Auglýsing

Undanfarin tvö ár eða svo hafa umfjallanir um byltingu í fjármálageiranum verið fyrirferðamiklar. Þær hafa oft snúist um bálkakeðjur (Blockchain) og rafmyntir (cryptocurrency), og hvernig ný tækni er að opna leiðir til að stunda viðskipti með öðrum hætti en áður hefur þekkst. 

Fréttir af íslenska sprotafyrirtækinu Monerium, sem hefur nú fengið leyfi frá FME til að gefa út rafeyri í íslenskum krónum fyrir bálkakeðjur, vekja mann til umhugsunar um að breyttir tímar séu í vændum.

Á næstu mánuðum hyggst Moneri­um sækja um skrán­ingu víðar í Evr­ópu og „bálka­keðjuvæða“ gjald­miðla fleiri þjóða, eins og það var nefnt í umfjöllun Morgunblaðsins. 

Auglýsing

Þetta er spennandi og vonandi mun þessum íslenska sprota takast að ná góðum árangri, og hjálpa til við að leysa vandamál sem leysa þarf.

Í dag staðfesti síðan Facebook orðróm undanfarinna mánaða, um að félagið sem tengir saman rúmlega tvo milljarða manna með samfélagsneti sínu, ætli sér að setja eigin rafmynt, Libra, í loftið á næsta ári. 

Í mínum huga er eitt alveg öruggt, á þessum tímapunkti: Enginn veit með vissu hvernig málin munu þróast og þrátt fyrir að margir átti sig vel á tækninni og virkni hennar, þá er erfitt að segja til um hvað er framundan. 

Nokkur atriði og örsögur hafa þó vakið mig - leikmann sem hefur algjöra yfirborðsþekkingu á þessum málum, þrátt fyrir tilraunir til að ná betri þekkingu á málunum (ég hef ekki gefist upp) - til umhugsunar um að eitthvað mikið sé í vændum, þegar kemur að innreið tæknirisanna á fjármálamarkað. 

1. Ég fékk bekkjarbróður minn og æskuvin í heimsókn á vormánuðum í fyrra, en hann hefur lengi starfað við hjálparstörf og flóttamannahjálp. Hann var staddur hér í Seattle til að sækja ráðstefnu um hvernig bálkakeðjur geta umbylt hjálparstarfi og stuðlað að meiri skilvirkni þegar kemur að fjármagnsflutningum og rekjanleika. Ráðstefnan var haldin á vegum Bill and Melinda Gates Foundation, sem er stærsti einkafjárfestir í hjálpar- og þróunarstarfi í heiminum.

Þetta vakti mig til umhugsunar um að bálkakeðjutæknin væri þá kannski hið besta mál, ef hún getur leitt til meiri áreiðanleika, fækkað milliliðum - eitthvað sem skiptir miklu máli í hjálparstarfi - og stuðlað að meiri hagkvæmni, t.d. í hjálpar- og þróunarstarfi.

2. Á dögunum ræddi ég bálkakeðju tæknina við mann sem er einn æðstu stjórnenda Salesforce hér á Seattle svæðinu, eiginlega samfellt í eina kvöldstund. Hann hafði mikla trú á þessari tækni, en sagði að hann hugsaði yfirleitt bara í 3 og 12 mánaða tímarömmum og alveg í takt við uppfærslur á þeim hluta hugbúnaðarins sem hann væri að starfa við. En núna er þetta farið að koma inn á umræðuskjölin fyrir uppfærslurnar; bálkakeðjur og rafmyntir, og hvernig tæknin mun geta nýst notendum sem best. Það er því greinilega eitthvað að gerast, sagði hann. 

Mér fannst þetta upplýsandi nálgun. Hversu hröð verður þróunin? Það er ekki gott að segja, en neytendur og notendur munu alveg stýra þróuninni (og stjórnmálamenn, þeir stýra lögum og reglum). 

3. Í fyrra fékk ég mér Amazon greiðslukort og get ég nú verslað allt á Amazon með föstum 5 prósent afslætti og fengið 1 prósent afslátt á allri annarri neyslu, í gegnum kortið hjá Amazon. Það sem mér fannst merkilegast við þessa innreið Amazon á greiðslukortamarkað - sem hófst formlega í fyrra, um það bil ári á undan Apple - er að fyrirtækið er með þessu búið að koma sér vel fyrir í hinu flókna greiðslumatskerfi í Bandaríkjunum (Credit Score), og byrjað að lána til að fólks og greina möguleikana. 

Mér fannst þetta merkilegt og ég fékk þá tilfinningu þegar ég fékk kortið í hendurnar, að eitthvað mikið væri framundan í fjártækni, sem erfitt væri að átta sig á hvert muni leiða. 

Það er sama tilfinning og ég fæ, þegar ég hugsa til þess að Facebook sé að fara setja rafmynt í loftið, sem stofnandinn og forstjórinn, Mark Zuckerberg, vonast til að muni veita Bandaríkjadalnum, langstærstu forðamynt heims, samkeppni. 

Áhyggjuraddirnar eru miklar, eins og lesa má um í umfjöllun Bloomberg í dag, þar sem eftirlitsstofnanir munu væntanlega fylgjast vel með fjármálastöðugleikaáhrifum. 

En hvernig munu áhrifin verða á Íslandi? 

Enginn hefur svörin við því, en það er ekki hægt annað en að hugsa til þess, að mögulega verði það okkur hindrun til framtíðar, að vera með íslensku krónuna og það fyrirkomulag sem í gildi er á Íslandi í peningakerfinu.

Hún verður eflaust til þess að hægja á innkomu alþjóðlegrar fjármálaþjónustu og fjártækni frá alþjóðlegum tæknirisum, sem munu búa yfir mun áreiðanlegri greiðslumatsupplýsingum um alla lántakendur, þvert á landamæri, og geta boðið betri kjör en hefðbundnir bankar. 

En vandi er um slíkt að spá, og kannski best að fullyrða sem minnst um þessa merkilegu tíma sem eflaust eru framundan á fjármálamörkuðum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari