Auglýsing

Ég las magn­aða bók um dag­inn, Smá­sögur heims­ins - Norð­ur­-Am­er­íka. Hún er hluti af bóka­röð með smá­sögum víða að úr heim­in­um, sem Bjartur gaf út.

Höf­undar koma allir frá Norð­ur­-Am­er­íku og eru að takast á við hinar ýmsu spurn­ingar í knöppu formi smá­sagna.

Fólk að tala saman

Einn af snill­ingum þessa forms er Ernest Hem­ingway. Sögur hans lifa og munu lifa. Þær fjalla margar hverjar um hvers­dags­lega hluti, oft hyl­djúpar, en líka ein­faldar og aðgengi­leg­ar. Fólk að tala sam­an, voru hans ær og kýr. Það má koma ýmsu fyrir í því formi, ef því er sýnd sú virð­ing sem það á skil­ið.

Auglýsing

Þegar hann fékk Nóbels­verð­laun 1954 - ári á undan Hall­dóri Lax­ness - var það meðal ann­ars rök­stutt með smá­sagna­snilli hans. Það þótti umdeilt, enda voru smá­sögur lengi að fá þá virð­ingu sem þær áttu skil­ið.

Hæð­irnar eins og fílar

Í bók­inni er sagan Hæðir eins og hvítir fíl­ar. Þar er lýst hvers­dags­legu sam­tali manns og konu á bar, við lest­ar­stöð á milli Madríd og Barcelona. Þar sést yfir hæð­irnar sem standa upp úr nátt­úr­unni eins og hvítir fíl­ar.

Hem­ingway nær að fanga mikið í þess­ari stuttu sögu - hún er ein­ungis fimm blað­síð­ur. Þarna eru þagn­ir, fólk úr öllum átt­um, það er amstur dags­ins, það er lestur í tján­ingu við ókunn­uga, það er bros og dað­ur, það er eitt­hvað óáþreif­an­legt og tært við þessar lýs­ing­ar. „Mér líður vel,“ sagði hún. „Það er ekk­ert að mér. Mér líður vel.“ segir í loka­orðum sög­unn­ar.

Les­and­inn er skil­inn eftir í lausu lofti. En sá sem ekki veltir fyrir sér þessum tveimur per­sónum að tala saman á barnum við lest­ar­stöð­ina og getur ekki ímyndað sér leik­svið sem Hem­ingway dregur fram í text­an­um, hann hlýtur að eiga við eitt­hvað vanda­mál að stríða.

Marg­slungið og fal­legt

Ætli þetta telj­ist ekki list eins og hún ger­ist best. Vekj­andi upp spurn­ingar og hugs­an­ir, en um leið lýs­ing á ein­hverju sem er marg­slungið og fal­legt.

List á oft erfitt upp­dráttar í opin­berri umræðu og þá einkum ein­hvers konar við­ur­kenn­ing á efna­hags­legu mik­il­vægi hennar í okkar sam­fé­lagi. Einu sinni á ári blossar upp umræða um lista­manna­laun og eru þau oft dregin fram í nei­kvæðu ljósi. Það er í svo til eina skiptið á hverju ári, sem það fer fram opin­ber umræða um gildi lista fyrir sam­fé­lag­ið.

Á dög­unum skrif­aði ég leið­ara þar sem ég sagði, að mér fynd­ist að það kæmi vel til greina að marg­falda lista­manna­laun og það ætti að vera hluti af því að gera hlut­ina vel. Kjarni menn­ingar skil­grein­ing­ar­innar liggur ekki síst í því, að gera hlut­ina vel.

Án þess að end­ur­taka þar efn­is­lega það sem fram kem­ur, þá finnst mér að stjórn­völd þurfi að huga að því að stór­auka stuðn­ing við menn­ing­ar­starf­semi og lista­menn.

Heil­indi

Annað sem list þarf til að blómstra í sam­fé­lagi eru heil­indi.

Það þarf að vera vinna á bak við list­ina. Dugn­að­ur. Elja. Þol­in­mæði. Virð­ing. Allt sem þarf til að það sé alveg öruggt, að það sé reynt að vanda til verka eins og hægt er. Listin spyr ekki alltaf um umfang, en hún þarf heil­indi af hálfu þess sem ber hana á borð. 

Er þetta ekki gott lang­tíma­mark­mið?

Að vilja gera hlut­ina vel og af heil­ind­um. Stór­sókn í listum er eflaust hættu­leg, ef hún er fram­kvæmd bók­staf­lega, enda fátt jafn fjarri list - þar sem hlut­irnir eru gerðir vel og af heil­indum - eins og hraðsoðin hugsun eða stefna.

Stundum þarf að nostra við það að gera hlut­ina vel og sjá þá hvítu fíla sem móta rammann í kringum sam­tal okkar um list og gildi hennar í sam­fé­lag­inu. Það er von­andi að stjórn­völd muni taka ákall lista­manna - hvort sem það er í kvik­mynda­gerð, hönn­un, rit­störf­um, mynd­list, arki­tektúr eða öðrum list­grein­um- alvar­lega.

Það er þörf á því að sýna íslenskri list meiri virð­ingu - með mun meiri fjár­mun­um, beint - en ekki síður með því að vinna að lang­tíma­sýn af heil­indum og með það að mark­miði að gera það sem gera þarf vel.

Nið­ur­rifs­starf­semi

Bene­dikt Erlings­son, leik­ari og leik­stjóri, sagði eitt sinn í við­tali sem ég tók við hann árið 2015, að honum fynd­ist eins og það væri í gangi nið­ur­rifs­stefna gagn­vart menn­ing­ar­starf­semi í land­inu, fremur en upp­bygg­ing. Stór orð frá manni sem veit hvað hann syng­ur.

Til að gefa lista­mönnum það svið sem þarf til að þeir geti teiknað upp hvíta fíla á hæðum á Spáni, ljós­lif­andi á fimm síðum þannig að maður gleymi þeim aldrei - svo eitt­hvað sé nefnt - þá er lág­mark að það sé á þá hlust­að. 

Stjórn­völd eru hvött til þess standa við stóru orðin þegar kemur að því að styðja við list og meta hana að verð­leikum í fjár­fest­ingu og lang­tíma­stefnu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari