Auglýsing

Und­an­farin tvö ár eða svo hafa umfjall­anir um bylt­ingu í fjár­mála­geir­anum verið fyr­ir­ferða­mikl­ar. Þær hafa oft snú­ist um bálka­keðjur (Blockchain) og raf­myntir (cryptoc­ur­rency), og hvernig ný tækni er að opna leiðir til að stunda við­skipti með öðrum hætti en áður hefur þekkst. 

Fréttir af íslenska sprota­fyr­ir­tæk­inu Moner­ium, sem hefur nú fengið leyfi frá FME til að gefa út raf­eyri í íslenskum krónum fyrir bálka­keðj­ur, vekja mann til umhugs­unar um að breyttir tímar séu í vænd­um.

Á næstu mán­uðum hyggst Moner­i­um sækja um skrán­ingu víðar í Evr­­ópu og „bálka­keðju­væða“ gjald­miðla fleiri þjóða, eins og það var nefnt í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins. 

Auglýsing

Þetta er spenn­andi og von­andi mun þessum íslenska sprota takast að ná góðum árangri, og hjálpa til við að leysa vanda­mál sem leysa þarf.

Í dag stað­festi síðan Face­book orðróm und­an­far­inna mán­aða, um að félagið sem tengir saman rúm­lega tvo millj­arða manna með sam­fé­lags­neti sínu, ætli sér að setja eigin raf­mynt, Libra, í loftið á næsta ári. 

Í mínum huga er eitt alveg öruggt, á þessum tíma­punkti: Eng­inn veit með vissu hvernig málin munu þró­ast og þrátt fyrir að margir átti sig vel á tækn­inni og virkni henn­ar, þá er erfitt að segja til um hvað er framund­an. 

Nokkur atriði og örsögur hafa þó vakið mig - leik­mann sem hefur algjöra yfir­borðs­þekk­ingu á þessum mál­um, þrátt fyrir til­raunir til að ná betri þekk­ingu á mál­unum (ég hef ekki gef­ist upp) - til umhugs­unar um að eitt­hvað mikið sé í vænd­um, þegar kemur að inn­reið tæknirisanna á fjár­mála­mark­að. 

1. Ég fékk bekkj­ar­bróður minn og æsku­vin í heim­sókn á vor­mán­uðum í fyrra, en hann hefur lengi starfað við hjálp­ar­störf og flótta­manna­hjálp. Hann var staddur hér í Seattle til að sækja ráð­stefnu um hvernig bálka­keðjur geta umbylt hjálp­ar­starfi og stuðlað að meiri skil­virkni þegar kemur að fjár­magns­flutn­ingum og rekj­an­leika. Ráð­stefnan var haldin á vegum Bill and Melinda Gates Founda­tion, sem er stærsti einka­fjár­festir í hjálp­ar- og þró­un­ar­starfi í heim­in­um.

Þetta vakti mig til umhugs­unar um að bálka­keðju­tæknin væri þá kannski hið besta mál, ef hún getur leitt til meiri áreið­an­leika, fækkað milli­liðum - eitt­hvað sem skiptir miklu máli í hjálp­ar­starfi - og stuðlað að meiri hag­kvæmni, t.d. í hjálp­ar- og þró­un­ar­starfi.

2. Á dög­unum ræddi ég bálka­keðju tækn­ina við mann sem er einn æðstu stjórn­enda Sales­force hér á Seattle svæð­inu, eig­in­lega sam­fellt í eina kvöld­stund. Hann hafði mikla trú á þess­ari tækni, en sagði að hann hugs­aði yfir­leitt bara í 3 og 12 mán­aða tímarömmum og alveg í takt við upp­færslur á þeim hluta hug­bún­að­ar­ins sem hann væri að starfa við. En núna er þetta farið að koma inn á umræðu­skjölin fyrir upp­færsl­urn­ar; bálka­keðjur og raf­mynt­ir, og hvernig tæknin mun geta nýst not­endum sem best. Það er því greini­lega eitt­hvað að ger­ast, sagði hann. 

Mér fannst þetta upp­lýsandi nálg­un. Hversu hröð verður þró­un­in? Það er ekki gott að segja, en neyt­endur og not­endur munu alveg stýra þró­un­inni (og stjórn­mála­menn, þeir stýra lögum og regl­u­m). 

3. Í fyrra fékk ég mér Amazon greiðslu­kort og get ég nú verslað allt á Amazon með föstum 5 pró­sent afslætti og fengið 1 pró­sent afslátt á allri annarri neyslu, í gegnum kortið hjá Amazon. Það sem mér fannst merki­leg­ast við þessa inn­reið Amazon á greiðslu­korta­markað - sem hófst form­lega í fyrra, um það bil ári á undan Apple - er að fyr­ir­tækið er með þessu búið að koma sér vel fyrir í hinu flókna greiðslu­mats­kerfi í Banda­ríkj­unum (Credit Scor­e), og byrjað að lána til að fólks og greina mögu­leik­ana. 

Mér fannst þetta merki­legt og ég fékk þá til­finn­ingu þegar ég fékk kortið í hend­urn­ar, að eitt­hvað mikið væri framundan í fjár­tækni, sem erfitt væri að átta sig á hvert muni leiða. 

Það er sama til­finn­ing og ég fæ, þegar ég hugsa til þess að Face­book sé að fara setja raf­mynt í loft­ið, sem stofn­and­inn og for­stjór­inn, Mark Zucker­berg, von­ast til að muni veita Banda­ríkja­daln­um, langstærstu forða­mynt heims, sam­keppn­i. 

Áhyggju­radd­irnar eru miklar, eins og lesa má um í umfjöllun Bloomberg í dag, þar sem eft­ir­lits­stofn­anir munu vænt­an­lega fylgj­ast vel með fjár­mála­stöð­ug­leika­á­hrif­um. 

En hvernig munu áhrifin verða á Ísland­i? 

Eng­inn hefur svörin við því, en það er ekki hægt annað en að hugsa til þess, að mögu­lega verði það okkur hindrun til fram­tíð­ar, að vera með íslensku krón­una og það fyr­ir­komu­lag sem í gildi er á Íslandi í pen­inga­kerf­inu.

Hún verður eflaust til þess að hægja á inn­komu alþjóð­legrar fjár­mála­þjón­ustu og fjár­tækni frá alþjóð­legum tæknirisum, sem munu búa yfir mun áreið­an­legri greiðslu­mats­upp­lýs­ingum um alla lán­tak­end­ur, þvert á landa­mæri, og geta boðið betri kjör en hefð­bundnir bank­ar. 

En vandi er um slíkt að spá, og kannski best að full­yrða sem minnst um þessa merki­legu tíma sem eflaust eru framundan á fjár­mála­mörk­uð­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari