Auglýsing

Í Stak­steinum Morg­un­blaðs­ins í gær, sem skrif­aðir eru nafn­lausir en á ábyrgð rit­stjór­anna tveggja, er fjallað um það að Íslend­ingar séu að flýja Reykja­vík­ur­borg. Það er ekk­ert nýtt að í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins birt­ist mikil andúð á flestallri þróun sem á sér stað í höf­uð­borg­inni en rök­semd­ar­færslan í þetta skiptið vekur athygl­i. 

Í Stak­stein­un­um, þar sem fyr­ir­sögnin er „Ís­lend­ingar flýja borg­ina“, seg­ir: „Nýjasta dæmið um afleið­ingar stefnu Reykja­vík­ur­borgar er að borgin er eina sveit­ar­fé­lagið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem Íslend­ingum fækk­ar,“ og er þar miðað við tíma­bilið 2016 til 2019. Efni skrif­anna gefur svo til kynna að Íslend­ingar séu mun æski­legri íbúar en erlendir rík­is­borg­ar­ar. Það sé áfelli yfir Reykja­vík­ur­borg og stjórn­sýslu hennar að útlend­ingum fjölgi ein­ungis þar en Íslend­ingum fækki. Þessu sé öfugt farið í nágranna­sveit­ar­fé­lögum hennar sem geti trekkt að Íslend­inga. Alvöru Íslend­inga. 

Það sé eft­ir­sókn­ar­vert.

Útlend­inga­góð­ærið

Það hefur verið for­dæma­laust góð­æri á Íslandi. Hag­vöxtur var hér linnu­laust frá árinu 2010 og fram til árs­ins í ár, þegar gjald­þrot WOW air og loðnu­brestur hægði aðeins á okk­ur. En þó bara aðeins, og allar líkur benda til þess að allt verði komið á fulla ferð aftur á næsta ári.

Auglýsing
Á sama tíma hefur átt sér stað gríð­ar­legur lífs­kjara­bati og kaup­mátt­ar­aukn­ing launa. Verð­bólga hefur hald­ist lág yfir lengra skeið en áður hefur þekkst og búast má við því að þannig verði áfram. Hækk­anir á íbúð­ar­verði hafa verið einar þær mestu í heimi sem hefur valdið stórum hópum í sam­fé­lag­inu vanda­málum en gert hina sem geta kom­ist á eign­ar­markað mun rík­ari, að minnsta kosti á papp­ír. 

Auk þess hafa lána­kjör öll snar­batnað og verð­tryggðir breyti­legir vextir bjóð­ast nú undir tveimur pró­sent­um. Lægstu óverð­tryggðu vextir eru undir fimm pró­sent­um. Og við­búið er að Seðla­banki Íslands haldi áfram að snar­lækka meg­in­vexti sína, oft­ast kall­aða stýri­vexti, en þeir eru sem stendur 3,75 pró­sent. Það er mjög lágt í íslensku sam­heng­i. 

Til þess að skapa þessar aðstæður hefur Ísland þurft fólk. Fjölda fólks. Sér­stak­lega fólk sem er til­búið að ganga í þau störf sem verið er að skapa. Það eru að uppi­stöðu þjón­ustu­störf í ferða­þjón­ustu­iðn­aði eða tengdum greinum eða störf í mann­virkja­gerð. Oft­ast nær lág­launa­störf. 

Í þessi störf hafa útlend­ingar geng­ið. 

Útlend­ingar gengið í nær öll ný störf

Alls hefur starf­andi ein­stak­lingum á Íslandi, á aldr­inum 16 til 64 ára, fjölgað um 26.300 frá miðju ári 2010 og fram til dags­ins í dag. Það er ágætt að miða við þá dag­setn­ingu vegna þess að vorið 2010 fóru fram borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar sem gerðu Jón Gnarr að borg­ar­stjóra og síðan þá hefur Reykja­vík verið stýrt af flokkum sem eru rit­stjórum Morg­un­blaðs­ins lítið þókn­an­leg­ir. Á sama tíma­bili hefur erlendum rík­is­borg­urum sem búa á Íslandi fjölgað um 24.610, eða 117 pró­sent.

Það blasir því við að útlend­ingar hafa gengið í nán­ast öll störfin sem skap­ast hafa hér­lendis sem knúið hafa áfram góð­ær­ið. Mik­il­væg­asta fólkið í því að skapa þessa efna­hags­legu upp­sveiflu voru ekki stjórn­mála­menn eða fólk sem vinnur við til­færslu á fé líf­eyr­is­þega í fjár­fest­inga­verk­efni. Það voru útlend­ing­arn­ir. 

Tvö sveit­ar­fé­lög í aðal­hlut­verki

Útlend­ing­ar, fólk sem fædd­ist í öðrum löndum en á Íslandi, er bara venju­legt fólk og þarf, líkt og annað venju­legt fólk, að búa ein­hvers­stað­ar. Þeir hafa fyrst og síð­ast sest að á tveimur stöðum á land­inu: Í Reykja­vík og í Reykja­nes­bæ. Þetta eru þau tvö sveit­ar­fé­lög sem hafa verið með fram­boð á hús­næði sem erlendu rík­is­borg­ar­arnir hafa getað nýtt sér.

Frá sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 2010 hefur íbúum í Reykja­vík fjölgað um 10.680 tals­ins. Þar af eru 9.640 erlendir rík­is­borg­arar og 1.040 íslenskir rík­is­borg­ar­ar. Fjöldi erlendra íbúa í Reykja­vík hefur tvö­fald­ast á tíma­bil­inu. Þeir eru nú 19.220, eða 67 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara sem búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 40 pró­sent allra sem búa á Íslandi.

Í Reykja­nesbæ er staðan enn ýkt­ari. Þar bjuggu 13.920 manns um mitt ár 2010, og þar af voru 1.230 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Í dag búa þar 19.020 manns og eru erlendu rík­is­borg­ar­arnir 4.660. Voru þeir 8,8 pró­sent íbúa sveit­ar­fé­lags­ins en eru nú 24,5 pró­sent þeirra. Reykja­nes­bær er í dag orðið fjórða stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins, eftir að hafa tekið fram úr Akur­eyri nýver­ið, og stendur nú efna­hags­lega betur en nokkru sinni áður

Auglýsing
Samanlagt hafa þessi tvö sveit­ar­fé­lög á suð­vest­ur­horn­inu tekið við 53 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara sem hafa flutt hingað til lands til að knýja áfram hinn mikla hag­vöxt, sem bætt hefur lífs­kjör flestra í land­inu. Samt búa í þeim 41,4 pró­sent lands­manna. Því er ljóst að þessi tvö sveit­ar­fé­lög hafa tekið að sér það verk­efni að hýsa lang­flesta útlend­inga sem hingað hafa kom­ið, bæði í raun­tölum og hlut­falls­lega. 

Til sam­an­burðar búa 740 erlendir rík­is­borg­arar í Garða­bæ, því nágranna­sveit­ar­fé­lagi Reykja­víkur sem stendur mest fyrir það sem Morg­un­blaðið mær­ir, og hefur þeim fjölgað úr heilum 370 frá miðju ári 2010. Hlut­falls­lega eru erlendir rík­is­borg­arar nú 4,5 pró­sent íbúa Garða­bæjar en voru 3,4 pró­sent þeirra fyrir níu árum síð­an.

Þriðj­ungur nýrra Íslend­inga býr í Garðabæ

Íbúum hér­lendis hefur fjölgað úr 317.890 í 358.780 frá miðju ári 2010, eða um 40.890. Þorri þess­arar aukn­ingar hefur orðið vegna aðkomu­fólks, en erlendir rík­is­borg­arar eru ábyrgir fyrir 60 pró­sent fólks­fjölg­unar á Íslandi á tíma­bil­inu. Þeir eru nú 12,7 pró­sent lands­manna. 

Það þýðir að íslenskum rík­is­borg­urum hefur fjölgað um 16.280 tals­ins.

Þrátt fyrir að í Garðabæ búi 4,5 pró­sent allra lands­manna hefur þriðj­ungur þeirrar fjölg­unar á íslenskum rík­is­borg­urum sem átt hefur sér stað fundið sér heim­il­is­festi í Garða­bæ. Þar hefur íslenskum rík­is­borg­urum fjölgað úr 10.370 í 15.650 frá miðju ári 2010 eða um 5.280 tals­ins. Hluti þeirrar aukn­ingar er þó vegna sam­ein­ingar við Álfta­nes. Það er lang­mesta hlut­falls­lega aukn­ing á íslenskum rík­is­borg­urum innan stærri sveit­ar­fé­laga lands­ins. 

Auglýsing
Það liggur því fyrir að sveit­ar­fé­lög hafa farið mis­mun­andi leiðir á und­an­förnum árum. Reykja­vík, þar sem skatt­greið­endur bera auknar byrðar vegna félags­legrar þjón­ustu sem nágranna­sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­innar vilja mörg hver ekki taka þátt í að borga fyr­ir, hefur tekið á móti nýju Íslend­ing­unum sem eru í leit að tæki­færum hér­lendis og hafa verið und­ir­staðan í efna­hags­upp­reisn íslensks efna­hags­lífs. Garða­bær hefur ein­blínt á að búa til hús­næð­is­val­kosti fyrir íslenska rík­is­borg­ara, og getur leyft sér að halda niðri útsvari en eyða samt meiru í til dæmis skóla­mál og snyrti­leg­heit meðal ann­ars vegna þess að sveit­ar­fé­lagið tekur vart þátt í kostn­aði vegna félags­legrar þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Fólk er fólk

Allt fólk er jafn merki­legt. Sumu fólki finnst það merki­legra en annað vegna þess að það er með ákveð­inn lit­ar­hátt, á ákveðið magn af pen­ingum eða aðhyllist ákveðna teg­und trú­ar­bragða. En öll erum við bara hold, bein og blóð. 

Íslend­ingar eru ekki merki­legri en útlend­ingar og það er ekki merki­legra að draga frekar að sér þá sem hafa búið hér lengur en hina sem hingað hafa flutt. Sam­fé­lag er hóp­verk­efni.

Þess vegna verður að hafna þeirri fram­setn­ingu rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins að Reykja­vík standi sig mjög illa vegna þess að þar setj­ast bara að útlend­ing­ar, en Garða­bær mjög vel vegna þess að það sveit­ar­fé­lag laðar að sér fleiri Íslend­inga en nokkuð ann­að.

Með sömu rök­semd­ar­færslu og Morg­un­blaðið beitir þá hlýtur Ísland í heild að vera aga­lega rek­ið. Frá júnílokum 2010 hafa nefni­lega 5.645 fleiri Íslend­ingar flutt frá land­inu en til þess. Síð­ustu ár eru þau fyrstu sem slíkt ger­ist án þess að það teng­ist krepp­um. Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara sem flutt hafa hingað til lands umfram þá sem hafa farið er hins vegar 26.460.

En Ísland er ekki ömur­legt. Það er að mörgu leyti frá­bært þótt margt megi laga. Og lík­leg­ast er að fólks­flótt­inn héðan sé vegna þess að ungt lang­skóla­gengið fólk telur sig ekki fá þau tæki­færi eða störf sem þeim hentar hér­lend­is, enda 3.420 þeirra sem fluttu á aldr­inum 20 til 40 ára. Það er ójafn­vægi í sam­fé­lags­gerð­inni sem gerir það að verkum að við fjár­festum miklum fjár­hæðum til að mennta fólk en búum fyrst og síð­ast til störf sem krefj­ast lít­illar eða engrar sér­hæf­ingar eða mennt­un­ar. Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, fjall­aði um þetta í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vor og sagði að hún vildi ekki speki­leka frá Íslandi. Því þyrfti að liggja fyrir hvort að það sé flótti ákveð­innar teg­undar fólks frá land­inu eða ekki. „Mark­miðið er að við séum þekk­ing­­ar­­sam­­fé­lag og við höfum allt í það.“ Hún ætlar því að láta Þjóð­skrá safna upp­lýs­ingum um menntun þeirra sem héðan fara til að hægt sé að kom­ast að því hvort áhyggj­urnar af flótta unga mennt­aða fólks­ins séu rétt­ar. Þetta ójafn­vægi er því hægt að laga.

En á meðan ættum við að þakka útlend­ing­unum sem hafa flutt hingað í stórum stíl og gert sam­fé­lag okkar betra. Við ættum líka að þakka fyrir þátt­töku okkar í Evr­ópska efna­hags­svæð­inu sem gerir flestu þessu fólki kleift að flytja hingað án hind­r­ana og þorra þeirra ferða­manna sem heim­sækja landið það mögu­legt án tíma­frekra vega­bréfa­skoð­ana. 

Ef það er eitt­hvað sem við ættum ekki að gera þá er það að skamma sveit­ar­fé­lög fyrir að taka vel á móti útlend­ing­um, eða láta í það skína að Íslend­ingar séu merki­legri pappír en allir hin­ir. 



Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari