Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda

Auglýsing

Engum dylst að deil­urnar um Dranga­jök­ul­svíð­erni hafa verið afar harðar síð­ustu miss­eri. Í huga grein­ar­höf­undar krist­all­ast margs konar sam­fé­lags­legur ágrein­ingur í átök­unum um villta nátt­úru Ófeigs­fjarð­ar­heiðar og Dranga­jök­ul­svíð­erna. Í Hval­ár­virkj­un­ar­mál­inu eig­ast ann­ars við nátt­úru­vernd, bar­áttan fyrir virð­ingu og betri umgengni um nátt­úr­una, vörslu hennar ósnort­innar til handa ókomnum kyn­slóðum og síð­ast en ekki síst verndun nátt­úr­unnar hennar sjálfrar vegna. Hins vegar blasa við áform í anda stór­iðju- og ofur­virkj­ana­stefnu síð­ustu ald­ar, fyr­ir­ætl­anir þeirra sem vilja breyta Ófeigs­fjarð­ar­heiði í eitt sam­fellt virkj­ana­svæði með bygg­ingu alls þriggja umfangs­mik­illa virkj­ana, þar sem safna á saman tærum heið­ar­vötnum og miðla þeim þvers og kruss um ótal skurði og veitu­göng milli miðl­un­ar­lóna á heið­inni, ein­ungis svo kreista megi aðeins fleiri mega­vött út úr nátt­úru lands­ins ofan í gin stór­iðju eða bitcoingraftar.

Mögu­lega hefðu virkj­ana­á­formin á Ófeigs­fjarð­ar­heiði talist til fram­fara fyrir 60–80 árum en í dag eru þessar hug­myndir um Hval­ár­virkjun og syst­ur­virkj­anir á svæð­inu úrelt­ar. Á tímum lofts­lags­breyt­inga af manna völdum og sífellt aðgangs­harð­ari ásóknar mann­kyns í tak­mörkuð og dýr­mæt nátt­úru­gæði eru stór­karla­legar stór­virkj­ana­hug­myndir um eyði­legg­ingu Dranga­jök­ul­svíð­erna nán­ast forn­eskju­leg­ar, svo gam­al­dags eru þær. Dranga­jök­ul­svíð­erni eru afar mik­il­vægur hluti af villtri nátt­úru lands­ins, og raunar að öllum lík­indum eitt af allra mik­il­væg­ustu víð­ernum Evr­ópu.

Þetta hefur allt verið rakið ótal sinn­um, meðal ann­ars af grein­ar­höf­undi sem áður hefur ritað fjórar greinar á Kjarn­ann um mál­ið, Við­ari Hreins­syni bók­mennta­fræð­ingi sem ritað hefur tvær afar yfir­grips­miklar greinar um Hval­ár­virkjun (1 og 2), Tryggva Fel­ix­syni for­manni Land­vernd­ar, heima­mönnum í sam­tök­unum Rjúkandi, og fjöl­mörgum öðrum, bæði umhverf­is­vernd­ar­sam­tökum og áhyggju­fullum nátt­úru­vernd­ar­sinn­um, sem hafa gengið um svæð­ið, rann­sakað það á ýmsa vegu, fjallað um það í fjöl­miðlum og birt þaðan magn­aðar myndir.

Auglýsing

Fram­kvæmda­leyfi án virkj­ana­leyfis

Núna um miðjan júní gekk í gildi deiliskipu­lag hjá Árnes­hreppi sem opnar fyrir fram­kvæmdir HS Orku innan hinna ósnortnu og víð­feðmu Dranga­jök­ul­svíð­erna. Á sama tíma gaf hrepps­nefnd Árnes­hrepps út fram­kvæmda­leyfi til handa virkj­ana­að­il­un­um. Þótt þeir og hrepps­nefndin haldi því blákalt fram að þessar fram­kvæmdir séu „bara“ vegna und­ir­bún­ings­rann­sókna og þær séu ekki hluti virkj­ana­fram­kvæmda þá er vit­an­lega öllum ljóst að hér er grímu­laust verið að hefja virkj­ana­fram­kvæmdir á víð­ern­un­um, án þess þó að gefið hafi verið út virkj­ana­leyfi. Raunar segja virkj­ana­að­ilar það bein­línis sjálfir í umsókn um fram­kvæmda­leyfi að verið sé að hefja „fyrsta áfanga [Hval­ár­virkj­un­ar] sem er lagn­ing vinnu­vega til að hægt sé að stunda frek­ari rannsóknir fyrir virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir“.

Með öðrum orðum eru fram­kvæmd­ar­að­ilar að læða sér inn bak­dyra­megin með því að klippa „und­ir­bún­ings­rann­sókn­ir“ frá bygg­ingu sjálfrar virkj­un­ar­innar og ætla sér þannig að hefja fram­kvæmdir án þess að hafa raun­veru­lega til­skilin leyfi fyrir bygg­ingu virkj­un­ar­inn­ar, sem er hið end­an­lega virkj­ana­leyfi frá Orku­stofn­un. Um leið og veg­irnir hafa verið lagðir út um alla heiði verður ekki aftur snú­ið, fram­kvæmdir hafa verið hafn­ar, víð­ernin eyðilögð og jarð­veg­ur­inn til­bú­inn fyrir áfram­hald­andi fram­kvæmd­ir. Skað­inn verður skeð­ur.

Allt þetta er gert með blessun hrepps­nefndar og Skipu­lags­stofnun hefur á óskilj­an­legan hátt ekki treyst sér til að slá á putt­ana á HS Orku og hreppnum heldur lætur þessa óhæfu óátalda, jafn­vel þótt fjöldi ein­stak­linga og umhverf­is­vernd­ar­sam­taka hafi ítrekað bent á að þetta þekkta bragð, að búta fram­kvæmdir niður í minni með­færi­legri bita til að leyna heild­ar­fram­kvæmd­inni, geti ekki stað­ist lög.

Yfir­gangur gagn­vart land­eig­endum

Fátt virð­ist því bíta á virkj­un­ar­fyr­ir­tæk­in, HS Orku og Vest­ur­verk, sem gengið hafa hart fram við áform sín um að breyta Ófeigs­fjarð­ar­heiði í eitt sam­fell orku­iðn­að­ar­svæði. Til að bæta gráu ofan á svart hefur nú í þokka­bót komið í ljós að virkj­ana­fyr­ir­tækin hafa í ákafa sínum við und­ir­bún­ing Hval­ár­virkj­unar eignað sér land og auð­lindir fjölda granda­lausra ein­stak­linga.

Í dag hafa tíu land­eig­endur Dranga­víkur á Ströndum kært deiliskipu­lag og fram­kvæmda­leyfi fyrsta áfanga Hval­ár­virkj­unar til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála og fara þeir fram á að fram­kvæmdir á ósnortnu landi verði stöðv­aðar á meðan fjallað er um mál­ið. Land­eig­end­urnir eiga Eyvind­ar­fjarð­ar­vatn og vatna­svið þess og hafa aldrei verið spurðir hvort þeir gæfu leyfi sitt fyrir hinum umfangs­miklu fram­kvæmd­um. Með þessu hafa virkj­ana­að­ilar í raun tekið sér yfir­ráða­rétt yfir jörð Dranga­víkur og vatns­rétt­indum henn­ar, og gert ráð fyrir að reisa þar þann hluta Hval­ár­virkj­unar sem nefn­ist Eyvinda­fjarð­ar­ár­veita án þess að spyrja eig­endur lands­ins. Gengur það hreint og beint gegn stjórn­ar­skrár­vörðum eign­ar­rétt­indum land­eig­enda Dranga­vík­ur.

Land­eig­endur hafa nú skoðað gögnin frá þessum aðilum og jarða­mörk hafa aug­ljós­lega verið teiknuð kol­rangt upp í öllum skipu­lags- og hönn­un­ar­gögnum virkj­ana­að­ila, hönn­uða virkj­un­ar­innar og sjálfs Árnes­hrepps. Þessi röngu jarða­mörk eru alls ekki í sam­ræmi við þing­lýst landa­merki jarð­anna Engja­ness, Dranga­víkur og Ófeigs­fjarðar en landa­merkja­bréf jarð­anna voru þing­lýst árið 1890. Engar breyt­ingar hafa verið gerðar á þessum landa­merkjum frá þessum tíma og eru þau því einu laga­lega gildu mörk jarð­anna. Land­eig­endur Dranga­víkur hafa nú látið draga þessi jarða­mörk rétt upp í sam­ræmi við landa­merkja­bréfin og má sjá sam­an­burð á hinum röngu mörkum í Hval­ár­virkj­un­ar­gögnum og réttum mörkum skv. þing­lýstum landa­merkja­bréfum á kortum 1 og 2.

Hvalarvirkjunargogn.png

Thinglyst_landamerki_1890.png

Und­ir­bún­ings­gögn virkj­un­ar­innar eru gríð­ar­lega umfangs­mik­il, óskýr og í raun nán­ast óskilj­an­leg öllu venju­legu fólki, eins og grein­ar­höf­undur hefur þegar vikið að og gagn­rýnt harð­lega í grein hér á Kjarn­anum. Meðal ann­ars hafa virkj­un­ar­hönn­uðir og HS Orka látið undir höfuð leggj­ast að gera skýra grein fyrir þeim jarða­mörkum sem miðað hefur verið við í skipu­lagi virkj­un­ar­inn­ar. Á þeim upp­dráttum sem lagðir hafa verið fram eru jarða­mörk ill­grein­an­leg frá öðrum mörkum og lín­um. Hvergi í fyr­ir­liggj­andi skipu­lags­gögn­um, hvorki í aðal­skipu­lagi, mati á umhverf­is­á­hrifum né deiliskipu­lagi er til að mynda birt hreint kort af jarða­mörkum á svæð­inu, þótt aug­ljós­lega hefði slíkt verið nauð­syn­legt því mjög örð­ugt er fyrir allan þorra almenn­ings að átta sig á því á skipu­lags­upp­dráttum hvar mörk jarða á svæð­inu liggja. Sér­stak­lega ef ekki er verið að leita eftir því.

Eitt kemur þó skýrt fram á skipu­lags­upp­dráttum og það eru að jarða­mörk eru „birt án ábyrgð­ar“. Það þýðir að jarða­mörkin sem virkj­ana­að­ilar hafa notað hafa enga stjórn­sýslu- eða laga­lega þýð­ingu.

Þetta er ber­sýni­lega afar alvar­legt mál, og verður varla sagt annað en að hér sé um eitt­hvert mesta skipu­lags­fúsk að ræða í virkj­ana­sögu lands­ins af hálfu HS Orku og Árnes­hrepps.

Stjórn­sýslu­f­íaskó á heims­mæli­kvarða

Ábyrgð virkj­ana­að­ila, HS Orku og dótt­ur­fyr­ir­tækis þess, Vest­ur­verks, á þessu klúðri er óskoruð og alger. Það er hlut­verk virkj­ana­að­ila að sjá til þess að þeir hafi sann­ar­lega aflað leyfis land­eig­enda til virkj­unar fall­vatna og bygg­ingar virkj­un­ar­mann­virkja í þeirra landi.

Þó má einnig spyrja sig hvort stjórn­sýslan hafi ekki einnig brugð­ist hlut­verki sínu. Því þótt ábyrgðin á því að tryggja sam­þykki land­eig­enda liggi hjá fram­kvæmd­ar­að­ila þá hafa minnst fimm stofn­anir eða aðilar í stjórn­sýsl­unni komið hér að mál­um. Orku­stofnun gaf út rann­sókn­ar­leyfi fyrir virkj­un­ar­rann­sóknum á svæð­inu og gegnir eft­ir­lits­hlut­verki, Skipu­lags­stofnun hefur fjallað um aðal­skipu­lag, deiliskipu­lag og mat á umhverf­is­á­hrif­um, hrepps- og skipu­lags­nefndir Árnes­hrepps hafa þurft að fara yfir öll gögn og gefa grænt ljós og loks gaf nátt­úru­vernd­ar­nefnd hrepps­ins víst sína umsögn um leyf­is­um­sókn­ina. Engin þess­ara stofn­ana og nefnda virð­ist hafa gert athuga­semd eða rann­sakað sjálf­stætt hvort virkj­un­ar­að­il­inn hafi í raun heim­ild land­eig­enda til aðgerða sinna.

Margir sam­verk­andi þættir hafa því valdið þeirri grafal­var­legu stöðu sem nú er komin upp, og falla allir þessir þættir undir ábyrgð virkj­ana­að­ila eða stofn­ana og nefnda sem komið hafa að virkja­na­und­ir­bún­ingn­um. Eft­ir­far­andi er ljóst að svo stöddu máli:



  • HS Orku og Vest­ur­verki hefur með athafna­leysi og trassa­skap tek­ist að spilla algjör­lega upp á eigin spýtur virkj­ana­á­formum sín­um. Eðli­lega hefðu ábyrgir virkj­ana­að­ilar látið sér­fræð­inga fara yfir landa­merkja­lýs­ingar og draga upp rétt jarða­mörk strax við upp­haf virkj­ana­á­forma. Þetta virð­ist af óskilj­an­legum ástæðum ekki hafa verið gert og því hafa þessir aðilar að öllum lík­indum ónýtt eigin vinnu mörg ár aftur í tím­ann, auk yfir­legu fjöl­margra ann­arra, bæði opin­berra stofn­ana, Árnes­hrepps og fjölda ein­stak­linga. Virkj­ana­fyr­ir­tækin þurfa nú að svara fyrir það hvort þau hafi af ábyrgð­ar­leysi látið hjá líða að kanna jarða­mörk­in, eða hvort þau hafi jafn­vel vitað að mörkin hafi ekki verið rétt dregin en ein­fald­lega kosið að gefa það ekki upp með það fyrir augum að byggja virkjun á eign­ar­landi án sam­þykk­is. Hvort sem á við, er ljóst að fúsk þeirra sem hafa ætlað sér að virkja Hvalá með Eyvinda­fjarðarár­veitu á sér vart sinn líkan í allri fram­kvæmda­sögu Íslands.
  • Stjórn­sýslan í kringum und­ir­bún­ing Hval­ár­virkj­unar hefur reynst nán­ast gagns­laus í eft­ir­liti sínu með fram­kvæmda­að­il­an­um. Fjöl­mörg dæmi eru um að ekki hafi verið farið að lögum við und­ir­bún­ing­inn, svo sem við mat á umhverf­is­á­hrifum og skipu­lag þar sem áhrif Hval­ár­virkj­unar eru ekki metin með tengdum fram­kvæmd­um, svo sem lagn­ingu háspennu­línu yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði og öðrum virkj­unum á svæð­inu, en lög kveða skýrt á um að meta heild­ar­um­hverf­is­á­hrif skyldra fram­kvæmda. Engir val­kostir voru metnir en ábend­ingar skipu­lega huns­að­ar. Stjórn­sýslu­lög hafa verið marg­brotin við und­ir­bún­ing og töku ákvarð­ana í ferl­inu, auk þess sem þær fara ein­fald­lega í bága við almenna nátt­úru­vernd­ar­lög­gjöf á Íslandi og meg­in­reglur umhverf­is­rétt­ar.
  • Ofan á þetta leggst svo að engin þeirra stofn­ana sem fara áttu yfir gögn virkj­un­ar­að­ila og taka afstöðu til þeirra höfðu rænu á að láta skoða eða fara yfir gögn um jarðir á svæð­inu, og þó hafa sumar þeirra lög­fræð­inga og aðra sér­fræð­inga á launum við að stað­reyna grund­vall­ar­at­riði sem þessi. Í öllum fyr­ir­liggj­andi opin­berum gögnum kemur skýrt fram að þau jarða­mörk sem notuð hafa verið við skipu­lagn­ingu virkj­un­ar­innar frá a.m.k. 2007 voru dregin upp án ábyrgð­ar. Þetta voru í raun allan tím­ann aðeins skissur sem hafa enga laga­lega þýð­ingu fyrir eign­ar­rétt á landi. Stjórn­sýslan hefði ber­sýni­lega átt að kanna þetta, enda er það bein­línis hlut­verk hennar að gæta þess að farið sé að lög­um. Það var ekki gert, og þótt meg­in­á­byrgð þessa landa­merkja­klúð­urs liggi hjá virkj­ana­að­il­unum þá er ljóst að stjórn­sýslan brást herfi­lega.

Víð­ernin vernda sig ekki sjálf

Sem betur fer upp­götvast þetta tröllaukna klúður í tæka tíð, eða rétt áður en fram­kvæmdir áttu að hefj­ast við að klippa niður víð­ernin og ryðj­ast inn í hina ósnortnu nátt­úru Dranga­jök­ul­svíð­erna. Þessar skipu­lags­hrak­farir hafa því til allrar ham­ingju ekki enn leitt til óaft­ur­kræfrar eyði­legg­ingar á svæð­inu, en litlu mátti muna.

Von­andi bera yfir­völd og eig­endur HS Orku gæfu til að hætta núna sam­stundis við Hval­ár­virkj­un. Auk þess ætti þetta vand­ræða­mál að verða stjórn­sýsl­unni, lög­gjaf­ar­vald­inu, orku­fyr­ir­tækjum lands­ins, virkj­ana­hönn­uðum og í raun öllum öðrum sem koma að skipu­lagn­ingu og bygg­ingu virkj­ana á Íslandi áminn­ing um að taka verði til í lögum og skerpa stór­lega ábyrgð virkj­ana­að­ila og rétt almenn­ings til að koma raun­veru­lega að und­ir­bún­ingi virkj­ana strax á fyrstu stig­um. Þá verður að efla stofn­anir og gagn­rýna hugsun þeirra sem þar starfa svo þær standi undir nafni og auka við heim­ildir þeirra til að sekta og veita þeim orku­fyr­ir­tækjum ráðn­ingu sem láta hjá líða að fara að lögum þegar þau und­ir­búa fram­kvæmd­ir.

Það mun af aug­ljósum ástæðum taka langan tíma fyrir orku­fyr­ir­tæki og yfir­völd að öðl­ast aftur traust almenn­ings á und­ir­bún­ings­ferli virkj­ana­fram­kvæmda á Íslandi. Hér mun­aði í raun aðeins örfáum mán­uðum að HS Orku hefði tek­ist að valta yfir land­eig­endur og reisa umfangs­mikil virkj­ana­mann­virki í landi fólks sem alla tíð hefur verið algjör­lega and­vígt virkjun og viljað vernda víð­ernin og hlífa nátt­úr­unni fyrir eyði­legg­ingu ágengra orku­fyr­ir­tækja. Allt í skjóli dap­ur­legra vinnu­bragða og slæ­legrar upp­lýs­inga­gjafar til almenn­ings, og með sam­þykki hrepps­nefndar og ann­arra yfir­valda í ofaná­lag.

Hér hafa eft­ir­far­andi slag­orð nátt­úru­vernd­ar­sinna sann­ast svo um mun­ar, og vonar grein­ar­höf­undur að þau verði fram­vegis í hugum allra Íslend­inga:

Víð­ernin vernda sig ekki sjálf!



Höf­undur er jarð­fræð­ing­­ur, höf­undur bók­­ar­innar Veg­­vísir um jarð­fræði Íslands, stjórn­­­ar­­maður í Hinu íslenska nátt­úru­fræð­i­­fé­lagi, Hag­þenki, og í sam­tök­unum ÓFEIGU nátt­úru­vernd, sem vinna að verndun víð­ern­anna á Ófeigs­fjarð­­ar­heiði.













Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None