Auglýsing

Stjórn­völd eru nú komin með það á stefnu­skrána að selja banka. Tölu­vert er síðan það gerð­ist, því þegar grannt er skoð­að, þá hafa rík­is­stjórnir talað fyrir því að minnka umfang rík­is­ins á fjár­mála­mark­aði alveg frá því Ísland var komið út úr verstu vand­ræð­un­um, í kjöl­far hruns­ins.

Ríkið á Íslands­banka, Lands­bank­ann að nær öllu leyti (rúm­lega 98 pró­sent), Byggða­stofn­un, LÍN og Íbúð­ar­lána­sjóð. Segja má að aðkoma rík­is­ins að fjár­mála­þjón­ustu sé því ekki aðeins afger­andi mik­il, heldur yfir­gnæf­andi. Þessu eign­ar­haldi fylgir ábyrgð og áhætta enda mark­aðs­hlut­deild rík­is­ins á bil­inu 75 til 80 pró­sent.

Til­tekt

En ástæð­urnar fyrir þessu mikla umfangi liggja fyr­ir. Þær má rekja til skip­brots­ins haustið 2008, hruns fjár­mála­kerf­is­ins. Neyð­ar­lög og fram­kvæmd fjár­magns­hafta tryggði samn­ings­stöðu Íslands þegar kom að upp­gjöri við kröfu­hafa, og því má segja að fjár­mála­kerfið hafi endað í fangi rík­is­ins að miklu leyt­i. 

Auglýsing

Það sem er mik­il­væg­ast af öllu, er að efna­hags­reikn­ingar rík­is­bank­anna eru til­tölu­lega ein­fald­ir, ónýtt lán hafa verið hreinsuð út og áhættan hefur þannig minnkað mik­ið. Starf­semin er alveg ein­angruð við 200 þús­und manna vinnu­mark­að, þann íslenska, og ekki útlit fyrir að útrás íslenskra banka sé á teikni­borð­inu.

Í hvít­bók íslenskra stjórn­valda um end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins er að finna gott yfir­lit yfir íslenska fjár­mála­kerfið og það alþjóð­lega sam­hengi sem það er í. Ólíkt nær öllum öðrum þró­uðum ríkjum þá er íslenska fjár­mála­kerfið ekki alþjóð­legt, nema að örlitlu leyti. Áhætta er þannig bæði skýr­ari og ein­fald­ari, og bundin við Ísland, en ekki jafn mikið þvert á landa­mæri.

Fölsk rík­is­á­byrgð

Eitt af því sem banka­starf­semi í heim­inum ein­kenn­ist af er hin „falska“ rík­is­á­byrgð. Vegna kerf­is­lægs mik­il­vægis þá koma seðla­bankar bönkum til bjarg­ar, og rík­is­sjóðir eru not­aðir til að lina höggið af falli banka. Óhætt er að segja að þetta hafi ekki breyst eftir hrunið á mörk­uðum fyrir rúmum ára­tug. Þvert á móti eru bankar enn stærri en þeir voru - einkum þeir á Wall Street. 

Vanda­málið - Of stórir til að falla (Too Big To Fail) - er því enn fyrir hendi og ekk­ert sem hefur dregið úr því. Á Íslandi er þetta raun­in, nema hvað það liggur núna alveg fyrir - í ljósi þess að ríkið á bank­anna að miklu leyti - að rík­is­á­byrgðin er fyrir hendi og hún er ekki fölsk. 

Rík­is­sjóður hefur fengið meira en 200 millj­arða úr rík­is­bönk­unum í formi arðs á und­an­förnum sex árum, en það er upp­hæð sem nemur tæp­lega helm­ingi eig­in­fjár­stöðu þeirra um þessar mund­ir.

Áður en rík­is­bank­arnir verða seldir þyrftu stjórn­völd að svara því skýrt, hvernig verði brugð­ist við ef bank­arnir lenda síðar í vand­ræð­um. Ísland er ekki hluti af evru­svæð­inu og ekki sömu aðstæður og hjá mörgum alþjóð­legum bönkum í Evr­ópu. Ekki er hægt að búast við því að íslensku bank­arnir muni fá stuðn­ing frá öðrum en rík­is­sjóði og seðla­bank­an­um, ef þeir lenda í vand­ræð­um.

Spurn­ing­in: Er rík­is­á­byrgð á bönk­unum fyrir hendi? Hvernig verður brugð­ist við ef bank­arnir lenda í vand­ræð­um? Þurfa hlut­hafar bank­anna að borga rík­is­á­byrgð­ar­gjald, ef rík­is­á­byrgð er beint eða óbeint fyrir hendi?

Hverjir eru æski­legir eig­end­ur?

Leitin að æski­legum eig­endum íslenska banka­kerf­is­ins á Íslandi kann líka að verða nokkuð stremb­in. Vegna umfangs­ins - þar sem bók­fært eigið fé rík­is­bank­anna er um 450 millj­arðar króna - þá er ekki víst að það verði auð­velt að finna ein­hvern sem getur komið fram með slíka fjár­muni á Íslandi.

Eitt vitum við, að það verður ekki í boði að fjár­magna kaup á hlutafé í öðrum bank­anum með lánum frá hinum rík­is­bank­an­um, líkt og gerð­ist við sölu á Bún­að­ar­bank­anum og Lands­bank­an­um, á árunum 2002 og 2003. 

Þannig að það þarf að koma fram með mikið eigið fé og það ætti að vera kapps­mál að fá sem hæst verð vita­skuld. Það getur verið áhætta að flýta sér um of og skapa offram­boð af banka­bréf­um, einkum ef skráður mark­aður verður not­aður til að selja hluta­bréf­in. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir virð­ast lík­legir til að eiga bank­anna á móti rík­inu og síðan rík­asta fólk lands­ins, einkum eig­endur útgerða, enda eru þeir í allt annarri deild heldur en aðrir lands­menn þegar kemur að ríki­dæmi. Þeir eiga auð­veld­ara með að koma fram með mikið eigið fé en aðr­ir.

Í þessu ferli þarf líka að var­ast að búa ekki til nýja kerf­is­á­hættu, þar sem sömu aðil­arnir geta orðið stórir eig­endur margra fyr­ir­tækja í ólíkum geirum, eins og gerð­ist fyrir hrun bank­anna.

Flókið og marg­slungið verk­efni er framund­an, ef stjórn­völd ætla sér að fara í það að selja bank­anna. Stærsta spurn­ingin er sú, hvort það er rík­is­á­byrgð á banka­starf­semi eða ekki. Það er stórt sið­ferði­legt álita­mál og alls ekki einka­mál banka­manna eða hag­fræð­inga. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiLeiðari