Máttur leiðindanna

Eikonomics segir að ef almenningur nær betri tökum á hagfræði þá gæti hann mögulega komið í veg fyrir vöxt popúlista. Og þar með bjargað heiminum.

Auglýsing

Um dag­inn sá ég mynd­ina Vice, eftir Adam Mckay. Myndin fjallar um líf og feril Dick Cheney, vara­for­seta Banda­ríkj­anna í tíð Bush. Vice er byggð á sann­sögu­legum atburð­um, en er sögð á skop­legan máta. Ekki ósvipað The Big Short og The Death of Stal­in.

Dick Cheney er óhefð­bundin aðal­per­sóna af ýmsum ástæð­um. Ekki síst vegna þess að það er ekk­ert skemmti­legt við hann. Hann gefur tóndaufar ræð­ur, upp­fullar af tæknitali. Hann segir helst sem minnst, gefur sjaldan við­töl og heldur sig frá sviðs­ljós­inu. Dick Cheney minnir helst á þurran rík­is­klerk.

Blaða­maður sagði mér einu sinni að á miðl­inum sem hann vann fyrir voru fréttir sem þóttu óspenn­andi og fengu fá klikk oft kall­aðar „verð­bólga“. Ástæðan var sú að ef verð­bólga var í fyr­ir­sögn fréttar var fyr­ir­sjá­an­legt að greinin yrði ekki les­in. Ástæðan er lík­lega sú að fólki finnst umræðan um verð­bólgu almennt þurr og leið­in­leg.

Auglýsing

Við lok fyrstu heims­styrj­ald­ar­innar heimt­uðu hinar sig­ur­sælu þjóðir að Þjóð­verjar greiddu him­in­háar sektir fyrir sinn þátt í stríð­inu. Þýska­land var á kúp­unni eftir stríðið og áttu því aldrei séns í að standa straum af þessum greiðsl­um. Alla­vega ekki á hefð­bund­inn hátt. Því gripu þeir í pen­inga­prent­vél­ina. Þeir prent­uðu og prent­uðu. Á sama tíma jókst ekki fram­leiðsla á mat og dóti og þegar fleiri mörk eltu færri vörur (og erlenda gjald­miðla) komst verð­bólgu­draug­ur­inn á kreik. Á örfáum mán­uðum varð þýska markið svo gagns­laust að það besta sem fólk gat gert við mörkin sín var að nota þau sem vegg­fóður eða brenna þau til hús­hit­un­ar.

Skattar hafa ömur­legt orð­spor. Sér­stak­lega fyr­ir­tækja­skatt­ar. Einnig þykir fólki leið­in­legt að hlusta á sér­fræð­inga ræða um tengsl fjár­fest­inga og tekju­skatts fyr­ir­tækja. Ekki þykir það heldur fjör að hlusta á hag­fræð­inga og bók­ara ræða tengsl hvata ein­stak­linga og skatt­þrep.

Ef Mckay gefur rétta mynd af Dick Cheney þá er nokkuð ljóst að herra Cheney skildi það að ef þú velur þér flókið og leið­in­legt, en mik­il­vægt, mál­efni þá getur þú haft gríð­ar­leg áhrif. Eitt dæmið í mynd­inni hafði með erfða­skatt að gera. Cheney og hans menn vissu að fólk myndi ekki nenna að pæla í flóknu sam­spili mis­mun­andi skatta, útgjalda rík­is­ins og ann­ara þátta. Því var nóg fyrir þá að breyta nafn­inu úr erfða­skatti í dauða­skatt, gera góða grein fyrir þeirri „ósann­girni“ að skatt­leggja dautt fólk, en leyfðu öðrum, ekki síður mik­il­væg­um, þáttum liggja eftir í leið­in­legum flækjum sem fáir nenntu að pæla í.

Óða­verð­bólgan gaf óneit­an­lega hinum ömur­lega glat­aða Hitler og hans ömur­legu nas­istum fót­stig á leið til valda. Ef ein­hver hefði getað útskýrt fyrir Evr­ópskum borg­urum og ráða­mönnum hvernig pen­inga­prent­vél­ar, verð­bólga og stríðskuldir spila sam­an, á skilj­an­legan hátt. Þá, kannski, hefði verið hægt að koma í veg fyrir ein­hverjar af hörm­ungum síð­ustu ald­ar. Kannski.

En stað­reyndin er sú að skatt­ar, verð­bólga, fórn­ar­kostn­að­ur, vext­ir, verð og kostn­aður eru í sjálfu sér ekki leið­in­leg þemu. Þau eru bara leið­in­legt af því að sér­fræð­ingar eyða of mikið af sínum tíma í að tala við aðra innan eigin stétt­ar, en ekki aðra. Við eyðum of litlu af okkar tíma í að gera grein­ingar okkar aðgengi­legar og við eyðum of litlum tíma í að deila því sem við vitum með öðr­um. Hag­fræð­ingar eru vissu­lega ekki eina stéttin sem mætti standa sig bet­ur. En það er engin afsök­un.

Hag­fræði eru ríkt fag. Þó svo margt sé enn óljóst, þá skilja hag­fræð­ingar hag­kerfin okkar betur í dag en nokkru sinni fyrr. Hag­fræð­ingar hafa tvö hlut­verk: rann­saka sam­skipti ein­stak­linga á mörk­uðum og reyna að skilja útkomur þess­ara sam­skipta; og segja fólki frá því hvað rann­sóknir stétt­ar­innar gefa í skyn. Fyrsta hlut­verkið hafa hag­fræð­ingar ræktað vel. En kannski á kostnað hins seinna.

Hag­fræðin snertir okkur öll og á hverjum degi spilum við öll mik­il­vægt hlut­verk í því kerfi. Oft­ast tökum við ekki eftir því. Til dæmis þegar þú ferð út í Bónus og rennir kort­inu þínu í gegnum eitt­hvað tól og færð fyrir það ban­ana eða þegar þú opnar heima­bank­ann og borgar mál­ar­anum þín­um.

Það er öllum hollt að skilja hag­fræði. Ef almenn­ingur nær betri tökum á henni gætum við kannski komið í veg fyrir vöxt popúlista; eða að klókir póli­tíkusar, og valda­fólk almennt, not­færi sér leið­indin sem vís­ind­unum hefur verið pakkað inn í til þess að bæta líf sitt á kostnað ann­arra. Því er það skylda hag­fræð­inga að reyna að útskýra hag­fræð­ina fyrir fólki, á manna­máli.

Eikonomics er mitt fram­lag.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics