Auglýsing

Stjórn­völd eru nú komin með það á stefnu­skrána að selja banka. Tölu­vert er síðan það gerð­ist, því þegar grannt er skoð­að, þá hafa rík­is­stjórnir talað fyrir því að minnka umfang rík­is­ins á fjár­mála­mark­aði alveg frá því Ísland var komið út úr verstu vand­ræð­un­um, í kjöl­far hruns­ins.

Ríkið á Íslands­banka, Lands­bank­ann að nær öllu leyti (rúm­lega 98 pró­sent), Byggða­stofn­un, LÍN og Íbúð­ar­lána­sjóð. Segja má að aðkoma rík­is­ins að fjár­mála­þjón­ustu sé því ekki aðeins afger­andi mik­il, heldur yfir­gnæf­andi. Þessu eign­ar­haldi fylgir ábyrgð og áhætta enda mark­aðs­hlut­deild rík­is­ins á bil­inu 75 til 80 pró­sent.

Til­tekt

En ástæð­urnar fyrir þessu mikla umfangi liggja fyr­ir. Þær má rekja til skip­brots­ins haustið 2008, hruns fjár­mála­kerf­is­ins. Neyð­ar­lög og fram­kvæmd fjár­magns­hafta tryggði samn­ings­stöðu Íslands þegar kom að upp­gjöri við kröfu­hafa, og því má segja að fjár­mála­kerfið hafi endað í fangi rík­is­ins að miklu leyt­i. 

Auglýsing

Það sem er mik­il­væg­ast af öllu, er að efna­hags­reikn­ingar rík­is­bank­anna eru til­tölu­lega ein­fald­ir, ónýtt lán hafa verið hreinsuð út og áhættan hefur þannig minnkað mik­ið. Starf­semin er alveg ein­angruð við 200 þús­und manna vinnu­mark­að, þann íslenska, og ekki útlit fyrir að útrás íslenskra banka sé á teikni­borð­inu.

Í hvít­bók íslenskra stjórn­valda um end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins er að finna gott yfir­lit yfir íslenska fjár­mála­kerfið og það alþjóð­lega sam­hengi sem það er í. Ólíkt nær öllum öðrum þró­uðum ríkjum þá er íslenska fjár­mála­kerfið ekki alþjóð­legt, nema að örlitlu leyti. Áhætta er þannig bæði skýr­ari og ein­fald­ari, og bundin við Ísland, en ekki jafn mikið þvert á landa­mæri.

Fölsk rík­is­á­byrgð

Eitt af því sem banka­starf­semi í heim­inum ein­kenn­ist af er hin „falska“ rík­is­á­byrgð. Vegna kerf­is­lægs mik­il­vægis þá koma seðla­bankar bönkum til bjarg­ar, og rík­is­sjóðir eru not­aðir til að lina höggið af falli banka. Óhætt er að segja að þetta hafi ekki breyst eftir hrunið á mörk­uðum fyrir rúmum ára­tug. Þvert á móti eru bankar enn stærri en þeir voru - einkum þeir á Wall Street. 

Vanda­málið - Of stórir til að falla (Too Big To Fail) - er því enn fyrir hendi og ekk­ert sem hefur dregið úr því. Á Íslandi er þetta raun­in, nema hvað það liggur núna alveg fyrir - í ljósi þess að ríkið á bank­anna að miklu leyti - að rík­is­á­byrgðin er fyrir hendi og hún er ekki fölsk. 

Rík­is­sjóður hefur fengið meira en 200 millj­arða úr rík­is­bönk­unum í formi arðs á und­an­förnum sex árum, en það er upp­hæð sem nemur tæp­lega helm­ingi eig­in­fjár­stöðu þeirra um þessar mund­ir.

Áður en rík­is­bank­arnir verða seldir þyrftu stjórn­völd að svara því skýrt, hvernig verði brugð­ist við ef bank­arnir lenda síðar í vand­ræð­um. Ísland er ekki hluti af evru­svæð­inu og ekki sömu aðstæður og hjá mörgum alþjóð­legum bönkum í Evr­ópu. Ekki er hægt að búast við því að íslensku bank­arnir muni fá stuðn­ing frá öðrum en rík­is­sjóði og seðla­bank­an­um, ef þeir lenda í vand­ræð­um.

Spurn­ing­in: Er rík­is­á­byrgð á bönk­unum fyrir hendi? Hvernig verður brugð­ist við ef bank­arnir lenda í vand­ræð­um? Þurfa hlut­hafar bank­anna að borga rík­is­á­byrgð­ar­gjald, ef rík­is­á­byrgð er beint eða óbeint fyrir hendi?

Hverjir eru æski­legir eig­end­ur?

Leitin að æski­legum eig­endum íslenska banka­kerf­is­ins á Íslandi kann líka að verða nokkuð stremb­in. Vegna umfangs­ins - þar sem bók­fært eigið fé rík­is­bank­anna er um 450 millj­arðar króna - þá er ekki víst að það verði auð­velt að finna ein­hvern sem getur komið fram með slíka fjár­muni á Íslandi.

Eitt vitum við, að það verður ekki í boði að fjár­magna kaup á hlutafé í öðrum bank­anum með lánum frá hinum rík­is­bank­an­um, líkt og gerð­ist við sölu á Bún­að­ar­bank­anum og Lands­bank­an­um, á árunum 2002 og 2003. 

Þannig að það þarf að koma fram með mikið eigið fé og það ætti að vera kapps­mál að fá sem hæst verð vita­skuld. Það getur verið áhætta að flýta sér um of og skapa offram­boð af banka­bréf­um, einkum ef skráður mark­aður verður not­aður til að selja hluta­bréf­in. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir virð­ast lík­legir til að eiga bank­anna á móti rík­inu og síðan rík­asta fólk lands­ins, einkum eig­endur útgerða, enda eru þeir í allt annarri deild heldur en aðrir lands­menn þegar kemur að ríki­dæmi. Þeir eiga auð­veld­ara með að koma fram með mikið eigið fé en aðr­ir.

Í þessu ferli þarf líka að var­ast að búa ekki til nýja kerf­is­á­hættu, þar sem sömu aðil­arnir geta orðið stórir eig­endur margra fyr­ir­tækja í ólíkum geirum, eins og gerð­ist fyrir hrun bank­anna.

Flókið og marg­slungið verk­efni er framund­an, ef stjórn­völd ætla sér að fara í það að selja bank­anna. Stærsta spurn­ingin er sú, hvort það er rík­is­á­byrgð á banka­starf­semi eða ekki. Það er stórt sið­ferði­legt álita­mál og alls ekki einka­mál banka­manna eða hag­fræð­inga. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari