Auglýsing

Sam­tals fá 358 úthlutað úr Launa­­sjóði lista­­manna á þessu ári. Úr sjóðnum er úthlutað til mis­­­jafn­­­lega langs tíma, en lengst er úthlutað til 18 mán­aða.

Launin eru ekki full laun, heldur eru þau 392 þús­und 498 krónur á mán­uði, sem greið­­ast í verk­taka­greiðslu.

Til úthlut­unar eru 1.600 mán­að­­ar­­laun sam­­kvæmt fyrr­­nefndri skil­­grein­ingu, en sótt var um 9.611 mán­uð.

Auglýsing

Árang­­ur­s­hlut­­fall sjóðs­ins er því 17 pró­sent, reiknað eftir mán­uð­­um. Alls bár­ust 890 umsóknir um starfs­­laun frá ein­stak­l­ingum og hóp­­um. Umsækj­endur voru sam­tals 1.543.

Kjarn­inn fór eitt sinn í heim­sókn til Kaup­manna­hafnar og hitti meðal ann­ars sendi­herr­ann þar, Bene­dikt Jóns­son, og starfs­fólk í sendi­ráð­inu. Það var fróð­legt og skemmti­legt spjall um starf­semi utan­rík­is­þjón­ust­unnar og ýmis­legt fleira.

Talið barst meðal ann­ars að ímynd Íslands erlendis og hvernig fólkið í utan­rík­is­þjón­ust­unni skynj­aði hana í störfum sín­um.

Bene­dikt var fljótur að nefna að þegar kæmi að menn­ing­ar­málum - í víðum skiln­ingi - þá væri Ísland með ein­stak­lega sterka stöðu, og að hún væri mik­il­væg­ust. Þetta hefðu bæði kann­anir sýnt en ekki síður reynsla hans yfir langt tíma­bil frá mörgum lönd­um.

Svip­aðar sögur heyrir maður víð­ar, og ég held að Íslend­ingar búsettir erlendis geti flestir stað­fest, að ímynd Íslands er veru­lega sam­ofin menn­ing­ar­starf­semi og nátt­úru okk­ar, frekar en öðru. Merki­legt fram­lag Íslands til heims­ins er helst á sviði menn­ing­ar­innar og tengslum hennar við nátt­úru. Þetta birt­ist í tón­list, kvik­mynd­um, hönn­un, arki­tekt­úr, bók­mennt­um, ljós­mynd­um, mál­verk­um.

Það sem mér finnst slá­andi við lista­manna­launin er hversu lág þau eru. Hugs­unin að baki laun­un­um, eins og umfjöll­unin um þau er í lög­un­um, er að þau geti gefið lista­mönnum svig­rúm til að sinna list­sköp­un­inn­i. 

Ekki er hægt að segja 392.498 krónur á mán­uði séu góð laun. Þau veita ekki svig­rúmið sem þarf, eins og lagt er upp í lög­unum um lista­manna­laun­in. Það held ég að sé nokkuð aug­ljóst. Má þar nefna hönn­uði og rit­höf­unda, og aðrar stéttir sem heyra undir Launa­sjóð lista­manna.

Sá sem ekki áttar sig á gildi lista, hönn­unar og menn­ing­ar­starfs fyrir sam­fé­lagið er eins og mað­ur­inn sem tekur ekki leið­sögn eða finnur fyrir því þegar brodd­flugan stingur hann. Umhugs­un­ar­efni er hversu lágar fjár­hæðir koma til lista­manna á hverju ári, í sam­hengi við mik­il­vægi verk­efna þeirra fyrir hag­kerfið og menn­ing­ar­líf­ið.

Nú þegar Ísland á jafn mikið undir því og raunin er, að taka vel á móti erlendum ferða­mönnum - að halda að þeim áhuga­verðri ímynd lands­ins - ætti að hugsa hlut­verk þeirra stétta sem heyra undir Launa­sjóð lista­manna upp á nýtt.

Ein sviðs­myndin væri sú, að þre­falda lista­manna­laun­in, þannig að þau yrðu tæp­lega 1,2 millj­ónir króna á mán­uði og auka veru­lega við fjár­stuðn­ing­inn fyrir heild­ina. Vissu­lega væri það mikil breyt­ing, en í stóra sam­heng­inu er hún lít­il. Hún á jafn mikið rétt á sér eins og end­ur­greiðsla kostn­aðar við rann­sóknir og þróun hjá fyr­ir­tækjum í iðn­aði, svo dæmi sé tek­ið, eða end­ur­greiðsla hluta kostn­aðar hjá fyr­ir­tækjum í kvik­mynda­iðn­aði. Þetta eru hliðar á sama ten­ingi.

Í bók­inni Rétt­læti og rang­læti fjallar Þor­steinn Gylfa­son heit­inn heim­speki­pró­fessor um menn­ingu. Orð­rétt segir hann:

„Menn­ing er að gera hlut­ina vel. Tökum soðna ýsu. Í menn­ing­ar­legu byggð­ar­lagi er ýsa ný. Kannski sækir maður hana glæ­nýja niður á bryggju fyrir hádeg­ið. Svo er hún soðin í vatni eða bökuð í ofni vatns­laus. Það má ekki votta fyrir blóði inni við bein­ið. En fisk­ur­inn má ekki heldur vera alveg laus frá bein­inu: hann á að vera að byrja að losna. Og hann á að gljá eins og laukur gljái. Þetta er menn­ing.“

Svo mörg voru þau snilld­ar­lega stíl­uðu orð. Það er betra að gera hlut­ina vel, og þegar kemur að list­inni þá ætti stefnu­mörkun og nálgun að mála­flokkn­um, að byggja á raun­hæfri skil­grein­ingu á því hvað telj­ast geta verið lista­manna­laun. Eins og þau eru núna, þá er ekki séð að það sé mikið hægt að gera fyrir þau, sem þenur út ver­öld okkar og bætir við. Þær stéttir sem falla undir Launa­sjóð lista­manna sinna því sem segja má að sé tærasta form frum­kvöðla­starf­semi sem hægt er að hugsa sér. Auk­inn fjár­stuðn­ingur við þessar stéttir skilar sér með sama hætti út í sam­fé­lagið eins og auk­inn stuðn­ingur við tækni og rann­sókn­ir. Jákvæð áhrif þess eru óum­deild, og þannig ætti það einnig að vera um list­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari