Auglýsing

Har­aldur Johann­es­sen rík­is­lög­reglu­stjóri hefur lengi verið afar umdeildur og margir innan lög­regl­unnar haft þá skoðun að hann hafi hvorki skap­gerð né getu til að sinna jafn mik­il­vægu starfi. Samt sem áður hefur hann setið sem rík­is­lög­reglu­stjóri óslitið frá 1. febr­úar 1998, eða í tæp 22 ár. 

Í dag­bókum Matth­í­asar Johann­es­sen, fyrr­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins til ára­tuga og föður Har­ald­ar, sem hann hefur birt á net­inu má lesa um þá daga þegar Har­aldur var skip­aður rík­is­lög­reglu­stjóri fyrir rúmum tveimur ára­tug­um. Þar sagði hann að heið­rík birta hafi fallið á fjöl­skyld­una alla þegar greint var frá skip­un­inni. „Það er mikið emb­ætti og krefst ábyrgð­ar­til­finn­ingar og hroka­lausrar vizku.“

Sú „hroka­lausa vizka“ og ábyrgð­ar­til­finn­ing sem fað­ir­inn sagði að þyrfti að búa yfir til að sinna emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra er ekki sýni­leg í athöfnum og orðum Har­aldar á und­an­förnum árum. 

Í kasti við lögin

Stundin fjall­aði ítar­lega um Har­ald í frétta­skýr­ingu í sum­ar. Þar kom meðal ann­ars fram að hann hefði ítrekað komið sér í vand­ræði án þess að vera lát­inn sæta ábyrgð. Þar var rakið þegar Har­aldur hót­aði heild­sala sem hann þekkti ekk­ert líft­láti á bar eftir að hafa skvett yfir hann drykk á vín­bar árið 2001. Í umfjöll­un­inni var Har­aldur sagður hafa skaða rann­sóknir efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra eftir hrun, að árs­reikn­ingar emb­ætt­is­ins lægju óund­ir­rit­að­ir, að rekstr­ar­legir þættir væru í ólagi, að kvartað hefði verið undan fram­göngu Har­aldar gagn­vart sér­sveit­ar­mönnum og að ein­elt­is­mál innan stofn­un­ar­innar væri til skoð­unar hjá dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Svo fátt eitt sé nefnt.

Í sumar opin­ber­að­ist líka stór­kost­lega furðu­legt mál þar sem Har­aldur varð upp­vís að því að nota emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra til að kvarta yfir bók og sjón­varps­þætti. Það gerði hann með því að senda bréf til rit­höf­und­ar­ins Björns Jóns Braga­sonar og sjón­varps­manns­ins Sig­urðar Kol­beins­sonar vegna bókar um gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands sem kom út árið 2016 og sjón­varps­þáttar um sama efni sem sýndur var ári síð­ar.

Ástæða bréfa­skrift­anna var lýs­ing Val­týs Sig­urðs­son­ar, þáver­andi rík­is­saksak­sókn­ara, á fundi í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu árið 2011 þar sem hann hefði lagt fram minn­is­blað þar sem fram kom það mat að efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra „hafi um ára­bil skort fag­lega yfir­stjórn og metn­að“.

Auglýsing
Í frétt Stöðvar 2 um málið kom fram að Har­aldur hefði meðal ann­ars hringt í Björn Jón og sagst vera að íhuga að stefna honum fyrir meið­yrði. Þann 2. mars 2018 bár­ust mönn­unum tveimur svo áður­nefnd bréf þar sem Har­ald­ur, og tveir aðrir nafn­greindir ein­stak­lingar skrif­uðu und­ir, þar sem því var haldið fram að frá­sögn í bók­inni og sjón­varps­þætt­inum væri „mark­leysa“ og að hann bæri „ábyrgð á ólög­mætri mein­gerð“ gagn­vart Har­ald­i. 

Björn Jón og Sig­urður kvört­uðu yfir hátt­semi Har­aldar til Umboðs­manns Alþing­is, sem komst síðar að því að efni og fram­setn­ing bréf­anna hefðu verið ámæl­is­verð og „til þess fallin að rýra traust og trú á emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra“. Dóms­mála­ráðu­neytið gerði auk þess alvar­legar athuga­semdir við fram­göngu Har­ald­ar.

En málið hafði ekki frek­ari afleið­ing­ar. Áfram sem áður hefur verið lít­ill vilji til að hrófla við Har­aldi í starfi þrátt fyrir aug­ljós axar­sköft og mis­gjörðir gagn­vart öðru fólki sem eru ekki sæm­andi ein­stak­lingi í jafn valda- og ábyrgð­ar­mik­illi stöðu.

Deilur koma upp á yfir­borðið

En það sem ýtti af stað enda­lok­unum hjá Har­aldi voru stig­magn­andi deilur sem verið höfðu innan lög­regl­unn­ar, einkum í garð Rík­is­lög­reglu­stjóra, vegna fata- og bíla­mála. Auk þess þóttu sam­skipti rík­is­lög­reglu­stjóra við ýmsa lög­reglu­menn ekki boð­leg að þeirra mat­i. 

Lands­­­sam­­­band lög­­­­­reglu­­­manna setti þrýst­ing á lög­­­­­reglu­­­stjóra lands­ins um að láta fara fram al­hliða stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tekt á emb­ætti rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra og fjöl­mörg lög­reglu­emb­ætti studdu þá veg­ferð. Fyrr í þessum mán­uði var ákveðið að Rík­­is­end­­ur­­skoðun myndi ráð­ast í slíka úttekt. 

Har­aldur sendi frá sér yfir­­­lýs­ingu þann 12. sept­em­ber þar sem sagði að álykt­­­anir lög­­­­­reglu­­­fé­laga, gegn emb­ætti rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra, væru ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lög­­­­­reglu. Þá sagði að yfir­­­lýs­ingar sem „ali á ótta“ geti verið til þess fallnar að bitna á öryggi almenn­ings og það sé ámæl­is­vert. „Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lög­­­regl­una og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenn­ingur ber til lög­­­regl­unn­­­ar. Á end­­­anum gæti þetta ástand því komið niður á öryggi almenn­ings.“

Við­talið sem tryggði enda­lokin

Laug­ar­dag­inn 14. sept­em­ber birt­ist síðan nú frægt við­tal við Har­ald í Morg­un­blað­inu. Staða hans var orðin ansi slæm á þeim tíma en alls ekki úti­lokað að hægt yrði fyrir Har­ald að hverfa frá emb­ætti sínu með ein­hverri reisn. Að hann fengi að velja sér leið út úr aðstæð­un­um. Jafn­vel að sitja út skip­un­ar­tíma sinn. Það tæki­færi hvarf sam­stundis og við­talið birt­ist. 

Auglýsing
Það fer í sögu­bæk­urnar sem ein­hver mesti sjálf­skaði með orðum sem birst hefur á prenti í lengri tíma. 

Har­aldur sagði þar að verið væri að reyna að hrekja hann úr emb­ætti með því að dreifa vís­vit­andi rang­­færslum og róg­­burði um hann. Þeir sem væru að gera það væru lög­­­reglu­­menn sem teldu sig eiga harma að hefna gegn hon­um, meðal ann­­ars vegna þess að hann hefði gripið inn í vegna starfs­hátta eða fram­komu þeirra eða vegna þess að þeir hafi ekki fengið stöður sem þeir sótt­­ust eft­­ir. Ef til starfs­loka hans kæmi myndi það kalla á enn ít­­­ar­­­legri um­­­fjöll­un af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.

Har­aldur bætti við að gagn­rýni hans á fram­­göngu lög­­­reglu­­manna ætti þátt í því sem hann kall­aði aðför gegn sér. Hann sagð­ist hafa bent á að spill­ing ætti ekki að líð­­ast innan lög­­regl­unn­­ar. „Hluti af umræð­unni sem er að brjót­­­ast fram núna er kannski einnig vegna þeirr­ar af­­­stöðu minn­­­ar. Ég hef til dæm­is bent á að það fari ekki sam­an að lög­­­­­reglu­­­menn séu með­fram starfi sínu í póli­­­tísku vaf­stri. Það fer að mínu viti ekki sam­­­an.“ Umræða um bíla­­­mál lög­­­regl­unn­ar væri hluti af þeirri rógs­her­­­ferð að óreiða sé í fjár­­­­­mál­um rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra.

Har­aldur lagði engin gögn eða sann­anir fram meintri spill­ingu innan lög­regl­unnar í við­tal­inu. Og allt viti borið fólk sá sam­stundis að lög­reglu­stjóri sem gæfi það til kynna að hann sæti á upp­lýs­ing­um, sem hann myndi nota ef ein­hver ætl­aði að hafa af honum starf­ið, er ekki starfi sínu vax­inn. Það eitt og sér er svo alvar­legt að það ætti að fela í sér brott­rekst­ur.

Har­aldur var kall­aður á fund dóms­mála­ráð­herra í kjöl­farið en hún sagði að honum loknum að ekki kæmi til greiða „að svo stöddu“ að gera starfs­loka­samn­ing við Har­ald. 

Öllum var þó ljóst að mál­inu væri ekki lok­ið.

Morg­un­blaðið gefur og Morg­un­blaðið tekur

Í áður­nefndum dag­bók­ar­færslum Matth­í­asar Johann­es­sen frá árinu 1998 sagði að Har­aldur hefði sjálfur unnið sig upp í starf rík­is­lög­reglu­stjóra „en Þor­steinn Páls­son [þá­ver­andi dóms- og kirkju­mála­ráð­herra] hefur þá líka sýnt honum mik­inn dreng­skap; óvenju­legan og þá ekki sízt þegar haft er í huga að ég hef stundum yljað honum undir uggum vegna sjáv­ar­út­vegs­stefn­unn­ar, en hann er meiri maður en svo að hann láti það bitna á syni mín­um.“ 

Auglýsing
Þeirri skoðun að Har­aldur hafi notið þess að vera sonur föður síns þegar hann var skip­aður í emb­ættið var ýtt til hliðar af Matth­í­asi en þeirri skoðun að hann hafi bless­un­ar­lega ekki verið lát­inn líða fyrir fað­ernið hamp­að.

Þegar átt er einka­sam­tal við lög­reglu­menn, yfir­menn í lög­regl­unni og marga stjórn­mála­menn, þá er það þó nán­ast algild skoðun þeirra að Har­aldur hefði aldrei komið til greina í emb­ættið ef ekki væri fyrir þá stað­reynd að faðir hans væri þáver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, í nánum tengslum við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og einn valda­mesti maður lands­ins vegna yfir­burða­stöðu blaðs­ins á þeim tíma. Að máttur Morg­un­blaðs­ins og afl hafi tryggt skipun Har­aldar sem rík­is­lög­reglu­stjóra.

Það er því nán­ast eitt­hvað ljóð­rænt við það að Har­aldur Johann­es­sen rík­is­lög­reglu­stjóri hafi ákveðið að fara í við­tal við Morg­un­blaðið til að rétta sinn hlut í vinnu­deil­um, en þess í stað reynd­ist við­talið vera bana­biti hans í starf­i. 

Lýst yfir van­trausti

Í gær lýstu átta af níu lög­reglu­stjórum lands­ins og for­manna­fundur Lands­sam­bands lög­reglu­manna yfir van­trausti á Har­ald. Í ljósi þess er aug­ljóst að dagar hans í emb­ætti eru tald­ir. Nýr dóms­mála­ráð­herra, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, mun ekki eiga ann­arra kosta völ en að víkja honum úr starfi með ein­hverjum hætti. Þangað til að sú ákvörðun verður tekin mun lög­reglan í land­inu ekki vera starf­hæf. 

Sam­kvæmt lög­reglu­lögum er það enda meg­in­hlut­verk rík­is­lög­reglu­stjóra að „flytja og kynna lög­reglu­stjórum boð og ákvarð­anir æðstu hand­hafa rík­is­valds­ins sem snerta starf­semi lög­regl­unnar með einum eða öðrum hætti og vinna að og fylgj­ast með að þeim ákvörð­unum verði fylgt í starf­semi lög­regl­unn­ar.“ Hann á að gera til­lögur til ráð­herra um almenn fyr­ir­mæli til lög­reglu­stjóra. Að vinna að og gera til­lögur um hag­ræð­ingu, sam­ræm­ingu, fram­þróun og öryggi í starf­semi lög­regl­unn­ar. Veita lög­reglu­stjórum aðstoð og stuðn­ing í lög­reglu­störf­um. Og svo fram­veg­is.

Þegar átta af níu lög­reglu­stjórum lands­ins, og heild­ar­sam­tök almennra lög­reglu­manna, treysta ekki rík­is­lög­reglu­stjór­an­um, þá er aug­ljóst að hann getur ekki sinnt lög­boðnu starfi sínu.

Annað hvort þarf hann að víkja eða allir hin­ir.

Ákvörð­unin ætti að vera aug­ljós.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari