Svar til Kára

Ingvar Helgi Árnason, prófessor emeritus í efnafræði, svarar gagnrýni Kára Stefánssonar á grein sína um kolabrennslu á Bakka.

Auglýsing

Eng­inn veit víst ævi sína fyrr öll er. Ekki datt mér í hug þegar ég setti saman nokkrar línur um það sem ég kall­aði „Kola­brennsl­una á Bakka“ að ég ætti eftir að lenda í rit­deilu við Kára Stef­áns­son. En úr því svo er komið ætla ég að svara nokkrum aðfinnslum Kára og koma mínum sjón­ar­miðum betur á fram­færi. Ég mun hins vegar láta þar við sitja. Kára er þó vel­komið að svara mér. Ég hef svona á til­finn­ing­unni að honum líki vel að eiga síð­asta orð­ið. Umræður um íslensk dæg­ur­mál eiga það til að enda í ómál­efna­legu þrasi. Það er einmitt helsta ástæða þess að ég hef kosið að halda mig fjarri þeim vett­vangi.

Ég veit hver Kári Stef­áns­son er en ég þekki hann ekki og ég tel frá­leitt að hann þekki mig. Það ætti eng­inn að ger­ast dóm­ari í eigin sök. Ég verð því í fyrsta lagi að biðja þá sem til mín þekkja að dæma hve lík­legt það sé að ég hafi tekið mig til og samið pistil um „Kola­brennsl­una á Bakka“ í leik­ara­skap „fram­inn í þeim til­gangi einum saman að rétt­læta þá ákvörðun að fórna umhverf­is­sjón­ar­miðum fyrir kís­il” svo notuð séu orð Kára. Í öðru lagi fæ ég ekki betur séð en Kári geri mér upp skoð­anir í umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­málum sem hann getur ekki haft hug­mynd um hverjar séu. Það þykir mér vera ómál­efna­legt af hon­um. Ég hef vissu­lega skoð­anir á þeim málum eins og mörgum öðrum en þeim held ég fyrir mig. Ég er bara ekki einn af þeim sem eru með allt á útopn­unni. Skoð­anir mínar í umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­málum birt­ast ekki í grein minni um kola­brennsl­una á Bakka.

Auglýsing
En úr því að Kári Stef­áns­son, vel mennt­aður og virtur vís­inda­mað­ur, virð­ist ekki hafa skilið hver var til­gangur minn með grein­inni um kola­brennsl­una, þá gæti það jú sem best hafa hent marga aðra. Ég vil því reyna að gera bet­ur. Þegar ég var ungur drengur í sveit var húsið okkar kynnt upp með kol­um. Mér stóð stuggur af kola­ofn­in­um. Hann var stór og ógur­lega heitur að innan þegar kolin brunnu af fullum krafti. Þetta var kola­brennslu­ofn. Kola­kynt raf­orku­ver í dag brenna kola­salla í heitu lofti. Það er sömu­leiðis kola­brennsla. Brennslu­varm­inn er svo not­aður til að hita vatn í gufukatli þar til gufan hefur náð hund­raða gráða hita og þrýst­ingi upp á allt að 300 loft­þyngd­ir. Nú heldur ferlið svo áfram á sama hátt og í jarð­varma­virkj­unum okkar þar sem unnið er með ofur­heita jarð­hita­gufu undir háum þrýst­ingi.

Nú skulum við skoða hvað fram fer á Bakka og Grund­ar­tanga. Þar sem ég hef aldrei skoðað verk­smiðj­una á Bakka en margoft komið að Grund­ar­tanga, oft­ast með nem­endur í ólíf­rænni efna­fræði í skoð­un­ar­ferð­ir, þá skulum við halda þangað í hug­an­um. Það var hluti af náms­efn­inu hjá mér að kynna nem­endum íslenskan efna­iðn­að. Ég sagði í fyrri grein minni að í meg­in­at­riðum væri efna­ferlið sem fram fer í ljós­boga­ofn­unum það sama í báðum verk­smiðjum en á Grund­ar­tanga er járnoxíði bætt í ofn­inn ásamt kvartsi þannig að útkoman verður 75% kís­ill (Si) og 25% járn (Fe). Nú skulum við ímynda okkur að búið sé að fylla einn ofn­inn. Svo mundum við láta moka kolum ofan á fyll­una og dálitlu af timbri og kveikja svo í her­leg­heit­un­um. Jú þetta mundi brenna eins og góð ára­móta­brenna og bráðum þyrfti að moka meiri kolum og timbri rétt eins og ég þurfti að moka meiri kolum í ofn­inn ógur­lega á bernsku­heim­ili mínu til að við­halda brun­an­um. Ef svona væri staðið að verki á Bakka þá mætti alveg tala um kola­brennslu á Bakka. En fram­leiðslan væri eng­in. Það er ekki gott í verk­smiðju­rekstri. Málið er að ofn­arnir á Grund­ar­tanga og á Bakka eru ekki kola­brennslu­ofn­ar. Þeir eru málm­bræðslu­ofnar með ljós­boga til að hita ofn­fyll­una að neðan og á því er reg­in­mun­ur. Í ofn­unum eiga sér flókin efna­ferli stað. Þor­steinn Hann­es­son er eðl­is­efna­fræð­ing­ur, sem starfað hefur í 35 ár hjá Elkem á Grund­ar­taga. Þor­steinn er drátt­hagur maður og innan heima­síðu Elkem er bók með teikn­ingum eftir hann sem allir mega nota til einka­nota til að átta sig betur á fram­leiðslu­ferl­inu. Ef nú ein­hver skarpur les­andi fer að rýna í efna­jöfn­urnar kynni hann/hún að sakna þess að ekk­ert er minnst á þátt járn­sins. Það er vegna þess hve þáttur þess er ein­faldur og fer eftir því sem ég kall­aði jöfnu í grein­inni um kola­brennsl­una og tekur ekki þátt í efna­hvörfum kísil­efn­anna.   

Í smiðju Skalla-Gríms á Borg fór fram málm­bræðsla svo karl­inn gæti smíðað sér þá hluti úr járni sem hann van­hag­aði um. Í skál­anum á Borg log­aði hins vegar lang­eldur sem menn gátu ornað sér við. Ég trúi að eng­inn á Borg hafi mis­skilið mun­inn á þessu tvennu. En með því að hrópa nógu oft kola­brennsla á Bakka þá fara fleiri og fleiri að trúa því að þar fari fram kola­brennsla, heil 66 þús­und tonn á ári (oj bara). Það er bara hreint ekki rétt. Þar eru hins vegar notuð kol og timbur til að fram­leiða kís­il­málm. Mér þykir mik­il­vægt að fara með rétt mál. Öðrum kann stundum að finn­ast það auka­at­rið­i. 

Höf­undur er pró­­fessor emeritus í efna­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar