Auglýsing

Und­an­farin tvö ár eða svo hafa umfjall­anir um bylt­ingu í fjár­mála­geir­anum verið fyr­ir­ferða­mikl­ar. Þær hafa oft snú­ist um bálka­keðjur (Blockchain) og raf­myntir (cryptoc­ur­rency), og hvernig ný tækni er að opna leiðir til að stunda við­skipti með öðrum hætti en áður hefur þekkst. 

Fréttir af íslenska sprota­fyr­ir­tæk­inu Moner­ium, sem hefur nú fengið leyfi frá FME til að gefa út raf­eyri í íslenskum krónum fyrir bálka­keðj­ur, vekja mann til umhugs­unar um að breyttir tímar séu í vænd­um.

Á næstu mán­uðum hyggst Moner­i­um sækja um skrán­ingu víðar í Evr­­ópu og „bálka­keðju­væða“ gjald­miðla fleiri þjóða, eins og það var nefnt í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins. 

Auglýsing

Þetta er spenn­andi og von­andi mun þessum íslenska sprota takast að ná góðum árangri, og hjálpa til við að leysa vanda­mál sem leysa þarf.

Í dag stað­festi síðan Face­book orðróm und­an­far­inna mán­aða, um að félagið sem tengir saman rúm­lega tvo millj­arða manna með sam­fé­lags­neti sínu, ætli sér að setja eigin raf­mynt, Libra, í loftið á næsta ári. 

Í mínum huga er eitt alveg öruggt, á þessum tíma­punkti: Eng­inn veit með vissu hvernig málin munu þró­ast og þrátt fyrir að margir átti sig vel á tækn­inni og virkni henn­ar, þá er erfitt að segja til um hvað er framund­an. 

Nokkur atriði og örsögur hafa þó vakið mig - leik­mann sem hefur algjöra yfir­borðs­þekk­ingu á þessum mál­um, þrátt fyrir til­raunir til að ná betri þekk­ingu á mál­unum (ég hef ekki gef­ist upp) - til umhugs­unar um að eitt­hvað mikið sé í vænd­um, þegar kemur að inn­reið tæknirisanna á fjár­mála­mark­að. 

1. Ég fékk bekkj­ar­bróður minn og æsku­vin í heim­sókn á vor­mán­uðum í fyrra, en hann hefur lengi starfað við hjálp­ar­störf og flótta­manna­hjálp. Hann var staddur hér í Seattle til að sækja ráð­stefnu um hvernig bálka­keðjur geta umbylt hjálp­ar­starfi og stuðlað að meiri skil­virkni þegar kemur að fjár­magns­flutn­ingum og rekj­an­leika. Ráð­stefnan var haldin á vegum Bill and Melinda Gates Founda­tion, sem er stærsti einka­fjár­festir í hjálp­ar- og þró­un­ar­starfi í heim­in­um.

Þetta vakti mig til umhugs­unar um að bálka­keðju­tæknin væri þá kannski hið besta mál, ef hún getur leitt til meiri áreið­an­leika, fækkað milli­liðum - eitt­hvað sem skiptir miklu máli í hjálp­ar­starfi - og stuðlað að meiri hag­kvæmni, t.d. í hjálp­ar- og þró­un­ar­starfi.

2. Á dög­unum ræddi ég bálka­keðju tækn­ina við mann sem er einn æðstu stjórn­enda Sales­force hér á Seattle svæð­inu, eig­in­lega sam­fellt í eina kvöld­stund. Hann hafði mikla trú á þess­ari tækni, en sagði að hann hugs­aði yfir­leitt bara í 3 og 12 mán­aða tímarömmum og alveg í takt við upp­færslur á þeim hluta hug­bún­að­ar­ins sem hann væri að starfa við. En núna er þetta farið að koma inn á umræðu­skjölin fyrir upp­færsl­urn­ar; bálka­keðjur og raf­mynt­ir, og hvernig tæknin mun geta nýst not­endum sem best. Það er því greini­lega eitt­hvað að ger­ast, sagði hann. 

Mér fannst þetta upp­lýsandi nálg­un. Hversu hröð verður þró­un­in? Það er ekki gott að segja, en neyt­endur og not­endur munu alveg stýra þró­un­inni (og stjórn­mála­menn, þeir stýra lögum og regl­u­m). 

3. Í fyrra fékk ég mér Amazon greiðslu­kort og get ég nú verslað allt á Amazon með föstum 5 pró­sent afslætti og fengið 1 pró­sent afslátt á allri annarri neyslu, í gegnum kortið hjá Amazon. Það sem mér fannst merki­leg­ast við þessa inn­reið Amazon á greiðslu­korta­markað - sem hófst form­lega í fyrra, um það bil ári á undan Apple - er að fyr­ir­tækið er með þessu búið að koma sér vel fyrir í hinu flókna greiðslu­mats­kerfi í Banda­ríkj­unum (Credit Scor­e), og byrjað að lána til að fólks og greina mögu­leik­ana. 

Mér fannst þetta merki­legt og ég fékk þá til­finn­ingu þegar ég fékk kortið í hend­urn­ar, að eitt­hvað mikið væri framundan í fjár­tækni, sem erfitt væri að átta sig á hvert muni leiða. 

Það er sama til­finn­ing og ég fæ, þegar ég hugsa til þess að Face­book sé að fara setja raf­mynt í loft­ið, sem stofn­and­inn og for­stjór­inn, Mark Zucker­berg, von­ast til að muni veita Banda­ríkja­daln­um, langstærstu forða­mynt heims, sam­keppn­i. 

Áhyggju­radd­irnar eru miklar, eins og lesa má um í umfjöllun Bloomberg í dag, þar sem eft­ir­lits­stofn­anir munu vænt­an­lega fylgj­ast vel með fjár­mála­stöð­ug­leika­á­hrif­um. 

En hvernig munu áhrifin verða á Ísland­i? 

Eng­inn hefur svörin við því, en það er ekki hægt annað en að hugsa til þess, að mögu­lega verði það okkur hindrun til fram­tíð­ar, að vera með íslensku krón­una og það fyr­ir­komu­lag sem í gildi er á Íslandi í pen­inga­kerf­inu.

Hún verður eflaust til þess að hægja á inn­komu alþjóð­legrar fjár­mála­þjón­ustu og fjár­tækni frá alþjóð­legum tæknirisum, sem munu búa yfir mun áreið­an­legri greiðslu­mats­upp­lýs­ingum um alla lán­tak­end­ur, þvert á landa­mæri, og geta boðið betri kjör en hefð­bundnir bank­ar. 

En vandi er um slíkt að spá, og kannski best að full­yrða sem minnst um þessa merki­legu tíma sem eflaust eru framundan á fjár­mála­mörk­uð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari