Auglýsing

Í Stak­steinum Morg­un­blaðs­ins í gær, sem skrif­aðir eru nafn­lausir en á ábyrgð rit­stjór­anna tveggja, er fjallað um það að Íslend­ingar séu að flýja Reykja­vík­ur­borg. Það er ekk­ert nýtt að í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins birt­ist mikil andúð á flestallri þróun sem á sér stað í höf­uð­borg­inni en rök­semd­ar­færslan í þetta skiptið vekur athygl­i. 

Í Stak­stein­un­um, þar sem fyr­ir­sögnin er „Ís­lend­ingar flýja borg­ina“, seg­ir: „Nýjasta dæmið um afleið­ingar stefnu Reykja­vík­ur­borgar er að borgin er eina sveit­ar­fé­lagið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem Íslend­ingum fækk­ar,“ og er þar miðað við tíma­bilið 2016 til 2019. Efni skrif­anna gefur svo til kynna að Íslend­ingar séu mun æski­legri íbúar en erlendir rík­is­borg­ar­ar. Það sé áfelli yfir Reykja­vík­ur­borg og stjórn­sýslu hennar að útlend­ingum fjölgi ein­ungis þar en Íslend­ingum fækki. Þessu sé öfugt farið í nágranna­sveit­ar­fé­lögum hennar sem geti trekkt að Íslend­inga. Alvöru Íslend­inga. 

Það sé eft­ir­sókn­ar­vert.

Útlend­inga­góð­ærið

Það hefur verið for­dæma­laust góð­æri á Íslandi. Hag­vöxtur var hér linnu­laust frá árinu 2010 og fram til árs­ins í ár, þegar gjald­þrot WOW air og loðnu­brestur hægði aðeins á okk­ur. En þó bara aðeins, og allar líkur benda til þess að allt verði komið á fulla ferð aftur á næsta ári.

Auglýsing
Á sama tíma hefur átt sér stað gríð­ar­legur lífs­kjara­bati og kaup­mátt­ar­aukn­ing launa. Verð­bólga hefur hald­ist lág yfir lengra skeið en áður hefur þekkst og búast má við því að þannig verði áfram. Hækk­anir á íbúð­ar­verði hafa verið einar þær mestu í heimi sem hefur valdið stórum hópum í sam­fé­lag­inu vanda­málum en gert hina sem geta kom­ist á eign­ar­markað mun rík­ari, að minnsta kosti á papp­ír. 

Auk þess hafa lána­kjör öll snar­batnað og verð­tryggðir breyti­legir vextir bjóð­ast nú undir tveimur pró­sent­um. Lægstu óverð­tryggðu vextir eru undir fimm pró­sent­um. Og við­búið er að Seðla­banki Íslands haldi áfram að snar­lækka meg­in­vexti sína, oft­ast kall­aða stýri­vexti, en þeir eru sem stendur 3,75 pró­sent. Það er mjög lágt í íslensku sam­heng­i. 

Til þess að skapa þessar aðstæður hefur Ísland þurft fólk. Fjölda fólks. Sér­stak­lega fólk sem er til­búið að ganga í þau störf sem verið er að skapa. Það eru að uppi­stöðu þjón­ustu­störf í ferða­þjón­ustu­iðn­aði eða tengdum greinum eða störf í mann­virkja­gerð. Oft­ast nær lág­launa­störf. 

Í þessi störf hafa útlend­ingar geng­ið. 

Útlend­ingar gengið í nær öll ný störf

Alls hefur starf­andi ein­stak­lingum á Íslandi, á aldr­inum 16 til 64 ára, fjölgað um 26.300 frá miðju ári 2010 og fram til dags­ins í dag. Það er ágætt að miða við þá dag­setn­ingu vegna þess að vorið 2010 fóru fram borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar sem gerðu Jón Gnarr að borg­ar­stjóra og síðan þá hefur Reykja­vík verið stýrt af flokkum sem eru rit­stjórum Morg­un­blaðs­ins lítið þókn­an­leg­ir. Á sama tíma­bili hefur erlendum rík­is­borg­urum sem búa á Íslandi fjölgað um 24.610, eða 117 pró­sent.

Það blasir því við að útlend­ingar hafa gengið í nán­ast öll störfin sem skap­ast hafa hér­lendis sem knúið hafa áfram góð­ær­ið. Mik­il­væg­asta fólkið í því að skapa þessa efna­hags­legu upp­sveiflu voru ekki stjórn­mála­menn eða fólk sem vinnur við til­færslu á fé líf­eyr­is­þega í fjár­fest­inga­verk­efni. Það voru útlend­ing­arn­ir. 

Tvö sveit­ar­fé­lög í aðal­hlut­verki

Útlend­ing­ar, fólk sem fædd­ist í öðrum löndum en á Íslandi, er bara venju­legt fólk og þarf, líkt og annað venju­legt fólk, að búa ein­hvers­stað­ar. Þeir hafa fyrst og síð­ast sest að á tveimur stöðum á land­inu: Í Reykja­vík og í Reykja­nes­bæ. Þetta eru þau tvö sveit­ar­fé­lög sem hafa verið með fram­boð á hús­næði sem erlendu rík­is­borg­ar­arnir hafa getað nýtt sér.

Frá sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 2010 hefur íbúum í Reykja­vík fjölgað um 10.680 tals­ins. Þar af eru 9.640 erlendir rík­is­borg­arar og 1.040 íslenskir rík­is­borg­ar­ar. Fjöldi erlendra íbúa í Reykja­vík hefur tvö­fald­ast á tíma­bil­inu. Þeir eru nú 19.220, eða 67 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara sem búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 40 pró­sent allra sem búa á Íslandi.

Í Reykja­nesbæ er staðan enn ýkt­ari. Þar bjuggu 13.920 manns um mitt ár 2010, og þar af voru 1.230 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Í dag búa þar 19.020 manns og eru erlendu rík­is­borg­ar­arnir 4.660. Voru þeir 8,8 pró­sent íbúa sveit­ar­fé­lags­ins en eru nú 24,5 pró­sent þeirra. Reykja­nes­bær er í dag orðið fjórða stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins, eftir að hafa tekið fram úr Akur­eyri nýver­ið, og stendur nú efna­hags­lega betur en nokkru sinni áður

Auglýsing
Samanlagt hafa þessi tvö sveit­ar­fé­lög á suð­vest­ur­horn­inu tekið við 53 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara sem hafa flutt hingað til lands til að knýja áfram hinn mikla hag­vöxt, sem bætt hefur lífs­kjör flestra í land­inu. Samt búa í þeim 41,4 pró­sent lands­manna. Því er ljóst að þessi tvö sveit­ar­fé­lög hafa tekið að sér það verk­efni að hýsa lang­flesta útlend­inga sem hingað hafa kom­ið, bæði í raun­tölum og hlut­falls­lega. 

Til sam­an­burðar búa 740 erlendir rík­is­borg­arar í Garða­bæ, því nágranna­sveit­ar­fé­lagi Reykja­víkur sem stendur mest fyrir það sem Morg­un­blaðið mær­ir, og hefur þeim fjölgað úr heilum 370 frá miðju ári 2010. Hlut­falls­lega eru erlendir rík­is­borg­arar nú 4,5 pró­sent íbúa Garða­bæjar en voru 3,4 pró­sent þeirra fyrir níu árum síð­an.

Þriðj­ungur nýrra Íslend­inga býr í Garðabæ

Íbúum hér­lendis hefur fjölgað úr 317.890 í 358.780 frá miðju ári 2010, eða um 40.890. Þorri þess­arar aukn­ingar hefur orðið vegna aðkomu­fólks, en erlendir rík­is­borg­arar eru ábyrgir fyrir 60 pró­sent fólks­fjölg­unar á Íslandi á tíma­bil­inu. Þeir eru nú 12,7 pró­sent lands­manna. 

Það þýðir að íslenskum rík­is­borg­urum hefur fjölgað um 16.280 tals­ins.

Þrátt fyrir að í Garðabæ búi 4,5 pró­sent allra lands­manna hefur þriðj­ungur þeirrar fjölg­unar á íslenskum rík­is­borg­urum sem átt hefur sér stað fundið sér heim­il­is­festi í Garða­bæ. Þar hefur íslenskum rík­is­borg­urum fjölgað úr 10.370 í 15.650 frá miðju ári 2010 eða um 5.280 tals­ins. Hluti þeirrar aukn­ingar er þó vegna sam­ein­ingar við Álfta­nes. Það er lang­mesta hlut­falls­lega aukn­ing á íslenskum rík­is­borg­urum innan stærri sveit­ar­fé­laga lands­ins. 

Auglýsing
Það liggur því fyrir að sveit­ar­fé­lög hafa farið mis­mun­andi leiðir á und­an­förnum árum. Reykja­vík, þar sem skatt­greið­endur bera auknar byrðar vegna félags­legrar þjón­ustu sem nágranna­sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­innar vilja mörg hver ekki taka þátt í að borga fyr­ir, hefur tekið á móti nýju Íslend­ing­unum sem eru í leit að tæki­færum hér­lendis og hafa verið und­ir­staðan í efna­hags­upp­reisn íslensks efna­hags­lífs. Garða­bær hefur ein­blínt á að búa til hús­næð­is­val­kosti fyrir íslenska rík­is­borg­ara, og getur leyft sér að halda niðri útsvari en eyða samt meiru í til dæmis skóla­mál og snyrti­leg­heit meðal ann­ars vegna þess að sveit­ar­fé­lagið tekur vart þátt í kostn­aði vegna félags­legrar þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Fólk er fólk

Allt fólk er jafn merki­legt. Sumu fólki finnst það merki­legra en annað vegna þess að það er með ákveð­inn lit­ar­hátt, á ákveðið magn af pen­ingum eða aðhyllist ákveðna teg­und trú­ar­bragða. En öll erum við bara hold, bein og blóð. 

Íslend­ingar eru ekki merki­legri en útlend­ingar og það er ekki merki­legra að draga frekar að sér þá sem hafa búið hér lengur en hina sem hingað hafa flutt. Sam­fé­lag er hóp­verk­efni.

Þess vegna verður að hafna þeirri fram­setn­ingu rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins að Reykja­vík standi sig mjög illa vegna þess að þar setj­ast bara að útlend­ing­ar, en Garða­bær mjög vel vegna þess að það sveit­ar­fé­lag laðar að sér fleiri Íslend­inga en nokkuð ann­að.

Með sömu rök­semd­ar­færslu og Morg­un­blaðið beitir þá hlýtur Ísland í heild að vera aga­lega rek­ið. Frá júnílokum 2010 hafa nefni­lega 5.645 fleiri Íslend­ingar flutt frá land­inu en til þess. Síð­ustu ár eru þau fyrstu sem slíkt ger­ist án þess að það teng­ist krepp­um. Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara sem flutt hafa hingað til lands umfram þá sem hafa farið er hins vegar 26.460.

En Ísland er ekki ömur­legt. Það er að mörgu leyti frá­bært þótt margt megi laga. Og lík­leg­ast er að fólks­flótt­inn héðan sé vegna þess að ungt lang­skóla­gengið fólk telur sig ekki fá þau tæki­færi eða störf sem þeim hentar hér­lend­is, enda 3.420 þeirra sem fluttu á aldr­inum 20 til 40 ára. Það er ójafn­vægi í sam­fé­lags­gerð­inni sem gerir það að verkum að við fjár­festum miklum fjár­hæðum til að mennta fólk en búum fyrst og síð­ast til störf sem krefj­ast lít­illar eða engrar sér­hæf­ingar eða mennt­un­ar. Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, fjall­aði um þetta í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vor og sagði að hún vildi ekki speki­leka frá Íslandi. Því þyrfti að liggja fyrir hvort að það sé flótti ákveð­innar teg­undar fólks frá land­inu eða ekki. „Mark­miðið er að við séum þekk­ing­­ar­­sam­­fé­lag og við höfum allt í það.“ Hún ætlar því að láta Þjóð­skrá safna upp­lýs­ingum um menntun þeirra sem héðan fara til að hægt sé að kom­ast að því hvort áhyggj­urnar af flótta unga mennt­aða fólks­ins séu rétt­ar. Þetta ójafn­vægi er því hægt að laga.

En á meðan ættum við að þakka útlend­ing­unum sem hafa flutt hingað í stórum stíl og gert sam­fé­lag okkar betra. Við ættum líka að þakka fyrir þátt­töku okkar í Evr­ópska efna­hags­svæð­inu sem gerir flestu þessu fólki kleift að flytja hingað án hind­r­ana og þorra þeirra ferða­manna sem heim­sækja landið það mögu­legt án tíma­frekra vega­bréfa­skoð­ana. 

Ef það er eitt­hvað sem við ættum ekki að gera þá er það að skamma sveit­ar­fé­lög fyrir að taka vel á móti útlend­ing­um, eða láta í það skína að Íslend­ingar séu merki­legri pappír en allir hin­ir. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari