Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig

Bára Huld Beck veltir fyrir sér mörkum tjáningarfrelsisins og merkingu orða.

Auglýsing

Tján­ing­ar­frelsið er það mik­il­væg­asta sem við höfum í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi og er án efa horn­steinn þess. Í því felst réttur fólks til að tjá sig og er það jafnan grund­völlur fyrir heil­brigðri fjöl­miðlun sem leiðir af sér heil­brigt sam­fé­lags­um­ræðu. Með sam­fé­lag­miðlum hefur tján­ing­ar­frelsið fengið nýjan vett­vang til að blómstra fyrir fólk sem ekki hafði mögu­leika til að tjá sig. 

Á þessu er þó myrk­ari bak­hlið. Í skúma­skotum inter­nets­ins leyn­ist alls konar óhróður og áróður sem fær að grass­era nán­ast í friði. Allt í skjóli tján­ing­ar­frels­is­ins. Nú eru góð ráð dýr. Hvar liggja mörk tján­ing­ar­frelsis og hat­urs­orð­ræðu? Við erum með laga­legar skil­grein­ingar á hvað kall­ast hat­urs­orð­ræða og er hún ólög­leg á Íslandi. Gráu svæðin eru heldur flókn­ari. Ummæli sem liggja á mörkum hins lög­lega. 

Orð hafa merk­ingu

Fyrst er vert að velta fyrir sér merk­ingu orða. Hvað þýða orðin sem við notum í opin­berri umræðu og dags­dag­lega? Þessi merk­ing er víða farin að skol­ast til og virð­ist sem hún geti verið afstæð á þann hátt að hún breyt­ist eftir því frá hverjum orðin koma. Gott dæmi er orðið ras­isti en fyrir nokkru not­aði þing­maður einn hug­takið „ras­isti umræð­unn­ar“ yfir mann sem gagn­rýndi sá hinn sama fyrir ras­isma. Krakkar segja jafnan „nei, þú“ þegar þau verða rök­þrota og er þetta af sama meiði. Hins­vegar gang­ast sumir við því að vera ras­istar vegna þess að þegar ein­hver fer með hat­urs- eða for­dóma­full ummæli um til að mynda útlend­inga þá er sá hinn sami kall­aður ras­isti en til þess að rétt­læta eigið orðagubb þá er merk­ingin núlluð út.

Auglýsing

Merk­ing orða getur vissu­lega breyst með tíð­ar­and­an­um, við höfum mörg dæmi þess að sam­fé­lagið hættir að nota viss orð sem þykja ekki falla vel við ríkj­andi gildi sam­fé­lags­ins. Í þeim til­fellum er það gert til þess að vernda þá sem á hallar í sam­fé­lag­inu, en ýmis orð hafa verið notuð niðr­andi um fatl­aða, sam­kyn­hneigða og fólk af ólíkum kyn­þátt­um. Þá þykir sjálf­sagt að taka orðin úr umferð.

Ef við erum aftur á móti komin á þann stað að það sé „í lagi“ að vera kall­aður ras­isti þá erum við á hættu­legum slóð­um. Það kallar á að end­ur­vekja merk­ingu orðs­ins – þetta ástand kallar á að við köllum hlut­ina það sem þeir eru. Borð er borð. Ras­isti er ras­isti.

Húfur sem hafa orðið vinsælar í Bandaríkjunum.

Frelsi fylgir ábyrgð

Þegar tján­ing­ar­frelsi og hat­urs­orð­ræða skella saman þá verðum við að íhuga vel hvar mörkin liggja. Í tján­ing­ar­frels­inu felst að fólk verði að fá að vera dóna­legt án þess að eiga yfir höfuð sér fang­els­is­vist eða fjár­sekt. Að kalla t.d. ein­hvern „fá­vita“ er gild­is­dómur við­kom­andi og ætti ekki að vera víta­vert gagn­vart lög­um. Fólki á að vera frjálst að hafa órök­studda skoðun um þriðja orku­pakk­ann án þess að rík­is­valdið skipti sér af því. Eng­inn vill veru­leika Orwells sem hann lýsir í 1984 – þar sem fas­istar hafa snúið orðum á haus og fólk býr við hugs­un­ar­lög­reglu.

En frelsi fylgir ábyrgð og það er ekki tak­marka­laust. Frelsi er alltaf bundið ákveðnum skil­yrðum og það á við um tján­ing­ar­frelsi.

Í þessu felst tvennt.

Níð verður norm

Í fyrsta lagi eru lög í land­inu sem banna hat­urs­orð­ræðu. Í núgild­andi lögum er kveðið á um að hægt sé að sækja til saka hvern þann sem opin­ber­lega hæð­ist að, róg­ber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna. Nú liggur fyrir að breyta þessum lögum og þrengja skil­grein­ing­una á hat­urs­orð­ræðu.

Eyrún Eyþór­s­dótt­ir, aðjúnkt í lög­­­reglu­fræðum við Há­­skól­ann á Ak­­ur­eyri, hefur rann­sakað hat­urs­orð­ræðu – eða hat­ur­stján­ingu eins og hún kallar það – og segir Eyrún að hún grafi und­an lýð­ræði og jað­ar­­­set­ur minn­i­hluta­hópa. Með hat­­urs­orð­ræðu séu ákveðnir hóp­ar beitt­ir þögg­un með of­beldi og/eða hót­­un um of­beldi.

Þarna skiptir miklu máli að huga að ábyrgð í orða­vali. Að tala með niðr­andi hætti um minni­hluta­hópa, til að mynda á sam­fé­lags­miðl­um, hefur afleið­ing­ar. Því þegar við gerum það þá normalíserum við orð­ræð­una og níðið verður hvers­dags­legt. Að halda fram órök­studdum full­yrð­ingum um útlend­inga, sem ekki eiga sér stoð í raun­veru­leik­anum eða eru studdar með stað­reynd­um, hefur afleið­ing­ar. Það býr til for­dæmi þess að það sé í lagi að tala þannig um aðra sem hefur enn víð­tæk­ari afleið­ing­ar. 

Hið félags­lega taum­hald

Í öðru lagi er ákveðið félags­legt taum­hald í sam­fé­lag­inu sem „passar upp á“ að fólk kom­ist ekki upp með að segja hvað sem er án afleið­inga. Þetta finnst mér mjög mik­il­vægt atriði. Þegar við sem sam­fé­lag við­ur­kennum ekki ákveðna orð­ræðu og tökum með­vit­aða afstöðu að standa gegn henni. Þessi orð­ræða get­ur, eðli máls­ins sam­kvæmt, verið mis­al­var­leg en þá eru afleið­ing­arnar líka mis­jafn­ar. Við höfum mýmörg dæmi þess á und­an­förnum miss­erum að fólk hefur þurft að taka ein­hvers konar afleið­ingum fyrir niðr­andi tal. En við höfum líka dæmi þess að nán­ast engar afleið­ingar hafa hlot­ist af slíku níði.

Þannig að þegar fólk spyr: „Hva, má ekk­ert segja leng­ur?“ þá er svarið jú. Það má segja alls konar en eins og með allt annað þá geta auð­vitað verið afleið­ingar af ákveðnu hátta­lagi eða talsmáta. Þegar við kennum börn­unum okkar að það sé rangt að tala illa um vini sína, þá fellst í því ákveð­inn móralskur dóm­ur. Það er ekki ólög­legt að tala illa um vini sína en eng­inn vill umgang­ast „vini“ sem gera slíkt.

Þegar fólk gegnir ábyrgð­ar­stöðu í sam­fé­lag­inu þá getur það ekki hagað sér eða sagt nákvæm­lega sem það vill. Því orð og gjörðir hafa afleið­ing­ar. Og stundum fel­ast þær afleið­ingar í því að fólk missir traust og þá er það ekki fært um að gegna emb­ætt­inu leng­ur. Í væg­ari til­fellum þá verða afleið­ing­arnar minni, eins og gefur að skilja. 

Er afsök­un­ar­beiðni nóg?

Nær­tæk­asta dæmið er frá því í síð­ustu viku þegar Björg­vin Stef­áns­son, leik­maður KR í fót­bolta, sagði í leik­lýs­ingu: „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villi­mann­seðlið hjá svarta mann­in­um.“ Hann baðst fljót­lega afsök­unar á ummæl­unum en KR sendi síðar frá sér til­kynn­ingu þar sem félagið harm­aði ummæl­in. Málið var lagt fyrir aga­nefnd KSÍ og Björg­vin hefði getað átt yfir höfði sér leik­bann.

Björg­vin var aftur á móti í byrj­un­ar­liði KR í leik gær­kvölds­ins og spil­aði fyrstu 62 mín­útur leiks­ins. Rúnar Krist­ins­son, þjálf­ari KR, var spurður hvort það hefði ein­hvern tíma komið til greina að halda Björg­vini utan hóps í leik dags­ins vegna atviks­ins. Hann svar­aði að lands­liðs­fyr­ir­lið­inn okk­ar, Aron Einar Gunn­ars­son, hefði hraunað yfir Albaníu hér um árið og að hann hefði byrjað næsta leik og ekk­ert bann feng­ið. „Ég meina það er fullt af fólki sem hefur gert mis­tök. Björg­vin gerir mis­tök. Hann áttar sig á því algjör­lega um leið og biðst fyr­ir­gefn­ingar alveg um leið,“ sagði þjálf­ar­inn.

Jú, gott og bless­að. Björg­vin baðst afsök­un­ar. Flott. En er það nóg? Afsök­un­ar­beiðni er mik­il­væg en það verða að vera við­eig­andi afleið­ingar vegna svona tals því ann­ars normaliserum við það. Ef eng­inn þarf að taka afleið­ingum gjörða sinna þá sjáum við enga ástæðu til að bæta okkur og þá ­gætum við allt eins sleppt því að huga að mann­rétt­ind­um, sam­kennd, mann­úð, rétt­læti og lýð­ræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit