Auglýsing

Stjórn­völd eru nú komin með það á stefnu­skrána að selja banka. Tölu­vert er síðan það gerð­ist, því þegar grannt er skoð­að, þá hafa rík­is­stjórnir talað fyrir því að minnka umfang rík­is­ins á fjár­mála­mark­aði alveg frá því Ísland var komið út úr verstu vand­ræð­un­um, í kjöl­far hruns­ins.

Ríkið á Íslands­banka, Lands­bank­ann að nær öllu leyti (rúm­lega 98 pró­sent), Byggða­stofn­un, LÍN og Íbúð­ar­lána­sjóð. Segja má að aðkoma rík­is­ins að fjár­mála­þjón­ustu sé því ekki aðeins afger­andi mik­il, heldur yfir­gnæf­andi. Þessu eign­ar­haldi fylgir ábyrgð og áhætta enda mark­aðs­hlut­deild rík­is­ins á bil­inu 75 til 80 pró­sent.

Til­tekt

En ástæð­urnar fyrir þessu mikla umfangi liggja fyr­ir. Þær má rekja til skip­brots­ins haustið 2008, hruns fjár­mála­kerf­is­ins. Neyð­ar­lög og fram­kvæmd fjár­magns­hafta tryggði samn­ings­stöðu Íslands þegar kom að upp­gjöri við kröfu­hafa, og því má segja að fjár­mála­kerfið hafi endað í fangi rík­is­ins að miklu leyt­i. 

Auglýsing

Það sem er mik­il­væg­ast af öllu, er að efna­hags­reikn­ingar rík­is­bank­anna eru til­tölu­lega ein­fald­ir, ónýtt lán hafa verið hreinsuð út og áhættan hefur þannig minnkað mik­ið. Starf­semin er alveg ein­angruð við 200 þús­und manna vinnu­mark­að, þann íslenska, og ekki útlit fyrir að útrás íslenskra banka sé á teikni­borð­inu.

Í hvít­bók íslenskra stjórn­valda um end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins er að finna gott yfir­lit yfir íslenska fjár­mála­kerfið og það alþjóð­lega sam­hengi sem það er í. Ólíkt nær öllum öðrum þró­uðum ríkjum þá er íslenska fjár­mála­kerfið ekki alþjóð­legt, nema að örlitlu leyti. Áhætta er þannig bæði skýr­ari og ein­fald­ari, og bundin við Ísland, en ekki jafn mikið þvert á landa­mæri.

Fölsk rík­is­á­byrgð

Eitt af því sem banka­starf­semi í heim­inum ein­kenn­ist af er hin „falska“ rík­is­á­byrgð. Vegna kerf­is­lægs mik­il­vægis þá koma seðla­bankar bönkum til bjarg­ar, og rík­is­sjóðir eru not­aðir til að lina höggið af falli banka. Óhætt er að segja að þetta hafi ekki breyst eftir hrunið á mörk­uðum fyrir rúmum ára­tug. Þvert á móti eru bankar enn stærri en þeir voru - einkum þeir á Wall Street. 

Vanda­málið - Of stórir til að falla (Too Big To Fail) - er því enn fyrir hendi og ekk­ert sem hefur dregið úr því. Á Íslandi er þetta raun­in, nema hvað það liggur núna alveg fyrir - í ljósi þess að ríkið á bank­anna að miklu leyti - að rík­is­á­byrgðin er fyrir hendi og hún er ekki fölsk. 

Rík­is­sjóður hefur fengið meira en 200 millj­arða úr rík­is­bönk­unum í formi arðs á und­an­förnum sex árum, en það er upp­hæð sem nemur tæp­lega helm­ingi eig­in­fjár­stöðu þeirra um þessar mund­ir.

Áður en rík­is­bank­arnir verða seldir þyrftu stjórn­völd að svara því skýrt, hvernig verði brugð­ist við ef bank­arnir lenda síðar í vand­ræð­um. Ísland er ekki hluti af evru­svæð­inu og ekki sömu aðstæður og hjá mörgum alþjóð­legum bönkum í Evr­ópu. Ekki er hægt að búast við því að íslensku bank­arnir muni fá stuðn­ing frá öðrum en rík­is­sjóði og seðla­bank­an­um, ef þeir lenda í vand­ræð­um.

Spurn­ing­in: Er rík­is­á­byrgð á bönk­unum fyrir hendi? Hvernig verður brugð­ist við ef bank­arnir lenda í vand­ræð­um? Þurfa hlut­hafar bank­anna að borga rík­is­á­byrgð­ar­gjald, ef rík­is­á­byrgð er beint eða óbeint fyrir hendi?

Hverjir eru æski­legir eig­end­ur?

Leitin að æski­legum eig­endum íslenska banka­kerf­is­ins á Íslandi kann líka að verða nokkuð stremb­in. Vegna umfangs­ins - þar sem bók­fært eigið fé rík­is­bank­anna er um 450 millj­arðar króna - þá er ekki víst að það verði auð­velt að finna ein­hvern sem getur komið fram með slíka fjár­muni á Íslandi.

Eitt vitum við, að það verður ekki í boði að fjár­magna kaup á hlutafé í öðrum bank­anum með lánum frá hinum rík­is­bank­an­um, líkt og gerð­ist við sölu á Bún­að­ar­bank­anum og Lands­bank­an­um, á árunum 2002 og 2003. 

Þannig að það þarf að koma fram með mikið eigið fé og það ætti að vera kapps­mál að fá sem hæst verð vita­skuld. Það getur verið áhætta að flýta sér um of og skapa offram­boð af banka­bréf­um, einkum ef skráður mark­aður verður not­aður til að selja hluta­bréf­in. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir virð­ast lík­legir til að eiga bank­anna á móti rík­inu og síðan rík­asta fólk lands­ins, einkum eig­endur útgerða, enda eru þeir í allt annarri deild heldur en aðrir lands­menn þegar kemur að ríki­dæmi. Þeir eiga auð­veld­ara með að koma fram með mikið eigið fé en aðr­ir.

Í þessu ferli þarf líka að var­ast að búa ekki til nýja kerf­is­á­hættu, þar sem sömu aðil­arnir geta orðið stórir eig­endur margra fyr­ir­tækja í ólíkum geirum, eins og gerð­ist fyrir hrun bank­anna.

Flókið og marg­slungið verk­efni er framund­an, ef stjórn­völd ætla sér að fara í það að selja bank­anna. Stærsta spurn­ingin er sú, hvort það er rík­is­á­byrgð á banka­starf­semi eða ekki. Það er stórt sið­ferði­legt álita­mál og alls ekki einka­mál banka­manna eða hag­fræð­inga. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari