Harmleikur í héraðsdómi

Auður Jónsdóttir rithöfundur var viðstödd aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Kristínu Eysteinsdóttur – í eftiröldum átakamikillar vitundarvakningar sem fætt hefur af sér flóknar spurningar. Hún veltir hér upp nokkrum.

Auglýsing

Í litlu her­bergi, númer 401, á fjórðu hæði í hér­aðs­dómi áttu sér stað rétt­ar­höld, fimmtu­dag­inn 26. sept­em­ber, þar sem helstu per­sónur og leik­endur voru Kristín Eysteins­dóttir Borg­ar­leik­hús­stjóri og Atli Rafn Sig­urð­ar­son leik­ari, ásamt lög­mönnum sín­um. Sig­urður Örn Hilm­ars­son var lög­maður Krist­ínar og Einar Þór Sverr­is­son var lög­maður Atla. Þröngt her­bergið var svo þétt setið að nán­ast mátti þukla á til­finn­inga­þrungnu and­rúms­loft­inu.

Þarna var verið að rétta yfir Krist­ínu Eysteins­dóttur og Leik­fé­lagi Reykja­víkur en rétt er að taka fram að hún er vin­kona mín og fyrrum sam­starfs­fé­lagi síðan ég var hús­skáld í Borg­ar­leik­hús­inu fyrir nokkrum árum.

Málið er hið athygl­is­verð­asta. Það varðar upp­sögn Borg­ar­leik­húss­ins á ráðn­inga­samn­ingi sínum við Atla Rafn og hvernig henni var hátt­að, í kjöl­far þess að nokkrir starfs­menn leik­húss­ins kvört­uðu undan hegðun Atla Rafns, meintri kyn­ferð­is­legri áreitni, í garð þeirra – en ein ávirð­ingin var rakin til atviks sem á að hafa átt sér stað eftir að hann hóf störf í leik­hús­inu. Leik­hús­stjóri, sem ber ábyrgð á vel­ferð starfs­manna sinna, sagði honum upp í kjöl­far­ið. Eftir að fyrsta málið hafði borist stóð reyndar til að taka hann aðeins í starfs­manna­við­tal en eftir að fleiri mál voru jafn­óðum til­kynnt var honum sagt upp og ákvörð­unin þá tekin í sam­starfi við stjórn leik­húss­ins og sér­fræð­inga. Mögu­lega hefði verið hægt að stofna til frek­ari rann­sóknar á mála­vöxtum innan húss­ins, slíkt ferli hefði lík­lega tekið ein­hverja mán­uði en er það hlut­verk leik­húss­ins að vera dóm­ari? Lög­maður Krist­ínar spurði hvort þá hefði átt að senda hina starfs­menn­ina í leyfi á með­an.

Auglýsing

Kannski má segja að lög­fræði­lega nýti Borg­ar­leik­húsið heim­ild sína til að segja starfs­manni upp með þriggja mán­aða fyr­ir­vara. Í upp­sögn hans fólst ekki dómur um ávirð­ing­arnar heldur var orðið ljóst að starfs­friðnum var ógnað á vinnu­stað þar sem er unnið í nánu sam­starfi. Brugð­ist var við ástandi sem komið var upp í hús­inu, sam­kvæmt leik­hús­stjóra. Og kannski má líka segja að stjórn leik­húss­ins hafi ekki getað litið fram­hjá því úr hversu mörgum áttum ávirð­ing­arnar bár­ust.

Kafka í hér­aðs­dómi?

Atli Rafn stefnir Krist­ínu per­sónu­lega sem og Leik­fé­lagi Reykja­víkur og fer fram á að honum verði greiddar tíu millj­ónir í skaða­bætur og þrjár í miska­bætur vegna upp­sagn­ar­innar og ber fyrir sig æru­missi sem hafi leitt til þess að hann hafi misst fjölda verk­taka­verk­efna við upp­sögn­ina en hann hóf síðan aftur störf við Þjóð­leik­hús­ið, þar sem hann hefur verið fast­ráð­inn. Hann kveðst ekki vita neitt um þessar ásak­anir að því leyti að hann hafi aldrei fengið að heyra hvað sé nákvæm­lega verið að saka hann um; hvað hafi gerst og hver beri upp á hann sakir, þó að hann hafi ítrekað fal­ast eftir upp­lýs­ingum um þessar ásak­anir og eðli þeirra.

Kristín Eysteinsdóttir við aðalmeðferð málsins Mynd: Bára Huld Beck

Og þá er það hinn meinti kaf­ka­íski hluti þess­ara rétt­ar­halda. Í tóni lög­fræð­ings Atla Rafns mátti greina vand­læt­ing­ar­tón þegar hann líkti hlut­skipti skjól­stæð­ings síns við sögu­hetju Rétt­ar­hald­anna eftir Kaf­ka, Jósef K., á þeim nótum að sakir hefðu verið bornar á mann en hann hefði ekki hug­mynd um hverjar þær væru. Fárán­leik­inn als­ráð­andi – eða hvað?

Jú, í sjálfu sér hlýtur það að vera sér­kenni­leg upp­lifun að vera bor­inn sökum sem maður telur sig ekki vita hverjar eru en þurfa samt að verj­ast þeim. Og ekki úr vegi að spyrja: Á sá sem er bor­inn sökum rétt á að vita í hverju þær fel­ast til að geta varið sig? „Er það í lagi að svipta mann æru sinni af því að það eru sagðar sögur í leyn­i?,“ spurði lög­maður Atla Rafns.

Á móti kemur að meintur þol­andi kyn­ferð­is­legs áreitis nýtur frið­helgi einka­lífs­ins og þar með réttar til að geta bent á þá sem hann telur hafa brotið á sér án þess að meintum ger­anda sé greint frá atvik­um. 

En þetta er ekki saka­mál og Atla Rafni var ekki stefnt í þessu máli, þó að hann sjái sig lík­ast til nauð­beygðan til að verja mann­orð sitt. Atli Rafn er sá sem stefnir og auk þess er ekki verið að kveða upp dóm um hvort hann hafi gerst sekur um það sem hann er vændur um, þó að segja megi að þær ásak­anir séu kveikjan að atburða­rásinni. Lög­fræð­ingar tveir sem ég ræddi þetta máli við bentu þó á að mál sem þessi hafi til­hneig­ingu til að fá á sig ásýnd saka­máls, þó að þau væru það ekki, því þau varði atferli sem geti verið refsi­verð. Mál sem lúta að aðfinnslum vegna kyn­ferð­is­legrar breytni geta jafn­framt loðað við ein­stak­ling­inn um ókomna fram­tíð og skaðað tæki­færi hans í lífi og starfi.

Atli Rafn Sigurðarson við aðalmeðferð málsins með lögmanni sínum Mynd: Bára Huld Beck

Fíll­inn í litla her­berg­inu

Mála­ferlin sem slík varða þó rétt­mæti upp­sagnar Atla Rafns en snú­ast ekki um hvort hann sé sekur eða sak­laus um kyn­ferð­is­lega áreitni. Leik­hús­stjóra ber skylda til að vernda hag starfs­manna sinna og hér var um að ræða sjö til­kynn­ingar varð­andi sex atvik en fjórir ein­stak­lingar sem störf­uðu í hús­inu á þessum tíma lýstu því, undir nafni í trún­aði við leik­hús­stjóra, að þeir upp­lifðu mik­inn ótta, van­líðan og kvíða við það að mæta í vinn­una svo það verður að segj­ast eins og er, að fjöld­inn er Atla Rafni ekki í hag.

Samt spyr kona sig hvort þessi sami fjöldi ætti ekki styrkja kon­urnar til að stíga fram í sam­ein­ingu. Kon­urnar (ef þetta eru allt kon­ur?) sem hafa ásakað Atla Rafn um kyn­ferð­is­lega áreitni, hafa ekki, þegar þetta er skrif­að, stigið fram og að ein­hverju leyti má segja að frið­helgi þeirra hafi verið fíll­inn í litla her­berg­inu; þarna voru tvær mann­eskjur að verja sig, önnur í vörn, hin í sókn, vegna frá­sagna sem eng­inn fær að vita hvers eðlis eru eða hvaða konur ásaka mann­inn um hvað. Og þessar ásak­anir geta kosta kostað báðar þessar mann­eskj­ur, stefn­anda og stefndu, æruna.

Fjar­vera kvenn­anna gerir málið vissu­lega hið snún­asta að hlýða á, áheyr­endur vita ekki hvort og hversu alvar­leg atvik er um að ræða, þó að þau séu afl­vaki atburða­rás­ar­inn­ar; aðeins er vísað í til­urð frá­sagn­anna sem leik­hús­stjór­inn geymir í huga sér, bund­inn af trún­aði sem gæti í versta falli kostað þrettán millj­ón­ir, auk máls­kostn­ar, álags og áfell­is­dóms.

Af hverju stíga þær ekki fram? Ein­hverjir hafa nefnt við mig að þær ótt­ist að stíga fram vegna þess að það geti kallað á við­brögð Atla Rafns, aðstand­enda hans og vina, við­brögð sem þær ótt­ist að geti valdið sér aðkasti; orðið meið­andi fyrir þær og skaðað feril þeirra. Hafa ber í huga að þegar þær trúðu leik­hús­stjór­anum fyrir upp­lifun sinni óraði þær tæp­ast fyrir þess­ari fram­vindu og að það getur verið gríð­ar­lega erfitt að stíga fram. Þá er spurn­ing hvort það sé rétt­læt­an­legt að leggja kröfu á meinta þolendur að ganga í gegnum frekara álag en þekktar afleið­ingar vegna kyn­ferð­is­legrar áreitni eru m.a. skömm, ótti, áfallastreita, kvíði og van­mátt­ur.

Það kom fram að Atli Rafn hefði þjáðst af kvíða og áfallastreitu í kjöl­far upp­sagn­ar­innar en um leið hefur leik­hús­stjóri vænt­an­lega talið sig þurfa að afstýra frek­ari van­líðan hjá þeim starfs­mönnum sem málin varða. Lög­maður Krist­ínar sagði að ákvörð­unin um að segja honum upp hefði ekki verið létt­væg og að leik­húsið hefði reynt að gefa honum þær upp­lýs­ingar sem þótti skylt að gefa. 

Flóknar spurn­ingar

Allt þetta mál vekur upp áleitnar og óskyldar spurn­ingar eins og:

Hefur mann­eskja rétt á að vita deili á fólki sem ásakar hana og hvað það sakar hana um?

Er hægt að ætl­ast til þess að þol­andi sé neyddur í sam­skipti við ger­anda – og jafn­vel neyddur til að stíga fram fyrir alþjóð?

Hver er réttur mann­eskju sem er sökuð um alvar­legt atferli en veit ekki hvort eða hvernig hún braut af sér?

Ef stjórn­andi opin­berrar stofn­unar er skyld­ugur til að vernda starfs­fólk sitt, m.a. gegn kyn­ferð­is­legri áreitni, hver er þá staða þing­kvenn­anna á Alþingi, þar sem er eng­inn stjórn­andi með slíkar skyld­ur, að þurfa að vinna undir sama þaki og karl­menn sem þær upp­lifðu að smætt­uðu sig með kyn­ferð­is­lega niðr­andi tali á Klaust­ur­bar?

Er það hlut­verk fyr­ir­tækja almennt að refsa mann­eskju sem hefur verið ásökuð um kyn­ferð­is­lega áreitni á fyrrum vinnu­stað, ef það er rétt að Atli Rafn hafi misst verk­taka­verk­efni í kjöl­far upp­sagn­ar­inn­ar? 

Eða er eðli­legt að atvinnu­mögu­leikar mann­eskju skerð­ist eftir ásak­anir sem þess­ar? 

Er hægt, með ein­hverju móti, að koma málum sem varða kyn­ferð­is­lega áreitni í far­veg sem auð­veldar bæði meintum þolendum og meintum ger­endum að takast á við þau?

Er sið­ferð­is­lega rétt að stjórn­andi stofn­unar þurfi að fórna sér til að halda trún­aði?

Hvernig ætlum við að takast á við það þegar breytt við­horf hafa leitt til breytts gild­is­mats í sam­fé­lag­inu en ekki endi­lega alltaf til breytts reglu­verks?

Getur verið að skömm hindri suma þá sem verða vísir að kyn­ferð­is­legri áreitni í að skilja afleið­ingar atferl­is­ins og er þá ein­hvern veg­inn hægt að vinna í að upp­ræta skömm þeirra, rétt eins og skömm þolenda, til að betur megi til takast að upp­ræta hegð­un­ina?

Í menn­ingu okkar hafa við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni oft verið óþægi­legur hlátur eða þögn, allt nema festa fingur á því óþægi­lega. Í fyrra var ég í boði ásamt konum sem vinna í opin­ber­lega reknu leik­húsi hér í bæ, þar kom áreiti til tals og sagði ein eitt­hvað á þessa leið: Stundum finn ég til með þessum körl­um. Því þeir hafa alltaf fengið að áreita okkur þangað til nýlega; við­brögð okkar kvenna hafa verið að hlæja bara og þykj­ast upp með okkur til að við­halda félags­legri mýkt á vinnu­stað. Svo auð­vitað halda þeir að okkur þyki þetta skemmti­legt! Það er skilj­an­legt að þeir skilji sumir ekki núna að þeir hafi gert eitt­hvað rangt.

Nú veit ég ekk­ert um þessi atvik sem eiga að tengj­ast máli Atla Rafns en almennt, í málum af þessum toga, kvikna oft flóknar vanga­veltur sem reyna ekki aðeins á meinta þolendur og meinta ger­endur heldur líka allt nærum­hverf­ið; fjöl­skyldu, vini og starfs­fé­laga.

Við erum komin nokkuð áleiðis í átaka­mik­illi við­horfs­bylt­ingu. Samt megum við ekki ofmetn­ast á þann hátt að við forð­umst að spyrja okkur áleit­inna, krefj­andi spurn­inga og það án þess að telja okkur hafa strax réttu svörin við flóknum hlut­um. Því mál sem lúta að kyn­ferð­is­legri blygðun eru ekki bara óþægi­leg, þau geta líka haft hættu­legar afleið­ingar á ófyr­ir­sjá­an­legan hátt; atburða­r­ás­irnar geta orðið krækl­óttar og snert marga með beinum eða óbeinum hætti. Þau eiga til að verða svo flókin í eðli sínu að umbreyt­ing­ar­kraftur bylt­ing­ar­innar krefst þess að við spyrjum okkur sjálf spurn­inga til að harm­leikir fæði ekki af sér ennþá fleiri harm­leiki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit