Auglýsing

Scott Bed­burry, þraut­reyndur ímynd­ar- og mark­aðs­maður og goð­sögn í aug­lýs­inga­geir­an­um, kom til Íslands til að halda fyr­ir­lestur á ÍMARK-deg­inum árið 2011. Í tengslum við komu hans veitti hann við­töl og svar­aði spurn­ing­um. 

Ég ákvað á þeim tíma að senda honum tíu spurn­ing­ar, sem hann svar­aði mjög skemmti­lega og af mik­illi sam­visku­semi. Sumt af því var svo birt í Við­skipta­blað­inu, og veitti (von­andi) les­endum góða inn­sýn í hvernig hann horfir til aug­lýs­inga og mark­aðs­mála. 

Í stuttu máli sagt er hans stefna sú, að aug­lýs­ingar eigi að vera 80 pró­sent list og 20 pró­sent gagna­drifin fag­mennska. Hann tók sem dæmi aug­lýs­ingu sem hann kom að í fram­leiðslu, þegar Nike var að fara af stað með Just Do It her­ferð­ina. Þá reyndi á sköp­un­ar­gáf­una, frá­sagn­ar­list og um leiða vöru­merkja­vit­und. 

Auglýsing

Hann svar­aði spurn­ing­unni um hver væri hans upp­á­halds aug­lýs­ing, svona:

„Það er erfitt að segja. Þegar ég hugsa til allrar þeirrar frá­bæru vinnu sem Nike hefur unnið í gegnum árin þá er þetta fyrir mig eins og gera upp á milli barn­anna minna. En ef ég ætti að velja eina þá myndi ég velja allra fyrstu „Just Do It“ aug­lýs­ing­una sem var frum­sýnd í sjón­varpi 8. ágúst 1987. Þessi til­tekna aug­lýs­ing byrjar á kvik­mynda­skoti úr fjar­lægð á átt­ræðan hlaupara að nafni Walt Stack, sem er að hlaupa eftir Golden Gate Brúnni á sól­ríkum degi í San Francisco, veif­andi í átt­ina að bílum sem keyra fram­hjá með hvít bringu­hárin stand­andi út í loft­ið. Þú heyrir hann segja: „Ég hleyp 17 mílur á dag.“ Þá kemur svört skjá­mynd með orð­un­um; Walt stack, 80 ára gam­all. Walt heldur síðan áfram: „Fólk spyr mig hvernig ég kom­ist hjá því að láta glamra í tönn­unum mín­um..... Ég skil þær eftir í skápn­um.“ Walt reynd­ist sem sagt vera með gervi­tenn­ur. Á eftir þessu birt­ist svo „Just Do It“ á skján­um.

Þetta var fyrsta til­raun Nike til þess að beita húmor í aug­lýs­ingu. Þetta var líka fyrsta aug­lýs­ing Nike um ára­bil þar sem tek­inn var ein­hver annar póll í hæð­ina en að sýna ungan atvinnu­mann í íþrótt­um. Þetta voru skemmti­leg, sjálf­stæð skila­boð frá náunga sem hafði gaman af því að hlaupa á hverjum degi. „Just Do It“ mark­aðs­her­ferðin hjálp­aði Nike að breyta fók­u­snum frá til­tölu­lega litlum mark­hópi ungra karl­manna í átt að ald­urs- og tíma­laus­ara vöru­merki. Þessi frum­sýn­ing á aug­lýs­ing­unni var lík­lega mik­il­væg­asta stefnu­breyt­ing í sögu Nike.

Walt Stack end­u­r­óm­aði kjarn­ann í því sem ég vildi segja með Just Do It. Þetta voru auð­skilj­an­leg en áhrifa­mikil skila­boð: Stattu á fætur og mættu öllum dag­legum hindr­unum sama á hvaða aldri þú ert. Sérðu hvað ég er að gera. Farðu af stað. Lífið er stutt.“

Hvernig mörkum við djúp spor?

Að und­an­förnu - sam­hliða tölu­verðri kólnun í íslenska hag­kerf­inu og blikum á lofti í íslenskri ferða­þjón­ustu og efna­hags­lífi - þá hef ég velt því fyrir mér, hvort það sé komin upp staða þar sem þarf að vinna veru­legt lang­tíma­starf fyrir ímynd Íslands út í hinum stóra heimi. Reyna að marka dýpri spor til lengri tíma lit­ið, heldur en náðst hefur að gera á und­an­förnum árum.

Ekki átaks­verk­efni - og ekki ein­angrað fyrir ferða­þjón­ust­una - heldur í stærra og breið­ara sam­hengi. Þetta er ekki einka­mál utan­rík­is­þjón­ust­unnar eða þeirra sem vinna að útflutn­ingi beint, heldur ætti að vera meira sam­starfs­verk­efni.

Má taka Norð­ur­löndin sem dæmi. Danir hafa náð miklum árangri í því að fram­leiða sjón­varps­þætti og kvik­mynd­ir, sem end­ur­spegla sam­fé­lags­leg við­fangs­efni í dönsku sam­fé­lagi. Þetta hefur verið gert með miklum styrkjum danska rík­is­ins við kvik­mynda­iðn­að­inn og sam­starf við danska rík­is­út­varp­ið. Útkoman er djúp sýn á Dan­mörku sem þjóð meðal þjóða, sem skilur mikið eftir sig til lengdar lit­ið. 

Dan­mörk hefur með þessu markað sér stöðu, stillt sér upp í alþjóða­væddum heimi.

Vissu­lega er ekki hægt að galdra fram neina ímynd - eða mark­aðs­setja falska vöru - en það er mikil þörf á því að það verði unnið ræki­lega í því að styrkja Ísland í hugum fólks erlend­is, og hvernig það birt­ist. Mögu­lega má læra af stefnu hinna Norð­ur­land­anna og hvernig hún virð­ist rista í gegnum menn­ing­ar- og við­skipta­líf­ið. 

Margt hefur verið vel gert vel en hugsa má lengra. Ef vandað er til verka, lang­tíma­sýnin mótuð með skýrum ramma, þá gætu fund­ist „gervi­tenn­ur“ sem styðja við rétta ímynd sem marka djúp spor til langrar fram­tíð­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari