Stöðvum faraldurinn saman – verum heima!

Halldór Rósmundur Guðjónsson og Oddur Þórir Þórarinsson hvetja til hertra aðgerða til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.

mennnir.jpg
Auglýsing

Í ljósi heims­far­ald­urs kór­óna­veirunn­ar, stöndum við sem þjóð nú frammi fyrir erf­iðum og flóknum ákvörð­un­um. Við búum við for­dæma­laust ástand sem einna helst verður líkt við heims­far­aldur inflú­ensu árið 1918 og seinni heims­styrj­öld­ina. Við slíkar aðstæður þarf að bregð­ast við með hraði, af festu og nákvæmni. Aðgerðir íslenskra stjórn­valda hafa verið leiddar af emb­ætti sótt­varn­ar­lækn­is, emb­ætti land­læknis og rík­is­lög­reglu­stjóra. Svo virð­ist sem við höfum staðið okkur vel í fyrri hluta þeirrar vinnu við að draga úr smiti með rakn­ingu til­fella, en nú er komið að seinni hálf­leiknum með auknu álagi sem kallar á skjót við­brögð. 

Heil­brigð­is­starfs­menn hér­lendis og í nágranna­lönd­unum hafa komið á fram­færi skýrum skila­boðum til allra að halda sig heima til að þeim sé mögu­legt að vinna sína vinnu. Á mánu­dag til­kynni for­sæt­is­ráð­herra Breta að þjóðin yrði að standa saman og vera heima, nema algjör nauð­syn krefði. Þá tók hann fram að með því væri verið að kaupa tíma til að und­ir­búa heil­brigð­is­kerfið frekar, bæði hvað varðar tækja­búnað og mögu­lega með­ferð. Læra má að ein­hverju leyti af þeim löndum sem þegar hafa orðið illa úti, s.s. Ítalíu og Kína. Þá hefur Alþjóða­heil­brigð­is­mál­stofn­un­in, WHO, gefið út leið­bein­ingar um hvernig eigi berj­ast við þennan sjúk­dóm. 

Sér­stak­lega verður að huga að hags­munum fram­línu heil­brigð­is­starfs­manna og ann­ara sem sinna nauð­syn­legum störfum í þágu almanna­varna á þessum erf­iðu tím­um. Með hlið­sjón af skyldu stjórn­valda og vinnu­veit­anda til að tryggja starfs­fólki öruggt starfs­um­hverfi, sbr. t.d. ákvæði laga um aðbún­að, öryggi og holl­ustu­hætti á vinnu­stöðum og ákvæða EBE til­skip­ana nr. 89/391/EBE og 92/57/EBE er tví­mæla­laust skylda á yfir­völdum að tak­marka útsetn­ingu heil­brigð­is­starfs­manna, kenn­ara og ann­arra sem gert er að starfa í dag. Á yfir­borð­inu hafa stjórn­mála­menn a.m.k. ekki skipt sér af ein­stökum ákvörð­un­um, þeir bera þó á end­anum alla ábyrgð á við­brögðum við far­aldr­inum og geta ekki skýlt sér á bak við ráð­legg­ingar ann­arra. 

Auglýsing
Af fjöl­miðlum að dæma eru við­brögð margra Vest­ur­landa­ríkja í dag grund­völluð á nýlegri skýrslu Imper­ial Col­lege í London. Þar er bent á tvær megin leiðir til að berj­ast við veiruna, ann­ars vegar bæl­ingu (e. suppression) og hins vegar mildun (e. mitigation). Ljóst er af skýrsl­unni að fyrir heil­brigð­is­kerfi Banda­ríkj­anna og Bret­lands er bæl­ing eina færa leiðin og jafn­framt sú sem myndi kosta færri manns­líf. 

Núna liggur fyrir að sam­fé­lags­smit hefur orðið í íslensku sam­fé­lagi. Hlut­fall greindra nýsmita sem ekki er hægt að rekja til erlends upp­runa fer hækk­andi. Tak­mark­anir á sýna­tökum vekja grun um að fjölda smit­aðra sé van­greind­ur. Við sam­fé­lags­smiti hefur verið brugð­ist með sam­komu­banni. Þrátt fyrir það eru leik­skólar og grunn­skólar ennþá opn­ir. Með þessu er ljóst að hluti starfs­manna sveit­ar­fé­laga er að sinna störf­um. Þeir starfs­menn þurfa að vera í nánu sam­neyti við mögu­lega smit­bera og eru þannig lagðir í hættu til að halda sam­fé­lag­inu gang­andi. Þá eru sam­göngur ennþá frjálsar af smit­uðum svæðum inn á ósmit­uð, en ósmituð byggð­ar­lög kalla eftir breyt­ingum þar á.

Aðstæður á Íslandi eru um margt ein­stak­ar. Milli­landa­sam­göngur hafa að mestu lagst af tíma­bundið og við þær gríð­ar­legu áskor­anir sem við stöndum frammi fyrir er það að mati und­ir­rit­aðra ill­skilj­an­legt hvers vegna stjórn­mála­menn grípa ekki taf­ar­laust til aðgerða eins og útgöngu­banns og tak­mark­ana á sam­göngum milli lands­hluta, með það að mark­miði að stöðva dreif­ingu veirunnar inn­an­lands. Hafa verður í huga að um 10% smit­aðra bæði á Ítalíu og Kína eru heil­brigð­is­starfs­menn. M.t.t. öryggis þeirra, og ann­arra sem sinna nauð­syn­legum störfum í sam­fé­lag­inu, er mik­il­vægt að fækka smit­uðum eins mikið og kostur er. Að tak­marka sótt­varn­ar­að­gerðir vegna mögu­legra efna­hags­legra afleið­inga er að mati und­ir­rit­aðra alltaf órétt­læt­an­legt. Mann­líf verða ekki metin til fjár. Öryggi og heilsa þjóð­ar­innar ásamt öryggi fram­línu starfs­manna í heil­brigð­is­kerf­inu verður að vera leið­ar­ljósið við allar ákvarð­an­ir. 

  • Útgöngu­bann og tak­mark­anir á sam­göngum í nokkrar vikur myndi hafa tak­mörkuð efna­hags­leg áhrif, umfram það sem þegar er orð­ið. 
  • Hjól efna­hags­lífs­ins á Íslandi gætu aftur farið að snú­ast þegar búið væri að tak­marka og/eða stöðva allt smit inn­an­lands innan nokk­urra vikna. 
  • Útgöngu­bann og sam­göngu­tak­mark­anir minnka útsetn­ingu nauð­syn­legra starfs­stétta s.s. leik­skóla­kenn­ara og heil­brigð­is­starfs­manna fyrir smitefn­i. 
  • Tak­mörkun á smiti núna, myndi gera und­ir­bún­ing að mögu­legri síð­ari bylgju veirunnar betri, þ.m.t. með til­liti til mögu­legra lyfja­með­ferða eða bólu­setn­ingar sem þá gæti verið komin til. 
  • Engar stað­festar óyggj­andi upp­lýs­ingar liggja fyrir um að ein­stak­lingar sem smit­ast af veirunni núna hafi myndað mótefni um alla fram­tíð og þannig liggur ekki fyrir hvort hjarð­ó­næmi geti yfir höfuð mynd­ast. 
  • Að mati und­ir­rit­aðra fer það gegn lögum að grípa ekki til frek­ari sótt­varn­ar­ráð­staf­ana taf­ar­laust gagn­vart fram­línu heil­brigð­is­starfs­manna og ann­ara lyk­il­starfs­manna. 

Með þessu viljum við skora á stjórn­mála­menn, sem ráða ferð­inni í við­brögðum við heims­far­aldri kór­óna­veirunn­ar, að hugsa sinn gang alvar­lega. Þá viljum við hvetja önnur stjórn­völd, þ.m.t. sveit­ar­fé­lög, til að taka sjálf­stæðar ákvarð­anir á grund­velli ábyrgðar sinnar til verndar starfs­manna. Ein­stak­lingum sem nú er gert að starfa í þágu almanna­varna eiga rétt á því gripið sé til allra mögu­legra aðgerða. Eru ráða­menn virki­lega til­búnir til að standa frammi fyrir þjóð­inni síðar og rétt­læta það að ekki hafi verið gripið til allra mögu­legra úrræða til að stöðva útbreiðslu veirunn­ar? 

Okkur öllum ber skylda til að vinna sam­an, stöðva far­ald­ur­inn og bjarga þannig manns­líf­um.  

Annar höf­unda er lög­fræð­ingur en hinn lög­maður og lækn­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar