Auglýsing

End­ur­reisn íslenska fjár­mála­kerf­is­ins hefur leitt til þess að banka­kerfið er svipað að stærð og spari­sjóður sem þjón­ustar nærum­hverfi sitt ein­göngu í Was­hington ríki á Vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna eða í land­bún­að­ar­hér­aði í Þýskland­i. 

Heild­ar­stærð banka­kerf­is­ins er ekki meiri en það, eða um 3.900 millj­arðar króna, sé horft til heild­ar­eigna inn­lána­stofn­anna. Það er að 90 pró­sent leyti bundið við íslenska starf­semi, það er rekstur heim­ila og fyr­ir­tækja. Íslenska ríkið á síðan um 80 pró­sent af kerf­inu með eign sinni á Íslands­banka, Lands­bank­anum og Íbúða­lána­sjóð­i. 

Kúvend­ing

Óhætt er að segja að mikil kúvend­ing hafi orðið á íslenska fjár­mála­kerf­inu á und­an­förnum ára­tug, en fyrir hrunið var eig­in­lega allt þver­öf­ugt við það sem nú er uppi á ten­ingn­um. Kerfið var 10 sinnum stærra en sem nam árlegri lands­fram­leiðslu, og starf­semin var að 85 pró­sent leyti erlendis en 15 pró­sent á Ísland­i. 

Auglýsing

Eðli­legt er að setja þann fyr­ir­vara við þetta mat, að það er miðað við bók­færða stöðu í síð­ustu birtu árs­reikn­ingum og upp­gjörum föllnu bank­anna, þegar þetta er sagt. (Mikið af útlánum bank­anna fyrir hrunið voru algjör­lega verð­laus og ekki með veð í neinu, og því bók­færð ískyggi­lega hátt í reikn­ingum bank­anna.) 

Hug­takið „of stór til að mis­takast” (Too big to Fail) var til umfjöll­unar í síð­ustu grein, í til­efni af 10 ára afmæli frá­bærrar bókar Andrew Ross Sork­in, Too Big To Fail. Þetta hug­tak er enn ljós­lif­andi og allt um lykj­andi á fjár­mála­mark­aði, eins og fjallað var um í grein­inn­i. 

Gagn­rýnar spurn­ingar

Raunar eru margir for­ystu­menn á fjár­mála­mark­aði farnir að spyrja gagn­rýnna spurn­inga um hvernig staða mála er, þegar kemur að hlut­verki seðla­banka og umfangs­miklum fjárinn­spýt­ing­ar­að­gerðum þeirra á und­an­förnum árum. 

Einn þeirra er Ray Dalio, fjár­fest­inga­stjóri Bridgewa­ter Associ­ates, eins stærsta fjár­fest­inga­sjóðs í heimi, talar um að heim­ur­inn sé „brjál­að­ur” og að fjár­mála­kerfið sé ein­fald­lega ekki að virka eins og það ætti að gera.

Efna­hags­reikn­ingar seðla­banka hafa þan­ist út og ódýru fjár­magni verið dælt út á mark­aði, í þeirri von að hag­vöxtur örvist, og það er ekki hægt að segja annað en að það hafi tek­ist víða um heim eftir hremm­ing­arnar fyrir ára­tug. En þetta er ekki sjálf­bær þró­un, segir Dalio, og ótt­ast hið versta. 

Á litla Ísland ótt­ast maður helst að ein­angrun fjár­mála­kerf­is­ins - sem er nú fyrst og fremst utan um krón­u-hag­kerfið íslenska, og fjár­magnað af almenn­ingi með inn­lánum - geti leitt til þess að sam­keppn­is­hæfni lands­ins fari mun hraðar aftur en margir átta sig á. 

ISK-á­hættan

Ástæðan er helst sú, að með því að halda í okkar sjálf­stæða gjald­miðil og sjálf­stæða pen­inga­kerfi, þá verðum við ekki almenni­lega hluti af alþjóð­legum mörk­uðum og straumum sem þeim fylgja. Þetta á við um reglu­verkið en einnig áhuga­svið fjár­festa sem hafa heim­inn allan undir í fjár­fest­ingum sín­um. Hinar sér­ís­lensku lausnir í pen­inga­mál­um, ISK, verða enn meira frá­hrind­andi í alþjóða- og tækni­vædd­ari heimi.

Í nýlegu mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins á stöðu mála á Íslandi er það gert að umtals­efni, að það gangi ekki nægi­lega vel að skapa alþjóð­leg störf. Mögu­lega er skýr­ingin sú, að við erum farin að upp­lifa áhrif af ein­kennum þess að vera ein­angruð frá alþjóð­legri þróun í fjár­mála­kerfum og tækni almennt. Þvert á oft dig­ur­bark­ar­legar yfir­lýs­ingar - um ágæti lands­ins þegar kemur að tækni­þekk­ingu - þá bendir margt til þess að við gætum dreg­ist hratt aftur úr, og misst niður sam­keppn­is­hæfni fyrir alþjóða­geir­ann. 

Inn­rás eða útrás

Þegar lagt var upp í vinnu með alþjóð­lega ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu McK­insey, sem Hregg­viður Jóns­son, þá í for­ystu­sveit Við­skipta­ráðs, hafði meðal ann­arra for­ystu um að koma af stað, þá var mark­miðið það, að opna landið fyrir þessum alþjóð­legu straumum - til að tryggja sam­keppn­is­hæfn­ina. Síðan hefur tím­inn lið­ið, og það er eðli­legt að velta því upp hvort við séum að upp­lifa hlut­ina til góðs eða ills. 

Fjár­mála­kerfið - sem hefur verið útgangs­punktur í þessum tveimur tengdu leið­urum - er góður útgangs­punktur til að ræða um þessa hluti: áskor­anir nútíð­ar­innar og fram­tíð­ar, hina alþjóð­legu strauma. Útrás­ar­hug­takið er ennþá brennt eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, en það sem blasir við Íslandi er að við verðum að stór­auka teng­ingar okkar við erlenda mark­aði, með aukna alþjóð­lega þekk­ingu að leið­ar­ljósi. 

Spurn­ingin er hins veg­ar, hvort við gerum það með inn­rás alþjóð­legra strauma - án þess að vera nægi­lega vel und­ir­bú­in, og með of mikið af sér­ís­lenskum lausnum - eða í gegnum hug­rakka og vand­aða stefnu, þar sem almanna­hagur ræður ferð­inni, í sterk­ari teng­ingum við útlönd, alþjóða­væddan heim. Þannig myndi útrás­ar­hug­takið hrista af sér bruna­sár­in.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari