inu. Þetta hefur ekki bara áhrif á tekju­mögu­leika kvenna yfir starfsæv­ina heldur þýðir einnig að líf­eyr­is­greiðslur þeirra verða lægri.

Stytt­ing vinnu­vik­unnar getur stuðlað að breyt­ingum á þessu mynstri þar sem konur leita þá síður í hluta­störf og karlar fá aukna mögu­leika til að sam­þætta fjöl­skyldu og atvinnu­líf og þannig stuðla að jafn­ari ábyrgð á ólaun­uðu stör­f­un­um.

Samið um stytt­ingu í kjara­samn­ingum

Þó krafa BSRB sé sú að stytt­ing vinnu­vik­unnar í 35 stundir verði lög­fest er ljóst að mörg verka­lýðs­fé­lög, bæði á almenna og opin­bera vinnu­mark­að­in­um, vilja semja um stytt­ingu vinnu­vik­unnar í kom­andi kjara­samn­ing­um. Samn­ingar á almenna vinnu­mark­að­inum eru lausir um ára­mót en kjara­samn­ingar flestra aðild­ar­fé­laga BSRB í lok mars 2019. Það stytt­ist því í að við sjáum betur hvernig útfærslu á stytt­ingu vinnu­vik­unnar er hægt að ná saman um.

Fyrir nærri hálfri öld síðan ákvað Alþingi að vinnu­vikan skyldi vera 40 stund­ir. Árið sem nú er að líða er árið sem launa­fólk á land­inu sam­ein­að­ist um að krefj­ast löngu tíma­bærrar breyt­ingar á þessu fyr­ir­komu­lagi. Gerum árið 2019 að árinu sem við styttum vinnu­vik­una.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit