Maður er nefndur Jack Parsons

Saga Jack Parsons var þyrnum stráð.

Auglýsing

Ef ein­hvers­staðar í orða­bókum er að finna hug­takið „brjál­aður vís­inda­mað­ur“, þá mætti vel hafa mynd af Jack Par­sons þar. Saga hans er svo mögnuð að maður gæti helst trúað að þetta væri beint úr Hollywood-hand­riti, frekar en raun­veru­leik­an­um. Þetta er saga af ein­kenni­legum manni sem var snill­ingur á sínu sviði, bráð­gáf­að­ur, sjálf­mennt­aður því hann var fljót­ari að læra með því að lesa bækur og prófa sig áfram en að sitja á skóla­bekk. Vís­indin skip­uðu stóran sess í huga hans en þar áttu þau þó í kappi við mik­inn áhuga á göldrum sem frekar má tengja við dul­speki 19. aldar en vís­inda­hyggju þeirrar 20. 

Inn í þetta bland­ast svo geim­ferða­kapp­hlaup stór­veld­anna, dul­spek­ing­ur­inn og galdra­mað­ur­inn Alesteir Crow­ley, L. Ron Hubb­ard, stofn­andi Vís­inda­kirkj­unnar alræmdu og Alrík­is­lög­reglan FBI. 

John Whites­ide Par­sons, einatt kall­aður „Jack“, fædd­ist í Los Ang­eles árið 1914. Fjöl­skyldan var vel efnuð en lenti þó seinna í alvar­legum erf­ið­leikum er kreppan skall á. Það varð fljótt ljóst að Par­sons var bráð­gáf­aður og hann var strax á unga aldri heill­aður af rak­ettum og sprengi­efn­um. Hann nam við hinn virta Stan­ford  háskóla en hætti námi. Hann útskýrði það einatt með því að segja að fjár­munir hefðu verið af skornum skammti vegna krepp­unnar en vinir hans vissu vel að honum leidd­ist í skóla, Jack var ein­fald­lega ekki sú mann­gerð sem situr róleg á skóla­bekk, hann var á of mik­illi hrað­ferð fyrir slíkt. 

Auglýsing

Frum­kvöð­ull og vís­inda­maður

Ásamt félögum sínum stofn­aði hann fyr­ir­tæki, aðeins tví­tugur að aldri, sem stund­aði rann­sóknir á eld­flaug­um. Þeir voru á réttum stað á réttum tíma. Allir hern­að­ar­sér­fræð­ingar vissu að eld­flaugar voru fram­tíð­in. Eftir ósigur Þýska­lands voru ýmsir af fremstu vís­inda­mönnum þar, fluttir til Banda­ríkj­anna til að halda áfram með rann­sóknir sín­ar. Geim­ferða­kapp­hlaup stór­veld­anna var rétt að hefj­ast. Helsti hæfi­leiki Par­sons var í að búa til elds­neyti fyrir eld­flaug­ar. Hann naut mik­illar virð­ingar meðal félaga sinna og þótti í raun hrein­rækt­aður snill­ingur í þessum efn­um. Það var bæði erfitt og hættu­legt að blanda elds­neytið rétt svo það væri mjög eld­fimt en þó við­ráð­an­legt. Þeir félagar vissu vel að starf þeirra væri hrein­lega lífs­hættu­legt en létu sér það í léttu rúmi liggja og í hálf­kær­ingi köll­uðu þeir sig „sjálfs­morðs­sveit­ina“ (e. Suicide Squ­ad).

Crowley.

Jack og félagar unnu hörðum höndum fyrir geim­ferða­stofnun Banda­ríkj­anna. Maður gæti ætlað að slíkt starf, á þessum umbreyt­ing­ar­tím­um, væri auð­veld­lega mjög krefj­andi og lít­ill sem engin tími fyrir önnur hugð­ar­efni en Jack þurfti meira. Hann hafði engan áhuga á hefð­bundnum trú­ar­brögðum og stjórn­mál heill­uðu hann ekki sér­stak­lega. Hann var nokkuð spenntur fyrir komm­ún­isma um tíma en missti fljótt áhug­ann. Ekki varð aftur snúið er Par­sons kynnt­ist skrifum enska dul­spek­ings­ins og galdra­manns­ins Aleister Crowley. 

Hann varð hug­fang­inn af efn­inu og var stöðugt í sam­bandi við galdra­meist­ar­ann sem átt­aði sig fljótt á því að, ekki aðeins var Jack snjall, heldur hafði hann einnig fjár­muni milli hand­anna, vegna starfs síns fyrir NASA. Crowley fékk hann til að taka við leið­toga­hlut­verki safn­aðar síns Ordo Templi Ori­entis (OTO) í Kali­forn­íu. Par­sons keypti glæsi­villu í Pasa­dena sem varð fljótt alræmd og frekar óvin­sæl meðal nágranna þeirra. 

Söfn­uð­ur­inn trúði því að kyn­líf væri tæki til að kom­ast í sam­band við verur á öðru til­vist­ar­stigi og því voru reglu­lega haldnar svaka­legar org­íur í hús­inu, með til­eig­andi hama­gangi og hávaða og það fór ekki fram­hjá nágrönnum þeirra. Nágrann­erjur eru eitt en vegna starfs hans þá fylgd­ust yfir­völd auð­vitað grannt með Par­sons enda var alltaf hætta á að fjand­sam­leg ríki kæmust yfir við­kvæmar upp­lýs­ing­ar. Alrík­is­lög­reglan birti upp­lýs­ingar um Par­sons sem féllu ekki beint í kramið: Auk þess að vera eld­flauga­sér­fræð­ing­ur, var hann leið­togi ein­hvers­konar kyn­lífs-galdra­söfn­uðar sem borð­aði kökur gerðar úr tíða­blóði og reyndu ítrekað að kom­ast í sam­band við djöfla og drýsla. Þetta virt­ist alls ekki áreið­an­legur mað­ur.

Í öllum alvöru sögum er fláráð kona sem hleypir öllu í upp­nám og ein slík hafði nú gengið til liðs við OTO. Það var Sara Nort­hrup Holl­ister, yngri systir Hel­en, eig­in­konu Par­sons. Jack varð sam­stundis hrif­inn af Söru, sem þá var aðeins tán­ingur og þau hófu sam­band sem leiddi til þess að Jack og Helen skildu. Fyrrum félagar hóps­ins hafa lýst Söru sem mann­eskju sem skap­aði óein­ingu hvar sem hún kom og að það hafi verið ljóst frá upp­hafi að hún ætl­aði að hrifsa Jack frá systur sinni. Aleister Crowley sjálfur var ómyrkur í máli og líkti Söru við vam­p­íru. Hóp­ur­inn trúði á frjálsar ástir en koma Söru hafði skapað alls kyns vanda­mál sem þeim reynd­ist erfitt að eiga við og í raun voru vand­ræðin rétt að hefj­ast því nú kom inn í hóp­inn maður sem í raun átti eftir að splundra hon­um: L. Ron Hubb­ard en hann er þekkt­astur sem ston­andi Vís­inda­kirkj­unnar alræmd­u. 

Grunnur Vís­inda­kirkj­unn­ar?

Hubb­ard og Sara hrifust strax af hvort öðru og hún dró sig frá Jack og hóf sam­band við Hubb­ard. Hubb­ard var heill­aður af heims­speki hóps­ins og margir telja að Vís­inda­kirkjan sé byggð á mörgu af því sem Hubb­ard lærði af því að umgang­ast Jack og því sem Crowley kenndi þeim. Eins og hjá Vís­inda­kirkj­unni seinna meir, þá þurfti hóp­ur­inn að borga Crowley pen­inga reglu­lega til að fá aðgang að fleiri „leynd­ar­mál­u­m“. Hubb­ard gerði sér þó fljótt grein fyrir því að 19. aldar átti lítt upp á pall­borðið hjá almenn­ingi á þessum tíma, þegar allt sner­ist um vís­indi og geim­ferð­ir. 

Jack hafði verið sá sem hélt hópnum á floti fjár­hags­lega. Í lok stríðs­ins var þó minna fyrir hann að gera og fjár­munir hans tóku að minnka veru­lega. Hubb­ard stakk þá upp á því að þeir stofn­uðu fyr­ir­tæki sem seldi báta. Hubb­ard hafði reynslu af sigl­ingum og var auk þess afar heill­andi og sann­fær­andi maður svo Jack lét blekkj­ast. Hann lét Hubb­ard fá allt sem hann átti, í kringum 20 þús­und doll­ara. Hubb­ard átti að fara til Flori­da, kaupa báta og sigla þeim til Kali­forn­íu. Hubb­ard og Sara hurfu og sáust aldrei meir, hvað sem Jack reyndi að ná til þeirra. Sumir segja þó að Jack hafi náð sam­bandi en Sara hafi hótað að segja öllum frá sam­bandi þeirra og kyn­lífsgöldrum safn­að­ar­ins, sem myndi end­an­lega rústa orð­spori Jacks sem vís­inda­manns. Sara og Hubb­ard sigldu sína leið og stofn­uðu seinna Vís­inda­kirkj­una sem varð fljótt geysi­vin­sæl og rak­aði inn pen­ing­um. 

Ron Hubbard.

Jack var nú aleinn og yfir­gef­inn, vinur hans hafði tekið frá honum kærust­una og hans síð­ustu fjár­muni. Til að bæta gráu ofan á svart þá var hann kom­inn á svartan lista hjá stjórn­völd­um, bæði vegna galdra­kukls­ins en þó sér­stak­lega vegna þess að hann hafði eitt sinn verið spenntur fyrir Marx­isma og stjórn­völd voru nú dauð­hrædd við allt sem tengd­ist komm­ún­ist­um. McCart­hy-of­sókn­irnar voru rétt að hefj­ast. Jack, sem hafði einu sinni verið vel laun­aður og virtur sér­fræð­ingur í eld­flauga­rann­sókn­um, neydd­ist til að vinna fyrir sér sem bif­véla­virki og vakt­maður á sjúkra­húsi. Hann var þó á end­anum hreins­aður af ásök­unum um að vera komm­ún­isti og fékk starf hjá Hug­hes flug­véla­verk­smiðj­unni.

Vand­ræði hans voru þó rétt að hefj­ast. Hann komst í kynni við gyð­inga sem vildu styðja hið nýstofn­aða ríki Ísr­ael og leit­uðu eftir aðstoð hjá Par­sons. Ljóst var að Ísr­ael átti marga óvini og vit­neskja Par­sons um eld­flaugar gætu nýst vel. Jack bjó sig þá undir að flytja til Ísr­a­el. Ólíkt því sem er í dag þá voru banda­rísk stjórn­völd á varð­bergi gagn­vart þessu nýstofn­aða ríki gyð­inga. Starfs­maður hjá Hug­hes gerði FBI við­vart og Par­sons var hand­tek­inn og yfir­heyrður vegna gruns um að hann ætl­aði að selja erlendu ríki mik­il­vægar upp­lýs­ing­ar. 

Hann var þó end­anum hreins­aður af ásök­unum um njósnir en þetta leiddi til þess að margt úr for­tíð hans kom fram í dags­ljósið, meira en yfir­menn Hug­hes þoldu og Jack var rek­inn frá fyr­ir­tæk­inu. Banda­rísk stjórn­völd ákváðu einnig að banna honum alfarið að vinna við eld­flauga­rann­sókn­ir. Jack stofn­aði þá fyr­ir­tæki og vann aðal­lega fyrir kvik­mynda­ver við að búa til alls kyns brellur og sér­stak­lega spreng­ing­ar, sem var jú hans sér­grein. Að end­ingu varð þessi sér­grein Jack Par­sons það sem dró hann til dauða. Þann 17. júní 1952 var hann heima við að búa til sprengi­efni fyrir kvik­mynd er eitt­hvað fór úrskeið­is. Mikil spreng­ing varð sem gjör­eyði­lagði húsið og stórslas­aði Par­sons. Hann lést skömmu eftir komu á sjúkra­hús. Móður hans varð svo mikið um er hún frétti af þessu að hún framdi sjálfs­morð.  

Dul­ar­fullt

Jack Par­sons var lát­inn, aðeins 37 ára gam­all. Jafn­vel eftir dauða hans hélt hann áfram að skapa umtal og ýmsum þótti dauði hans dul­ar­full­ur. Ótal sam­sær­is­kenn­ingar spruttu upp. Sumir töldu að hann hefði í raun framið sjálfs­morð enda hafði hann lengi þjáðst af þung­lyndi vegna þeirrar stefnu sem líf hans hafði tek­ið. Aðrir voru hand­vissir um Howard Hug­hes sjálfur hefði látið myrða hann vegna mik­il­vægra upp­lýs­inga sem hann byggi yfir, eftir að hafa unnið fyrir fyr­ir­tæk­ið. Kenn­ingar spruttu einnig upp um að stjórn­völd hefðu fyr­ir­komið honum vegna ótta um að hann myndi fara úr landi og láta mögu­legum óvinum mik­il­vægar upp­lýs­ingar í té. Fyrrum félagar hans í galdra­hópnum töldu að mögu­lega hefði hann dáið í til­raun til að skapa ein­hvern djöf­ul­legan óskapnað frá annarri vídd. 

Lífs­hlaup hans var stutt en magnað og það er á ein­hvern veg­inn við hæfi að enn, löngu eftir dauða hans, skapar hann enn umtal og áhuga. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar