Húsmóðirin og leikskólinn

Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, minnir á að sú umræða sem nú stendur yfir um opnunartíma leikskóla í Reykjavík eigi sér djúpar rætur og langa sögu.

Auglýsing

Þegar hreyf­ingin Wages for house work ruddi sér til rúms á 7. og 8. ára­tug síð­ustu aldar með ákalli um að heim­il­is­störf ættu að vera launuð eins og hver önnur vinna, kall­aði það ekki aðeins á umræðu um eðli og inn­tak heim­il­is­starfa, heldur einnig umönn­un­ar­starfa. Hreyf­ingin átti rætur sínar á Ítalíu og þarna var leit­ast við að end­ur­skil­greina vinnu, en um leið fjöl­skyld­una og hlut­verk karla og kvenna, barna og for­eldra, innan henn­ar.  

Hér má til ein­föld­unar draga upp mynd af móð­ur­inni – í þessu sam­hengi hinni ítölsku hús­móður – sem gætir barna og elur þau upp, sinnir eldri ætt­ingj­um, leggur mat á borð og borðar sjálf síðust, ef þá yfir­leitt. Þarfir fjöl­skyld­unnar ganga framar hennar eigin þörf­um. En þar sem við erum öll mann­eskjur (líka kon­ur) þá kemur að skulda­dög­um, a.m.k. í huga hinnar örþreyttu móð­ur. Því geta fylgt stöðugar áminn­ingar til barn­anna um allt sem fyrir þau er gert og upp­komin börn standa raunar í skuld við móður sína til eilífð­ar­nón­s. 

Ítölsku femínist­arnir reyndu að byggja upp ann­ars konar skiln­ing á fjöl­skyld­unni. Börn og for­eldrar væru í þessu sam­an. Börn væru sjálf­stæðir ein­stak­lingar innan fjöl­skyld­unn­ar, þeim mætti fela ábyrgð og þau væru líka fær um að sýna öðrum skiln­ing. Karlar og konur hjálp­uð­ust jafn­vel að. Þetta er nær því sam­fé­lags­skipu­lagi sem Ísland vill kenna sig við – afrakstur mik­illar kvenna­bar­áttu og stjórn­mála­bar­áttu – og senni­lega myndu fæst okkar vilja skipta því út. 

Auglýsing
En þetta er og var við­kvæm umræða. Bar­áttan gegn hug­mynd­inni um hina fórn­fúsu móður gat auð­veld­lega orðið að bar­áttu gegn hinni fórn­fúsu móð­ur, þar sem konur voru dæmdar fyrir að hafa leikið það hlut­verk sem þær töldu að þeim bæri. 

Þessi inn­gangur er rétt til að minna á að sú umræða sem nú stendur yfir um opn­un­ar­tíma leik­skóla í Reykja­vík á sér djúpar rætur og langa sögu. Hún snertir mörg okkar per­sónu­lega og er um leið óþægi­leg áminn­ing um hvað það er stutt síðan þræta þurfti um gildi almennra leik­skóla. Þá er nær­tækt að rifja upp að margir töldu að leik­skólar ættu ein­göngu að vera til staðar fyrir ein­stæða for­eldra og aðra sem stæðu höllum fæti. Þessa hug­mynd má enn heyra í því formi að jöfn­un­ar­hlut­verk leik­skóla sé bundið við að tryggja nógu langa vistun til að ein­stætt for­eldri geti unnið fullan vinnu­dag. Þetta er vissu­lega mik­il­vægt. En leik­skólar jafna líka tæki­færi barna í milli, með því að bjóða upp á menntun og sam­fé­lag þar sem ólíkir sam­fé­lags­hópar koma sam­an. Þeir stuðla að kynja­jafn­rétti í atvinnu­líf­inu og við ákvarð­ana­töku, en líka kynja­jafn­rétti heima við – og það er ekki hægt að hafa nógu mörg orð um mik­il­vægi fjár­hags­legs sjálf­stæðis kvenna, þar á meðal í tengslum við bar­átt­una gegn heim­il­is­of­beld­i. 

Aðstæður for­eldra leik­skóla­barna geta verið mjög mis­mun­andi. Sum okkar kom­ast auð­veld­lega af með átta klukku­stunda vist­un­ar­dag og jafn­vel styttri, en önnur ekki. Þetta á ekki ein­göngu við um ein­stæða for­eldra, heldur líka til dæmis for­eldra sem hafa engan annan stuðn­ing að reiða sig á eða for­eldra þar sem annað for­eldrið (t.a.m. iðn­að­ar­menn) vinnur langan vinnu­dag og getur sjaldan sótt barn á leik­skól­ann. Í þessu sam­bandi er ómögu­legt að skilja hver ákvað að átta klukku­stunda vist­un­ar­dagur væri hæfi­legur en 8,5 eða 9 klukku­stundir ekki. Í því er engin brú. 

Aðstæður barna eru líka mis­mun­andi. Sumum reyn­ist erfitt að vera lengi á leik­skóla, önnur eiga erfitt með að vera lengi heima hjá sér. Það er nefni­lega margt sem er börnum fyrir bestu. Þeim er fyrir bestu að eiga gott og öruggt sam­band við for­eldra sína. En það getur líka verið þeim fyrir bestu að hafa fleiri full­orðna í lífi sínu sem þau geta reitt sig á og bund­ist bönd­um. Smám saman höfum við lært að það er ekki endi­lega börnum fyrir bestu að hafa eina fórn­fúsa, dálítið alltum­lykj­andi móður í lífi sínu. Fæð­ing­ar­or­lof beggja for­eldra hefur gefið góða raun, ekki aðeins fyrir jafn­rétti á vinnu­mark­aði heldur líka fyrir börn. 

­Upp­bygg­ing almennra leik­skóla er ein far­sælasta stjórn­mála­á­kvörðun okkar tíma. Leik­skólar Íslands eru á heims­mæli­kvarða, sem upp­eld­is- og mennta­stofn­anir (og hér má vara við þeirri til­hneig­ingu að skilja að upp­eldi og menntun í umræðum um skóla), en líka sem horn­steinn sam­fé­lags­skipu­lags þar sem konur eru ekki neyddar til að velja á milli þess að vinna og að eiga börn. Það þarf ekki nema stutta heim­sókn til lands þar sem þetta frelsi er ekki fyrir hendi til að skilja gildi þess. 

Hins vegar hefur gild­is­mat sam­fé­lags­ins ekki endi­lega hald­ist í hendur við þetta, eins og sjá má af bágum starfs­kjörum innan leik­skól­anna. Kannski ætl­umst við til þess sama af starfs­fólki leik­skól­anna og einu sinni var vænst af hús­móð­ur­inni: að það haldi stöðugt áfram og fórni sér fyrir fjöld­ann. Þessa gætir einnig í starfs­kjörum umönn­un­ar­stétta almennt, sem að langstærstum hluta eru mann­aðar kon­um. Þetta er eitt af stóru við­fangs­efnum stjórn­mál­anna til næstu ára og um leið verk­efni sam­fé­lags­ins. Hér þarf að byggja upp sátt um að rétta þessa skekkju af. Stytt­ing opn­un­ar­tíma leik­skóla bætir eflaust stöð­una á leik­skól­um, sem er vel. En sem ein­stök aðgerð verður það ekki til að leið­rétta þessa skekkju, heldur mögu­lega til að ýkja hana. Hér þarf miklu fleira að koma til.

Höf­undur er ráð­gjafi rík­is­stjórn­ar­innar í jafn­rétt­is­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar