Auglýsing

Til­kynn­ingin frá því í gær um að Icelandair hefði fengið lán upp á 80 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 10 millj­arða króna, frá inn­lendri lána­stofnun (sem reynd­ist vera Lands­bank­inn, að sögn Morg­un­blaðs­ins í morgun), sýnir að félagið er að takast á við gjör­breyttan veru­leika í íslenskri ferða­þjón­ust­u. 

Eins og áður hafði verið greint frá var félagið að brjóta gegn skil­málum í fjár­mögn­un, með versn­andi afkomu á síð­asta ári og end­ur­fjár­mögnun skulda blasti við. Rík­is­bank­arn­ir, Íslands­banki og Lands­bank­inn, eru nú meðal lán­veit­enda félags­ins en félagið er að miklu leyti í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða. 

Eftir góða afkomu og mik­inn upp­gang, alveg fram til lok árs 2016, hefur verið í gangi ákveðin end­ur­skipu­lagn­ing á félag­inu og versn­andi afkoma - 6,8 millj­arða tap á fjórða fjórð­ungi síð­asta árs - sýnir að staðan er veru­lega krefj­and­i. 

Auglýsing

Hún verður það áfram, eins og fram kom í máli Boga Nils Boga­son­ar, for­stjóra, á aðal­fundi félags­ins á dög­un­um. Skuldir í lok síð­asta árs námu rúm­lega 900 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 110 millj­örðum króna. Eigið fé félags­ins var á sama tíma rúm­lega 470 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 56,5 millj­arðar króna. 

Bak­landið hjá almenn­ingi

Í þessum ólgu­sjó er að reyn­ast Icelandair vel að vera með almenn­ing að baki sér, bæði í gegnum rík­is­bank­ana og líf­eyr­is­sjóð­ina. Með þeim hætti getur félagið treyst betur á bak­land félags­ins í hlut­hafa­hópnum og einnig þegar kemur að láns­fjár­mögn­un. 

Þetta skiptir máli einnig sam­hliða vanda WOW air og til­raunum félags­ins til að bjarga sér, með fjár­fest­ingu frá banda­ríska félag­inu Indigo Partners. Orð­spor og afkoma þess­ara tveggja keppi­nauta skiptir Ísland sem heild máli, þannig að vandi ann­ars hvors verður ekki aðskil­inn heild­ar­mynd­inni.

Ekki liggur fyrir enn hvort fjár­fest­ingin muni ganga eft­ir, en fyrir liggur að banda­ríska félagið hefur farið fram á að Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi, gefi veru­lega eftir hlut sinn, létt verði á skuldum félags­ins og þjón­usta þess end­ur­skipu­lögð í grund­vall­ar­at­rið­um. Margt þarf að ganga upp og ljóst er að fyr­ir­tækið er að glíma við mik­inn fjár­hags­vanda, þar sem iðgjalda­skuldir eru byrj­aðar að safn­ast upp. Slíkt er yfir­leitt til marks um algjöra neyð­ar­stöðu í rekstri fyr­ir­tækja.

Orð­sporið skiptir máli

Kast­ljósið í flug­iðn­aði bein­ist nú að flug­flot­an­um. WOW air er með Air­bus vélar en Icelandair Boein­g. 

Eftir tvö flug­slys á skömmum tíma, þar sem 737 Max 8 vélar Boeing koma við sögu (ítar­lega hefur verið fjallað um þetta á vef Kjarn­ans), er banda­ríski flug­ris­inn undir mik­illi pressu og flug­mála­yf­ir­völd nær alls­staðar ann­ars staðar en í Banda­ríkj­un­um, hafa brugð­ist við með því að hamla notkun á fyrr­nefndum vél­u­m. 

Flug­fé­lög hafa gert slíkt hið sama, þar á meðal Icelandair sem hefur tekið þrjár vélar af fyrr­nefndri teg­und úr flot­an­um, sem telur sam­tals 33 vél­ar. Orð­spor Boeing hefur mikil áhrif á orð­spor þeirra flug­fé­laga sem nota vél­arn­ar, eins og sést hefur á falli á mark­aðsvirði þeirra eftir slysið hrika­lega í Eþíópíu á sunnu­dag­inn þar sem 157 - allir um borð - lét­ust. Icelandair hefur fallið um 15 pró­sent á tveimur dögum og fjöl­mörg flug­fé­lög um allan heim um við­lík­a. 

Það verður að koma í ljós hversu mik­ill vandi skap­ast vegna þess að öll spjót standa nú á Boeing, en aug­ljóst er íslensk ferða­þjón­usta á mikið und­ir. Það er stór­mál þegar fólk hættir að treysta flug­vél­un­um. Fyrir Ísland er mikið í húfi, eins og vand­inn þessa dag­ana sýn­ir. Okkar litla eyja, með aðeins 350 þús­und íbúa, á orðið veru­lega mikið undir ferða­þjón­ust­unni og hefur kannski átt of góðu að venj­ast á und­an­förnum árum. 

Aug­ljós kólnun í kort­unum

Staðan eins og hún blasir við núna er að ferða­þjón­ustan sé komin í miklar varn­ar­stell­ing­ar. Er þá ótalið að nefna kjara­við­ræð­urn­ar, sem geta hæg­lega leitt til meiri erf­ið­leika, ef ekki tekst að semja um kaup og kjör starfs­fólks á næst­unn­i. 

Höfum hug­fast að fjöldi ferða­manna á ári fór úr 450 þús­und á ári árið 2010 í 2,7 mill­ljónir í fyrra. Þessi breyt­ing hafði mikil áhrif á íslenska efna­hags­lífið til hins betra. Aðal­at­riðið í þess­ari hag­felldu þróun voru skil­virkar og góðar flug­sam­göng­ur. Þessar sam­göngur eru nú að versna og nær öruggt má telja, að því muni fylgja kólnun í hag­kerf­inu, vítt og breitt. 

Þrátt fyrir allt, þá eru stoðir Íslands góð­ar. Skuldir hjá heim­il­um, fyr­ir­tækjum og hinu opin­bera, hafa dreg­ist saman á und­an­förnum árum og Seðla­bank­inn hefur sýnt á und­an­förnum mán­uðum og vik­um, að hann er til­bú­inn að nota yfir 700 millj­arða gjald­eyr­is­forða til að koma í veg fyrir koll­steypu í gengi krón­unn­ar. Á skömmum tíma hefur gengi krón­unnar gagn­vart Banda­ríkja­dal og evru veikst nokk­uð, en með inn­gripum (sem fjallað hefur verið ítar­lega um að vef Kjarn­ans) hefur Seðla­bank­inn unnið gegn frek­ari veik­ingu og of miklum óstöð­ug­leika. 

Varn­ar­stell­ing­arnar í hag­kerf­inu, einkum í ferða­þjón­ustu, sjást orðið glögg­lega og framundan má búast við frek­ari merkjum um þær í flestum atvinnu­grein­um. Eftir mik­inn upp­gangs­tíma ætti þetta ekki að koma á óvart en von­andi tekst að búa þannig um hnút­ana að flug­sam­göngur hald­ist áfram góðar og að ímynd Íslands sem ákjós­an­legs ferða­manna­staðar verði jákvæð hjá fólki í ferða­hug í útlönd­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari