Brjálæðingurinn Duterte og hávaxtarsvæðið Filippseyjar

Auglýsing

Kveikjan að ítar­legri umfjöllun rit­stjórnar New York Times, um fjöldamorðin á Fil­ipps­eyj­um, voru myndir sem ljós­mynd­ar­inn Raffy Lerma, sem vinnur hjá The Phil­ippine Daily Enquirer, hefur tekið yfir langan tíma. 

Mynd­irnar sýna fórn­ar­lömb brjál­æð­is­ins sem Duterte for­seti hefur staðið fyr­ir, en hann beitir nú aftöku­sveitum til að drepa fíkla - tug­þús­undum sam­an. Aðgerð­irnar eru í gangi sam­kvæmt stefnu for­set­ans.

Fjöldamorð

Umfjöll­unin sem New York Times birti fyrst 27. mars 2017, fyrir rúm­lega tveimur árum, er áhrifa­mikil og mynd­irnar óhuggu­leg­ar. Frá­sagn­irnar sem byggt er á eru það líka, ekki síst hræðslan hjá við­mæl­end­um. 

Auglýsing

Duterte sjálfur hefur gortað sig af því að hafa drepið mann með því að henda honum úr þyrlu, þannig að það er nú ekki hægt að búast við yfir­veg­uðum mál­flutn­ingi hjá hon­um. Hann talar líka um að stefna hans - fjöldamorða­stefnan - sé að skila árangri, og hefur látið yfir­völd dreifa tölum máli sínu til stuðn­ings. 

Þetta er umræða sem minnir um margt á stór­kost­legar senur í þátt­unum The Wire eftir David Simon. Þar reyndi lög­reglan margt, til að fá stjórn­mála­stétt­ina til styðja við lög­regl­una, og öfugt. Það er þjóðar­í­þrótt í Baltimore, sviði þátt­anna, að fegra glæpa­tíðnis­töl­urnar til að stjórn­mála­menn geti stært sig af góðum árangri. 

Stríðið gegn fíkni­efnum verður ekki gert að frekara umtals­efni, að þessu sinni, en vísa má til fyrri leið­ara­skrifa í þeim efnum

Á Alþingi í dag var til umræðu full­gild­ing frí­versl­un­ar­samn­ings milli Fillipps­eyja og EFTA-­ríkj­anna, en komu þar fram áhyggju­raddir vegna stöðu mann­rétt­inda­mála. Var full­gild­ingin sam­þykt.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, benti á að staðan væri full­kom­lega óvið­un­andi, og að bíða þyrfti með full­gild­ing­una af Íslands hálfu. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, tók í sama streng. 

Full ástæða er til að taka undir þessar áhyggj­ur. 

Hins vegar er líka mik­il­vægt að átta sig á því þegar brjál­æð­ingar eins og Duterte reyna að fegra glæpa­tíðnis­töl­urnar með fjöldamorðum - sem eru þá færð til bókar yfir­valda sem eitt­hvað annað en glæpir - að erfitt er að refsa fyrir slíkt, með því að hamla við­skiptum við löndin sem sitja uppi með svona menn við valda­þræð­ina. 

Fil­ipps­eyjar er orðið að efna­hags­legu stór­veldi og hefur upp­lifað gríð­ar­legan efna­hags­legan vöxt á síð­ustu árum. 

Þar búa yfir 100 millj­ónir manna og er svæðið í mið­punkti vaxt­ar­svæð­is­ins í Asíu, tengi­punktur hávaxa­svæð­anna milli Víetnam og Indónesíu. Fyr­ir­sjá­an­legt er að efna­hags­legur upp­gangur verði við­var­andi næstu ár eða ára­tugi á þessu svæði. Ekki síst vegna þess að svæðið allt í næsta nágrenni er að fara í gegnum mikið umbreyt­inga­tíma­bil.

Hvers vegna ætli það sé?

Fólk getur síðan ímyndað sér hvers vegna það er mikið af fíkni­efnum á Fil­ipps­eyj­um, ekki síst í kringum hafn­ar­svæðin í Man­illa. Kannski ná fjöldamorðin og aðgerð­irnar hjá Duterte til 0,01 pró­sents af fíkni­efn­unum sem fara um svæð­ið, en mjög lík­lega alls ekki. Hlut­fallið er örugg­lega miklu minna. 

Aukin við­skipta­tengsl við Fil­ipps­eyjar kunna að styrkja landið til fram­tíðar og þá við­spyrnu almenn­ings gagn­vart þess­ari óhuggu­lega fram­komu við fíkla og aðstand­endur þeirra. Góð við­skipta­sam­bönd geta leitt til jákvæðra breyt­inga, ekki bara efna­hags­legra heldur ekki síður félags­legra. 

En mann­rétt­inda­bar­áttan verður ekki unnin með við­skipta­samn­ing­un­um, heldur ekki síður með þrot­lausri bar­áttu og aðhaldi gagn­vart vald­höf­um. Þannig skerp­ist á boð­skapn­um, í hinu alþjóð­lega sam­hengi. Þess vegna er gott að sjá þau Rósu og Helga Hrafn benda á klikk­un­ina sem hefur verið í gangi und­an­farin ár á Fil­ipps­eyj­um, og Raffy Lerman hefur skrá­sett og sýnt umheim­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari