Hvað ef kórfélagar, ráðherrar og saumaklúbbar hefðu farið í hafið?

Auglýsing

Á árinu 2019 var umheim­ur­inn minntur á það hversu háð við erum góðum flug­sam­göngum og trausti á flug­vél­u­m. 

Kyrr­setn­ingin á 737 Max vélum Boeing tók gildi í lok mars og stendur enn. Það sem leiddi til kyrr­setn­ing­ar­innar voru flug­slys í Indónesíu, 29. októ­ber 2018, og síðan í Eþíópíu 13. mars í fyrra. Gallar í til­tölu­lega nýjum Max vélum – í svo­nefndu MCAS kerfi sem á að sporna gegn ofrisi – eru taldir hafa leitt til þess að vél­arnar tog­uð­ust til jarðar með þeim afleið­ingum að 346 létu líf­ið, allir um borð í báðum vél­u­m. 

Margt hefur verið skrifað um þessi mál – meðal ann­ars í frétta­skýr­ingum á vef Kjarn­ans – eins og eðli­legt er. Kyrr­setn­ingin á Max vél­unum hefur haft mikil áhrif á efna­hag Íslands, og eru þar bein fjár­hags­leg áhrif á Icelandair auka­at­rið­i. 

Auglýsing

Í grein­ingum Seðla­banka Íslands, meðal ann­ars í Pen­inga­mál­um, hefur verið fjallað um víð­tæk áhrif af kyrr­setn­ing­unni á íslenskan efna­hag, en hún hefur leitt til minna sæta­fram­boðs til lands­ins og umfangs­minni ferða­þjón­ustu, og þannig dregið úr lands­fram­leiðslu í okkar litla landi.

For­dæma­laust er í heim­in­um, að kyrr­setn­ingin hafi jafn víð­tæk hlut­falls­leg áhrif á þjóð­ríki, enda ferða­þjón­ustan hryggjar­stykkið í hinu „nýja” íslenska hag­kerfi sem byggst hefur upp eftir hrun­ið. 

Sið­leysi afhjúpað

Eitt af því sem hefur gerst frá því að flug­slysin hjá Boeing komu upp, er að kast­ljós fjöl­miðla og rann­sak­enda hefur beinst að félag­inu. Hverjum steini er nú velt við til að greina það, hvernig gall­aðar vélar komust í loftið og hröp­uðu svo með skelfi­legum afleið­ingum til jarðar – svo mál séu vilj­andi smættuð niður og ein­föld­uð. 

Í gögnum sem nú hafa verið birt – og meðal ann­ars verið fjallað um í rann­sókn Banda­ríkja­þings – hefur komið fram að sið­laust and­rúms­loft virð­ist hafa verið ríkj­andi hjá þessu stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna. 

Reynt var að hafa áhrif á fram­leiðslu­ferlið þannig að það gæti tekið sem stystan tíma, og að eft­ir­lits­að­ilar væru ekki fyr­ir. Sjálf­stæði eft­ir­lits­að­ila FAA – flug­mála­yf­ir­valda í Banda­ríkj­unum – hefur einnig verið dregið í efa, og margt sem bendir til þess að Boeing hafi í raun verið með eft­ir­lits­að­ila í vas­an­um.

Rann­sak­endur í Indónesíu og Eþíópíu – sem hafa gagn­rýnt Boeing harð­lega og birt afhjúp­andi gögn máli sínu til stuðn­ings – hafa unnið merki­legt starf og sýnt fram á skelfi­legt verk­lag Boeing, og sér­tæka galla í vél­unum sem leiddu til dauða­slysa.

Seattle Times greindi raunar frá þessu eitr­aða and­rúms­lofti, fyrir slys­in, og hafði fyrir því heim­ild­ar­menn, að fram­leiðslu­ferlið væri ekki nægi­lega fag­legt, meðal ann­ars vegna fram­leiðslu­pressu. Boeing er stærsti vinnu­veit­andi Seattle svæð­is­ins með 80 þús­und starfs­menn á svæð­inu, og því er Seattle Times með sér­hæfða blaða­mennsku á sviði flug­mála, og hefur leitt umfjöllun um Max-­vand­ann. Fram­lag blaða­manna rit­stjórnar Seattle Times til þessa máls, hefur verið lýsandi dæmi um mik­il­vægi aðhalds­samrar blaða­mennsku gagn­vart vald­höfum í stjórn­málum og atvinnu­lífi.



Hvað ef þetta hefði verið Ísland?

Ég hef stundum – og óþægi­lega oft und­an­farin miss­eri – fært hug­ann að því hvernig umræða um þessi vanda­mál hjá Boeing væri á Íslandi, ef Max vél Icelandair hefði hrapað á leið sinni út í heim, með þeim afleið­ingum að allir um borð hefðu látið líf­ið. Kór­fé­lag­ar, sauma­klúbb­ar, ráða­menn, venju­legt fólk.

Ég er ekki viss um að for­stjóri Icelandair myndi þá full­yrða, að hann yrði fyrsti maður um borð í Max vél. Ég er heldur ekki viss um, að horft yrði til þess­ara mála með jafn létt­vægum hætti eins og gert hefur verið á Íslandi, á und­an­förnum tíu mán­uð­um, og að bréf væru send til Seðla­bank­ans til að kvarta yfir því að nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd hefði gert það að umtals­efni á fundi þing­nefnd­ar, að Icelandair ætti mikið undir bóta­greiðslum frá Boein­g. 

Aug­ljóst er – fyrir mér, í það minnsta – að íslensk stjórn­völd ættu að höfða sjálf­stætt bóta­mál gegn Boeing. Þá ættu stétt­ar­fé­lög flug­manna Icelandair og flug­freyja, einnig að höfða sjálf­stæð bóta­mál, alveg eins og flug­fé­lag­ið. 

Flug­menn Sout­hwest flug­fé­lags­ins hafa gert þetta, og kraf­ist 100 millj­óna Banda­ríkja­dala – jafn­virði 12,5 millj­arða – í bætur vegna þess hvernig Boeing hefur haldið mál­u­m. 

Ástæðan er sú, að Boeing stóð sig ekki eins og það átti að gera og sýndi óaf­sak­an­legt kæru­leysi við fram­leiðslu á einu mik­il­væg­asta inn­viða­fyr­ir­bæri sam­fé­laga – far­þega­þot­u­m. 

Mik­il­vægt er að þessi mál séu skoðuð út frá alvar­legum afleið­ingum þeirra –  ekki aðeins hinum alvar­legu efna­hags­legu afleið­ing­um, sem gætt hefur á Íslandi –  heldur einnig virð­ingu fyrir hinum látnu og aðstand­endum þeirra, sem nú leita réttar síns frammi fyrir ofurefli stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tækis Banda­ríkj­anna. 

Það er huggun í því að Banda­ríkja­þing – bæði Repúblikanar og Demókratar – hafa saumað að Boeing, við rann­sókn á mál­inu, og dregið ýmis­legt fram í dags­ljósið sem sýnir brest­ina hjá félag­inu, en betur má ef duga skal. 

Skýr skila­boð frá litlu eyríki sem á mikið undir skil­virkum og traustum flug­sam­göngum geta skipt máli í þessu sam­hengi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari